Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Djöflaeyjan verðlaunuð í Rúðuborg
Friðrik braut
verðlauna-
styttuna í mót-
mælaskyni
Fríðrik Þór Fríðriksson hlaut um helgina
verðlaun ungra áhorfenda fyrír Djöflaeyjuna
á norrænni kvikmyndahátíð í Rúðuborg.
Þórunn Þórsdóttir hitti Friðrik á hátíðinni
og horfði á nokkrar bíómyndir. Meðal þeirra
Hamsun sem fékk aðalverðlaunin.
Morgunblaðið/Þórdís Ágústsdóttir
Friðrik Þór Friðriksson hampar verðlaunagripnum áður en hann arkaði af sviðinu og henti honum
í gólfið til að mótmæla fálæti franskra gagnvart íslenzkri kvikmyndagerð.
NORRÆNA kvikmyndahá-
tíðin í Rúðuborg státar af
mikilli aðsókn ungs fólks
og það var einmitt þessi hópur sem
taldi Djöflaeyjuna eftir Friðrik Þór
Friðriksson bestu myndina í ár.
Aðrir áhorfendur verðlaunuðu
norsku myndina Sunnudagsengla
eftir Berit Otto Nesheim. Dóm-
nefnd skipuð fagfólki valdi Hamsun
eftir Danann Jan Troell, myndina
þar sem Max von Sydow leikur rit-
höfundinn og Ghita Nörby konu
hans.
Sydow endurtók við blaðamenn
í Rouen það sem hann segir í mynd-
inni: Samskiptin við Þjóðveija
hefðu verið mikill misskilningur,
skáldið hafi alltaf viljað Noregi
vel. „Ættjarðarást er almennt mjög
sterk í Norðmönnum og ég, Svíinn,
var hálfhræddur við að taka þessu
hlutverki. En það var skrifað fyrir
mig og ég held að útkoman sé
ágæt. Loksins þegar við létum til
skarar skríða, tuttugu árum eftir
að fyrst var rætt um myndina."
Dómnefndinni þótti hin unga
Marie Theisen besta leikkonan, en
hún fer með aðalhlutverkið í
Sunnudagsenglum. Félagarnir
Thomas Bo Larsen og Ulrich
Thomsen deildu verðlaunum nefnd-
arinnar fyrir besta leik karls. Þeir
eru mestu hetjurnar í samnefndri
danskri mynd eftir Thomas Vinter-
berg.
Hátíðinni lauk á sunnudag eftir
tólf daga úthald. Kvikmyndir frá
Norðurlöndum og Eystrasaltsríkj-
um voru sýndar í fimm bíóum í
borginni og voru sex sýningar í
hveiju þeirra yfír daginn, frá 10 á
morgnana fram á kvöld. Alls munu
um þúsund myndir hafa verið á
tjöldum kvikmyndahúsanna þessa
daga. Og áhorfendur yfir 30.000 á
þessu tíunda afmælisári hátíðarinn-
ar. Átta myndir af hátíðinni verða
sýndar í París (Cinema de Cineast-
es) fram til 8. apríl. Þeirra á meðal
Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen, sem
hlaut verðlaun dómnefndar 1993.
Skapsveiflur
leikstjórans
Verðlaunin voru afhent á laugar-
dagskvöldið og athygli vakti fram-
ganga Friðriks Þórs. Hann kom
síðastur til athafnarinnar, brúna-
þungur og hampaði styttunni sinni,
sem Þorfinnur Omarsson, formaður
Kvikmyndasjóðs, hafði þegar veitt
viðtöku. Eftir stutta stund arkaði
Friðrik af sviðinu og henti verð-
launagripnum í gólfið á útleiðinni.
Einhveijum brá við þetta en aðrir
tóku uppákomunni létt. Friðrik seg-
ist hafa verið óánægður með hlut
íslands á hátíðinni. Hún hafi löng-
um verið gangrýnd fyrir ónóga
kynningu I frönskum fjölmiðlum
og nú hafi átt að bæta úr því.
Blaðamenn hafi verið sendir frá
Frakklandi til skandinavísku land-
anna fjögurra, en ekki til íslands.
Þannig hafi ísland verið algjörlega
sniðgengið í umfjöllun fjölmiðla.
Þetta hafí komið illa við hann.
Friðrik kom með Baltasari Kor-
máki til Rúðuborgar og ræddi við
blaðamenn og áhorfendur. Hann
sagði Morgunblaðinu að hátíðin
væri býsna misjöfn að gæðum ár
frá ári, nokkuð góð í þetta sinn.
Sama sögðu þeir viðmælendur aðr-
ir sem hafa sótt hátíðina í mörg
ár. Friðriki finnst að hún ætti að
vera í París, ekki „í felum“ á Nor-
mandí. Hann gaf lítið fyrir þá skoð-
unm blaðamanns að ef til vill myndi
hátíðin týnast í París líka, í öllum
þeim grúa kvikmyndahátíða sem
þar eru haldnar.
„Ég er alltaf eitthvað að fram-
leiða,“ segir Friðrik aðspurður um
verkefni dagsins. „Nú eru það Perl-
ur og svín eftir Óskar Jónasson.
