Morgunblaðið - 25.03.1997, Side 31

Morgunblaðið - 25.03.1997, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUIM ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 31 Háskóli íslands Fj öldatakmörk- un í lyfjafræði FJ ÖLD AT AKMÖRKUNU M verður beitt meðal nýnema í lyfjafræði frá og með næsta skólaári. Munu aðeins 12 nemendur fá að halda áfram námi að loknum prófum. Einnig verður sú breyting í læknadeild að 36 læknanemar fá að halda áfram að loknum samkeppnisprófum í des- ember 1997 í stað 30 áður. Að sögn Þorsteins Loftssonar pró- fessors er ástæðan fyrir fjöldatak- mörkunum í lyfjafræði sú, að Evr- ópusambandið gerir ófrávíkjanlegar kröfur um að lyfjafræðinemar hafi hlotið sex mánaða starfsþjálfun í apóteki. Samhliða því eru nú gerðar auknar kröfur til apóteka sem vista lyfjafræðinema, þannig að ekki þótti öruggt um fleiri stöður en tólf á ári. Þar fyrir utan hefur aðsókn í námið aukist verulega að undan- förnu. Heimild hefur verið í reglugerð Háskóla íslands fyrir fjöldatakmörk- unum til margra ára en ekki verið beitt fyrr en nú. „Við fengum munn- legar athugasemdir frá Norðmönn- um um skipan starfsnámsins og eft- ir að hafa rætt við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið töldum við okk- ur ekki fært annað en að takmarka inn í deildina," sagði Þorsteinn. Áður fyrr gátu nemendur fengið stærri hluta þjálfunar sinnar hjá ýmsum fyrirtækjum í lyfjaiðnaði en nú er. í öðrum deildum, þar sem fjölda- takmarkanir hafa verið, er tekinn inn sami nemendafjöldi og áður. MA-nám í opin- berri stefnumótun og sljórnsýslu STJÓRNMÁLAFRÆÐISKOR fé- lagsvísindadeildar Háskóla íslands mun frá og með komandi hausti bjóða upp á MA-nám i fyrsta sinn. Um er að ræða tveggja ára nám í opinberri stefnumótun og stjórn- sýslu. „Tilgangur námsins er m.a. að búa nemendur undir hvers konar störf, sem tengjast stjórnsýslu og stefnumótun hjá ríkisvaldinu, sveit- arfélögum, einkaaðilum og víðar,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, dósent í stjórnmálafræði. „Eftir því, sem gerðar eru meiri kröfur í opin- berri stjórnsýslu verður meiri þörf fyrir fólk, sem hefur tiltölulega al- hliða stjórnsýslumenntun; hefur Alþjóðleg prófí spænsku ALÞJÓÐLEG próf í spænsku verða í fyrsta skipti haldin hér á landi 9. maí 1997. Spænskudeild Háskóla íslands annast framkvæmd próf- anna fyrir hönd Menningarmála- stofnunar Spánar og háskólans í Salamanca. Að sögn Margrétar Jónsdóttur lektors í HÍ verður farið yfir prófin á Spáni. Frestur til að innrita sig rennur út 4. apríl. Prófað verður í tveimur þyngdar- stigum; „Certificado inicial de espanol“ og „Diploma básico de espanol“. Miðað er við að nemendur sem lagt hafa stund á spænsku í menntaskóla í eitt og hálft ár ráði við fyrra prófið. Til að ráða við síð- ara prófið þarf minnst að hafa lokið áföngum 600 eða 700 í mennta- skóla, dvalið í spænskumælandi landi í lengri eða skemmri tíma eða lagt stund á spænsku á háskólastigi. „Diploma superior de espanol" er erfiðasta prófið og verður ekki hald- ið fyrr en í nóvember nk. Margrét segir að markmiðið með prófunum sé að setja greininni alþjóðleg viðm- ið. Nemendum muni framvegis bjóð- ast að þreyta prófin tvisvar á ári. „Þannig vita menntaskóla- og há- skólakennarar nákvæmlega hvað nemendur eiga að kunna þegar ákveðnum áfanga í námi þeirra er náð. Alþjóðlegar kannanir um hæfni og færni nemenda munu því ekki koma spænskukennurum á óvart í framtíðinni, auk þess sem niðurstöð- ur prófanna segja til um það starf sem fram fer í skólunum,“ sagði Margrét. lært dálítið um skipulag og lög, dálítið um efnahagsmál, rekstur og hagfræðilega ákvarðanatöku og dálítið um stjórnkerfið og stjórn- mál. Fyrst og fremst er þetta auðvit- að stjórnmálafræðinám." Gert er ráð fyrir að þeir, sem sækja um inntöku í MA-námið, hafi lokið BA-gráðu frá HÍ eða sambæri- legu námi. Gunnar Helgi segir ekki nauðsynlegt að stúdentar komi úr félagsvísindadeild, allt eins geti ver- ið styrkur að hafa numið viðskipta- fræði eða lögfræði. Hins vegar geti umsjónarnefnd námsins gert kröfu um að nemandi afli sér ákveðinnar grunnþekkingar í stjórnmálafræði, félagsfræði eða aðferðafræði. í náminu er, burtséð frá hagnýt- um þáttum, sterk fræðileg áherzla. Nemendur kynnast meðal annars helztu fræðahefðum í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun og læra undirstöðuatriði rannsóknarvinnu. Gunnar Helgi segir þessa þjálfun gagnlega við hvers konar rannsókn- arstörf eða í frekara framhalds- námi, auk þess sem hún nýtist við lausn hvers konar stjórnsýslu- og stefnumótunarverkefna. Gert er ráð fyrir að nemendur verði teknir inn annað hvert ár fyrst um sinn og fjöldi verði takmarkaður við 5-10. Umsóknarfrestur rennur út 1. april nk. skólar/námskeið __________ýmislegt_______________ ■ Fullorðinsfræðslan matshæft nám Fornáms-og framhaldsskólastig. Prófáfangar og námskeið. Skólanám og fjarnám. ENS, DAN, SÆN, NOR, ÞÝS, SPÆ, HOLL, ARAB, STÆ, TÖL, EÐL, EFN, ÍSL og ICELANDIC. Námskeið fyrir samræmdu prófin. Námskeið fyrir atvinnulausa. Námsaðstoð. Sími 557 1155. rtir-rni fullopðinsfræðslan tungumál ■ International Pen Friends útvegar þér a.m.k. 14 jafnaldra pennavini frá ýmsum löndum. Fáðu umsóknareyðublað. I.P.F., pósthólf 4276, 124 Rvík, simi 881 8181.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.