Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÉG HEF ekkert með svona dót að gera, ég flýt á trélöppinni góði . . . Stjórnartillaga á 38. þingi BSRB sem hefst í dag Sameiginlegt þing launþega- samtaka um skipulagsmál MEÐAL stærstu mála sem fjallað verður um á 38. þingi BSRB, sem hefst í dag, er tillaga frá stjórn bandalagsins um að verkalýðshreyf- ingin i landinu hefji sameiginlega vinnu við skipulagsmál sín en nokk- ur umræða hefur verið að und- anfömu um hugsanlega sameiningu BSRB og ASÍ. í tillögunni eru samtök launafólks hvött til að endurmeta skipulags- form sitt frá grunni, með það fyrir augum að efla og bæta samstöðu launafólks, og er lagt til að boðað verði til sameiginiegs þings, þar sem saman komi fulltrúar allra helstu samtaka launafólks á íslandi. Þar verði fjallað um hvernig launafólks geti orðið samstíga til framtíðar. Kosning um embætti varaformanns Þing BSRB hefst í dag með ávarpi gesta en það stendur fram á sunnu- dag. Gestafyrirlesarar á þinginu verða Ólafur Ólafsson landlæknir og Guðlaug María Bjarnadóttir, leikari og kennari. Ólafur flytur fyr- irlestur á föstudag og nefnist hann Heilbrigðisþjónusta: Skipulag og árangur í nútíð og framtíð. Guðlaug María fjallar í fyrirlestri sínum á laugardag um réttindi langveikra barna og foreldra þeirra. Auk afgreiðslu þingmála fer fram kjör stjómar á sunnudag. Nokkrir fulltrúar munu hverfa úr stjórn og er búist við nokkrum kosningaátök- um, skv. upplýsingum blaðsins, meðal annars um embætti annars tveggja varaformanna BSRB en ljóst er að Ragnhildur Guðmunds- dóttir, fyrrv. formaður Félags ís- lenskra símamanna, mun láta af varaformennsku á þinginu. Léleg grásleppuveiði í Skjálfandaflóa Mikið af hnísu í netunum Lundinn sestur upp LUNDINN er sestur upp. Vanalega gerist þetta milli 15. og 20. apríl og fuglinn brá ekki út af venjunni í ár. Fyrstu fuglarnir tóku að sjást á landi rétt fyrir helgina. Lundinn flytur af hafinu í holur sínar til að hreinsa þær og hefja undirbúning varpsins. Má segja að tilhugalífið hafí staðið hæst að und- anfömu en varp hefst um 20. maí. Fyrstu dagana staldrar lundinn stutt við í landi, kemur á kvöldin og lítur í holur sínar en lengir viðver- una síðan smám saman. Lunda- byggð er einkum þar sem gróið er og sæmilegur jarðvegur fyrir holur, en þannig háttar víða í Vestmanna- eyjum. Lundinn heldur síðan til hafs með haustinu þegar hann hefur komið pysjunni á legg, síðast í ág- úst eða fyrst í september. MIKIÐ er af hnísu í Skjálfandaflóa og hafa smábátasjómenn á grá- sleppuveiðum ekki farið varhluta af því. Töluvert af hnísu flækist í grá- sleppunetin og veldur skemmdum á þeim. Verst er ástandið vestan meg- in í flóanum, undir Kinnafjöllum. Loðna hefur komið inn á Skjálf- andaflóa í töluverðum mæli og fyrir vikið hefur hnísan fylgt í kjölfarið í ætisleit. Héðinn Helgason, trillu- sjómaður á Húsavík, segist hafa séð allt að 50-100 hnísur í hnapp en þær séu reyndar um allan flóa. Hann segir mjög slæmt að fá þessa stóru skepnu í netin og hún valdi töluverðum skemmdum á þeim. „Ég er búinn að fá einar 12 hnísur í netin hjá mér en það þykir víst lítið. Þetta er frekar óþægilegt þar sem ég er einn á frekar litlum bát. Hins vegar er eitthvað um að menn komi með hnísurnar að landi, spikið er notað í hákarlabeitu og margir hirða kjötið til matar,“ sagði Héðinn. Hrefna sést á Skjálfanda Hrefna er farin að sjást á Skjálf- andaflóa og þá kom steypireyður inn á flóann í síðustu viku, eins og fram hefur komið. Þá segist Héðinn aldr- ei hafa séð jafnmikið af svartfugli á þessum árstíma og nú. Um 15 bátar stunda grásleppu- veiði frá Húsavík og Flatey og seg- ir Héðinn að vertíðin hafi verið léleg það sem af er og heldur lélegri en í fyrra. Smávörur Ljósakrónur Full búð af fallegum vörum Antik munir, Klapparstíg 40, sími 552 7977 Hættir sem formaður Blindrafélagsins Brýnt að efla rafræna útgáfu á lestrarefni RAGNAR R. Magn- ússon, sem hefur verið formaður Blindrafélagsins, sam- taka blindra og sjón- skertra á íslandi, í tíu ár, hættir formennsku í dag. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður í dag, verður kosinn nýr for- maður og eru þrír menn í framboði, Halldór S. Guðbergsson, Helgi Hjör- var og Ómar Stefánsson. — Hvers vegna ertu að hætta formennsku? „Helsta ástæðan er persónuleg, en ég tel einnig farsælt fyrir félag eins og Blindrafélagið að skipta um forystu reglu- lega. Mér finnst þó að hvorki eigi að líða of lang- ur né of skammur tími milli þess sem skipt er um menn í forystu. Tíu ár er ágætur tími og ég kveð sáttur.