Morgunblaðið - 24.04.1997, Síða 22

Morgunblaðið - 24.04.1997, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Skattavið- ræður út um þúfur VIÐRÆÐUR leiðtoga þýzku ríkisstjórnarinnar og stjórnar- andstöðunnar um endurbætur á skatta- og lífeyriskerfi Þýzkalands í Bonn í gær skil- uðu engum árangri, þrátt fyr- ir að þýzki seðlabankanum Bundesbank og óháðir efna- hagsmálasérfræðingar hefðu varað við því að nauðsynlegt væri að slíkar kerfísbreyting- ar næðu fram að ganga ef takast ætti að ná að minnka hið mikla atvinnuleysi, sem ríkir nú í landinu. Kosningaúr- slit staðfest LÝÐRÆÐISBANDALAG búlgarskra umbótasinna, UDF, fékk 52,26% atkvæða í þingkosningunum, sem fram fóru síðastliðinn laugardag. Þetta kom fram í gær, er endanlegar opinberar tölur um niðurstöðu kosninganna voru birtar. Þessi hreini meiri- hluti atkvæða gefur flokknum 137 þingsæti af 240. Flokkur fyrrverandi kommúnista, sós- íalistar, fengu 22,07% at- kvæða og 58 þingsæti. Þrír litlir flokkar til viðbótar skipta með sér þeim þingsætum sem eftir eru til skiptanna, þar á meðal flokkur búlgarskra Tyrkja og konungssinna. Sigur HDZ í Zagreb FLOKKUR Franjos Tudjman, forseta Króatíu, marði með hálfu prósentustigi sigur yfir kosningabandalagi stjórnar- andstöðuflokka í kosningum til borgarstjórnar Zagreb. Samkvæmt opinberum niður- stöðutölum, sem birtar voru í gær, fékk hinn þjóðernissinn- aði íhaldsflokkur Tudjmans, HDZ, 34,92% atkvæða og 24 borgarfulltrúa, á meðan kosn- ingabandalag miðjuflokksins HSLS og sósíaldemókrata, SDP, fékk samtals 34,41% og 23 fulltrúa kjörna. Fyrstu töl- ur, sem birtar voru eftir kosn- ingamar 13. apríl sl. bentu til naums sigurs stjómarand- stöðuflokkanna, en síðar kom sigur HDZ í ljós. Lítill, hóf- samur flokkur fékk þrjá menn kjöma. Nú gera forystumenn HDZ sér vonir um að fá HSLS, sem fékk 10,5% atkvæða, til að mynda meirihluta með sér í borgarstjórn, en tengsl miðju- flokksins við SDP, sem er arftakaflokkur kommúnista, eru mjög lausleg. Mætir fyrir sannleiksnefnd MAGNUS Malan, hershöfð- ingi og fyrrverandi varnar- málaráðherra Suður-Afríku, bauðst í gær til að bera vitni fyrir „sannleiks- og sátta- nefndinni" svokölluðu, sem hefur það hlutverk að upplýsa atburði frá tímum aðskilnað- arstefnunnar í landinu. Malan verður einn hæst setti maður- inn úr forystusveit apartheid- stjórnarinnar, sem kemur fyr- ir nefndina. Skýrsla norður-kóresks hugmyndafræðings Segir Norður-Kóreu búa yfir kjarnavopnum leoul. Reuter. Reuter HWANG Jang-yop (t.h.), sem flýði frá Norður-Kóreu í febrúar, og Kim Duk-hong, landi hans, sem einnig flýði land, lögðu í gær blóm- sveig á minnismerki um þá S-Kóreumenn sem féllu í Kóreustríðinu. NORÐUR-Kóreumenn búa yfír kjarnorkuvopnum og gætu breytt Suður-Kóreu í „eldhaf" í kjarnorkuá- rás, að því er Hwang Jang-yop seg- ir en hann var einn helsti hugmynda- fræðingur Norður-Kóreu og sótti um hæli í suður-kóreska sendiráðiðnu í Peking í febrúar. Dagblaðið Chosun Ilbo sagði þetta koma fram í skýrslu sem Hwang skrifaði áður en hann flýði heimalandið. Öryggissérfræðingar vara við því að skýrslan sé tekin of hátíðlega, segja óljóst hvort að Hwang eigi við að Norður-Kóreumenn búi yfir kjarnorkusprengjum og segja óvíst að hann hafi verið nógu háttsettur til að hafa vitneskju um slíkt. Yfir- völd í Norður-Kóreu réðust í gær harkalega að Hwang og gagnrýni hans á norður-kóresk stjórnvöld. í yfirlýsingu þaðan var hann kallaður „geðsjúklingur, sem væri veikur af ofsóknaræði, sérvisku og geðtrufl- unum“ og sagt