Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
RAGNAR
HALLSSON
+ Ragnar Halls-
son var fæddur
á Akureyri 10. des-
ember 1936. Hann
lést á Landspítalan-
um 1. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Hallur
Benediktsson,
bóndi og síðar
starfsmaður Mjólk-
ursamlags Kaup-
félags Eyfirðinga,
fæddur 12. júlí 1888
á Skjaldastöðum í
Oxnadal, og Anna
Brynjólfsdóttir,
fædd 9. nóvember 1916 á
Steinsstöðum í Öxnadal. Systk-
ini Ragnars eru Erla Halls,
skrifstofumaður á Akureyri,
fædd 30. september 1938, gift
Guðjóni Helgasyni, Brynleifur
Hallsson, mjólkurfræðingur á
Akureyri, fæddur 5. júní 1948,
kvæntur Emmu Magnúsdóttur,
og Theodór Halls-
son, fæddur 7. febr-
úar 1950, kvæntur
Höllu Snorradóttur.
Ragnar kvæntist
árið 1971 Sigríði
Gísladóttur, úr
Reykjavík, en þau
slitu samvistir.
Ragnar starfaði
hjá Mjólkursamlagi
KEA og síðar Efna-
verksmiðjunni
Sjöfn á Akureyri
þar til að hann, á
29. aldursári, tók
að kenna heilsu-
brests er reyndist varanlegur.
Ragnar bjó á Akureyri nokkuð
fram á fertugsaldur en fluttist
þá til Reykjavíkur og bjó í
Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni 12
frá árinu 1978.
Útför Ragnars fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
- Vorið beð þinn vökvar tárum,
vakir sól á yztu bárum,
greiðir hinzta geislalokkinn,
grúfir sig að bijóstum hranna. -
Moldin að þér mjúk skal hlúa,
móðurlega um þig búa,
rétta þér á rekkjustokkinn
rós úr lundum minninganna._
(Magnús Ásgeirsson).
Hann Ragnar er látinn. Hann
lést á Landspítalanum eftir erfið
og löng veikindi. Ragnar var sérlega
dagfarsprúður maður og stutt var
alltaf í brosið. Ragnar var mikill
lestrarhestur og voru Ijóðabækur í
sérlegu uppáhaldi. Á 28. aldursári
fór MS-sjúkdómurinn, sem Ragnar
var haldinn, að ágerast. Fyrst um
sinn naut hann umönnunar fjöl-
skyldunnar fyrir norðan en 1978
flutti hann í Sjálfsbjargarhúsið og
bjó þar æ síðan. Hann gat þó í
nokkur ár komist til Akureyrar á
sumrin þar sem móðir hans hlúði
að honum. Ragnar hafði gaman af
því að spila brids á yngri árum með
félögum sínum. í Sjálfsbjargarhús-
inu fékk hann góða aðhlynningu
og vill fjölskyldan þakka það.
Starfsfólki á deild 14-E á Landspít-
alanum er einnig þakkað fyrir frá-
bæra umönnun. Ég bið góðan guð
að styðja Önnu móður hans og aðra
ástvini. Friðhelg veri minning
Ragnars Hallssonar.
Halla.
í svartasta skammdeginu fyrir
rúmum áratug var ég á leið niður
í Hátún 12. Erindið þetta skamm-
degiseftirmiðdegi var að heilsa upp
á Ragnar Hallsson, sem þá hafði
náð þeim áfanga að verða 50 ára.
Ekki vissi ég til fulls á hverju ég
mætti eiga von enda ekki hitt
frænda minn um nokkurra ára skeið
en vissi engu að síður að heilsu
hans hafði hrakað nokkuð jafnt og
þétt síðari árin. í lyftunni á leið upp
á efri hæðir Sjálfsbjargarhússins
velti ég því fyrir mér á hvern hátt
ég myndi bera mig til er af fundum
okkar yrði. Ég var óvanur að um-
gangast fólk er orðið hafði að þola
landvarandi sjúkdóma og veikindi
en af minni litlu reynslu á því sviði
taldi ég að best myndi verða að
horfa sem lengst frá hinu hvers-
dagslega böli og láta sem slíkt hefði
aldrei átt sér stað. Er ég hafði leit-
að um stund að herbergi Ragnars
og fundið hann þar á heimaslóð
varð fljótt ljóst að áhyggjur minar
á leiðinni höfðu með öllu verið
ástæðulausar. Glaðvært bros færð-
ist yfir andlit hans og við tókum
tal saman. Ég varð þess fljótt
áskynja að á sterkasta eiginleika
hans hafði illvígur sjúkdómurinn
ekki unnið en það var glaðværð og
einstaklega ljúf skaphöfn.
