Morgunblaðið - 25.03.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.03.1997, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Kristján LÁRUS Hinriksson við eitt verka sinna. List í álögum Valkyijur sýna Guðrún Kristín Steinunn Einarsdóttir Gunnlaugsdóttir Þórarinsdóttir MYNPLIST Dciglan/Akureyri MÁLVERK Lárus Hinriksson. Opið alla daga frá 14-18. Til 30. marz. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ VAR fleira að gerast á fallegum degi á Akureyri en sýning hofróðanna á Listasafninu ogþann- ig var hinn athafnasami og um- búðalausi Tolli að taka niður sýn- ingu sína á málverkum og vatns- litamyndum í Blómaskálanum. Hún hafði gengið merkilega vel í aðsókn og sölu, gott ef þetta var ekki met í aðsókn á sýningu aðkomumanns á staðnum, þótt dýrasta málverkið seldist reyndar til Reykjavíkur. í Deiglunni fyrir ofan Kaffi Karólínu í Listagili stendur hins vegar yfir málverkasýning Lárusar Hinrikssonar sjálflærðs mynd- listarmanns, til nokkurra ára starfsmanns Listasafnsins. Lárus hefur annars helst verið orðaður við ritstörf og skáldskap, en fékk innblástur af sýningu Guð- mundar Errós á safninu fyrir tveim árum og nokkrum mánuðum seinna opinberaði hann árangur athafna sinna í Deiglunni. Röð mynda er fjölluðu um manneskjuna frá vöggu til grafar. Minnist ekki að hafa séð þann gjöming, en af þeim dúkum sem nú eru til sýnis má ljóslega ráða að Lárus máli af fingrum fram og láti tilfallandi innblástur ráða för pentskúfsins um grunnmál mynd- flatarins hveiju sinni. Svona líkt og nýbylgjumálarar níunda áratug- arins gerðu er þeir vom hvað upp- tendraðastir. Að þessu sinni er myndefnið heimur álfa, huldufólks og óljósra skila á vettvangi hvunndagsins og má af dúkunum ráða að Lárus hafi eitt og annað numið af þeim listamönnum sem sýnt hafa á safn- inu. Að baki óstýrilátri leikgleðinni skynjar maður hið litglaða náttúru- barn sem fer sínu fram. Neista upprunalegra hæfileika sem eink- um koma upp á yfirborðið í mynd- um eins og „Álfatangó 1“ (5), „Náttúruleg skií“ (7) og „Álfadans" MYNPLIST Listasafn Akurcyrar MÁLVERKSKÚLPTÚR Guðrún Einarsdóttir, Kristín Gimn- laugsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir. Opið alla daga frá kl. 14-18. Lokað mðnudaga. Til 30. marz. Aðgangur ókeypis RÝNIRINN hefur tekið eftir því í áranna rás, að sjálf flugferðin yfir hálendið getur haft áhrif á afstöðu hans til einstakra sýningafram- kvæmda á Akureyri. En sjaldan hefur það komið jafn áþreifanlega fram og sl. sunnudag. Var þó svo niðursokkinn í lestur Menningar- blaðsins/Lesbókar, að hann tók ekki eftir hinum margvíslegu ljósbrigð- um veturmöttulsins og hjarnsins hvíta sem flogið var yfir fyrr en komið var langleiðina norður. Sat enda ekki við glugga og sjónarhorn- ið takmarkað. Hins vegar víkkaði það við aðflugið sem var töfrandi fagurt með alla þessa yfirhöfnu sól- arbirtu, djúpu skugga og fjölþættu formanir I hvítu er við blöstu. Þessar kláru og skýru formanir reyndust svo drjúgur ávinningur fyrir kraftmikla dúka Guðrúnar Ein- arsdóttur, sem er ein listakvennanna þriggja, sem lagt hafa undir sig Listasafn Akureyrar út marzmánuð. Það á einkum við myndimar þijár til vinstri er komið er inn í Vestur- sal, sem verða þeim áleitnari sem maður skoðar þær oftar, einkum vegna tilbrigðanna er við blöstu í landslaginu allt um kring. Þennan dag voru formin ákaflega skýr og klár, víðáttur miklar, skuggar mjúk- ir afmarkaðir klárir og djúpir. Guðrún leggur mikið upp úr áferð yfirborðsins og dúkar hennar falla vel að hinu grófa og hijúfa rými sem er umgerð þeiira. Og þótt þær skeri sig ekki tiltakanlega úr því sem hún hefur verið að fást við á undangegn- um árum var það sérstök lifun að upplifa þær á staðnum. Öllu öðru fremur þessar þijár myndir er fara svo vel á veggnum. í nær myrkvuðu herbergi glitti í rauðleit