Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ + AÐSENDAR GREINAR Dósent gegn gjaldi ÞAÐ má undrun sæta þegar dósent við Háskóla Islands, Birgir Þór Runólfsson, tjáir sig um baráttu Sam- taka iðnaðarins fyrir veiðigjaldi af jafnlitlu innsæi og hann gerði í tveimur greinum hér í Morgunblaðinu nýver- ið. Hann skrifar líkt og iðnaðinum standi engin óf^n af starfsumhverfí sem mótað er af sveiflukenndum afla- tekjum. Þetta er þvert á það sem virtir hag- fræðingar hafa haldið fram. Má þar nefna Þorvald Gylfa- son, Rögnvald Hannesson, Þórólf Matthíasson, Þórð Friðjónsson, Friðrik Má Baldursson, Ásgeir Daníelsson, Markús Möller og fleiri. Auknar aflatekjur eru undirrót vanda iðnaðar Áhrif aukinna aflatekna á iðnað: inn geta verið af tvennum toga. í fyrsta lagi geta þær haft áhrif á markaðshlutdeild útflutningsafurða ög afurða sem keppa við innflutn- ing. í öðru lagi geta þær breytt hlutfallslegri arðsemi fyrirtækja í samkeppni við erlenda aðila miðað við fyrirtæki sem ekki eiga í slíkri samkeppni. Gangverkið er þetta: Auknar aflatekjur leiða til aukinnar inn- lendrar eftirspurnar. Aukin innlend eftirspum kallar á aukna eftirspurn eftir vinnuafli og íjármagni. Laun og vextir hækka og það veikir stöðu innlendra fyrirtækja gagnvart er- Smdum keppinautum í löndum þar sem laun og vextir hækka ekki að sama skapi. Af þessum sökum minnkar markaðshlutdeild útflutn- ingsafurða og afurða sem keppa við innflutning. Fyrri áhrif aukinna aflatekna eru komin fram. Þegar litið er til annarra fyrir- tækja, sem ekki eiga í samkeppni við erlenda aðila, breytist markaðs- staða þeirra í heild ekkert við aukn- ingu eftirspurnar. Hlutdeildin var 100% og verður áfram 100%. Það, sem hefur hins vegar breyst, er að markað- urinn hefur stækkað því að neyslan á hinum innlenda markaði hef- ur aukist. Fyrirtækin sýna þá aukinn hagnað samhliða því að laun starfsmanna hækka sökum aukinnar eftir- spumar eftir vinnuafli. Þetta em síðari áhrifín af auknum aflatekjum. Saman em áhrifín þau að fjármagnið og vinnuaflið leitar úr fyr- irtækjum sem em í samkeppni við erlenda aðila yfír i önnur sem eiga ekki í slíkri samkeppni. Túlkun og meðferð hagtalna Birgir dregur í efa gangverkið og tengsl þess við íslenskan raun- vemleika. Það er undarlegt því að um það er vart deilt innan hagfræð- innar. Hann tekur tímabilið 1983 til 1993 til að reyna að rökstyðja mál sitt. Þessi talnameðferð hans er því miður beinlínis röng. Ástæð- an er sú að hann notar fjölda árs- verka í iðnaði en ekki hlutfallið milli þeirra og ársverka í öðmm greinum hagkerfísins. Ekkert í áð- umefndu gangverki segir að árs- verkum í iðnaði geti ekki fjölgað þegar aflatekjur aukast og fækkað síðan aftur þegar aflatekjur dragast saman. Þannig getur vel farið sam- an vaxandi markaður, aukið fram- leiðslumagn og meiri nýting fram- leiðsluþáttanna en minni markaðs- hlutdeild. Spurningin er þessi: Hefur hlut- deild iðnaðar í heildarvinnuafls- notkun hagkerfísins farið minnk- andi? Hefur iðnaðarframleiðsla vax- ið hægar en landsframleiðsla? Skoð- um hagtölur frá áðurnefndu tíma- bili. Ef því er skipt upp í tvennt, eins og Birgir vill gera, em tölum- ar þessar: A tímabili 1983 til 1988 þegar aflatekjur fiskiskipaflotans hækka um rösk 60% fer vinnuafls- notkun iðnaðar í hlutfalli