Morgunblaðið - 12.03.1997, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 57<
1
I
)
)
I
I
>
I
I
I
I
J
I
J
I
4
4
4
4
4
4
4
4
4
■-I
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
Leðurblökumað-
urinn í nýjum
ævintýrum
Þegar er hafínn undirbúningur að
„Batman 5“ þó að „Batman 4“ verði
ekki frumsýnd vestanhafs fyrr en
20. júní nk. Framhaldsmyndir og
aðrar formúlur eru alltaf vinsælar í
Hollywood. Þar
sem fyrstu þijár
kvikmyndimar
um Leðurblöku-
manninn seldust
vel er haldið
áfram að mjólka
markaðinn.
Fyrstu drög að
handriti „Bat-
man 5“ eru til en
farið er með þau eins og ríkisleyndar-
mál.
Hjartaknúsarinn úr Bráðavaktinni
George Clooney verður að öllum lík-
indum áfram í aðalhlutverkinu í
„Batman 5“ en óvíst er hvort Chris
O’Donnell og Alicia Silverstone haldi
áfram sem Robin og Batgirl. Mesta
spennan er í kringum hvaða karakter
verður aðalóvinur Leðurblökumanns-
ins og hver fari með hlutverkið. Allt
er óvíst, en ýmsir hafa verið nefndir
í þessu sambandi. Má þar nefna
Robin Williams, Mel Gibson, Jeremy
Irons og Gene Hackman.
Einnig hefur útvarpsmaðurinn ill-
ræmdi Howard Stern verið nefndur
sem líklegur til að hreppa hlutverk
vonda mannsins. Möguleikar hans
byggjast mikið á því hvernig frum-
raun hans á hvíta tjaldinu „Private
Parts“ gengur, en hún var frumsýnd
í Bandaríkjunum í síðustu viku.
Hugmyndir að fleiri framhald-
myndum eru til umræðu í Holly-
wood. Má þar nefna: Independence
Day 2, Blade Runner 2, Beetlejuice
2, The Bodyguard 2, Cliffhanger 2,
Dirty Dancing 2, Terminator 3, Und-
er Siege III, Mad Max 4, Lethal
Weapon 4, Jaws 5, og Halloween 7.
MYNDBÖND
Bragðgóður
hlunkur
Klikkaði prófessorinn
(The Nutty Professor)_____
Gamanmynd
★ ★ ★
Framleiðandi: Image Entertain-
ment. Leikstjóri: Tom Shadyac.
Handritshöfundar: David Sheffield,
Barry W. Blaustein, Tom Shadyac,
Steve Oedekerk. Kvikmyndataka:
Julio Macat. Tónlist: David New-
man. Aðalhlutverk: Eddie Murphy.
91 mín. Bandarikin. Cic myndbönd
1997. Útgáfudagur: 11. Mars.
Myndin öllum leyfð.
Jeckyll and Mr. Hyde“.
Myndin gengur út á
einn brandara, sem felst
í rúmmálslegum eig-
inleikum Klumps og er
það Eddie Murphy að
þakka að henni tekst
að halda þessum
brandara út.
Murphy hefur rifið sig uppúr þeirri
lægð, sem hann hefur verið í
undanfarin ár og sannar það að
neðri vör hans er margfalt fyndn-
ari en allar fettur og brettur Jim
Carrey samanlagðar. Murphy er
einn af fjölhæfustu gamanleikur-
um nútímans og bregður sér í allra
kvikynda líki í myndinni.
Það er hægt að finna
helling af göllum á
„Klikkaða prófessorn-
um“, en myndin er gerð
til þess eins að
skemmta áhorfendum
og tekst það fullkom-
lega.
OttóGeirBorg
EINS og flestum er kunnugt
er fátt eins niðurdrepandi og léleg-
ar gamanmyndir, en sem betur fer
er „Klikkaði prófessorinn“ ekki
slík mynd.
Þetta er neðanbeltisgaman-
mynd og segir
frá hinum hold-
uga og hlé-
dræga Sherman
Klump, sem
verður vegna
kraftaverks vís-
indanna að
hormónadrifn-
um glaumgosa.
Þessi ágætis af-
þreying er „svört“ endurgerð á
einni af frægustu myndum Jerry
Lewis og er hann einn af framleið-
endunm, en sú mynd var ekkert
annað en gamanútfærsla á „Dr.
Murphy er einn af fjölhæfustu gamanleikurum nútímans og
bregður sér í allra kvikinda líki í myndinni.
MYNDBÖIMD
SÍÐUSTU VIKU
Dauði og djöfull
(Diabolique) k
Barnsgrátur
(The Crying Child) k
Riddarinn á þakinu
(Horseman on the Roof) kkk
Nær og nær
(Closer and Closer) ★ ★’/2
Til síðasta manns
(Last Man Standing) ★ ★'/2
Geimtrukkarnir
(Space Truckers) ★ ★
Börnin á akrinum
(Children of the Corn) k
Powder
(Powder) ★ ★'/2
Innrásin
(The Arrival) ★ ★
Umsátrið á Rubyhryggnum
(The Siege at RubyRidge) ★ ★
Draumur sérhverrar konu
(Every Woman’s Dream) ★ ★‘/2
Ríkharður þriðji
(Richard III) ★ ★ ★‘/2
Bleika húsið
(La Casa Rosa) ★ ★
Sunset liðið
(SunsetPark) kV2
í móðurleit
(Flirting with Disaster) 'k'k-k
Banvænar hetjur
(Deadly Heroes)
Dauður
(Dead Man) k
Frú Winterbourne
(Mrs. Winterbourne) k kV2
Frankie stjörnuglit
(Frankie Starlight) k kVi
Dagbók morðingja
(Killer: A Journal of Murder) V2
Kraftar og kona
Eyðandinn
(Eraser)____________________
Spcnnumynd
★ ★ '/1
Framleiðandi: Wamer Bros. Leik-
stjóri: Charles Russell. Handrits-
höfundar: Tony Puryear og Walon
Green. Kvikmyndataka: Adam
Greenberg. Tónlist: Alan Silvestri.
