Morgunblaðið - 25.03.1997, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
I
Eldur kom upp í vélarrúmi Friðriks
Sigurðssonar ÁR
Skemmdir litlar
vegna skjótra
viðbragða
FRIÐRIK Sigurðsson ÁR kom til Hafnar-
fjarðar síðdegis í gær. Ólafur Óskarsson
skipstjóri segir að skemmdir eftir eld i
vélarrúmi séu ótrúlega litlar.
„ÞETTA leit illa út í
fyrstu, en eldurinn náði
ekki að skemma mikið
út frá sér og skemmdir
á vélarrúminu eru ótrú-
lega litlar. Mannskapur-
inn slapp ómeiddur, en
einn skipveija fékk snert
af reykeitrun og var
fluttur með varðskipi til
Keflavíkur. Ég á von á
að hann nái sér fljótt og
vel,“ sagði Ólafur Ósk-
arsson, skipstjóri á Frið-
riki Sigurðssyni ÁR 17.
Eldur kom upp í vél-
arrúmi skipsins út af
Stafnnesi snemma í
gærmorgun og fór
varðskipið Óðinn því til
aðstoðar. Skipið gat
hins vegar siglt fyrir
eigin vélarafli og kom
til Hafnarfjarðar síð-
degis í gær.
„Það var verið að
vinna í vélarrúmi þegar
olíurör sprakk og olían
sprautaðist yfir púst-
grein fyrir vélarnar,"
sagði Ólafur. „Það
kviknaði í olíunni, en
menn höfðu snör hand-
tök, dældu úr dufttækj-
um yfir eldinn, bleyttu rækilega í
með sjó og lokuðu niður í vélar-
rúm, til að kæfa eldinn. Það tókst,
svo þetta fór allt betur en á horfð-
ist. Það var lítill eldsmatur þama
nærri, svo skemmdimar eru ótrú-
lega litlar. Það má fyrst og fremst
þakka skjótum viðbrögðum áhafn-
arinnar."
Fékk snert af reykeitrun
Þar sem útlitið var svart í fyrstu
lét skipstjórinn Landhelgisgæsl-
una strax vita, eða um kl. 6 um
morguninn. Happasæll KE kom
fljótt að Friðriki og hélt sjó þar
nærri. Varðskipið Óðinn var einn-
ig til taks og sendi tvo reykkafara
yfir í Friðrik. Þeir fóru niður í
vélarrúmið og gengu úr skugga
um að enginn eldur leyndist þar
lengur. Þá flutti Óðinn einn af
átta manna áhöfn Friðriks á
sjúkrahús í Keflavík, þar sem
hann hafði fengið snert af reyk-
eitrun.
Skipt um vatnshjól í hverflum Búrfellsstöðvar
Afl stöðvarinnar eykst
um nærri þriðjung
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
AFL Búrfellsstöðvar eykst um nærri þriðjung við niðursetningu
nýrra vatnshjóla i hverfla stöðvarinnar. Árni Benediktsson
stöðvarsljóri bendir hér á aflmæli sjöttu vélar sem stendur nú
46 MW í stað 35 MW fyrir breytingu.
FYRSTA vél Búrfellsstöðvar hef-
ur verið gangsett eftir að skipt
hefur verið um vatnshjól í hverfli
hennar. Við skiptin hefur afl
vélarinnar aukist úr 35 mega-
vöttuni í 46 MW. Það þýðir að
þegar búið verður að skipta um
vatnshjól í öllum sex hverflum
virkjunarinnar mun heildarafl
hennar aukast um 66 megavött,
úr 210 MW í 276, eða nærri þriðj-
ung. Samsvarar það hálfu því
afli sem gert er ráð fyrir að
Sultartangavirkjun skili.
