Morgunblaðið - 24.04.1997, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forseti ASÍ um mögulega úrsögn VR úr Landssambandi verslunarmanna
Harma þetta mál því sam-
staða skilar mestum árangri
GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, segist von-
ast til að ekki komi til þess að Verzlunarmanna-
félag Reykjavíkur segi skilið við Landssamband
íslenskra verslunarmanna, en úrsögn félagsins
úr LÍV hefði í för með sér að VR gengi jafn-
framt úr ASÍ.
„Ég harma að þetta mál skuli vera komið
upp,“ segir Grétar. „Ég vona að mönnum takist
að ná sáttum. Viðfangsefnið í verkalýðshreyfing-
unni er að þétta raðirnar en ekki að leiðir skilji.
Ég vona að okkur takist að hafa að leiðarljósi
að samstaðan skilar mestum og bestum ár-
angri,“ segir hann.
Aðspurður segir Grétar að þrátt fyrir ágrein-
ing um kjaramálastefnuna innan LÍV í vetur,
hafi allt yfírbragðið á kjarasamningsgerðinni
verið með svipuðum hætti og oft áður innan
Alþýðusambandsins. „Landssamböndin fóru með
samningsumboð og nokkur stór félög fóru með
sín mál. Þetta er nánast sama mynstur og í
samningunum árið 1995 og raunar oft áður. Það
var vitað að það var uppi ágreiningur milli VR
Formaður LÍV segir
málið mjög alvarlegt
og landssambandsins í aðdraganda samning-
anna.
Á síðasta Alþýðusambandsþingi kom upp
nokkuð grimmur ágreiningur. Ég hef treyst því
að menn myndu una þeim niðurstöðum, að sá
árekstur væri lærdómur fyrir okkur öll í verka-
lýðshreyfingunni og að við myndum sameinast
um að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig,“
segir Grétar.
Sambandsstjórn LÍV
boðuð til fundar
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður LÍV,
segir að þetta sé mjög alvarlegt mál og kveðst
vonast til að það verði leyst utan fjölmiðla. „Ég
vona að þessi umræða fari fram innan lands-
sambandsins. Sambandsstjórnin hefur verið
boðuð til fundar 24. til 25. maí til þess að taka
á innri málefnunum. Landssambandið frestaði
hins vegar þingi sambandsins sem halda átti
9. til 11. maí, fram á haust. Ástæðan var með-
al annars tímaþröng vegna kjarasamninganna
og það hjálpaði ekki til að þessi ágreiningur
var uppi, því það þarf að taka á honum,“ segir
Ingibjörg.
Hún vill að málsaðilar setjist niður og kanni
hvort ekki sé hægt að brúa það bil sem er á
milli VR og LÍV. „Það hefur hins vegar ekki
verið eingöngu ágreiningur og má benda á að
á síðasta Alþýðusambandsþingi var samstaða
verslunarmanna fullkomin og gekk ekki hnífur-
inn á milli. Hið sama má segja um gerð kjara-
samninganna 1995,“ segir hún.
Ingibjörg segist vonast til að VR verði áfram
aðili að LIV. Hún segist sjálf koma úr röðum
VR og segir það rangt sem haldið hefur verið
fram að verslunarmenn eigi ekki aðild að yfir-
stjórn ASÍ en sjálf er hún varaforseti ASI og
bendir hún á að tveir meðstjórnarmenn komi
úr röðum forystusveitar VR.
Náttúru-
öflin á
sýningu
NEMENDUR í Fossvogsskóla
í Reykjavík hafa í vetur unnið
að þemaverkefni þar sem fjall-
að er um náttúruna frá ýmsum
hliðum. Yngstu börnin settu
upp sýningu um náttúruöflin
en eldri nemendur skiptu sér
í hópa sem fjölluðu m.a. um
fjöll, lækningajurtir í náttúru
Islands, óbyggðir, örnefni og
tröll, ströndina, náttúrusögur,
landnytjar; vatn og náttúru-
hamfarir. I gær, síðasta vetr-
ardag, var foreldrum og öðr-
um aðstandendum barnanna
boðið að skoða vinnu vetrar-
ins.
