Morgunblaðið - 25.03.1997, Page 37

Morgunblaðið - 25.03.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 37 AÐSENDAR GREINAR Minjavernd er umhverfisvernd SAMBAND náttúru og menn- ingar hefur verið manneskjunni hugleikið allt frá tímum Forng- rikkja. Þeir trúðu því að í þeirra eigin landi ríkti hið fullkomna jafnvægi á milli elementanna fjögurra, jarðar, elds, vatns og lofts. Þess vegna væru þeir fremstir allra. Montesquieu sá franski hélt því hins vegar fram á fyrri hluta 18. aldar að bestu umhverfisaðstæður væru í Frakk- landi. Átti hann aðallega við veð- urfarið og áhrif þess á hugarfar- ið. Hvað sem þessu líður, sáu menn snemma sambandið á milli menningar og umhverfis og vægi náttúrunnar í örlögum mannsins. í um það bil tvær milljónir ára hefur manneskjan þrammað um þessa plánetu og lifað á því sem hún náði í og plánetan bauð henni. Rúmlega 99% af öllu tilveruskeiði sínu hefur hún lifað á veiði- manna- og safnarastigi í einskon- ar jafnvægi við náttúruna. Hún átti aðeins það sem nauðsynlegt var og hægt var að taka með sér þegar leitað var nýrra svæða til búsetu og fæðuöflunar. Verkfær- in voru steináhöld og önnur efni úr náttúrunni. Manneskjan hefur lagað sig að ólíkustu aðstæðum og spor henn- ar liggja frá köldustu héruðum Síberíu að heitustu og þurrustu eyðimörkum Afríku. Hana er nán- ast að finna í öllum krókum og kimum jarðarinnar. Aðlögunin hefur tekið þúsundir ára. Svo mjög hefur manneskjan sett mark sitt á umhverfið að varla er hægt að tala um umhverfi sem ekki er mótað af henni á einn eða annan hátt. Því nær sem dregur nútím- anum þeim mun stórtækari er mótun hennar á umhverfinu og nú á dögum verða breytingar svo örar að aðlögunarhæfileikar manneskjunnar sem lífveru halda ekki í við breyting- arnar og skipta ekki lengur máli. Dæmi um slíkar breytingar er aukin lífslengd ásamt ýmsum hrörn- unarsjúkdómum, þynnkun á ósonlaginu og húðvandamál í kjölfar þess, aukin mengun í nánasta umhverfi sem valda öndunarfærasjúk- dómum, minni hreyf- ing og breytt holdafar í framhaldi af því, stóraukinn vinnutími og streita og þannig mætti lengi telja. Má segja að núverandi lifnaðarhættir séu ekki mannlegir ef litið er til þess að þeir hafa ekki verið við lýði nema agnarlítinn tíma í sögu mannsins og þeir hvelfdust yfir hann á augnabliki. Maðurinn tek- ur meira úr umhverfinu en hann skilar til þess og til frambúðar getur það aðeins þýtt einn hlut ef ekki verður að gáð: stórslys. Og í þessu sambandi á ég ekki aðeins við hið náttúrulega eins og hráefni ýmiss konar, ég á einn- ig við leifar eftir gengnar kynslóð- ir en þær eru jafnmikilvægur hluti af umhverfinu og vatnið, grösin og bergið. Umhverfi samanstend- ur nefnilega bæði af náttúruleg- um og menningarlegum þáttum. Hin mikla og nauðsynlega um- ræða sem tengist umhverfismál- um og virðist fara vaxandi hér á landi, hefur því miður nær ein- vörðungu snúist um hið fyrr- nefnda. Nú er tími til kominn að gefa hinu síðarnefnda gaum. Hinn menningarlegi þáttur umhverfisins er rústir og önnur verksummerki manna, örnefni og ýmsir staðir sem tengjast trú manna, sérstökum atburðum eða verkmenningu þjóð- arinnar. Dæmi um staði af þessu tagi eru álfhólar, orrustuvell- ir, þvottalaugar o.s.frv. Slíkt umhverfi í félagi við hið nátt- úrulega köllum við menningarlandslag. Menningarlandslagið er mikilvægara fyrir sjálfsvitund einstakl- inganna en hið nátt- úrulega umhverfi vegna þess að þeir eru beinir þáttakendur í sköpun menningar- landslagsins og