Fyrir rúmum fjórum árum
þurfti að skipta um vindinga i
rafölum Búrfellsstöðvar. Þá var
vitað um stækkunarmöguleika
vegna nýrrar tækni við smíði
vatnshjóla og var þá ákveðið að
auka afköst rafalanna, að sögn
Árna Benediktssonar, stöðvar-
stjóra Búrfellsvirkjunar. í des-
ember síðastliðnum hófst vinna
við að skipta um vatnshjól hverfl-
anna. Búið er að skipta um vatns-
þjól í fyrstu vélinni, það er vél
númer sex, og varð útkoman eins
góð og menn vonuðust eftir, aflið
jókst um nærri þriðjung. Vinna
við aðra vélina stendur nú yfir.
Hægt að leiða inn meira vatn
Fyrstu vélamar í
Búrfellsstöð voru gangsettar
árið 1969. Frá þeim tíma hefur
orðið mikil tækniþróun við
smíði véla. Að sögn Ama er
farið að hanna vatnsþjólin í
tölvu. Það er nánast hægt að
reynslukeyra hjólin í tölvunni
til þess að fá sem besta útkomu.
Afar hagkvæmt er að auka
raforkuframleiðsluna með
þessum hætti, þessi 66 MW
viðbót kostar aðeins 768
milljónir kr. á meðan
samsvarandi afl í nýjum
virkjunum kostar milljarða.
Árni segir hins vegar ekki
mögulegt að gera þetta í öllum
gömlu virkjununum.
Búrfellsvirkjun var þannig
útbúin i upphafi að hægt er
að leiða inn í stöðina mun
meira vatn en virkjunin hefur
notað, nóg vatn fyrir þessa
stækkun. Hún fær hluta af
vatninu sem kemur frá
Kvíslaveitum. Auk þess batnar
vatnsnýtingin um 2-3% með
nýju vatnshjóiunum.
Árni segir að vinnan við
endurnýjun vélanna gangi
samkvæmt áætlun. Tvö
fyrirtæki á Selfossi, Vélsmiðja
KÁ og Árvirkinn, annast
vélaniðursetningu. Vatnshjólin
koma frá svissnesk-þýsku
fyrirtæki, Sulzer. í haust
verður búið að skipta um
vatnshjól í fjórum vélum. Árni
segir hugsanlegt að beðið verði
með að endurnýja tvær þær
síðustu þar til Sultartangastöð
kemst í gagnið, það fari eftir
stöðunni í haust.
Búfellsstöð er grunnaflsstöð
í raforkukerfinu sem þýðir að
hún er keyrð á fullu allt árið
og hefur svo verið frá upphafi.
Hún er því sú virkjun landsins
sem framleiðir mest rafmagn.
Uppsett afl Hrauneyjafoss-
stöðvar er það sama en hún
er ekki keyrð á fullu nema á
álagstímum.
Everestfararnir
Komatil
Lucla á
morgun
FJALLGÖNGUMENNIRNIR sem
ætla að klífa Everest, koma til Lucla
í Nepal á morgun. Þaðan leggja þeir
af stað gangandi að fjallinu.
Hægt er að fá upplýsingar um
ferðina á alnetinu. Slóðin er
http://www.mbl.is/everest. Slóðin
misritaðist í Morgunblaðinu sl.
sunnudag, þ.e. einum punkti var of-
aukið, og beðist er velvirðingar á því.
---------»■■■*----
Líkams-
meiðingar á
Akranesi
LÖGREGLAN á Akranesi handtók
þrjá tæplega tvítuga menn aðfara-
nótt laugardags fyrir líkamsárás á
hendur tveimur mönnum, en árásin
átti sér stað fyrir utan skemmtistað
í bænum skömmu eftir lokun.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu virðist sem komið hafi til
snarpra orðaskipta á milli mannanna
þriggja og manns á þrítugsaldri sem
lyktaði með því að þremenningarnir
gengu í skrokk á honum og veittu
margvíslega pústra.
Niðurstaða umboðsmanns Alþingis
Fjármálaráðu-
neytið tók of
hátt stimpílgjald
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur
komist að þeirri niðurstöðu að
túlkun fjármálaráðuneytisins á
26. grein laga um stimpilgjald
byggist ekki á lögmætum sjónar-.
miðum.
