Morgunblaðið - 25.03.1997, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 25.03.1997, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 43 JON EYJOLFUR G UÐMUNDSSON + Jón Eyjólfur Guðmundsson fæddist á Hvamms- tanga 13. septem- ber 1928. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 16. mars síðastliðinn. Foreldrar Jóns voru Ingibjörg Lára Guðmanns- dóttir frá Krossa- nesi og Guðmundur Jónsson frá Stóra Hvarfi. Þau bjuggu á Vesturhópshólum í Þverár- hreppi allan sinn búskap og eignuðust þar sjö börn. Hinn 1. júlí 1952 kvæntist Jón Ölmu Levý Ágústsdóttur frá Ósum á Vatnsnesi. Foreldrar Ölmu voru Helga Jónsdóttir frá Ána- stöðum og Ágúst Frimann Jak- obsson frá Neðri-Þverá. Alma fæddist 24. ágúst 1929 í Ána- staðaseli, en var kornung tekin í fóstur af hjónunum Ögn Levý Guðmannsdóttir frá Krossanesi og Eggert Levý Jónssyni frá Tjöm. Börn Jóns og Ölmu em: 1) Agnar Eggert, f. 19.2. 1952, í sambúð með Elísabetu Bjarna- dóttur, f. 24.2.1949. Börn hans: Eyjólfur, f. 3.10. 1973, Bj[örg- vin, f. 3.9. 1980, Sandra Ögn, f. 18.11. 1988. 2) Lára Helga, f. 7.1. 1957, gift Benjamín Kristins- syni, f. 7.6. 1956. Börn þeirra: Ingi- björg Alma, f. 15.2. 1975, Sonur hennar Benjamín Páll, f. 28.9. 1993. Jón Rafnar, f. 27.3. 1980, Sólveig Hulda, f. 3.12. 1987, Kristinn Arnar, f. 17.4. 1991. 3) Guð- mundur, f. 4.12. 1960, kvæntur Ernu Magnúsdóttur, f. 5.7. 1964. Dætur þeirra: Lilja, 1.12. 1990, Björk, 19.10.1993. 4) Hólmfríð- ur Sigríður, f. 23.11. 1963, í sambúð með Sigurði Þórissyni, f. 28.03. 1963. Dóttir þeirra: Guðrún Þóra, f. 13.2. 1993. 5) Ágúst Þormar, f. 7.3. 1972, í sambúð með Aðalbjörgu Signýju Sigurvaldadóttur, f. 19.9. 1974. Dóttir þeirra: Jóna Guðbjörg, f. 25.12. 1996. Jón og Alma hófu búskap á Þorf- innsstöðum í Þverárhreppi 25. maí 1952. Þar bjuggu þau í 44 ár eða allt fram til 8. júní á síðasta ári er þau bmgðu búi og fluttust til Hvammstanga. Útför Jóns fer fram frá Vest- urhópshólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskiinaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stnð. (V. Briem.) Mig langar að minnast elskulegs tengdaföður míns sem lést eftir erfið veikindi. Það er margt sem kemur upp í hugann, en fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa feng- ið að kynnast þér svona náið. Þú varst einstaklega ljúfur og skemmtilegur maður sem tókst á við hlutina af miklu jafnaðargeði. Ég man alltaf þegar ég kom fyrst norður í sveitina aðeins 16 ára gömul. Kvíðatilfinning hafði gert vart við sig hjá mér á leiðinni. En þegar ég hafði verið kynnt fyrir ykkur hjónum hvarf allur kvíði, og ég fann hlýjuna sem streymdi frá ykkur. Þið tókuð mér strax sem dóttur. Það var oft glatt á hjalla á Þor- fmnsstöðum, þú sast við eldhús- borðið og sagðir gamansögur frá gamalli tíð, hinir fjölskyldumeðlim- irnir hlógu dátt svo undir tók í húsinu. Þú gafst þér alltaf tíma til þess að setjast niður og spjalla við gesti þótt annir væru miklar við búskap. Síðastliðið sumar varð mik- il breyting, þegar þið fluttuð í litla húsið á Hvammstanga. En það var alltaf sama notalega tilfmningin að koma til ykkar, þótt þið væruð ekki lengur í sveitinni. Því miður náðir þú ekki að njóta þess lengi að búa í litla húsinu ykkar, því veikindin gerðu fljótlega vart við sig. Það er sorglegt og óréttlátt að þegar þið Alma ætluðuð að fara að hægja á, eftir mikla vinnu alla tíð ert þú farinn allt of fljótt. Elsku Alma mín, þú stóðst eins og klettur við hliðina á Jóni allt fram á síðasta dag. Guð styrki þig og fjölskylduna í sorginni. Söknuðurinn er mikill, en minningarnar um einstakan mann geymum við í hjörtum okkar. Erna. Elsku Jón, við vorum nágrannar í sjö ár. Vinátta og virðing ein- kenndu öll okkar samskipti. Jón minn, hvíl þú í friði, ástkæri vinur. Og því vard allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lifsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson) Alma mín og fjölskylda, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Edda, Pétur, Edda Mary, Ósk Laufey og Stefania. „Heldurðu að þú kallir hana Kristínu okkar Stínu," sagði hann með nokkrum þunga við mann á miðjum aldri sem leitaði frænku sinnar og hafði nefnt hana þessu gælunafni frá bernskuárunum. Frændanum varð svarafátt en hafði orð á þessu við fólkið sitt er hann kom heim: Að bóndanum á bænum þar sem skólinn hennar Stínu frænku var hafi ekki fundist hann sýna nógu mikla kurteisi er hann spurði um hana! Það er ekki ama- legt að eiga slíkan bakhjarl! Kynni okkar hófust í garðinum við skólastjórabústaðinn. Handtak- ið hlýtt og viðmótið hressilegt og konan hans áréttaði kveðjuna. Síð- an eru liðin tæplega átta ár, ár ein- lægrar