Ekki fer hjá því að á einstakling-
inn reyni þegar honum er fyrirvara-
lítið kippt út úr daglegu lífi á besta
skeiði ævi sinnar. Þegar Ragnar tók
að kenna þess sjúkdóms, er nú hef-
ur dregið hann til dauða fullra sex-
tíu ára, var hann aðeins á þrítugs-
aldri og með lífið í fangið. Fljótlega
varð hann að sætta sig við að hætta
ÓSKAR
ÞÓRORMSSON
+ Óskar Þór-
' ormsson var
fæddur í Fáskrúðs-
firði 8. apríl 1922.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Neskaupstað-
ar hinn 23. desem-
ber 1996. Foreldrar
hans voru Stefanía
Indriðadóttir og
Þórormur Stefáns-
son. Systkini Ósk-
ars eru Björg f.
26.2. 1919, Oddný,
f. 20.2. 1920, Karó-
lína, f. 2.5. 1922,
Steinþór, f. 28.7. 1923, d. 1941,
Margeir, f. 18.7. 1924, d. 1985,
Páll, f. 25.10. 1925, d. 1952,
Aðalheiður, f. 5.3. 1927, Ingi-
þjörg, f. 24.5. 1928, FIosi, f.
17.4. 1930, d. 1984, Þór, f. 18.9.
1935 og Steinþór, f. 3.5. 1941.
Óskar kvæntist Helgu Maríu
Jónsdóttur Snædal hinn 9. des-
ember 1946. Helga lést 1. maí
1996. Eignuðust
þau 6 börn. Þau eru:
Ragnhildur Jónína,
f. 8.7.1946, gift Sig-
urjóni Hjálmars-
syni, eiga þau fjög-
ur börn; Þórormur,
f. 27.8.1948, kvænt-
ur Huldu Sigrúnu
Elísdóttur, eiga þau
eina dóttur; Stefan-
ía, f. 6.9. 1949, gift
Guðmundi Guðjóns-
syni, eiga þau fjög-
ur börn; Páll f. 22.2.
1952, kvæntur Sig-
þóru Oddsdóttur, eiga þau fjór-
ar dætur; María Ósk, f. 22.11.
1957, gift Steini Björgvini Jóns-
syni, eiga þau fjögur börn; Vil-
borg Halldóra, f. 14.2. 1959,
gift Sigurði Oddssyni, eiga þau
fjögur börn.
Utför Óskars fór fram frá
Fáskrúðsfjarðarkirkju 3. jan-
úar.
Hringt var í okkur snemma
morguns þann 23. desember síð-
astliðinn og var okkur tilkynnt að
þú, elsku afi minn, værir dáinn
aðeins sjö mánuðum eftir að amma
dó. Af hveiju svona fljótt?
Það var alltaf vel tekið á móti
okkur barnabörnunum þegar við
komum í heimsókn til ykkar niður
i Rúst og fengum við alltaf eitt-
hvað gott og ekki vorum við send
svöng frá ykkur. Alltaf var okkur
velkomið að vera um nætur ef for-
eldrar okkar þurftu að skreppa úr
bærium um einhvern tíma.
I apríl 1996 voruð þið amma
bæði send á sjúkrahúsið á Nes-
kaupstað þar sem ég kom og hitti
ykkur ásamt Erlu systur, en amma
var þar styttri tíma en þú þar sem
hún var send til Reykjavíkur til
frekari rannsóknar. Þar varð hún
alvarlega veik og lést þar 1. maí
1996. Það var mjög erfiður dagur
fyrir okkur öll og þó mesti missir-
inn fyrir þig, elsku afi, þar sem
hún var þér svo kær. Þú hélst
áfram að vera á Neskaupstað þar
sem hugsað var vel um þig.