Morgunblaðið/Kristinn
Annar
hópur
Júgóslava
í sumar
PÁLL Pétursson félagsmála-
ráðherra mun innan skamms
leggja fyrir ríkisstjórnina til-
lögur um móttöku á hópi
flóttamanna frá Júgóslavíu en
málið hefur verið í undirbún-
ingi í félagsmálaráðuneytinu.
Pjöldi flóttamannanna verður
svipaður og síðast, eða 25-30
manns. Ráðherrann segir að
gert sé ráð fyrir að hópurinn
komi til landsins áður en langt
verður liðið á sumarið, svo að
tími gefist fyrir fjölskyldurnar
að aðlagast áður en skólar
hefjast.
I samtali við Morgunblaðið
sagði Páll að gert væri ráð
fyrir að standa að móttökunni
með svipuðum hætti og gert
var síðast enda hefði það tek-
ist vel og öll framkvæmd ver-
ið Isfirðingum til sóma.
Páll sagði að auglýst yrði
eftir sveitarfélögum sem til-
búin væru að taka á móti
flóttamönnunum.
Uppselt á
Skunk
Anansie
UPPSELT er á tónleika
bresku rokkhljómsveitarinnar
Skunk Anansie sem haldnir
verða í Laugardalshöllinni 10.
maí nk.
Ingvar Þórðarson, einn af
aðstandendum tónleikanna,
segir að ekki hafi selst jafn-
hratt upp á nokkra tónleika
síðan Led Zeppelin kom hing-
að til lands fyrir um aldar-
fjórðungi.
Fimm þúsund manns verða
í Laugardalshöllinni á tónleik-
unum og meðal erlendra gesta
sem boðað hafa komu sína
eru upptökuiið frá sjónvarps-
stöðvunum MTV og BBC.
Landssamband íslenskra verslunarmanna var dæmt inn í Alþýðusambandið árið 1962
VERZLUN ARM ANNAFELAG
Reykjavíkur er langstærsta
stéttarfélagið innan Landssam-
bands íslenskra verslunarmanna
en af um 15.800 skattskyldum
félagsmönnum LÍV í dag eru skatt-
skyldir VR-félagar tæplega
12.000. Verslunarmenn eru fjórð-
ungur fullgildra félagsmanna í ASÍ
og er því ljóst að ef VR segir skil-
ið við LÍV, eins og nú er til skoðun-
ar, og gengur úr ASÍ, getur það
haft veruleg áhrif á stöðu þessara
stærstu launþegasamtaka á ís-
landi.
LÍV er 40 ára á þessu ári en
það var stofnað árið 1957 og sótt-
ist fljótlega eftir aðild að ASÍ.
Félagsmenn LÍV voru þá nokkuð
á fjórða þúsund talsins. Saga ASÍ
hefur einkennst af miklum pólitísk-
um átökum um áhrif, sem aðallega
stóðu á milli verkalýðsflokkanna,
sósíalista og krata, en vinstri arm-
ur hreyfingarinnar fór með völdin
frá 1954 þegar Hannibal Valdi-
marsson var kosinn forseti ASÍ.
Sjálfstæðismenn voru um þessar
mundir í forystu í flest- ______
um félögum verslunar-
manna og höfðu einnig
komist til áhrifa innan
nokkurra ASÍ-félaga.
Alþýðusambandsþing '
árið 1960 hafnaði aðild verslunar-
manna og höfðaði landssambandið
þá mál fyrir Félagsdómi. Dómur-
inn klofnaði en hinn 12. nóvember
1962 felldi meirihluti Félagsdóms
Pólitísk átök urðu __
um aðild LÍV að ASÍ
Mikil pólitísk átök urðu um aðild Landssambands verslunarmanna
að ASÍ fyrír 35 árum en þeir atburðir eru taldir upphafíð að því
„þjóðstjómarfyrirkomulagi“ og valdahlutföllum stjórnmálaflokk-
anna, sem einkennt hafa forystu verkalýðshreyfíngarinnar. Ómar
Friðriksson rifjar upp þessi átök.
