Morgunblaðið - 25.03.1997, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 9
FRÉTTIR
Reykjavíkurlistinn
Samþykkia áfram-
haldandi
KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðubanda-
lagsfélaganna í Reykjavík, Fram-
sóknarflokkurinn og Kvennalistinn í
Reykjavík, hafa samþykkt að standa
sameiginlega að framboði Reykjavík-
urlistans við borgarstjórnarkosning-
amar, sem fram fara vorið 1998.
Jafnframt var samþykkt að skora á
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að
gefa áfram kost á sér, sem borgar-
stjóri í Reykjavík.
Kjördæmisráð Alþýðubandalags-
félaganna, samþykkti jafnframt að
tilnefna fulltrúa í samráð skipað
fulltrúm flokkanna, en ráðið mun
samstarf
ganga frá tillögum að uppstillingu á
listann.
Að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur
borgarfulltrúa samþykkti Fram-
sóknarflokkurinn að taka þátt í
framboði með svipuðu sniði og við
síðustu kosningar, það er kösninga-
bandalag fjögurra flokka auk þess
sem óháðu stuðningsfólki eða
fimmta aflinu yrði boðið að taka
þátt í viðræðunum.
Pétur Jónsson borgarfulltrúi sagði
að fulltrúarráð Alþýðuflokksins kæmi
saman til fundar eftir páska, þar sem
tekin yrði ákvörðun um framboð.
Unglingar inni á
vínveitingastað
EFTIRLITSMENN með vínveit-
ingastöðunum fundu nokkra ungl-
inga á aldrinum 14-16 ára inni á
vínveitingastað í Reykjavík á laug-
ardagskvöldið. Þeim var ýmist vís-
að út eða færðir á lögreglustöð og
sóttir þangað af foreldrum sínum.
Skýrsla var rituð á málið, en
umræddur veitingastaður hefur
nokkrum sinnum sætt áminningum
og lokunum vegna brota á áfengis-
löggjöfinni. Auk þess bíða þijú slík
mál afgreiðslu og tvö önnur eru í
vinnslu.
Lögreglumenn fóru ásamt
starfsfólki ÍTR og útideildar um
hverfi í austurborginni á föstu-
dags- og laugardagskvöld til eftir-
lits með börnum og unglingum.
Athvarf var haft opið og stóð til
að flytja þangað þá, sem næðist
til. Engin afskipti þurfti að hafa
af unglingum undir 16 ára aldri,
hvorki í hverfum austurborgarinn-
ar né í öðrum hverfum. Hins vegar
höfðu lögreglumenn afskipti af 25
ungmennum vegna meðferðar
áfengis.
Morgunblaðið/Kristinn
Afmælishátíð í Sundhöllinni
BÖRN á aldrinum 6-8 ára úr
sunddeild Armanns sýndu sund-
tökin í Sundhöll Reykjavíkur á
sunnudag þegar þess var minnst
að 60 ár eru liðin frá því laugin
var tekin í notkun. Auk þess
sýndu aldraðir vatnsleikfimi og
sýnt var ungbarnasund.
Sett hefur verið upp sýning
á teikningum og uppdráttum
Guðjóns Samúelssonar arki-
tekts af Sundhöllinni og ljós-
myndum frá byggingartíma.
„Hér var fullt út á bakka,“ sagði
Björg Snjólfsdóttir forstjóri.
Hefur sótt laugina í 60 ár
Flutt voru ávörp og meðal
þeirra, sem töluðu var Jón Múli
Arnason en hann stóð í
biðröðinni daginn, sem laugin
var opnuð og hefur sótt hana
reglulega síðan. Um 500 gestir
koma í laugina dag hvern auk
þeirra barna sem sækja
skólasund. Meðal gjafa, sem
bárust var skjöldur frá
Sundsambandi íslands og í
tilefni afmælisins hefur verið
keyptur farandbikar, sem keppt
verður um á sprettsundmóti
Ármanns og KR. Bikarinn
verður geymdur í Sundhöllinni.