vináttu og trausts nábýlis. Hann var einn af þessum bændum sem eiga aðdáun mína og margra annarra. Vel máli farinn, menntað- ur þótt óskólagenginn væri, víðles- inn, heiðarlegur og nægjusamur. Hafði skoðanir og lá ekki á þeim, lét sig annað fólk varða. Hann hét Jón Eyjólfur Gumunds- son, borinn og barnfæddur Þver- hreppingur og Þverhreppingur var hann til dauðadags. Hann ólst upp í foreldrahúsum í Vesturhópshólum, þar sem lengst af var bændakirkja í Húnaþingi, keypti nærliggjandi jörð, Þorfinnsstaði, 17 ára gamall og hóf þar búskap nokkrum árum síðar. En hann var ekki einn, því hann kvæntist fósturdóttur hrepp- stjórahjónanna á Ósum í sömu sveit, Ölmu Á. Levy og þau gengu saman æviveginn, samstíga. Þau byggðu upp jörðina smám saman, af hug- kvæmni og varfærni, unnu hörðum höndum: Ekki að flana að neinu, ekki að skulda neinum neitt. En gestrisin og greiðasöm. Það varð þeirra lífsstíll. Þeu eignuðust 5 börn sem þau komu til mennta og bera uppeldinu og foreldrum sínum gott vitni. Jón unni sveit sinni og naut hún þess því hann vann henni og sam- ferðafólkinu allt það gagn sem hann mátti. Hann gegndi ýmsum trúnað- arstörfum í þágu hreppsins að ógleymdu því sem hann lagði af mörkum til menntunar ungviðisins en hann vann af áræði ásamt öðrum við að byggja skóla í Þverárhreppi, gaf land undir bygginguna og var vakinn og sofinn við hana alla tíð. Við njótum skólans í dag, hann er „hjarta sveitarinnar" og enginn vildi án hans vera. Bregðumst aldrei bróðurheiti. Bresti aldrei kærleiksþel. Sérhver öðrum aðstoð veiti, öll vor störf þá lánast vel. Þegar góðvild geði stjómar, göfgar jafnvel minnsta verk, þegar viljinn þjónar, fómar, þá er sveit vor heil og sterk. (Pétur Siprðsson) Já, hann var trúr í því sem hann tók sér fyrir hendur, hann fórnaði og þjónaði en hin síðari ár hefði hann viljað sjá sveitina heilli og sterkari, margir bæir komnir í eyði og íbúunum fækkar stöðugt. það olli honum áhyggjum og hann hefði viljað lifa bættan hag bændastéttar- innar, því hann var bóndi af Guðs náð, unni skepnum og öllu lífi og vann störf sín með hugarfari sem margur mætti læra af. Komin er kveðjustund. Við Einar og börnin okkar kveðjum kæran vin með þakklæti og virðingu og biðjum honum Guðs blessunar í eilífri náð- inni. Megi Drottin Guð styrkja og hugga Ölmu og afkomendur alla. Kristin Árnadóttir. + Bróöir minn og mágur, JÓHANNESJÓNSSON frá Kjalvegi, Ennisbraut 18, ^ Ólafsvík, lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 22. mars. Kristfn Jónsdóttir, Guðjón Bjarnason. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móöir og amma, BERTHA HELGA KRISTINSDÓTTIR, Grensásvegi 47, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni 23. mars. Halldór Þ. Nikulásson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis I Breiðumörk 5, Hveragerði, lést á Hrafnistu ( Reykjavík laugardaginn 22. mars. Guðmundur Bjamason, Steinunn Bjarnadóttir, Ingi Sæmundsson, Hafsteinn Bjarnason, Birgir Bjarnason, Hildur Bjarnadóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Björk Bjarnadóttir, Kolbrún Bjarnadóttir, Valdís Steingrímsdóttir, Jónas Helgason, Sigurjón Björnsson, Morten Ottesen, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR EINARSSON, Hraunbraut 27, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mið- vikudaginn 26. mars kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Krabba- meinsfélagið njóta þess. Anna V. Gissurardóttir, Ingvar G. Ingvarsson, Jóna Ingvarsdóttir, Gróa Ingunn Ingvarsdóttir, örn Ingi Ingvarsson, Einar Ingvarsson, Hrefna Ingvarsdóttir, Sigurður Grlmsson, Alan Ford, Kristjana Ragnarsdóttir, Kristfn Rut Haraldsdóttir, Ólafur Hilmarsson, barnabörn og barnabamaböm. + Systir okkar, BIRNA S. BJÖRNSDÓTTIR, sem búið hefur [ Danmörku, andaðist 22. mars síðastliðinn. Hildur Bjömsdóttir, Arndís Björnsdóttir, Gunnvör Braga Björnsdóttir, Einar N. Björnsson, Guðbjörg Halla Bjömsdóttir, Kolbrún Þóra Björnsdóttir, Hjalti Þór Bjömsson, Sigurður Benedikt Björnsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BENEDIKT JÓNSSON, Skúlagötu 3, Stykkishólmi, lést á St. Fransiskus sjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi sunnudaginn 16. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Fjóla Edilonsdóttir, Jón Benediktsson, Margrét Annie Guðbergsdóttir, Elfn Edda Benediktsdóttir, Guðrún Benediktsdóttir, Baldvin Indriðason og barnabörn. + Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGVALDI ÞORLEIFSSON útgerðarmaður, Hornbrekkuvegi 9, Ólafsfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. mars. Sigríður Gunnlaugsdóttir og synir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.