Morgunblaðið - 24.04.1997, Page 48

Morgunblaðið - 24.04.1997, Page 48
—«48 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG * FRIÐRIKSDÓTTIR + Ingibjörg Frið- riksdóttir fæddist í Reykjavík 10. janúar 1935. Hún lést á Land- spítalanum 18. april síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðrik Þor- steinsson, hús- gagnasmíðameist- ari, f. 3.7. 1896 á Þorleifsstöðum í Svarfaðardal, d. 4.11. 1980, og kona hans Ragnheiður Jóhannsdóttir, f. 22.7. 1900 á Þröm í Staðar- hreppi í Skagafirði, d. 30.9. 1986. Systkini Ingibjargar eru: Aðalheiður, f. 12.1.1928, gift Jóhannesi Jónssyni, Sigrún, f. 1.3. 1929, gift Medhi Fak- harzadeh, búsett í Bandaríkj- unum, Þorsteinn, f. 3.2. 1930, giftur Guðrúnu Lýðsdóttur, Friðrik, rafvirki, f. 1.1. 1932, d. 24.4. 1990, Ragnheiður, f. 15.5. 1937, gift Herði Viktors- syni. Ingibjörg ólst upp í Reykja- vík. Hún gekk í Miðbæjarskól- ann og lauk síðan verslunar- prófi frá Verslunarskólanum árið 1953. Hún stundaði síðan nám við verslunarskóla í Eng- landi í eitt ár. Að námi loknu starfaði hún sem ritari hjá Heklu hf. fram til 1960. Hún vann sem ritari hjá Krafti hf. frá 1985 til 1987 og síðan sem fulltrúi hjá Kenn- araháskóla íslands frá 1988 og allt fram á þetta ár, er veikindi hennar leyfðu eigi lengur. Árið 1956 kynn- ist hún Eggerti H. Karlssyni, f. 8.3. 1936, syni Karls Ágústssonar bif- reiðastjóra og Guð- rúnar Eggertsdótt- ur, og gengu þau í hjónaband 19.9. 1959. Eggert var lengst af fram- kvæmdastjóri Björgunarfé- lagsins hf. Hann lést í flugslysi hinn 25.4. 1983. Synir þeirra eru: Friðrik Ragnar, f. 1.4. 1961, vélfræðingur, kvæntur Guðrúnu Björgu Egilsdóttur, kennara, búsett í Reykjavík, Hafsteinn, f. 15.3. 1963, tann- læknir, kvæntur Þórunni Elvu Guðjohnsen, rafmagnsverk- fræðingi, búsett í Indianapolis í Bandaríkjunum, Guðjón Ingi, f. 2.3. 1967, líffræðingur, bú- settur í Reykjavík. Dóttir Frið- riks er Ragna Hrund, f.16.8. 1986. Börn Þórunnar Elvu og Hafsteins eru: Eggert Karl, f. 7.6. 1989, Stefán Arni, f. 11.1. 1991 og Ingibjörg Viktoría, f. 29.12. 1995. Utför Ingibjargar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 25. apríl, og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Ingibjörg mín. ■•w* Það er með sárum söknuði að ég sest niður til að minnast þín. Það er svo margt sem brennur á mér, enda hefur þú verið stór þáttur í lífi mínu hálfa ævina. Ég kom fyrst í heimsókn í Glæsibæinn, á annan jóladag fyrir 16 árum, þá 16 ára sjálf. Eg dáðist að Hafsteini fyrir að hafa kjark til að bjóða mér heim til sín á hátíðisdegi, á fyrsta stefnu- móti okkar. Þið Eggert tókuð mér opnum örmum og létuð mig fínna að ég var velkomin á heimili ykkar. Það leið ekki á löngu þar til ég sá hversu gestrisin þú varst við alla. Mér þótti skemmtilegt þegar þú bauðst öllum sem voru að vinna í bílskúmum með Friðriki eða Egg- «4jerti í mat og sagðir að þetta væri eins og hjá Hjálpræðishemum, allir væru velkomnir og yrðu bara að deila með sér því sem til væri. Aldr- ei stóð á því að allir fæm mettir og sælir frá þínum borðum. Ég sé það núna að við Hafsteinn vorum auðvit- að hálfgerð böm, enda fór það svo að þú varðst mér sem önnur móðir. Mér þótti vænt um þegar þú sagðir hvað þú værir þakklát fyrir að hafa eignast dóttur en ekki misst son. Þú vissir