þeir hafa fyllt það af minningum sem tengjast for- feðrunum, þeim sjálfum og sög- unni. Þeir eru hluti af menningar- landslaginu. Afleiðing þessa misvægis menningar og náttúru í umræð- Manneskjuna er nánast að fínna, segir Bjarni F. Einarsson, í öllum krókum og kimum jarðarinnar. unni sést best þegar bornar eru saman fjárveitingar til umhverfis- mála og minjaverndar. Dæmi: Á Þingvöllum, hjarta þjóðarinnar, hefur miklu fé verið varið til rann- sókna á lífríki vatnsins og liggja fyrir nokkrar doktorsritgerðir um það. Sama má segja um svæðið í kringum Mývatn. Á hvorugum staðnum hefur fornleifum verið gefinn mikill gaumur og aðeins brot af því fé sem varið hefur verið í rannsóknir á náttúrunni (lífríki og jarðfræði) hefur verið varið í minjavörslu á svæðunum. Fjöldi rannsóknarstaða og stofn- ana tengist umhverfismálum, en fáar sem engar tengjast minja- vörslu og rannsóknum á rústum eða fornleifum. Varla getum við haldið því fram að það sem gerir þessa þjóð að því sem hún er sé murtan í Þingvallavatni eða líf- ríkið þar, þó að það skipti vissu- lega einhverju máli í þessu sam- bandi. Ég trúi því frekar að það sem manneskjan skóp á Þingvöll- um í árdaga, sé ótvírætt mikil- vægara fyrir þjóðina og þjóðar- ímyndina. Þegar á heildina er lit- ið er það bæði lífríki einstakra staða og mannvistarleifarnar sem gera þessa þjóð að því sem hún er. Menningararfurinn er ekki að- eins fólginn í handritunum okkar, tungunni eða því sem söfnin geyma. Hann er að verulegu leyti einnig fólginn í rústunum sem finnast út um allt land. í þeim er fólgin saga, sem hvergi er geymd annarsstaðar. Þær eru lyk- illinn að skilningi okkar á gripun- um, sem horfið hafa úr sínu eðli- lega umhverfi inn á söfnin og sumar rústanna geta einar varpað ljósi á líf alþýðunnar og hlut- skipti hennar í lífsbaráttunni. ís- lensk þjóð varð þjóð á meðal þjóða í húsum, sem nú eru rústir einar. Rústirnar skipta okkur því ná- kvæmlega jafnmiklu máli og rúst- ir annarra þjóða skipta þær, þó svo að þær séu ekki jafnmiklar að vexti og ekki úr jafnhaldbær- um efnum og rústir margra ann- arra þjóða. Minnimáttarkennd okkar Islendinga í þessum efnum er athyglisverð, en hún stafar fyrst og fremst af vankunnáttu okkar um þessi mál og þeirri stað- reynd að við höfum ekki skilið þýðingu rústanna fyrir þjóða- rímyndina. Við eigum það jafnvel til að setja þær í samband við Bjarni F. Einarsson Staða o g framtíð grunnskólamenntunar GRUNNSKÓLINN hefur verið mikið í umræðunni vegna flutnings grunnskólans frá ríki til sveitarfé- laga en ekki síst vegna slæmrar útkomu íslenskra barna í alþjóð- legri raungreinakönnun. Erfitt hefur reynst að benda á einhvern einn sökudólg í því sam- bandi enda málið margslungið. I reynd erum við öll samsek, stjórn- völd og við kjósendur, fyrir ranga forgangsröðun og skilningsleysi á mikilvægi grunnmenntunar. Á íslandi hefur mun lægra hlut- falli þjóðartekna verið varið til menntunar en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Því ætti niðurstaðan ekki að koma á óvart. Við búum við styttri dagleg- an skólatíma, sérstaklega yngri nemenda 6-12 ára, og óhentugan skólatíma eftir hádegi í tvísettum skólum. Fyrri hluta dagsins eru börnin óþreytt og þá er besti tíminn til náms. Auk þess er skólaárið hér mun styttra en í öðrum löndum. Börnin okkar eru almennt vel af Guði gerð en þau ná ekki að vinna upp þennan mikla aðstöðumun. Við sem störfum að menntamálum höfum lengi reynt að benda á slæma stöðu grunnskólans og af- leiðingar