Morgunblaðið - 12.03.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 12.03.1997, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Stjórn ÚN vill 30 þúsund tonna kvóta í Smugunni Kvótanum deilt á skip eftir veiðireynslu Göturnar i /1 / • / GÖTUR á Akureyri eru farnar að láta verulega á sjá eftir veturinn og nota starfsmenn bæjarins hvert tækifæri sem gefst til gera við skemmdir. Víða er malbikslagið orðið mjög þunnt en að sögn Hilmars Gísla- sonar, bæjarverksljóra er ástandið nú þó ekkert verra en undanfarin ár. „Það hafa verið miklir um- hleypingar en þetta er enginn vetur. Snjómokstur hefur verið með allra minnsta móti og veturinn verið dásamlegur að því leyti,“ segir Hilmar, sem sjálfur er farinn að munda golf- kylfurnar fyrir komandi vertíð. Á myndinni eru starfsmenn bæjarins og gera við holur á Hjalteyrargötunni í gær. STJÓRN Útvegsmannafélags Norðurlands samþykkti ályktun á fundi sínum í vikunni, þar sem því er beint til stjórnvalda að nú þegar verði settur kvóti á veiðar íslenskra skipa í Smugunni. ÚN leggur til að úthlutaður heildarkvóti verði 30 þúsund tonn og honum verði deilt niður á skip eftir veiðireynslu. Stjórn ÚN vill að beitt verði sömu aðferð við úthlutun og á Flæmingja- grunni og Reykjaneshrygg og heim- ilað verði framsal á úthlutuðum aflaheimildum. Á síðustu þremur árum hefur árleg meðalveiði ís- lenskra skipa í Smugunni verið rúmlega 31 þúsund tonn og er afla- verðmætið tæplega 10 milljarðar króna. Þar af er hlutfall Norðlend- inga um 42-43%. Hindrar ekki viðræður við Norðmenn Stjórn ÚN styður viðleitni ís- lenskra stjórnvalda til að ná samn- ingum við Norðmenn um veiðar á þessu hafsvæði og telur þessa kvótaúthlutun ekki hindra áfram- hald viðræðna um slíka samninga. íslensk fiskveiðistjómun hefur getið sér gott orð á alþjóðlegum vett- vangi. Er skemmst að minnast niður- stöðu vinnuhóps OECD um fiskveiði- stjómun þar sem fram kemur að íslenska kvótakerfið er talið hið besta í heiminum út frá sjónarmiðum hagkvæmni og fískverndar. Ákvörð- un íslenskra stjómvalda um að setja heildarkvóta á veiðar í Smugunni væri ótvírætt skref í átt til ábyrgrar veiðistýringar á þessu hafsvæði. Athafnasvæði Arn- arfells við Óseyri Vörubíls- pallur of- an á mann VÖRUBÍLSPALLUR féll ofan á starfsmann Arnarfells þar sem hann var við vinnu sína á athafnasvæði félagsins við Óseyri í gærdag. Búið var að lyfta pallinum og voru menn að vinna við bílinn þegar pallurinn gaf sig óvænt. Maðurinn komst sjálfur undan bílnum, en var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri. Hann kvartaði undan eymslum í baki, hálsi og herð- um. Morgunblaðið/Kristján Leigjendasamtök Norðurlands stofnuð Ahersla lögð á húsaleigubætur STOFNFUNDUR Leigjendasam- taka Norðurlands verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri annað kvöld, miðvikudagskvöldið 12. mars kl. 20. Leigjendasamtökin munu veita þjónustu í báðum Norðurlandskjör- dæmunum, en hugmyndin er að þau verði hagsmunasamtök leigjenda sem veita upplýsingar og aðstoða leigjendur í hveiju því er tengist leigumálum. Þau munu og hvetja til þátttöku í umræðum um leigu og leigumál. Eitt af fyrstu áherslumál- um samtakanna ásamt kynningar- starfi er að hvetja þau bæjarfélög sem ekki greiða húsaleigubætur að taka þær upp, enda þykir forsvars- mönnum samtakanna það ekki veij- andi að leigjendur í sumum sveit- arfélögum þurfi að þola misrétti á meðan ríki og sveitarfélög eru að koma sér saman um hvernig fjár- magna skuli húsaleigubótakerfið. Um sé að ræða brýnt hagsmunamál fyrir leigjendur. Undirbúningur staðið frá því í haust Hugmyndina að stofnun leigj- endasamtakanna má rekja til síðasta hausts og hefur undirbúningur stað- ið síðan, en kynningarfundur þar sem málið hlaut góðar undirtektir var haldinn í febrúar síðastliðnum. Forsvarsmenn samtakanna, þeir Siguijón og Guðlaugur Pálmasynir og Ragnar Sverrisson, segja stefnt að því að reka skrifstofu í tengslum við samtökin og er nú unnið að því að fjármagna starfsemina. Þegar hefur verið rætt við m.a. skólafélög, verkalýðsfélög, húsnæðissamvinnu- félög og stofnanir á vegum ríkis og bæjar og hafa