Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Skattavið- ræður út um þúfur VIÐRÆÐUR leiðtoga þýzku ríkisstjórnarinnar og stjórnar- andstöðunnar um endurbætur á skatta- og lífeyriskerfi Þýzkalands í Bonn í gær skil- uðu engum árangri, þrátt fyr- ir að þýzki seðlabankanum Bundesbank og óháðir efna- hagsmálasérfræðingar hefðu varað við því að nauðsynlegt væri að slíkar kerfísbreyting- ar næðu fram að ganga ef takast ætti að ná að minnka hið mikla atvinnuleysi, sem ríkir nú í landinu. Kosningaúr- slit staðfest LÝÐRÆÐISBANDALAG búlgarskra umbótasinna, UDF, fékk 52,26% atkvæða í þingkosningunum, sem fram fóru síðastliðinn laugardag. Þetta kom fram í gær, er endanlegar opinberar tölur um niðurstöðu kosninganna voru birtar. Þessi hreini meiri- hluti atkvæða gefur flokknum 137 þingsæti af 240. Flokkur fyrrverandi kommúnista, sós- íalistar, fengu 22,07% at- kvæða og 58 þingsæti. Þrír litlir flokkar til viðbótar skipta með sér þeim þingsætum sem eftir eru til skiptanna, þar á meðal flokkur búlgarskra Tyrkja og konungssinna. Sigur HDZ í Zagreb FLOKKUR Franjos Tudjman, forseta Króatíu, marði með hálfu prósentustigi sigur yfir kosningabandalagi stjórnar- andstöðuflokka í kosningum til borgarstjórnar Zagreb. Samkvæmt opinberum niður- stöðutölum, sem birtar voru í gær, fékk hinn þjóðernissinn- aði íhaldsflokkur Tudjmans, HDZ, 34,92% atkvæða og 24 borgarfulltrúa, á meðan kosn- ingabandalag miðjuflokksins HSLS og sósíaldemókrata, SDP, fékk samtals 34,41% og 23 fulltrúa kjörna. Fyrstu töl- ur, sem birtar voru eftir kosn- ingamar 13. apríl sl. bentu til naums sigurs stjómarand- stöðuflokkanna, en síðar kom sigur HDZ í ljós. Lítill, hóf- samur flokkur fékk þrjá menn kjöma. Nú gera forystumenn HDZ sér vonir um að fá HSLS, sem fékk 10,5% atkvæða, til að mynda meirihluta með sér í borgarstjórn, en tengsl miðju- flokksins við SDP, sem er arftakaflokkur kommúnista, eru mjög lausleg. Mætir fyrir sannleiksnefnd MAGNUS Malan, hershöfð- ingi og fyrrverandi varnar- málaráðherra Suður-Afríku, bauðst í gær til að bera vitni fyrir „sannleiks- og sátta- nefndinni" svokölluðu, sem hefur það hlutverk að upplýsa atburði frá tímum aðskilnað- arstefnunnar í landinu. Malan verður einn hæst setti maður- inn úr forystusveit apartheid- stjórnarinnar, sem kemur fyr- ir nefndina. Skýrsla norður-kóresks hugmyndafræðings Segir Norður-Kóreu búa yfir kjarnavopnum leoul. Reuter. Reuter HWANG Jang-yop (t.h.), sem flýði frá Norður-Kóreu í febrúar, og Kim Duk-hong, landi hans, sem einnig flýði land, lögðu í gær blóm- sveig á minnismerki um þá S-Kóreumenn sem féllu í Kóreustríðinu. NORÐUR-Kóreumenn búa yfír kjarnorkuvopnum og gætu breytt Suður-Kóreu í „eldhaf" í kjarnorkuá- rás, að því er Hwang Jang-yop seg- ir en hann var einn helsti hugmynda- fræðingur Norður-Kóreu og sótti um hæli í suður-kóreska sendiráðiðnu í Peking í febrúar. Dagblaðið Chosun Ilbo sagði þetta koma fram í skýrslu sem Hwang skrifaði áður en hann flýði heimalandið. Öryggissérfræðingar vara við því að skýrslan sé tekin of hátíðlega, segja óljóst hvort að Hwang eigi við að Norður-Kóreumenn búi yfir kjarnorkusprengjum og segja óvíst að hann hafi verið nógu háttsettur til að hafa vitneskju um slíkt. Yfir- völd í Norður-Kóreu réðust í gær harkalega að Hwang og gagnrýni hans á norður-kóresk stjórnvöld. í yfirlýsingu þaðan var hann kallaður „geðsjúklingur, sem væri veikur af ofsóknaræði, sérvisku og geðtrufl- unum“ og sagt að gagnrýni hans „jaðraði við