Stimpilgjald er 1,5% af nýjum
veðlánum en helmingur þess eða
0,75% af endurnýjuðum skulda-
bréfum. Deilt var um það í málinu
hvort innheimta skuli fullt eða
hálft stimpilgjald af þeim hluta
veðskuldabréfs sem er ætlað að
endurnýja skuldbindingu sem var
fallin í vanskil á eldra skulda-
bréfi. Niðurstaða umboðsmanns
er sú að aðeins eigi að greiða
0,75% stimpilgjald af skuldabréf-
um sem eru endurnýjun vanskila-
skulda.
Um var að ræða mál þar sem
Garðar Garðarsson hrl., lögmaður
skipasmíðastöðvar Njarðvíkur,
leitaði til umboðsmanns Alþingis
og kvartaði yfir túlkun ráðuneyt-
isins á lagaákvæðinu. Fyrirtækið
hafði selt lífeyrissjóði Suðurnesja
12,6 m.kr. skuldabréf sem kom í
stað eldra skuldabréfs og voru
meira en 11 m.kr. af fjárhæðinni
vegna vanskila.
Sýslumaður krafðist fulls
stimpilgjalds
Sýslumaðurinn í Keflavík
krafðist fulls 1,5% stimpilgjalds
af bréfinu þar sem ekki væri um
endurnýjað lán að ræða; þar sem
sá hluti fyrri lánssamnings sem
var í vanskilum væri á enda runn-
inn og eftir það yrði hann ekki
endurnýjaður heldur væri um
nýja lánveitingu að ræða.
í lagaákvæðinu segir að ef
„skuld“ sé endurnýjuð með nýju
bréfi skuli innheimta helmings
stimpilgjald og taldi lögmaður-
inn að þetta ætti fortakslaust
við I þessu tilviki en því hafnaði
sýslumaður og vísaði til bréfs
frá fjármálaráðuneytinu þar að
lútandi.
Umboðsmaður Alþingis telur
að við ákvörðun þess hvort
stimpla skuli bréf með fullu eða
hálfu gjaldi sé óheimilt að líta til
þess hvort skuld sé gjaldfallin eða
ekki svo sem gert var í þessu
máli. Sú ákvörðun hafi ekki
byggst á lögmætum forsendum
og beinir umboðsmaður því til
fjármálaráðuneytisins að hlutast
til um nýja ákvörðun um stimpil-
gjald vegna bréfsins komi fram
ósk um það frá Skipasmíðastöð
Njarðvíkur.
-----♦ ♦ ♦
Lóan ;
er komin j
FYRSTU lóur vorsins eru komnar,
en þær sáust í Fossvogi á sunnudag-
inn. Þar voru tveir fuglar í fylgd
með tjöldum og
ekki var annað að
sjá en lóurnar
væru vel haldnar.
Þessir fuglar ,
eru töluvert I
snemma á ferð-
inni því venjulega j
sjást fyrstu ló- '
urnar ekki fyrr
en í byrjun apríl.
Sennilegt. er að gott tíðarfar í Evr-
ópu hafi ruglað þær í ríminu.
Lóurnar tvær I Fossvogi voru ekki
komnar i fullkominn sumarbúning
og voru frekar styggar þegar reynt
var að ná ljósmynd af þeim.
-----♦ ♦ ♦----
26,7 milljón- '
ir boðnar
LEIGUFLUG ísleifs Ottesen átti
hæsta tilboð í flugvél Flugmála-
stjórnar, sem Ríkiskaup auglýstu
eftir tilboðum í, 26,7 milljónir króna.
Verið er að meta tilboðin og er ,
ákvörðunar að vænta næstu daga.
Þá hefur verið gengið frá sölu á j
landgræðsluflugvélinni TF-TÚN en j
hæsta tilboðið barst frá Bandaríkj- ’
unum, 8,5 milljónir.