Þú komst ekki heim hinn 11.
maí þegar útför ömmu stóð yfir
vegna þess hversu veikur þú varst,
en þú fékkst góða hjálp á meðan
á athöfninni stóð. Amma fékk
kveðjuna frá þér þar sem þú þakk-
aðir henni fyrir þarin ómælda
stuðning sem hún veitti þér í veik-
indum þínum í gegnum árin. Þið
voruð bæði miklir sjúklingar en það
var ekki hægt að heyra það á ykk-
ur því þið kvörtuðuð ekki. Þið höfð-
uð frekar áhyggjur af veikindum
annarra. Þið voruð mjög dugleg í
því að föndra og er mjög gaman
að eiga þetta sem ég á eftir ykk-
ur. Ykkur þótti ofsalega gaman
að vera í föndrinu með eldra fólk-
inu á staðnum. Þar var mikið fjör
og ekki vantaði félagsskapinn.
Þegar þú komst heim til þess
að vera vorum við mikið búin að
tala um það, hversu hress þú vær-
ir orðinn. Þú fluttir til okkar að
Túngötu 1 og var afar gaman að
koma heim í helgarfrí úr skólanum
og hitta þig. Þá var afar mikið fjör
í stofunni þar sem þú og Viðar
horfðuð saman á ensku knatt-
spyrnuna og skemmtuð ykkur kon-
unglega.
I desember varst þú afar hress
að sjá og jólin nálguðust. Þú hlakk-
aðir til þeirra eins og við öll. Allir
voru á fullu við að undirbúa jólin
þegar þú skyndilega veiktist og
þurfti að flytja þig á Neskaupstað
þar sem þú lést eftir erfiða daga
og nætur. Pabbi og mamma komu
til þín 21. desember og þá varst
þú lasinn en engan grunaði að þú
færir að kveðja þennan heim. Eg
komst ekki enda þótt mig langaði
mjög að hitta þig, elsku afi minn,
en ég var svo ofboðslega kvefuð
og ég vildi ekki smita þig þar sem
ég vissi að þú varst nógu mikið
lasinn.
Þessir dagar voru erfiðir fyrir
okkur öll og var mjög skrýtið að
vakna og fara fram og sjá þig ekki
í hægindastólnum þínum eða heyra
fótatak þitt einhverstaðar í húsinu.
Aðfangadagur var mjög skrýt-
inn, að hafa þig ekki hérna hjá
okkur eins og allir höfðu gert ráð
fyrir og það var skrýtið að opna
gjöfina frá þér sem var til okkar
Viðars og geta ekki þakkað þér
almennilega fyrir hana en auðvitað
þökkum við öll afar vel fyrir okkur.
Elsku afi minn, ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú hefur kennt mér
og allt sem við höfum gert saman,
t.d. bingóferðina í desember. Þá
komum við ekki tómhent heim.
Elsku afi í Rúst, ég veit að þér
líður vel þar sem þú ert núna og
þið amma hugsið vel hvort um
annað.
Saknaðarkveðjur, þín sonardótt-
ir.
Hafdís Rut Pálsdóttir,
Fáskrúðsfirði.
MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 37 .v.,
----------------------------- i
daglegum störfum og hefur sú
ákvörðun eflaust verið erfið fyrir
þann starfsama mann sem hann í
eðli sínu var. En sú glaðværð og
skaphöfn, sem honum var eiginleg,
varð honum hjálpleg við að sigrast
á erfiðleikum sínum að því marki
sem slíkt er unnt.
Ragnar hafði ætíð sterkar taugar
til Qölskyldu sinnar og heimahag-
anna á Ákureyri. Alla tíð á meðan
hann hafði þrek til dvaldist hann
um tíma á sumrin á heimili móður
sinnar þar sem þau gátu notið sam-
vista og hún annast hann eftir bestu
getu. Hygg ég að þar hafi þau jafn-
an átt góðar stundir og notið sam-
verunnar þótt heilsuleysi hans og
hreyfihömlun hafi jafnan skapað
ákveðna erfiðleika.