tilbrigði á stórum fleka, sem er nýtt frá hendi Guðrúnar sem hefur að mestu látið sér nægja grunnmál í hvítu og svörtu. Má vera fyrirboði meiri átaka í lit sem hún ætti að vera vel búinn undir í ljósi fullyrðingarinnar, að enginn sé málari sem ekki geti málað í hvítu gráu og svörtu ... Kristín Gunnlaugsdóttir leggur afar mikið upp úr umhverfi og inn- setningu verka sinna eins og menn urðu áþreifanlega varir við á hinni hrifmiklu sýningu hennar í tengi- rými Kjarvalsstaða á sl. ári. Hún nýtur þess út í æsar, að nú eru breyttir tímar og menn afar lið- legir við unga sem vilja umturna sýningarrými liststofnanna, þótt minnsta frávik varðaði heimsendi hér áður fyrr. Að fá að mála heilu salina, svo þeir féllu að sértækum myndverkum eða gjörningum var eitthvað sem menn leyfðu sér ekki einu sinni að dreyma um fyrir að- eins fáum árum. Djúprauði bak- grunnurinn sem Kristín hefur valið sér í báðum tilvikum fellur afar vel að verkum hennar, og mætti sömu- leiðis ætla að andstæðulitur hans í grænu gerði það einnig. Sýning Iist- konunnar í Austursal verður fyrir vikið öðruvísi öllu öðru sem þar hefur verið uppi til þessa, yfir rým- inu ríkir meiri og stásslegri bragur. Að þessu sinni einkennist mynd- efni hennar að nokkurs konar nöktu varnarleysi, og eins og hún hefur sjálf orðað það er fátt eins varnar- laust eins og nakinn karlmaður sem er með kynfærin dinglandi utan á sér. Konan standi hins vegar svo sterkt nakin. Framslátturinn orkar tvímælis, þótt óvéfanlega sé líkami konunnar gæddur meira formrænu íjölbreytni og mýkt frá náttúrunnar hálfu. Hinir löngu nöktu líkamar sem eru uppistaða verka hennar á sýn- ingunni virka helst hvorugkyns fyr- ir kvenleika sakir, þótt glitti í smá- strákatippi á þeim, eins og verið sé að hlutleysa blygðunarkenndina. Eru ekki gæddir neinni tegund karl- mennsku, sem í raun er ekki verið að vísa til heldur eru í gerð sinni ímynd manneskjunnar og varnar- leysi hennar með paradísarhug- myndina að leiðarljósi. Maður finnur þrá eftir öryggi streyma frá þessum stöðu samhverfu líkamningum, sem eru vart mennskir í þeim yfirhafna hreinleika sem frá þeim stafar. Sjálf innsetningin verður of stórt atriði að þessu sinni vegna einhæfni myndefnisins og að átökin hafa færst frá innhaldi þess og tjákrafti til hinnar þokkafullu tæknibragða og fínlegu pensilstrika miðalda. Bið- ur ósjálfrátt um svipsterkari og rök- vísari myndræn átök, jafnframt meiri fjölbreytni í líkingu við það sem greinist í myndunum „Samræð- ur“ (3), „Maður á grænu leiksviði" (4), Sítrónutré" (11) og „Rauða rekkjan" (23), auk þess að kankvísa andlitið í kúlunni „Faðir mannsins“ (15) er afar áleitið ... Steinunn Þórarinsdóttir hefur markað sér svið í hinni storknuðu og tímalausu ímynd mannsins, eitt- hvað í líkingu við það sem hún birt- ist í steingerðum fórnardýrum eld- gossins í Pompei. Yfir verum lista- konunnar er eitthvað svo fjarrænt líkt og árþúsundir skilji þær frá nútíðinni, og þó virðist hún byggja þær á niðurhlutuðum gínum úr nú- tímanum sem hún svo gerir afsteyp- ur af. Hlutirnir koma tilbúnir úr mótunum, aðrir eru hnoðaðir og mótaðir og fá nýja merkingu í hönd- um hennar eftir að hún hefur soðið þá saman. Helst nálgast Steinunn nútímann er hún vinnur í pottjárn og járn á ryðrauðum grunni, jafnvel þótt hún leiti til tilfallandi afgangshluta úr fortíðinni til að vinna og móta úr. Líkt og sér stað á ljósmynd í miðopnu prýðilegs kynningarrits um listakonuna Verk hennar í Miðsal eru öll ný, eða frá þessu og síðasta ári og þó er eins og hún sé að endur- gera fyrri vinnubrögð frekar en að fitja upp á einhveijum nýju. Byggj- ast að meginhluta til á afsteypum í járni, seigjárni og blýi ásamt ýms- um viðaukum eins og gleri og blaða- gulli. það skiptir þó í sjálfu sér ekki svo miklu máli ef verkin eru fersk og búi yfir magnaðri lifun. í