Vélsleðamaður lenti í snjóflóði
í Húsavíkurfjalli
„Fékk sjokk enda
dýrt leikfang“
SNJÓFLÓÐ féll úr Dagmálalág í
Húsavíkurfjalli um Qögurleytið á
laugardag. Eyþór Viðarsson vél-
sleðamaður var á ferð í fjallinu
þegar snjófleki losnaði undan hon-
um. Hann henti sér af sleðanum,
rann góðan spöl í kjölfar flóðsins
og lenti meðal annars á höfðinu.
Flóðið var 40-50 metra breitt og
rann á annað hundrað metra.
Eyþór, sem er á 29. ári, var
búinn að fara nokkrar ferðir í fjall-
inu, meðal annars upp á topp, með
hundinn sinn. „Ég fór heim með
Pílu því ég var búinn að þruma
með hana nógu lengi framan á
sleðanum. Þegar ég var búinn að
því ákvað ég að taka einn hring
enn, þetta er svo hrikalega gam-
an, og æddi upp.“
Hann segir að snjóflekinn hafi
brotnað undan sleðanum þegar
hann var „að spóla“. „Ég fékk
sjokk, því þetta er dýrt leikfang.
Sleðinn fylgdi flóðinu og ég rann
að honum og náði að grípa í hann,“
segir Eyþór, sem búinn var að rífa
sleðann í sundur til viðgerða þegar
Morgunblaðið náði tali af honum
sama dag. Hann lenti í öðru snjó-
flóði í fyrra á Reykjaheiði en sigldi
þá á milli tveggja fleka og sakaði
ekki.
Setti flekann af stað
Tilkynning barst um snjóflóðið
rétt fyrir fjögur á laugardag og
segir lögreglan á Húsavík að vél-
sleðamaðurinn hafi sett flekann
af stað. „Hann keyrir upp lágina,
sem er mjög.brött, og beygir þvert
á brekkuna með þeim afleiðingum
Morgunblaðið/Helga Kristín
EYÞÓR Viðarsson og Píla,
sem er blanda af labrador og
skosku kyni.
að hann sker sundur flekann. Það
er hann sem setur flóðið af stað,“
segir lögreglumaður á Húsavík.
Farið var með Eyþór á spítala
en hann reyndist óbrotinn og
kenndi sér einskis meins.
Heimaslátrað
á vörubílspalli
Gestgjafi réð
ekki við gestina
LÖGREGLAN stöðvaði vörubifreið á
leið til borgarinnar aðfaranótt mánu-
dags, en á palli hennar reyndust
vera 2 fiskikör, 9 lambaskrokkar og
hluti tveggja nauta ásamt bensín-
brúsum.
Eitthvað þótti athugavert við
þennan farm og voru ökumaður og
bifreið færð á lögreglustöð og bif-
reiðin kyrrsett.
Við nánari athugun kom í ljós að
þessar kjötbirgðir voru af heima-
slátruðu og var fulltrúi heilbrigðis-
eftiriitsins kvaddur á staðinn. Öku-
maðurinn var að koma frá Vestur-
landi með matarforða fyrir íjölskyld-
una, að eigin sögn.
VEISLA í húsi í Mosfellsbæ fór
úr böndunum aðfaranótt laugar-
dags og bárust lögreglu margvís-
legar kvartanir um hávaða og
ónæði af þeim sökum.
Þar hafði 16 ára piltur haldið
samkvæmi og virtist lítil ölvun
vera á meðal samkomugesta þeg-
ar lögreglan fór á staðinn til að
skakka leikinn, en vísa þurfti
u.þ.b. 20 manns þaðan út að beiðni
piltsins.
Klukkustund síðar var aftur
kvartað yfir hávaða frá staðnum.
Þá höfðu 10 manns bæst í partíið
og ölvun aukist. Þeim var vísað
út, enda réð hinn ungi veisluhöldur
ekkert við ástand mála.
18 ára seldi landa
Sama kvöld var átján ára piltur
gripinn við sölu á landa í Mos-
fellsbæ. I bifreið hans fundust 7
lítrar af þeim vökva. Pilturinn var
færður á lögreglustöð til skýrslu-
töku.
/ ••
NYJAR YORUR
hj&^ýGuftthiUi
Engjateigi 5. sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00-18.30, laugardaga frá kl. 10.00-15.00.
TÍSKUVERSLUN
Kringlunni Simi: 553 3300
Mikið úrval af fallegum vorvörum