af heildar- Niðurstaðan er óyggj- andi sönnun hnignunar iðngreina, segir Ingólf- ur Bender, í kjölfar mikilla og vaxandi aflatekna. vinnuaflsnotkun úr 23,2% í 20% þ.e.a.s. lækkar um 3,2 prósentustig. Á síðari tímabilinu frá 1988 til 1993 þegar aflatekjur haldast háar en lækka þó um 7% fer vinnuafls- notkun iðnaðarins úr 20% niður í 16,9% eða um 3,1 prósentustig. Nákvæmlega sama þróun á sér stað þegar vöxturinn í framleiðslu iðnað- arins er borinn saman við vöxt landsframleiðslunnar á þessu tíma- bili. Þetta sýnir meðfylgjandi mynd. Niðurstaðan er óyggjandi sönnun hnignunar iðngreina í kjölfar mik- illa og vaxandi aflatekna. Tekjur af veiðigjaldi má nýta til sveiflpjöfnunar Það er ánægjulegt að Birgir skuli þó hafí áttað sig á að notkun á réttinum til að sækja físk í sjó út- heimtir gjald sem felst í verðgildi kvóta á markaðinum. Hugmynd Samtaka iðnaðarins felst í að breyta ráðstöfun tekna af þessari gjald- töku. Nú rennur gjald þetta beint til útgerðarinnar með greiðslum fiskiðnaðarins og annarra sem kaupa físk af útgerðinni. Ekkert í því fyrirkomulagi hindrar að sveifl- ur í aflatekjum komi fram í inn- lendri neyslu og margfaldist í hag- kerfínu. Tillaga Samtaka iðnaðarins er að tekjurnar af gjaldtökunni, sem eru sveiflukenndar í takt við afla- tekjurnar, verði nýttar til að lækka erlenda skuldastöðu hins opinbera. Vegna lægri vaxtagreiðslna kemur ráðstöfunin fram í lægri skatt- heimtu í framtíðinni, landsmönnum til hagsbóta. Með þessu fyrirkomu- lagi eru sveiflurnar í aflatekjunum látnar koma fram í erlendri skulda- stöðu en í því felst sveiflujöfnun. Ingólfur Bender Framleiðsla og vinnuaflsnotkun iðnaðar og hagkerfisins í heild 1973-96 Heimild: Þjóðhagsstofnun og Samtök iðnaðarins. Tölurnar fyrir árin 1995-1997 Visitala byggja á áætlun og spá Þjóðhagsstofnunar og Samtaka iðnaðarins. í áliti nefndar sem sjávarútvegs- ráðherra skipaði árið 1991 til að endurskoða lög um Verðjöfnunar- sjóð sjávarútvegsins kemúr fram að sjóðurinn hafí einu sinni haft raunveruleg áhrif til að draga úr áhrifum uppsveiflu í útflutnings- verði þ.e. á árunum 1990 og 1991. Þetta er það tímabil sem Birgir velur sér til að reyna að rökstyðja það að auknar aflatekjur hafi ekki áhrif á launaþróun í landinu. Tæp- um 2,5 milljörðum kr. var þá safn- að í sjóðinn þegar verðið hækkaði og veitt aftur inn í hagkerfið í niður- sveiflunni sem fylgir í kjölfarið. Þetta er dæmi um villandi talna- meðferð Birgis og jafnframt sönnun þess að sveiflujöfnun er möguleg. Veiðigjald eða skattheimta? Birgir hefur tekið afstöðu gegn veiðigjaldi á þeirri forsendu að hann sé andvígur auknum sköttum. Hann lítur svo á að veiðigjaldið muni að- eins bætast við þá skatta sem fyrir eru og auka sóun hins opinbera á ijármunum. Af þessu hafa margir áhyggjur, ekki síst þingmenn. Þarna er Birgir að velta fyrir sér spurningunni um æskilega stærð hins opinbera geira og hagkvæmni í opinberum rekstri. Menn geta deilt um þetta en hjá hinu verður ekki komist að einhver opinber umsvif verða að vera og einhvem veginn verður að standa straum af slíkum umsvifum. Gjaldtaka af nýt- ingu fískveiðiauðlinda er öðrum fjáröflunarleiðum fremri í því tilliti að hún truflar ekki notkun fjár- magns og vinnuafls, raskar ekki framleiðslu og neyslu. Samkeppnishæfur iðnaður