þessu formi og hinu opna miðrými virka þau einhvern veginn svo slétt og felld, er sem vinnubrögðin nálgist hönnunarsviðið og heildarsvipurinn leikmyndina... Bragi Ásgeirsson (9). Bragi Ásgeirsson Páll á Húsafelli sýnir í Galleríi Sævars Karls PÁLL á Húsafelli opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls miðviku- daginn 26. mars kl. 19. Sýning- in stendur til 16. apríl. Páll Guðmundsson fæddist árið 1959. Hann stundaði nám við Myndlistaskóla íslands árin 1977-1981. Á árunum 1985- 1986 stundaði hann nám við College of Art í Cologne undir handleiðslu prófessors Bur- geffs. Páll hefur haldið fjölda einkasýninga og má nefna þar m.a. sýningu sem hann hélt í Surtshelli árið 1995. Rætur þjóðar MEÐAL frumsýningargesta á íslands þúsund ár var Sveinn Björns- son, listmálari, og á myndinni fagnar Erlendur föður sínum. KVIKMYNPIR Iláskólabíó ÍSLANDSÞÚSUND ÁR Leikstjóm. klipping og handritshöf- undur Erlendur Sveinsson. Kvik- myndatökusljóri Sigurður Sverrir Pálsson. Tónlist eftir Jón Leifs, þjóð- lög o.fl. Aðalleikandi Gunnar Leós- son. 61 mín. íslensk heimildarmynd. Kvikmyndaverstöðin ehf. 1997. ÞAÐ er nú svo að þrátt fyrir að árabátaútgerðin sem stunduð var í gegnum tíðina, allt fram á þessa öld, sé á hraðri leið í glatkist- una er fjarlægð hennar ekki meiri en svo að ég hjó eftir því hjá rosk- inni kempu eftir sýninguna að afi hans hefði séð um smíði sexær- ingsins sem er aðalumhverfi Is- lands þúsund ára. Og daglegt líf vermanna í nokkurri móðu. Er- lendur Sveinsson hefur séð sér leik á borði meðfram því sem hann vann stórvirkið Verstöðin ísland, að festa á filmu heimildarmynd af öðrum toga, leikna lýsingu á sólarhring í lífi dæmigerðrar áhafnar árabáts þar sem hann fylgir öllu því sem hann sannast veit. Erlendur er starfinu vaxinn einsog áður hefur sannast. Kaflaheiti myndarinnar tengj- ast gömlu eyktarmörkunum, hún hefst á óttunni sem boðar rismál í verbúðinni. Sex manna áhöfn formannsins (Gunnar Leósson) býr sig af stað og heldur á djúpið. Línan er lögð í bítið, staðsetningin ræðst af reynslu kynslóðanna. Landsýn er nauðsyn svo formaður geti miðað út fengsæla veiðistaði. Andæft fram eftir degi, reynd handfæri, línan dregin, haldið til hafnar á áliðnum degi. Að þessu sinni koma allir heilir heim að kveldi. Löngum og ströngum vinnudegi er þó ekki lokið. Afl- anum þarf að koma í herslu og salt. íslands þúsund ár er ekki aðeins fróðleg og merkileg heimild, held- ur nostrar smekkmaðurinn Erlend- ur við alla þætti, stóra sem smáa. Erlendur sá um heimildasöfnun og smáatriðin sem sköpuðu daginn fá að njóta sín. Staða hvers og eins um borð í sexæringnum og hinn örlagaríki bakgrunnur vermann- anna sem skipaði þeim, flestum ófrjálsum þrælum bændaþjóðfé- lagsins, í rúm. Útbúnaður, veiðar- færi, skinnklæði, skrínukostur og verkun, ekkert verður útundan. Kvikmyndagerðarmönnunum tekst jafnframt að auðga myndina með dramatík á stöku stað, gera alvísan formanninn nánast goð- sagnarkenndan, bregða dulúð yfir komu gesta sem bera með sér fyrirboða breyttra og betri tíma. Og Guð er yfir og allt um kring. Islands þúsund ár er minningu þjóðhátta og vermanna til sóma. Erlendur nýtur góðs af gullnám- unni Islenskir sjávarhættir, meist- araverki Lúðvíks Kristjánssonar um þá helft föðurlandsins sem umlykur það. Tæknilega er íslands þúsund ár ágætlega unnin og Sig- urður Sverrir skrásetur af list- fengi, ekki síst örveröld árabátsins í tröllslegu umhverfi. I myndarlok höfum við náð að skerpa sjónir á þennan veigamikla þátt í lífsbar- áttu þjóðarinar. Sagan tilbúin í hendur þeim sem munu ekki einu sinni eiga þess kost að heyra á hljóðbergi minningar manna tengdar hinu hefðbundna útræði fyrri alda. í þessum verkum finn- um við rætur sögu okkar og menn- ingar. Sæbjörn Valdimarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.