Morgunblaðið - 25.03.1997, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Endurskoðun aðalnámskráa grunn- og framhaldsskólanna hafin hjá ráðuneytinu
Tækifæri til að hafa
áhrif á skólaþróun
Ný aðalnámskrá grunn- og framhaldsskólanna, sem er grunnurínn
að skólastarfí í landinu, er í undirbúningi. Hildur Friðriksdóttir
kannaði á hvaða stigi undirbúningurinn er og komst að því að
innan tíðar eiga menn að geta fylgst með framvindu mála á
alnetinu og komið með innlegg í umræðuna.
Morgunblaðið/Úr myndasafni
HAUSTIÐ 1998 mun æska landsins væntanlega hefja nám sitt í grunn- og framhaldsskólum út
frá nýjum áherslum með tilkomu nýrra aðalnámskráa.
VINNA við aðalnámskrá
grunn- og framhalds-
skólastigsins miðar sam-
kvæmt áætlun og mun
stefnumótunarnefnd skila tillögum
sínum í næsta mánuði, að sögn
Jónmundar Guðmarssonar verk-
efnisstjóra.
Nefndin er ráðgefandi fyrir
menntamálaráðherra og í henni
sitja fulltrúar frá öllum stjórnmála-
flokkum á Alþingi. Samþykki ráð-
herra tillögur hennar liggja fyrir
ákveðnir leiðarvísar sem nýskipað-
ir, faglegir forvinnuhópar hafa til
hliðsjónar. Síðsta heildarendur-
skoðun á aðalnámskrá grunnskóia
lauk árið 1989 en árið 1990 á að-
alnámskrá framhaldsskóla.
Aðalnámskrár grunn- og fram-
haldsskóla eru á ábyrgð mennta-
málaráðherra og er þar mælt fyrir
um starfshætti skóla og námsmat,
þar með talin próf og vitnisburðir.
Þar koma einnig fram hvaða kröfur
nemandi þarf að uppfylla, til þess
að hann teljist hafa lokið einstökum
áföngum náms með fullnægjandi
árangri, og lágmarkskröfur til þess
að standast tiltekin lokapróf.
Hverjum skóla ber síðan að útbúa
eigin námskrá, þar sem áherslur
hans koma fram, en henni ber þó
að taka mið af aðalnámskrá.
Á sjötta tug í nefndum
Endurskoðun aðalnámskránna
er gríðarlega viðamikið verkefni,
einkum þar sem verið er að taka
bæði skólastigin fyrir. Málefnið
snertir marga og nú þegar koma
tæplega 70 manns beint að undir-
búningi með störfum í nefndum.
Hugmyndir ráðuneytisins eru að
sem flestir hafi tök á að leggja
eitthvað til málanna. Þannig hvatti
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra meðal annars til þess í jan-
úar síðastliðnum, að fagfélög kenn-
ara gengjust fyrir málþingum um
stöðu greina sinna og hét liðsinni
ráðuneytisins til þess. Benti hann
á að umræða innan fagfélaga væri
verðugt innlegg í umfjöllunina. Um
síðustu helgi var haldið málþing
raungreinakennara og félaga fé-
lagsfræðikennara. Fleiri málþing
eru framundan.
Framvinda mála
Undirbúningur að vinnu aðal-
námskránna hófst í menntamála-
ráðuneytinu í maí 1996. í júlílok
samþykkti ríkisstjórnin skipulag og
verkáætlun menntamálaráðherra. I
kjölfarið var auglýst eftir átta
umsjónarmönnum til að halda utan
um starf vinnuhópa. Frá því í
september hafa þessir starfsmenn
verið að kynna sér stefnumótun
ráðuneytisins, hvernig verkefnið er
hugsað, til hvers er ætlast af þeim,
afla sér gagna o.fl.