að gagnrýni hans „jaðraði við stríðsyfirlýsingu". Chosun Ilbo hefur eftir nafnlaus- um heimildarmönnum að í skýrsl- unni segi Hwang að Norður-Kóreu- menn telji að þeir gætu unnið stríð gegn Suður-Kóreu og að reyndu Bandaríkin að hafa afskipti af stríði á svæðinu myndi Norður-Kórea gjö- reyða Japan. „Norðrið getur breytt Suðrinu í eldhaf og gjöreytt því með kjarn- orku- og efnavopnum," segir í skýrslu Hwangs. Óljóst er hvers konar kjarnorkuvopn Hwang á við. Árið 1994 féllust Norður-Kóreu- menn á að rífa kjarnorkustöðvar sín- ar, þar sem grunur lék á að þeir væru að smíða kjarnorkusprengju, og fengju í staðinn kjarnakljúfa í kjarnorkuver frá Bandaríkjunum. Ekki er vitað með vissu hvort Norð- ur-Kóreumönnum tókst að smíða kjarnorkusprengju en samkvæmt nokkrum af hinum íjölmörgu skýrsl- um sem bandaríska leyniþjónustan gerði um málið, kunna þeir að hafa komist yfir nægilegt magn af auðg- uðu plútóni til að smíða eina eða tvær kjamorkusprengjur. Þá telja Bandaríkin og Suður- Kórea að Norður-Kórea eigi efna- og lífefnavopn, vitað er að N-Kóreu- menn eiga Scud-flaugar, sem beint er að Suður-Kóreu og fyrir nokkrum vikum lýstu japönsk stjórnvöld því yfir að óstaðfestar heimildir hermdu að Norður-Kóreumenn hefðu komist yfir langdræg flugskeyti sem næðu til flestra borga í Japan. Skærulið- ar í Zaire sakaðir um fjölda- morð Kinshasa. Reuter. FRÉTTIR bárast í gær af því að skæraliðar hefðu myrt hundruð flóttamanna frá Rúanda, Hútúa, í hefndarskyni fyrir sex Zairemenn sem fullyrt er að flóttamennirnir hafi drepið. Laurent Kabila, leiðtogi skæruliða vísaði fréttum þessa efnis á bug í gær, sagði þær „algera vit- leysu“. Þær hafa ekki fengist stað- festar, þar sem hjálparstarfsmenn og blaðamenn hafa ekki komist til flóttamannabúðanna þar sem fólkið er, í þijá daga. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær vera miður sín vegna „ómennsku" skæruliðanna, sem kæmu í veg fyrir að um 100.000 flóttamönnum bærist aðstoð. Tilraunir til að koma á viðræðum stríðandi fylkinga í Zaire steyttu enn einu sinni á skeri í gær vegna deilna um það hvar slíkar viðræður ættu að fara fram. Vilja skæruliðar funda með stjórnvöldum í borginni Lubum- bashi, sem er á valdi þeirra, en stjórnvöld hafa hug á því að hitta skæruliða í Brazzaville, höfuðborg nágrannaríkisins Kongó. Skærulið- ar, sem ráða yfir helmingi Zaire, lýstu því yfir í gær að þeir hefðu náð þremur bæjum í nágrenni höfuð- borgarinnar Kinshasa á sitt vald og að þeir myndu ná henni á sitt vald innan nokkurra daga. Framkvæmdaslj órn ESB bjartsýn á EMU-hæfni aðildarríkja * Aðeins Italía og Grikkland með of mikinn halla Evróið sagt munu veita dollarnum vaxandi samkeppni Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins er bjartsýn á hæfni aðildarríkjanna til að taka þátt I Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu (EMU) árið 1999. Ríkin verða metin á grundvelli frammistöðu sinnar í efnahagsmálum á þessu ári og spáir framkvæmdastjórnin því að þau muni öll nema tvö, Ítalía og Grikkland, uppfylla mikilvægasta skilyrði Maastricht-sáttmálans, þ.e. að fjárlagahalli verði 3% af vergri landsframleiðslu eða minni. Frakkland og Þýzkaland rétt við markið Að vísu spáir framkvæmdastjórn- in því að tvö öflugustu ríki banda- lagsins, Frakkland og Þýzkaland, muni rétt merja þriggja prósenta skilyrðið. Þess- um ríkjum, ásamt Spáni og Portúgal, er spáð nákvæm- lega 3% halla. Einungis 'Finnland, Frakkland, Lúx- emborg og Bretland uppfylla skilyrð- ið um að skuldir