stríðsyfirlýsingu". Chosun Ilbo hefur eftir nafnlaus- um heimildarmönnum að í skýrsl- unni segi Hwang að Norður-Kóreu- menn telji að þeir gætu unnið stríð gegn Suður-Kóreu og að reyndu Bandaríkin að hafa afskipti af stríði á svæðinu myndi Norður-Kórea gjö- reyða Japan. „Norðrið getur breytt Suðrinu í eldhaf og gjöreytt því með kjarn- orku- og efnavopnum," segir í skýrslu Hwangs. Óljóst er hvers konar kjarnorkuvopn Hwang á við. Árið 1994 féllust Norður-Kóreu- menn á að rífa kjarnorkustöðvar sín- ar, þar sem grunur lék á að þeir væru að smíða kjarnorkusprengju, og fengju í staðinn kjarnakljúfa í kjarnorkuver frá Bandaríkjunum. Ekki er vitað með vissu hvort Norð- ur-Kóreumönnum tókst að smíða kjarnorkusprengju en samkvæmt nokkrum af hinum íjölmörgu skýrsl- um sem bandaríska leyniþjónustan gerði um málið, kunna þeir að hafa komist yfir nægilegt magn af auðg- uðu plútóni til að smíða eina eða tvær kjamorkusprengjur. Þá telja Bandaríkin og Suður- Kórea að Norður-Kórea eigi efna- og lífefnavopn, vitað er að N-Kóreu- menn eiga Scud-flaugar, sem beint er að Suður-Kóreu og fyrir nokkrum vikum lýstu japönsk stjórnvöld því yfir að óstaðfestar heimildir hermdu að Norður-Kóreumenn hefðu komist yfir langdræg flugskeyti sem næðu til flestra borga í Japan. Skærulið- ar í Zaire sakaðir um fjölda- morð Kinshasa. Reuter. FRÉTTIR bárast í gær af því að skæraliðar hefðu myrt hundruð flóttamanna frá Rúanda, Hútúa, í hefndarskyni fyrir sex Zairemenn sem fullyrt er að flóttamennirnir hafi drepið. Laurent Kabila, leiðtogi skæruliða vísaði fréttum þessa efnis á bug í gær, sagði þær „algera vit- leysu“. Þær hafa ekki fengist stað- festar, þar sem hjálparstarfsmenn og blaðamenn hafa ekki komist til flóttamannabúðanna þar sem fólkið er, í þijá daga. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær vera miður sín vegna „ómennsku" skæruliðanna, sem kæmu í veg fyrir að um 100.000 flóttamönnum bærist aðstoð. Tilraunir til að koma á viðræðum stríðandi fylkinga í Zaire steyttu enn einu sinni á skeri í gær vegna deilna um það hvar slíkar viðræður ættu að fara fram. Vilja skæruliðar funda með stjórnvöldum í borginni Lubum- bashi, sem er á valdi þeirra, en stjórnvöld hafa hug á því að hitta skæruliða í Brazzaville, höfuðborg nágrannaríkisins Kongó. Skærulið- ar, sem ráða yfir helmingi Zaire, lýstu því yfir í gær að þeir hefðu náð þremur bæjum í nágrenni höfuð- borgarinnar Kinshasa á sitt vald og að þeir myndu ná henni á sitt vald innan nokkurra daga. Framkvæmdaslj órn ESB bjartsýn á EMU-hæfni aðildarríkja * Aðeins Italía og Grikkland með of mikinn halla Evróið sagt munu veita dollarnum vaxandi samkeppni Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins er bjartsýn á hæfni aðildarríkjanna til að taka þátt I Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu (EMU) árið 1999. Ríkin verða metin á grundvelli frammistöðu sinnar í efnahagsmálum á þessu ári og spáir framkvæmdastjórnin því að þau muni öll nema tvö, Ítalía og Grikkland, uppfylla mikilvægasta skilyrði Maastricht-sáttmálans, þ.e. að fjárlagahalli verði 3% af vergri landsframleiðslu eða minni. Frakkland og Þýzkaland rétt við markið Að vísu spáir framkvæmdastjórn- in því að tvö öflugustu ríki banda- lagsins, Frakkland og Þýzkaland, muni rétt merja þriggja prósenta skilyrðið. Þess- um ríkjum, ásamt Spáni og Portúgal, er spáð nákvæm- lega 3% halla. Einungis 'Finnland, Frakkland, Lúx- emborg og Bretland uppfylla skilyrð- ið um að skuldir ríkissjóðs séu minni