Upp úr áramótum má segja að
skipt hafí verið frá undirbúnings-
og skipulagsstigi yfir í framkvæmd-
ir, þar sem lokið hafði verið við
meginskipulagningu og ákvarðana-
töku og séð var fyrir endann á þver-
pólitísku starfi nefnda. Eins og fyrr
segir mun stefnumót.unamefnd, sem
hefur verið að störfum frá því í
október, skila áliti sínu í næsta
mánuði. Meginhlutverk hennar hef-
ur verið að fjalla um ákveðin álita-
efni sem verkefnisstjórn endurskoð-
unarinnar lagði fyrir hana. „Þetta
eru menntapólitísk mál, s.s. ýmis
álitaefni sem komið hafa fram í
kjölfar nýrra laga,“ sagði Jónmund-
ur Guðmarsson.
Hægt að senda tölvupóst
Upp úr áramótum tóku til starfa
átta forvinnuhópar á níu námssvið-
um, þ.e. móðurmáli, stærðfræði,
náttúrufræði, erlendum málum,
samfélagsfræði, listmennt, starfs-
mennt, tæknimennt og fræðslumál-
um, en íþróttahópur tekur ekki til
starfa fyrr en í vor. Þessum hópum
er á næstu mánuðum ætlað að
vinna að faglegri stefnumótun
ráðuneytisins. í forvinnuhópum
sitja 6-8 nefndarmenn, sem að
meirihluta eru tilnefndir af kenn-
arafélögunum en að minnihluta
skipaðir af ráðherra. Markmiðið
með samsetningu hópanna er sam-
kvæmt upplýsingum Jónmundar
Guðmarssonar að búa til vettvang
fyrir almenna, breiða, óhlutlæga
umræðu um stöðu þessara greina
og hvert beri að stefna.
Hugmyndin er að vinna for-
vinnustarfið fyrir opnum tjöldum.
Hefur í því skyni verið komið upp
heimasíðu aðalnámskár: http://
www.ismennt,is/vefir/namskra/
þar sem hægt verður að fylgjast
með framvindu starfsins. Hafi
menn eitthvað til málanna að leggja
geta þeir sent viðkomandi umsjón-
armanni eða verkefnisstjóra tölvu-
póst. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins hefur tölvuvinna
tafist nokkuð vegna tæknilegra
örðugleika. Þó eru komnar ein-
hverjar upplýsingar frá náttúru-
fræðihópi, listamenntahópi og
tæknimenntahópi en mismunandi
ítarlegar. Einnig er þar að finna
upplýsingar frá verkefnisstjórn.
Áherslur ráðuneytisins
Á heimasíðunni má einnig sjá
áherslur menntamálaráðuneytis í
endurskoðun á námskránum. Þar
kemur meðal annars fram að lögð
skuli áhersla á íslensku, sögu og
þjóðmenningu, vísindalæsi, tækni-
menntun, símenntun, eflingu fjar-
kennslu, endurskoðun kennslu-
hátta, mat og eftirlit, almenna lífs-
leikni, að draga úr brottfalli í fram-
haldsskólum, samfellu í námi o.fl.
Að sögn Jónmundar eru þetta ekki
endanlegar áherslur, því fleiri
munu bætast við eftir því sem líður
á endurskoðunina.
Þegar forvinnuhópar hafa lagt
fram tillögur sínar, sem væntanlega
verður næsta sumar, mun ráðuneyt-
ið leggja þær fyrir til umsagnar.
Að því loknu verður tekin ákvörðun
um stefnumótun og í kjölfar þess
koma til starfa vinnuhópar, sem
skrá niður lýsingu á viðkomandi
grein fyrir bæði skólastigin. Þeir
munu starfa fram á sumarið 1998
en þá munu nýjar endurskoðaðar
aðalnámskrár koma út.
Þróunarverkefni milli Hlíðarbergs
og Setbergsskóla
Bilið brúað milli
skólastiga
Morgunblaðið/Kristinn
BÖRNIN á leikskólanum Hlíðarbergi sem hefja eiga skóla-
göngu í Setbergsskóla í Hafnarfirði næsta haust eru þátttakend-
ur í sameiginlegri skemmtun yngstu barna skólans.
SAMSTARF leikskóla og grunn-
skóla heitir þróunarverkefni,
sem fram hefur farið milli leik-
skólans Hlíðarbergs og Set-
bergsskóla í Hafnarfirði undan-
farin tvö skólaár. Markmiðið er
að auka samvinnu milli skóla-
stiganna og auðvelda börnum að
hefja skólagöngu.