“ — Hver var staða félagsins þegar þú tókst við formennsku? „Þá var fjárhagsstaða vinnu- stofu Blindrafélagsins fremur bágborin og eitt af fyrstu verkefn- um sem þá lágu fyrir að styrkja hana fjárhagslega. Vinnustofan var stofnuð 1941, en hörð sam- keppni hefur gert reksturinn erf- iðan. Starfsemin er mikilvæg, því þarna fá blindir og sjónskertir vinnu, auk þess sem þeir fá þjálf- un sem getur skipt þá miklu máli. Reksturinn er nú traustur. Við höfum reynt að halda uppi fjölbreyttu félagslífi í Blindrafé- laginu og skipuleggja margvísleg námskeið, t.d. fyrir þá sem eru að missa sjón eða hafa nýlega misst hana.“ Ennfremur nefnir Ragnar sam- býli fyrir blinda og sjónskerta, sem opnað var í Stigahlíð í Reykjavík fyrir nokkrum árum. „Þar búa nú fímm manns, en rík- ið rekur sambýlið á sama grund- velli og önnur sambýli. Einnig er vert að geta hlutdeildar okkar í hjúkrunarheimilinu Eir í Reykja- vík, sem borgin rékur að mestu leyti, en þar er nú sérstök deild með aðgengi fyrir blinda og sjóndapra sjúklinga." Ekki ýta blindum inn í bíl Ragnar R. Magnússon ► Ragnar R. Magnússon hefur verið formaður Blindrafélags- ins í áratug en lætur af for- mennsku í dag. Hann fæddist í Hólmahjáleigu í Austur-Land- eyjum 11. júní 1944. Ársgamall fluttist hann að Selfossi, þar sem hann ólst upp og hefur hann búið þar síðan. Ragnar gekk i Samvinnuskólann og út- skrifaðist þaðan árið 1964. Hann starfaði hjá Landsbanka íslands til ársins 1975, er hann hélt til Finnlands og lærði sjúkranudd. Hann hefur unnið sem sjúkranuddari síðan og vinnur nú á endurhæfingadeild Sjúkrahúss Suðurlands. Eigin- kona hans er Guðleif Sveins- dóttir og eiga þau tvö uppkom- in börn. — Geturðu nefnt dæmi um hvernig hægt er að aðstoða blinda eða sjóndapra? „Ef verið er að fylgja blindum yfir götu er til dæmis gott að sá blindi haldi í upphandlegg fylgdarmanns sins. Sé verið að fylgja honum í bíl er betra að setja hönd hans á opna bílhurð og leyfa honum síðan að setjast sjálfum í bílinn í stað þess að ýta á eftir honum inn í --------------------- bílinn, eins og manni Hljóðmerki gæti dottið í hug.“ wantar við — Fyrir nokkrum árum fóru blindir og sjónskertir að nota vélrænan talbúnað fyrir tölvur, umferðarljós máli, en þar fást bækur, blöð og tímarit á hljóðsnældum. Safnið er ríkisrekið og mjög margir notfæra sér útlánaþjónustu þess, enda er þar gott og fjölbreytt úrval lestr- arefnis, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ — Hvernig er endurhæfingu háttað? „Sjónstöð íslands tók til starfa um svipað leyti og ég varð formað- ur Blindrafélagsins, en starfsemin hefur þróast verulega á síðasta áratug. Sjónstöðin er ríkisrekin og auk þess sem þar er hægt að fara í sjónpróf er boðið upp á þjálf- un fyrir blinda, meðal annars kennslu í að nota hvíta stafinn. Einnig eru blindum og sjónskert- um kenndar ýmsar athafnir dag- lega lifsins, hvernig þeir geta hugsað um heimili sitt, unnið í eldhúsi og þess háttar þrátt fyrir sjóndepru eða blindu." - Hvernig viltu að búið verði að blindum og sjónskertum eftir tíu ár? „Þá verður vonandi fjölbreytt- ---------- ari endurhæfing fyrir blinda og sjónskerta. Rafræn útgáfa á hvers kyns efni verður vænt- anlega miklu mark- vissari og fjölbreyttari olli það ekki straumhvörfum? „Jú, sannarlega. Fyrir nokkrum árum fórum við að beita okkur fyrir aukinni tæknivæðingu í upp- lýsingamiðlun til blindra og sjón- skertra og hefur sú vinna skilað sér ágætlega. Við höfum lagt vax- andi áherslu á rafræna útgáfu dagblaða og tímarita og nú getum við til dæmis lesið Moggann okkar á hveijum morgni gegnum þennan tölvubúnað. Næsta skref er að gefa út bækur í tölvutæku formi fyrir blinda og er sú þróun í sam- ræmi við þróun á þessu sviði á hinum Norðurlöndunum. Raunar eru ekki allir tilbúnir að nota tal- búnað og þess vegna skiptir starf- semi Blindrabókasafnsins miklu og svo vona ég að aðgengi verði betra úti á götum, í verslunum og opinberum byggingum. Þar þyrftu merkingar til dæmis að vera á skiltum með stóru letri og blindraletri, auk þess sem lýsing mætti oft vera betri. Afgerandi litamunur er nauðsynlegur fyrir sjónskerta og gott er að taka til- lit til þess þegar sett eru upp upplýsingaskilti. I Reykjavík er víða búið að gera fláa í gangstéttir þar sem gangbrautir eru og vonandi verð- ur þetta gert víðar, ekki aðeins í Reykjavík, heldur alls staðar á landinu. Einnig þarf að fjölga umferðarljósum með hljóðmerkj- um fyrir blinda,“ segir Ragnar R. Magnússon að iokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.