margir gefið fyrirheit um samstarf og stuðning. Gengi hlutabréfa í Skinnaiðnaði hækkar 400% hækknn á 15 mánuðum Amaro hættir verslunarrekstri á Akureyri Morgunblaðið/Kristján AMARO hættir verslunarrekstri í miðbæ Akureyrar innan tíðar en í staðinn verða settar upp sjö aðskildar sérverslanir á 1. hæð. GENGI hlutabréfa í Skinnaiðnaði hefur hækkað um 400% frá því fé- lagið var skráð á Verðbréfaþing íslands fyrir rúmum 15 mánuðum. Það var í upphafi síðasta árs 3,0 en hefur verið 12,0 síðustu daga. Á síðasta ári seldust hlutabréf í Skinnaiðnaði fyrir 13,8 milljónir króna að nafnverði en það samsvar- ar því að tæplega 20% af hlutafénu hafi skipt um eigendur á liðnu ári. Þetta kom fram í máli Gunnars Birgissonar formanns stjómar Skinnaiðnaðar á aðalfundi félagsins í gær. Sagði hann ávöxtun upp á 400% á svo skömmum tíma stór- kostlega og ástæðu til að óska þeim sem að fyrirtækinu koma til ham- ingju. Almanaksári félagsins breytt Á fundinum var samþykkt að breyta almanaksári félagsins yfir í það sem tíðkast í sjávarútvegi, þ.e. frá 1. september til 31. ágúst. Sam- kvæmt uppgjöri hljóðar efnahagur fyrirtækisins upp á 867 milljónir en viðskiptakröfur og birgðir upp á 620 milljónir eða yfir 70% af stærð efnahags. Með því að gera félagið upp í lok ágúst fæst raunsærri mynd af rekstri félagsins, þar sem minna er þá bundið í birgðum. Aðalfundur Skinnaiðnaðar veitti stjórn heimild til að kaupa allt að 10% af nafnvirði hlutafjár félags- ins, þannig að félagið eigi rúmar 7 milljónir króna. Heimildin gildir næstu 18 mánuði. Einnig var sam- þykkt á fundinum að greiða 10% arð af hlutafé. Heildarvelta félagsins var 1.047 milljónir á liðnum ári og nam hagn- aður 104,5 milljónum króna, en 77,5 milljónum eftir skattgreiðslur. Starfsmenn voru 147 á síðasta ári, sem er nokkur fjölgun frá fyrra ári. Starfsfólkið stóð sig vel Fram kom í máli Gunnars að starfsfólki hefði tekist vel upp við að ná sem mestum verðmætum úr hráefninu, en á liðnu ári tókst að vinna rúmlega 93% af söluverð- mæti í mokkaskinn, sem er lang- verðmætasta afurðin. „Félagið byggir að mestu á innlendu hráefni en með fjármagni og verkkunnáttu er hráefninu breytt í fullunnar af- urðir, sem gáfu af sér í fyrra virðis- auka upp á heilar 420 milljónir, þessi virðisauki svarar til 2.847 milljóná á ársverk,“ sagði Gunnar. Húsnæð- ið leigt undir sér- verslanir VERSLUNIN Amaro á Akureyri hættir rekstri innan tíðar og er fyrirhugað að breyta húsnæði fyr- irtækisins að Hafnarstræti 99- 101 og reka þar sjö aðskildar sér- verslanir á 1. hæð. Þegar hefur verið samið við þijá aðila um leigu í Amaro-húsinu, samningaviðræð- ur standa yfir við þijá aðila til vibótar en einu plássi á 1. hæð hússins er óráðstafað. Rekið verslun frá 1940 Sigurður Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Amaro, segir að gert sé ráð fyrir að þessa nýja verslunareining opni formlega í byijun maí. Verslunarplássin eru misjafnlega stór, eða frá 60 fer- metrum upp í rúmlega 100 fer- metra. Amaro á tvær hæðir í Hafnarstrætinu og að sögn Sig- urðar er stefnt að því að leigja einnig út rými á 2. hæð og þá jafnvel í stærri einingum. „Versl- anir af Reykjavíkursvæðinu hafa sýnt mikinn áhuga á því að kom- ast inn í þetta húsnæði okkar.“ Amaro hefur rekið vefnaðar- vöru-, búsáhalda,- gjafavöru-, fata- og snyrtivörudeild í hús- næðinu og hafa vörur þeirra deilda verið settar á einn markað. „Við verðum að selja þær vörur ein- hveija næstu daga eða vikur. Það er gert ráð fyrir að Amaro hætti eiginlegri verslunarstarfsemi en heildverslunin heldur áfram með svipuðu sniði.“ Að sögn Sigurðar hefur Amaro rekið verslun í miðbænum frá því um 1940. Um 16-20 manns störf- uðu í kringum smásöludeildir fyr- irtækisins og hafa þeir flestir látið af störfum. Sigurður segir að í tveimur tilvikum hafi starfsmenn keypt deildir Amaro og séu að setja nýjar verslanir af stað og eitthvað af fólkinu sé komið í aðra vinnu. „Nokkrir hafa farið á at- vinnuleysisbætur á meðan þeir eru að leita sér að annarri vinnu en ástandið er ekki eins alvarlegt og útlit var fyrir,“ sagði Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.