Aðalhlutverk: Amold Schwarzen-
egger, James Caan, Vanessa Will-
iams og James Coburn. 108 mín.
Bandaríkin. Warner Bros.
Home Video/Warner myndir 1997.
Útgáfudagur: 6. mars.
I ÞESSARI nýjustu hasarmynd
sinni leikur Arnold Schwarzenegger
John nokkurn Kruger sem hefur
það starf að halda hlífiskildi yfir
mikilvægum
vitnum leyni-
þjónustunnar.
Þarf oft að eyða
skjalalegri tilvist
vitnisins til að
vernda það frá
glæpamönnun-
um. Nú á hann
að vernda fagra
konu sem ein
hefur upplýsingar um hvernig á að
búa til hættulegasta gjöreyðingar-
vopn jarðar. En skyndilega virðist
hann sjálfur svikari í málinu og
þarf að sanna sakleysi sitt áður en
illa fer. Flestir myndbandagláparar
og bíófarar hafa séð þónokkrar
liasarmyndir í þessum stfl. Krafta-
karl sem býr yfír Q'ölsviða þekk-
>ngu, á að komast að því hvar hund-
urinn liggur grafínn. Hann lendir
oft í honum kröppum, en fínnur
ávallt lausn á vandanum á snjallan
og óvæntan hátt, kemst úr
ógöngunum naumlega og skapar
það mikla spennu. Oftast verður
fögur kona á vegi hans, og þarf
hann að druslast með hana í eftir-
dragi í hættuförunum. Þegar til
kemur er hún oftast ansi klár og
bjargar jafnvel lífí hans í eitt skipti
eða svo. (Þær eru nú ekki svo vit-
lausar eftir allt, þessar elskur!)
Aukapersóna, sem jafnan er félagi
kraftakarlsins, sér um fyndnina og
er hálfhlægileg, en það eru krafta-
karlinn og fallega konan aldrei.
Húmorinn þeirra felst í því að
smella út ótrúlega svalri setningu
á rosalegri hættustundu. Þessar
myndir eru fullkomnar tæknilega
(enda kosta þær ekkert smá!). Það
sem breytir svo einni mynd frá
annarri er frumleiki varðandi plott-
ið, áhættuatriðin, og fyndnu per-
sónuna. Þessi mynd er svona, og
þessi mynd er ansi skemmtileg.
Schwarzenegger er náttúrlega að-
alkraftakarlatöffari í heimi og svík-
ur ekki aðdáendur (og laumuaðdá-
endur) sína hér frekar en endra
nær. Það er óneitanleg ánægjulegra
að heyra þýska hreiminn hans held-
ur en ryminn í Stallone. Vanessa
Williams er fín sem fallega konan,
en persóna hennar hefði mátt vera
litríkari, (þær eru nú sjaldan mjög
stekir karakterar). Fyndna persón-
an í þetta sinn er ítali nokkur, en
hann er mjög skemmtileg týpa og
lyftir myndinni upp, ásamt öllu því
ítalska fitubolluliði sem honum fylg-
ir. Áhættu- og spennuatriðin eru
mörg mjög skemmtileg eins og
krókódílaatriðið, en það verður að
segjast að flugvélaatriðið, sem
greinilega var mikið lagt í, minnti
um of á upphafsatriði seinustu
James Bond myndarinnar, og fær
því myndin ekki marga punkta fyr-
ir það, sem annars hefði geta orðið.
Já, já, þetta er ansi fín mynd í sín-
um flokki, en því miður gerir ófrum-
legt plott það að verkum að hún
nær ekki þremur stjömum, og er
það miður. En hvernig er það ann-
ars, eigum við ekki sterkasta mann
í heimi og fallegasta kvenfólk í
heimi? Ég skora því hér með á ís-
lenska kvikmyndagerðarmenn að
búa til eina svona með Magnúsi
Ver og Lindu Pé.
Hildur Loftsdóttir.
skráðu þig í
tart-klúbbinn
. mars!
Þú getur unnið:
• ferð fyrir tvo á leik með Chicago Bulls í NBA-deildinni,
• frímiða á úrslitaleik í DHL-deildinni
• og rétt til að reyna að skora 100 þúsund krónakörfu í
hálfleik,
• flotta Jordan körfuboltaskó, körfubolta, Nike
íþróttagalla, vandaðan bakpoka og fleira.
10 nöfn verða dregin út á FIVI957 þann 13. mars.
Allir START-félagar eru sjálfkrafa með í leiknum og
nýir félagar fá að auki bakpoka, veski og bol að gjöf.
Hringdu í næsta sparisjóö og fáðu upplýsingar um START.
n SPARISJÓÐIRNIR
-fyrirþig ogþína
www.spar.is
UNGLINGAKLÚBBUR SPARISJÓÐANNA, FYRIR 12-15 ÁRA