Ragnar varðveitti einnig eftir
fremsta megni það jákvæða and-
rúmsloft er hann ólst upp við og
naut í foreldrahúsum. Ég minnist
ófárra stunda á heimili foreldra
hans á Akureyri þar sem ég átti
samleið með yngri bræðrum hans
og kunningjum þeirra og hann var
enn í heimahúsum en farinn að
kenna hins varanlega heilsubrests.
Ég veit ekki hvort við unglingarnir,
sem áttum einskonar samastað í
Hallsbæ á þeim árum, en svo var
húsið við Þingvallastræti 44 og
æskuheimili þeirra bræðra jafnan
nefnt í okkar hóp, höfum ætíð ver-
ið tillitsamir og nærgætnir í um-
gengni. En við nutum engu að síður
skilnings og mikillar gestrisni Önnu
móður þeirra - skilnings sem ég
vil efa að allir foreldrar hafi til að
bera þegar unglingarnir vaxa úr
grasi og þarfir þeirra breytast. Þótt
Ragnar væri ekki þátttakandi í leik
okkar strákanna og raunar af ann-
arri kynslóð, nokkru eldri sem hann
var, hafði nærvera hans engu að
síður sín áhrif. Við vissum af örlög-
um hans er honum höfðu þá þegar
verið búin og mátum mikils á hvern
hátt hann hafði náð að sætta sig
við tilveru sína. Þótt þau örlög hafi
hamlað ýmsu, sem hann hefði
eflaust viljað láta af sér leiða, mátti
margt læra af því á hvern hátt fy
hann tók erfiðleikum er eflaust {
hefðu náð að buga marga.
Þórður Ingimarsson.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn
og allt er orðið rótt.
Nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runninn
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem)
Elsku Raggi frændi, okkur lang-
ar með þessum orðum að kveðjay .
þig og þakka fyrir að hafa fengið '
að kynnast þér. Þó lífsbrautin hafi
á stundum verið grýtt, stóðst þú
eins og klettur í hafi, þig brast aldr-
ei kjark. Þvert á móti voru glettni
og galsi þín einkunnarorð í lífinu.
Góðmennska þín var líka einstök,
sem og hartahlýja, og minnumst
við sérstaklega allra stundanna í
Þingvallastrætinu hjá Önnu ömmu.
Ánægjustundirnar voru líka ófáar
á heimili þínu í Hátúninu. Einkum
minnumst við með gleði og hlýju
sextugsafmælisins í desember síð-
astliðnum, hvar gleðin skein úr
hveiju andliti. Góði Guð, veittu okk-
ur öllum styrk á þessari stundu.
Önnu ömmu, Billa, Tedda, Erlu og<- ~
fjölskyldum. Guð blessi minningu
Ragga frænda.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Anna Halla, Björk,
Þröstur og fjölskyldur.
V
t
Bróðir okkar og frasndi,
JÓN KRISTJÁNSSON
sjómaður,
Hrafnistu Reykjavík,
andaðist að morgni 11. mars.
Aðstandendur.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HUGBORG A. ÞORSTEINSDÓTTIR,
áður til heimilis
í Sandholti 16,
Ólafsvík,
lést á dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, 10. mars.
Alda Vilhjálmsdóttir,
Þórður Vilhjálmsson,
Sigríður Vilhjálmsdóttir,
Þorsteinn Vilhjálmsson,
Sigrún Vilhjálmsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
t
Frænka okkar, systir og fósturmóðir,
SIGRÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR
frá Þórísstöðum
í Gufudalssveit,
sem lést á dvalarheimilinu Barmahlíð,
Reykhólum, 4. mars, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 14. mars
kl. 15.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð.
Þeir, sem vildu minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess.
Guðrún Magnúsdóttir, Fanney Andrésdóttir,
Andrés Magnússon, Jensína Andrésdóttir,
Rebekka Bergsveinsdóttir, Magnús Hansson,
Ólafía Hafliðadóttir
og aðrir aðstandendur.