Svo er ég að fitla í Lofoten á næsta
ári, og aðra sem stendur til að
gera á írlandi á næstu mánuðum.
Hún er dálítið innblásin af Börnum
náttúrunnar. Það stendur til að ég
leikstýri þessum myndum. Og svo
eru það Englar alheimsins heima.
Þar er einn framleiðenda Peter
Aalberg Jensen sem líka stóð að
Breking the Waves.“
Friðrik er aftur kominn í gott
skap. Hann segir í gríni svolítið
skemmtilegt að geta náð sér niðri
á Jan Troell. „Eg sit nefnilega í
dómnefnd hátíðar í Istanbúl þar
sem Hamsun er í keppni. Þar kem-
ur krókur á móti bragði.“
Sjálfsmorðs-
læknirinn mál-
ar dauðann
JACK Kevorkian er þekktur sem
„sjálfsmorðslæknirinn“, en reynir um
þessar mundir fyrir sér í málverkinu.
Kevorkian hefur hjálpað 46 manns
að fremja sjálfsmorð og dauðinn er
einnig rauði þráðurinn í myndlistar-
sýningu hans sem nú stendur yfir í
Detroit. Þar eru 13 málverk og sýna
þau afskorin höfuð og rotnandi lík.
Sagt er að í eitt málverkið, sem lýsir
þjóðarmorði, hafi hann notað eigið
blóð. Þar sjást tvær hendur halda
búklausu höfði á lofti á hárinu. Hönd-
in til hægri á myndinni stendur fram
úr grárri ermi, sem merkt er SS-sveit-
um nasista, hakakrossi og ártalinu
1945. Á hún að minna á helför gyð-
inga. Höndin til vinstri er I brúnni
ermi og á henni er hálfmáni, bjúgs-
verð og ártalið 1915, sem er tilvísun
í fjöldamorð Tyrkja á Armenum.
Kevorkian selur tölvuútprentanir og
veggspjöld af myndum sínum á allt
að 15 þúsund krónur, en upprunalegu
verkunum ætlar hann að halda.
Hið óútskýranlega
mikilvægast
Morgunblaðið/Kristinn
„ÞAÐ borgar sig ekki að segja of mikið;
maður gæti þá alveg eins snúið sér að
skriftum," segir Eyjólfur Einarsson sem
sýnir olíumálverk og steinþrykk í Lista-
safni Kópavogs - Gerðarsafni.
EYJÓLFUR Einars-
son listmálari sýnir
tólf olíumálverk og
fjórar grafíkmyndir í
vestursal Gerðar-
safns í Kópavogi.
Þetta er 21 einkasýn-
ing Eyjólfs. Lista-
maðurinn hóf feril
sinn í byijun sjöunda
áratugarins og mál-
verk hans voru ab-
strakt lengi framan
af. Laust eftir 1980
tóku hlutir úr veru-
leikanum að birtast í
málverkum Eyjólfs
og upp frá þvi hefur
hann málað fígúra-
tíft.
Goðsöguleg skip,
strengjabrúður og
hugleiðingar um tim-
ann eru meginvið-
fangsefni Iistamanns-
ins að þessu sinni.
Verkin sveija sig í ætt við súr-
realisma með óræðum tíma, ann-
arlegu rými og eyðilegu lands-
lagi.
„Já, það er súrrealískur heim-
ur í þessum verkum," segir Eyj-
ólfur. „Ég hef lengi verið á mörk-
um þessa heims og hins raun-
verulega en er nú kannski kom-
inn yfir strikið."
Strengjabrúðumyndir Eyjólfs
fjalla um vald og lýsa jafnvel
ótta við vald og sókn eftir frelsi
undan því. Myndimar sýna
strengina sem festir eru í brúð-
urnar en brúðurnar sjálfar em
ósýnilegar, inni í húsi, bak við
vegg eða fjallshlið. „Ég hef ekki
farið mjög djúpt ofan í þessi við-
fangsefni mín en það má segja
að þetta sé allsherjar hugleiðing
um frelsi og vald. Og kannski
um óljós mörkin þarna á milli.
Brúðumar sjást ekki sem gefur
til kynna að á endum strengjanna
getur verið hvað sem er. Eða
hver sem er.
Ég vil ekki segja nánar frá
viðfangsefnum minum. Þá væri
ég kominn inn á þetta svæði sem
STRENGJABRÚÐUMYNDIR Eyjólfs fjalla um vald og lýsa jafn-
vel ótta við vald og sókn eftir frelsi undan því.
ég vil að sé óútfyllt í myndlist,
svæðið þar sem áhorfandinn fær
að njóta sín og lesa i verkið. Einn
besti listamaður aldarinnar,
Braque, sagði einmitt að það
mikilvægasta í myndlist væri hið
óútskýranlega. Það borgar sig
ekki að segja of mikið; maður
gæti þá alveg eins snúið sér að
skriftum."
Sýningunni lýkur mánudaginn
31. mars sem er annar í páskum.
Hún verður lokuð á föstudaginn
langa og á páskadag. Annars er
opið alla daga, nema mánudaga,
frá 12-18.