Að lokum skal Birgi á það bent að hvorki útgerðin né aðrir eiga viðskipti við innlend iðnfyrirtæki ef þau eru ekki samkeppnisfær gagn- vart erlendum aðilum í verði og gæðum. Það er hins vegar rétt, sem hann segir, að ef annað helst óbreytt leiðir aukin eftirspurn út- gerðar til aukinnar eftirspurnar eft- ir afurðum iðnaðar, s.s. veiðarfær- um, tækjabúnaði, viðhaldi, nýsmíði o.s.frv. En annað er bara alls ekki óbreytt ef auknar aflatekjur kalla samhliða á versnandi stöðu innlends iðnaðar í samkeppni um þessi verk- efni sem og fjármagn og vinnuafl. Það er í reynd hagur útgerðarinnar að þessi fyrirtæki geti boðið betri og ódýrari vörur en erlendir keppi- nautar. Tækniþróun og menntun, sem hvortveggja eru drifkraftar hagvaxtar geta þá vaxið í þessum greinum hér innanlands samsíða fiskveiðunum. Tillögur Samtaka iðnaðarins um veiðigjald miða að því. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Riddarar ranglætis Meðal annarra orða Þegar ríkisstjóm hefur verið skipuð, snýst allt við, og framkvæmdavaldið hefur ráð löggjafarvaldsins í hendi sér. Njörður P. Njarðvík segir: Ogþað er örlagaríkur öfugsnúningur fyrir þjóðina. Á SAMA tíma og fulltrúar verkafólks setja fram hófsamar kröfur um 70.000 króna lágmarkslaun, geta bankastjórar rík- isbankanna brosað breitt með allt að fímmt- ánföld slík laun. Samt er það þjóðin, fólkið í landinu, og þar með þetta sama verka- fólk, sem á þessa banka - ennþá. Banka- ráð, kjörin af alþingi, „skammta" þeim laun og hljóta bankaráðsmenn sjálfír hlutfall af launum bankastjóra. Því hærri laun sem þeir skammta, því hærri laun fá þeir sjálf- ir! Hvílík siðferðiskennd. Samt virðast ýms- ir hissa á því að reiðin skuli sjóða i verka- fólki! Hvemig væri að samningamenn at- vinnurekenda fengju sömu kauphækkun og þeir semja um til launafólks? Hver veit nema þá kæmist skriður á samningaviðræð- ur. Á sama tíma og launafólk verður vitni að gífurlegu launamisrétti og óheyrilegum kauphækkunum, ekki bara til bankastjóra, heldur einnig til stjómmálamanna og æðstu embættismanna, hefur það einnig fyrir augum sér einhvetja mestu eignatilfærslu í sögu þjóðarinnar. Þjóðarauður og hagnýt- ing hans er að færast á æ færri hendur, og engu líkara en stefnt sé að því ljóst og leynt að afhenda örfáum mönnum megin- hlutann af fjármálaumsvifum þjóðarinnar. Þetta gerist í raun svo hratt, að það er engu líkara en fólk átti sig ekki á því, fyrr en allt er um garð gengið og við sitjum uppi með eins konar nútíma lénsskipulag, þar sem þorri manna býr við svo lök kjör, að það má heita hneppt í sjálfheldu. i Og svo er okkur sagt, að hér ríki góð- æri! Það er sannarlega einkennilegt góð- æri, sem birtist okkur í niðurskurði til mennta- og heilbrigðismála, þeim tveimur málaflokkum sem skipta mestu fyrir fram- tíð þjóðarinnar. Það er góðæri sem lýsir sér í því, að fjárveitingar til samneyslu dragast saman um leið og auðmönnum er gefínn , kostur á að sölsa undir sig æ fleiri svið þjóðfélagsins. Það heitir auðv-itað á manna- máli góðæri hinna ríku, en óár hinna fá- tæku. Þá er settur á svið óskaleikur hinnar óheftu frjálshyggju, og annar aðalleikand- inn kennir sig við félagshyggju. Svo er að sjá sem sjávarútvegsmál hafi verið valin til að láta reyna á undanhald þjóðarinnar. Þjóðin á að nafninu til