þess fyrir þjóðina en talað að mestu leyti fyrir daufum eyrum. Mikilvægi námsgagna Námsgögn skipta miklu máli um gæði skólastarfs. Undanfarin ár hefur verið stöðugur niðurskurður á fjármagni til Námsgagna- stofnunar, þrátt fyrir fjölgun nem- enda í grunnskóla og kröfur um nýjar gerðir námsgagna eins og kennsluforrita fyrir tölvur. Fjármagns- skortur seinkar útgáfu námsefnis og kemur í veg fyrir að ráðist sé í endurnýjun gamals námsefnis, eins og t.d. grunnefnis í stærð- fræði sem er orðið tveggja áratuga gam- alt. Mikið af vönduðu námsefni hefur verið gefið út en augljóst er að við verðum að gera stórátak í þeim efnum. Með tilliti til fámennis þjóðarinnar er útgáfu námsefnis best komið á þann hátt sem nú er, hjá ríkisrek- inni stofnun, sem er þá um leið ábyrg fyrir því að skólanum sé tryggt námsefni í öllum greinum. Könnunarpróf Ástæða er til að fagna því að skólar fái aftur samræmd könnun- arpróf eins og sl. haust í íslensku og stærðfræði fyrir 4. og 7. bekk. Þó deila megi um inntak þeirra, en þau hljóta að taka framförum með aukinni reynslu. Áður fyrr sendi menntamálaráðuneytið skól- unum ávallt miðsvetrar- og vorpróf í íslensku og stærðfræði en ’74 var því hætt, illu heilli. Slík próf auð- velda skólunum að meta stöðu nemenda sinna og veitir ákveðinn stuðning og aðhald sem öllum er nauðsynlegt. Próf og einkunnir eru vandmeðfamir hlutir því við érum að fást við viðkvæma einstaklinga á mót- unarskeiði með mjög ólíkar forsendur og getu til náms. Það er ekki hægt að nota sömu mælistiku á öll börn né gera sömu kröfur til allra. Aðal- atriðið er að hver ein- staklingur keppi á sínum forsendum og fái að upplifa sigra þegar hann bætir sig. Á þann hátt byggjum við upp og styrkjum jákvæða sjálfsmynd barnsins. Ýmislegt hefur verið gert til að bæta stöðu barna með námsörðug- leika. Má þar nefna útgáfu náms- Framtíðarauðlind ís- lands, segir Sigrún Gísladóttir, er fólgin í uppvaxandi kynslóð. gagna, sérmenntun kennara og aukningu á tímum til sérkennslu, þó að óskastöðunni sé enn ekki náð. Annar nemendahópur hefur orðið svolítið útundan, þ.e. duglegi hópurinn. Þeim er örugglega ekki holit að vera í grunnskóla í 10 ár án þess að þurfa eða fá að reyna Sigrún Gísladóttir á sig í námi. Til þess að skólar hafi möguleika á að sinna öllum nemendum á mismunandi getu- stigum þarf að koma til mikil og vel skipulögð sérkennsla, fjölbreytt úrval námsgagna, hæfilega stórir bekkir/nemendahópar og rýmri skólatími. Síðan en ekki síst skipt- ir miklu máli stuðningur, hvatning og hóflegar kröfur af hálfu for- eldra og skóla. Staða kennara Allir foreldrar vilja góðan kenn- ara fyrir barn sitt og skynja mikil- vægi þess fyrir framtíðar skóla- göngu barnsins. Kennarar verða að taka að sér mikla yfirvinnu til þess að hafa sæmilegar tekjur. Byijunarlaun kennara fyrir fullt starf eru um 75 þús. og verða hæst rúml. 100 þús. eftir langan starfsferil. Mikil yfirvinna kemur óhjákvæmilega niður á gæðum kennslunnar og hamlar því að kennari hafi mikið persónulegt samband við einstaka nemendur og foreldra þeirra. Með einsetningu skólanna minnka möguleikar kennara á yfirvinnu eða hverfa alveg í sumum skólum. Þá er sú hætta fyrir hendi að margir farsæl- ir kennarar neyðist til að fara í önnur störf nema kennarastarfið verði endurmetið og launin hækk- uð verulega. Hlutur foreldra Hvernig barni vegnar í námi er ekki bara á valdi skólans. Mikil- vægast er það veganesti sem bam- ið kemur með úr föðurhúsum. Hlutur opinberra stofnana eins og leikskóla og skóla hefur verið of- metinn en hlutur foreldra vatnmet- inn. Góðar stofnanir koma aldrei í stað foreldra. Ýmis vandamál barna og unglinga má rekja til skorts á uppeldi og ögun barna í heimahúsum. tíma, sem við viljum stundum gleyma (myrkur, raki, kuldi, ein- okun, ósjálfstæði o.s.frv). Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, voru þessar rústir hluti af tilverunni og veruleikanum og þess vegna eru þær mikilvægar fyrir þjóðina, sögu hennar og ímynd. Ef hún eyðir þeim, eyðir hún hluta af sjálfri sér. Mikilvægi rústanna nær að auki út fyrir landsteinana og má t.d. benda á þá staðreynd að erlendis hefur plógurinn meira eða minna afmáð híbýli bænda frá víkingaöld. Hér á landi voru aðrir búskaparhætt- ir, sem hlífðu þessum tegundum rústa. Þær varpa því ljósi á hlut- skipti manneskjunnar í norrænum veruleika. Grundvallaratriði í minjavernd af því tagi sem rætt hefur verið um hér að framan, og reyndar minjavörslu allri, er að vita hvað til er svo að hægt sé að marka einhveija skynsamlega stefnu um verndunarmál. Tækið til þess heitir fornleifaskráning. Slík skráning er nú að fara af stað víðsvegar úti um landið, en betur má ef duga skal. Heimildarmönn- um fer fækkandi og nútíminn verður æ öflugri og aðgangsharð- ari í aðferðum sínum við jarð- vinnslu ýmiss konar og kröfum sínum um aukið landrými. Ef við gáum ekki að okkur, verður lítið eftir af menningararfinum og hvar stöndum við þá? Hvernig skyldi manneskjunni líða í um- hverfi sem er rúið sögunni, minn- ingunum? Hvaða gildi hafa ör- nefni ein og sér? Hvers virði verð- ur þá að vera Flóamaður, Vest- firðingur, Breiðfirðingur, Héraðs- búi, Þingeyingur o.s.frv. Hvað þýðir þá hugtakið íslendingur? Minjavernd er umhverfisvemd. Við skiljum ekki umhverfið til fulls, ef við skiljum ekki áhrif genginna kynslóða á það. Höfundur er með doktorspróf í fornleifafræðum og vinnur & Þjóðminjasafni íslands. Það að vita hvað má og hvað ekki, fá andlegt og líkamlegt at- læti, sem öllum bömum er líf- snauðsynlegt, þvl sinna skólar ekki einir og sér. I þessu felst grunn- hlutverk foreldra. Skólar geta að- eins styrkt og stutt við það sem þegar er kennt heima. Þegar barnið fer í skóla og eld- ist, er mikilvægt að foreldrar fylg- ist náið með skólagöngu, áhuga- málum og félagsþátttöku bama sinna og hvetji þau og styrki. Hrósa þeim fyrir jákvæða hluti og taka á því sem neikvætt er en leiða ekki hjá sér. Láta barnið fínna hvers virði það er og hversu mikil- vægt sé að það nái árangri miðað við eigin forsendur og getu. Þann- ig getum við hjálpað barninu að byggja upp jákvæða sjálfsmynd sem er grunnurinn að velgengni í námi og í lífinu almennt. Lokaorð Framtíðarauðlind íslands er fólgin í uppvaxandi kynslóð, sam- keppnishæfni hennar og getu. Um það er ekki deilt. Heldur ekki þá staðreynd að við þurfum að taka okkur mikið á til þess að verða samkeppnisfær við aðrar þjóðir. Leitin að sökudólg gefur engan árangur og við megum engan tíma missa. Aðalatriðið er að allir taki hönd- um saman, stjórnvöld, skólar og foreldrar. Hér er margþætt lang- tímaverkefni að takast á við, sem mun kosta átak og töluvert fjár- magn. íslenskt menntakerfi verður að vera það gott að við stöndumst samjöfnuð við aðrar þjóðir. í ljósi þess hvað um er að tefla má einsk- is láta ófreistað til þess að það markmið náist. Höfundur er skólastjóri og bæjarfuUtrúi í Garðabæ, form. stjórnar N&msgagnast. sl. þrjú ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.