en 60% af VLF. Sérfræðingar hafa hins vegar einkum einblínt á ríkis- sjóðshallann sem hinn afgerandi þátt varðandi EMU-aðild. „Það er sannfæring mín að meiri- hluti aðildarríkjanna muni uppfylla skilyrði fyrir því að taka upp evróið," sagði Yves-Thibault de Silguy, sem fer með peningamál í framkvæmda- stjórninni, er hann kynnti spá hag- deijdar framkvæmdastjórnarinnar. Ítalía hefur lagt ofuráherzlu á að verða stofnríki EMU, en nú er því spáð að fjárlagahallinn þar í landi verði 3,2% af VLF á árinu. Hins vegar segir í skýrslu framkvæmda- stjórnarinnar að hægt sé að koma hallanum niður í 3% af VLF ef sparn- aðaraðgerðir, sem þegar hefur verið gripið til, skili tilætluðum árangri. Þó geti enn aukins aðhalds verið þörf. Jafnframt kemur fram í skýrsl- unni að ríkisfjármál Ítalíu séu langt frá því að öðlast stöðugleika til lengri tíma og er því spáð að hallinn verði 3,9% af VLF á næsta ári. Ýmsir hagfræðingar telja spá framkvæmdastjómarinnar of bjart- sýna; hún sé undir pólitískum þrýstingi að meta allan vafa til lækkunar á spánni um fjár- lagahalla fremur en til hækkunar. Aðrar spár eru svartsýnni, þannig spáðu sex ha- grannsóknastofnanir í Þýzkalandi því fyrr í vikunni að fjárlagahallinn þar í landi yrði 3,3% af VLF á þessu ári. Keppinautur dollarsins Framkvæmdastjórnin gaf einnig út í gær skýrslu um áhrif mynt- bandalagsins á alþjóðleg efnahags- mál. Þar er því spáð að evróið, hin EVRÓPA** 13 RÍKI EIGA MÖGULEIKA Á EMU-AÐILD Einungis Ítaiía og Grikkland eru með meiri fjárlagahalla en svo að þau geti ekki tekið þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU), samkvæmt spá framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Skilyrði Maastricht: Halli á ríkissjóði Skuldir hins opinbera Verðbólga minni en 3% al VLF minni en 60% af VLF lægri en3,1%* Markmiði Markmiði Markmiði SPÁ: 1997 1998 náð 1997 1998 náð 1997 1998 náð 2-°tí 1-0 BÍ 2.6 BÍ 1.4 BÉ 1.7 BÍ 2.0 Bi 4.8 % 2.5 BÍ 2.4 Bð 1.9 BÍ 2'1 BÍ 2,3 BÍ 2,2^ 1.9 BÍ 2.5 BÍ ' undir meðaltali verðbólgu i þeim þremur ríkjum, þar sem verðbólga er lægsl árið 1997. ** algangur af rekstri rikissjóðs.REUTERS Austurríki Danmörk Finnland | Frakkland 3 Þýskaland Grlkkland írland ftalía Lúxemborg Holland Portúgal Spánn 53 Svíþjóö 3,0 2'9Ö 68,8 68,8 % 2,1 2,7 2,3 Bð 126,7 123,2 ^ 1,9 (0,3)** (0,3)**Bá 67,2 64'3 M 2,3 1„9 0,6 Bðí 59,2 58,6 Bi 0,9 3,0 3,0 Bð 57,9 58,9 'H#:. 1,6 3,0 2,7 tí 61,8 61,9 % 1,9 4,9 3,4 % 108,3 104,9 $ 6,0 1,0 1.2 BÍ 68,3 84,3 % 2,0 3,2 3'9 X 122,4 120,7 2,7 (1,1)” ‘<i,o>**!Ö 6,5 W Bð 1,7 2,3 i'8tí 76,2 74'2 X 2,4 3,0 2,8 QÍ 64,1 62,9 % 2,5 3,0 2-7 BÍ 68,1 6'2 % 2,4 2,6 1'7EÉ 76,5 74'7 X 1,6 2,9 1,4 ö 54,7 53,8 Eð 2,3 sameiginlega Evrópumynt, muni smátt og smátt veita bandaríska dollarnum aukna samkeppni á heimsmarkaðnum. Framkvæmdastjórnin spáir því að evróið verði „akkeri" fyrir gjald- miðla ríkja í ESB, sem standi utan EMU, ríkja Austur- og Mið-Evrópu og jafnvel fyrir ríkja við Miðjarðar- hafið og í Afríku. Mörg ríki muni sjá sér hag í að tengja gjaldmiðla sína við evróið. Annar þáttur, sem hagfræðingar framkvæmdastjórnarinnar telja að muni styrkja evróið, er hlutur Evr- ópusambandsins í alþjóðlegum við- skiptum. Á síðasta ári var hlutur ESB í heildarþjóðarframleiðslu OECD-ríkjanna 38,3%, Bandaríkj- anna 32,5% og Japans 20,5%. Fram- kvæmdastjórnin telur að þótt hátt hlutfall vara á heimsmarkaði sé nú verðlagt í dollurum geti þetta breytzt með tilkomu evrósins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.