Áð sögn Sigurborgar Krist-
jánsdóttur leikskólastjóra eru
fimm ára börn í leikskólanum
undirbúin undir skólagönguna í
gegnum leikinn. Unnið er með
börnin í stórum hópi, þar sem
markmiðið er að efla málvitund
þeirra, málskilning, auka orða-
forða, auk þess að þjálfa þau í
að hlusta, fara eftir fyrirmælum,
halda einbeitingu og geta unnið
í stórum hóp.
Börnunum er kennt að ganga
frá verkefnum og lögð áhersla
á að þau fullklári verkefni sem
lögð eru fyrir. Börnin eru mis-
jafnlega lengi að vinna og þau
sem eru fljót fá að fara í „stafa-
súpuna", þ.e. að vinna með stafi
sem búnir hafa verið til úr plasti.
„Þau læra stafina í gegnum leiki
t.d. að finna hver á hvaða staf
og teikna upp eftir stafnum. Við
fylgjumst með að þau fari rétt
að, skrifi frá vinstri til hægri
og að þau hafi rétt grip,“ sagði
Sigurborg.
Að vori síðasta leikskólaársins
fá væntanlegir nemendur að
fara einn dag í heimsókn í Set-
bergsskóla. Þar taka þau þátt í
fullum skóladegi, s.s. að útbúa
verkefnamöppu, fara út í frímín-
útur og borða nesti. Þau búa til
myndir, sem eru rammaðar inn
og hengdar upp á vegg, þannig
að þegar þau hefja
skólagöngu að hausti sjá þau
strax eitthvað frá sjálfum sér.
Þá fara börnin þrjá daga í vor-
skóla og eru kennarar Setbergs-
skóla sammála um að þau séu
öruggari með sig en þau börn
sem þekkja ekki skólann. Einnig
séu þau almennt félagslega
sterk þar sem þau þekkja um-
hverfið og hafa jafnvel kynnst
kennurunum.
Samvinnan snýst einnig um
að 6 ára börn í Setbergsskóla fá
að fara í heimsókn í Hlíðarberg
á haustin. „Mörg þeirra eru ósátt
við að fara í skóla en þegar þau
sjá að nýir krakkar eru komnir
í leikskólann og jafnvel nýtt
starfsfólk þá verða þau sáttari
við grunnskólann," sagði Sigur-
borg.
Gagnkvæmar heim-
sóknir kennara
Samstarfið við Setbergsskóla
hefur meðal annars byggst upp
á því að leikskólakennarar hafa
kynnt sér starf kennaranna og
öfugt með því að fara í heim-
sóknir og halda sameiginlega
fundi. „Þetta hefur verið sér-
staklega ánægjulegt samstarf,
því í heildina hefur grunnskólinn
ekki vitað nægilega hvað leik-
skólinn er að fást við og öfugt,“
sagði Kristrún Óskarsdóttir
kennari í Setbergsskóla. Hún
ítrekaði mikilvægi samstarfs
skólastiganna, þar sem grunn-
skólinn væri að byggja ofan á
starf leikskólanna.
Hún hefur kynnst báðum
skóiastigum af eigin raun, því
hún starfaði sem aðstoðarmaður
barnasálfræðings á leikskóla
áður en hún hóf starf sem grunn-
skólakennari. Hún segir það
mikið stökk að hefja nám i skóla
meðal annars vegna þess að að-
eins einn kennari sjái um jafn
stóran hóp barna og þrír leik-
skólakennarar hafi gert áður.
Hún kveðst lengi hafa talað fyr-
ir því að tveir kennarar væru
með 1. bekk og annar af þeim
væri leikskólakennari. „Þeir
kenna í gegnum leiki og eru
sérfræðingar í því. Þó að við
séum að reyna, stendur leikurinn
okkur ekki eins nærri því við
höfum ekki sömu þjálfun og
leikni og leikskólakennarar,"
sagði Kristrún Óskarsdóttir.