fiskinn í sjónum. En sá eignarréttur er svo undar- legur, að hún hefur hvorki ráðstöfunar- né nytjarétt á þeirri eign sinni. Þann rétt eiga að miklu leyti fáir menn og hafa fengið án endurgjalds, og geta svo selt fískinn í sjónum öðrum án þess að stunda nokkrar veiðar sjálfír. Skyldi einhver þjóð önnur en sú þæga og auðsveipa íslenska þjóð láta bjóða sér annað eins? Þetta hefur tekist svo vel, að sá eftirleik- ur er talinn auðveldur að ráðstafa öðrum eignum þjóðarinnar til auðmanna undir yfirskyni almennrar einkavæðingar í al- menningshlutafélögum. Pósti og síma er breytt í hlutafélag, en sagt að ekki eigi að selja hlutabréf í eigu ríkisins, - ekki enn sem komið er. Þannig á einnig að fara með ríkis- bankana, nema hvað forsætisráðherra lét svo um mælt, að vel mætti selja 49% af eignarhluta til einstaklinga. Og hvað skyldi svo eiga að líða langur tími, þar til meirihlut- inn verði seldur? Og hverjir skyldu kaupa hann? Kannski það verkafólk sem er að biðja um 70.000 króna lágmarkslaun? Ef svo heldur fram sem horfir, mun þess ekki langt að bíða, að ekki þurfí að bera fram þá pólit- ísku spurningu: hver á ísland? Það verður öllum ljóst, og þeir eigendur verða ekki margir. Allt er þetta gerlegt vegna ótrúlegs metnaðarleysis Alþingis. Þingmenn eru oft að kvarta undan því að Alþingi sé ekki sýnd nægilega mikil virðing. En hvernig á að bera virðingu fyrir löggjafarsamkundu, sem hefur engan sjálfstæðan metnað, held- ur gerist hrein afgreiðslustofnun fram- kvæmdavalds, sem leyfir ráðherrum að ráðskast með eignir þjóðarinnar að vild? Þessi auðsveipni er sýnd á táknrænan hátt í þingsalnum og blasir við öllum mönn- um. Því er nefnilega svo til háttað á löggjaf- arsamkundu íslensku þjóðarinnar, sem á að vera hornsteinn lýðræðisins og vörn þjóð- arinnar, að fulltrúar framkvæmdavaldsins sitja þar í heiðurssætum! Þeir sitja í sérstök- um sætum andspænis öðrum þingmönnum, eins og til að minna þá á hverjir hafi vald- ið, og hveijir eigi að þjóna því valdi. Nú er það í raun svo, að ríkisstjórn þigg- ur vald sitt frá Alþingi, en þegar hún hefur verið skipuð, snýst allt við, og fram- kvæmdavaldið hefur ráð löggjafarvaldsins í hendi sér. Og það er örlagaríkur öfugsnún- ingur fyrir þjóðina. Ekki sjáum við slíka táknmynd annars staðar á Norðurlöndum. Á þingi er ráð- herra í raun aðeins þingmaður. Og annars staðar á Norðurlöndum gengur forseti þingsins næstur þjóðhöfðingja að virðingu, og er tekinn fram yfir forsætisráðherra. Og ef rétt væri að farið og virtur væri í reynd aðskilnaður löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds, þá ættu ráðherra ekki að hafa atkvæðisrétt á þingi. Þá væri ef til vill von til þess að Alþingi eignaðist sjálf- stæðan metnað og endurheimti að fullu virðingu sína. Þá fengi ríkisstjórn vonandi það aðhald, sem Alþingi ber að veita. Og þá gæti farið svo að það yrði verkefni fram- kvæmdavalds að framkvæma vilja löggjaf- arsamkundunnar, en ekki öfugt. Á miðöldum var riddarahugsjón fólgin í því að beijast fyrir réttlæti. En þeir sem standa fyrir því að svipta þjóðina eigum sínum og afhenda þær fáeinum auðmönn- um, geta vart kallast annað en riddarar ranglætis. Höfundur er prófessor í islenskum bókmenntum við Iláskóla íslands. i 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.