ríkissjóðs séu minni en 60% af VLF. Sérfræðingar hafa hins vegar einkum einblínt á ríkis- sjóðshallann sem hinn afgerandi þátt varðandi EMU-aðild. „Það er sannfæring mín að meiri- hluti aðildarríkjanna muni uppfylla skilyrði fyrir því að taka upp evróið," sagði Yves-Thibault de Silguy, sem fer með peningamál í framkvæmda- stjórninni, er hann kynnti spá hag- deijdar framkvæmdastjórnarinnar. Ítalía hefur lagt ofuráherzlu á að verða stofnríki EMU, en nú er því spáð að fjárlagahallinn þar í landi verði 3,2% af VLF á árinu. Hins vegar segir í skýrslu framkvæmda- stjórnarinnar að hægt sé að koma hallanum niður í 3% af VLF ef sparn- aðaraðgerðir, sem þegar hefur verið gripið til, skili tilætluðum árangri. Þó geti enn aukins aðhalds verið þörf. Jafnframt kemur fram í skýrsl- unni að ríkisfjármál Ítalíu séu langt frá því að öðlast stöðugleika til lengri tíma og er því spáð að hallinn verði 3,9% af VLF á næsta ári. Ýmsir hagfræðingar telja spá framkvæmdastjómarinnar of bjart- sýna; hún sé undir pólitískum þrýstingi að meta allan vafa til lækkunar á spánni um fjár- lagahalla fremur en til hækkunar. Aðrar spár eru svartsýnni, þannig spáðu sex ha- grannsóknastofnanir í Þýzkalandi því fyrr í vikunni að fjárlagahallinn þar í landi yrði 3,3% af VLF á þessu ári. Keppinautur dollarsins Framkvæmdastjórnin gaf einnig út í gær skýrslu um áhrif mynt- bandalagsins á alþjóðleg efnahags- mál. Þar er því spáð að evróið, hin EVRÓPA** 13 RÍKI EIGA MÖGULEIKA Á EMU-AÐILD Einungis Ítaiía og Grikkland eru með meiri fjárlagahalla en svo að þau geti ekki tekið þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU), samkvæmt spá framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Skilyrði Maastricht: Halli á ríkissjóði Skuldir hins opinbera Verðbólga minni en 3% al VLF minni en 60% af VLF lægri en3,1%* Markmiði Markmiði Markmiði SPÁ: 1997 1998 náð 1997 1998 náð 1997 1998 náð 2-°tí 1-0 BÍ 2.6 BÍ 1.4 BÉ 1.7 BÍ 2.0 Bi 4.8 % 2.5 BÍ 2.4 Bð 1.9 BÍ 2'1 BÍ 2,3 BÍ 2,2^ 1.9 BÍ 2.5 BÍ ' undir meðaltali verðbólgu i þeim þremur ríkjum, þar sem verðbólga er lægsl árið 1997. ** algangur af rekstri rikissjóðs.REUTERS Austurríki Danmörk Finnland | Frakkland 3 Þýskaland Grlkkland írland ftalía Lúxemborg Holland Portúgal Spánn 53 Svíþjóö 3,0 2'9Ö 68,8 68,8 % 2,1 2,7 2,3 Bð 126,7 123,2 ^ 1,9 (0,3)** (0,3)**Bá 67,2 64'3 M 2,3 1„9 0,6 Bðí 59,2 58,6 Bi 0,9 3,0 3,0 Bð 57,9 58,9 'H#:. 1,6 3,0 2,7 tí 61,8 61,9 % 1,9 4,9 3,4 % 108,3 104,9 $ 6,0 1,0 1.2 BÍ 68,3 84,3 % 2,0 3,2 3'9 X 122,4 120,7 2,7 (1,1)” ‘<i,o>**!Ö 6,5 W Bð 1,7 2,3 i'8tí 76,2 74'2 X 2,4 3,0 2,8 QÍ 64,1 62,9 % 2,5 3,0 2-7 BÍ 68,1 6'2 % 2,4 2,6 1'7EÉ 76,5 74'7 X 1,6 2,9 1,4 ö 54,7 53,8 Eð 2,3 sameiginlega Evrópumynt, muni smátt og smátt veita bandaríska dollarnum aukna samkeppni á heimsmarkaðnum. Framkvæmdastjórnin spáir því að evróið verði „akkeri" fyrir gjald- miðla ríkja í ESB, sem standi utan EMU, ríkja Austur- og Mið-Evrópu og jafnvel fyrir ríkja við Miðjarðar- hafið og í Afríku. Mörg ríki muni sjá sér hag í að tengja gjaldmiðla sína við evróið. Annar þáttur, sem hagfræðingar framkvæmdastjórnarinnar telja að muni styrkja evróið, er hlutur Evr- ópusambandsins í alþjóðlegum við- skiptum. Á síðasta ári var hlutur ESB í heildarþjóðarframleiðslu OECD-ríkjanna 38,3%, Bandaríkj- anna 32,5% og Japans 20,5%. Fram- kvæmdastjórnin telur að þótt hátt hlutfall vara á heimsmarkaði sé nú verðlagt í dollurum geti þetta breytzt með tilkomu evrósins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.