Hótuðu að
lýsa ASÍ-þing
ið ólöglegt
þann úrskurð að ASÍ væri skylt
að veita LÍV inngöngu í samband-
ið með fullum og óskoruðum rétt-
indum sem stéttarfélagasamband.
Tveir dómarar skiluðu sératkvæði
og vildu sýkna ASÍ af kröfum
_______ verslunarmanna. For-
maður LÍV á þessum
tíma var Sverrir Her-
mannsson, núverandi
bankastjóri Landsbank-
“ans, og formaður Verzl-
unarmannafélags Reykjavíkur var
Guðmundur Garðarsson fyrrv. al-
þingismaður. Hannibal Valdi-
marsson var formaður ASÍ þegar
þessi átök stóðu sem hæst.
Hannibal lýsti dómnum sem alvar-
legri árás á innri réttindi og
grundvallaratriði verkalýðshreyf-
ingarinnar. Samtökin ættu sjálf
að ráða hverjir teknir yrðu inn í
sambandið.
Hatrömm átök urðu um málið
á ASÍ-þingi sem hófst nokkrum
dögum eftir að úrskurður félags-
dóms Iá fyrir. 33 fulltrúar versl-
unarmanna mættu til þingsins og
afhentu kjörbréf sín en bið varð
á að þau yrðu tekin til afgreiðslu.
Upphófust harðar deilur á þinginu
og í dagblöðum um málið og sök-
uðu talsmenn fylkinganna sem
tókust á forystumenn flokka um
að leggja á ráðin í pólitískum til-
gangi. Féllu þung orð um svik,
lögleysur og gerræði í umræð-
unni. Gagnrýndu sjálfstæðismenn
framsóknarmenn harðlega fyrir
að ganga í lið með kommúnistum
en alþýðuflokksmenn ___________
lögðust á sveif með
sjálfstæðismönnum og
studdu inngöngu versl-
unarmanna. Gengið var
til atkvæðagreiðslu um ““
hvort fulltrúar verslunarmanna
mættu sitja þingið með fullum
réttindum. Varð niðurstaðan sú
að því var hafnað með 177 atkv.
gegn 151.
Dómurinn
sagðurárás á
innri réttindi
í afmælisriti ASÍ sem gefið var
út á 80 ára afmæli sambandsins
á síðasta ári var rakin saga sam-
bandsins. Þar segir m.a. um þessi
átök: „Á þingi ASÍ 1962 voru
samþykkt harðorð mótmæli gegn
úrskurðinum sem sagður var
svipta félög réttinum til að
ákvarða hverjir væru meðlimir.
Verslunarmönnum var veitt leyfi
til að sitja þingið en ekki var sagð-
ur tími til að kanna kjörbréf
þeirra. Verslunarmenn mótmæltu
og gengu af fundi en sá hluti ASÍ
sem studdi inntöku LÍV hótaði að
lýsa þingið ólöglegt. Deilan var
hápólitísk því sjálfstæðimenn voru
í forystu í flestum félögum versl-
unarmanna. Viðreisnarstjórn var
nýtekin við og studdu alþýðu-
flokksmenn og sjálfstæðismenn
innan ASÍ aðild LÍV en alþýðu-
bandalagsmenn og framsóknar-
menn stóðu á móti með forsetann,
Hannibal Vajdimarsson, í fylk-
ingarbrjósti. Óttuðust þeir að inn-
ganga verslunarfólks myndi riðla
valdahlutfallinu í sambandinu.
_________ Ólgan rénaði þó fljótt
og LÍV-menn sátu
næsta þing, 1964, sem
fullgildir þingfulltrúar
_____ og hafa gert það síðan.“
Talið er að þessir at-
burðir hafi markað upphafið að því
óformlega „þjóðstjórnarfyrirkomu-
lagi“ á milli stjórnmálaflokkanna
sem tryggði þeim áhrif í forystu
verkalýðshreyfingarinnar.