líka hvað ég var stolt af því að fá að vera dóttir þín og taka þátt í umönnun þinni á Landspítal- anum meðan þú barðist við erfiðan sjúkdóm af mikilli hetjulund undan- famar vikur. Ég dáðist að hugrekki ►þínu og hvað þú hélst áfram að láta þér annt um aðra til hinstu stundar. Það lýsti þér best þegar þú vor- kenndir lækninum að þurfa að segja þér að ekkert yrði ráðið við krabba- meinið. í stað þess að vera með sjálfsmeðaumkun hélst þú reisn þinni, boðaðir til þín þá sem þú vild- ir tala við og gekkst frá öllu. Þú náðir fram baráttumáli á vinnustað, hughreystir þá sem grétu vegna fyrirsjáanlegs fráfalls þíns og veittir okkur gleðistundir með gamansemi þinni. Það var satt sem séra Sigurð- jptur Haukur frændi þinn sagði, að hún væri með ólíkindum gleðin í augum þínum, þrátt fyrir veikindin sem þig hijáðu. Það má með sanni segja að þú hafír staðið við bakið á okkur sem klettur hvenær sem á þurfti að halda. Þú hoppaðir af stað með næstu flugvél til Mallorca sumarið ^1992, til að hjálpa okkur að gæta "^"Stefáns Árna, þegar Eggert Karl fótbrotnaði. Þú varst líka hjá okkur í fímm vikur í Ameríku þegar litla nafna þín fæddist. Það var gott að geta samglaðst yfir komu hennar og þú lást ekki á liði þínu við að hjálpa til við jólahaldið og taka vel á móti prinsessunni okkar. Þú varst afar nákvæm og vandvirk við allt sem þú tókst þér fyrir hendur og ég mun aldrei gleyma, hvað þú varst búin að búa vel um himnasængina hennar Ingibjargar litlu þegar við komum heim af sjúkrahúsinu. Þú vildir enga væmni í grein sem þess- ari og því læt ég staðar numið þótt ég gæti sagt ótal margt fleira um þá mannkosti sem þú varst búin. Ég veit að þeir munu nýtast vel í verkefnum á öðru tilverustigi og við erum þakklát fyrir allt sem þú kenndir okkur á meðan við fengum að njóta þín hérna megin. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Guð geymi þig, elskan mín. Þín dóttir, Þórunn Elva Guðjohnsen. Elsku amma Ingi. Þú hafðir gott lag á drengjunum og mikið var dýr- mætt fyrir þá að tengjast þér tryggðaböndum, þrátt fyrir fjar- lægðina á milli okkar síðan við flutt- umst til Ameríku fyrir fjórum árum. Sumarbústaðarferðin síðastliðið sumar verður okkur ógleymanleg og ber þar minningamar um pönnu- kökurnar þínar og hestaferðina hæst. Stefán Ámi var svo glaður að fá að fara á hestbak í fyrsta sinn á Islandi, þvi hann dreymir um að eignast hest. Eggert Karl segir að þú búir til besta steikta fisk í heimi. Á milli þess sem hann grét við fregn- ina um að þú værir farin að hitta afa Eggert hjá Guði, sagðist hann vonast til að Guðjón Ingi ætti ná- kvæma uppskrift af því hvemig amma Ingi (eins og þeir kusu að kalla þig) bjó til steiktan físk. Hann bað til Guðs og sagði að þú værir örugglega glöð að koma til hans og hitta afa en að sér fyndist það sorg- legt að þú værir ekki hér lengur. Við vitum að það gladdi þig þegar hann sagði þér að hann elskaði þig af því að þú værir „góð, gaman og falleg“. Þú varst óþreytandi í að kenna þeim betri íslensku og sagðir honum auðvitað að „gaman“ ætti að vera „skemmtileg". Það hefur gefíð báðum drengjunum mikið að fá að styrkja ömmu í veikindunum og hvað þú hældir þeim fyrir mynd- imar og kveðjumar sem þeir gerðu fyrir þig. Litli sólargeislinn hún nafna þín sér um að halda merkjum þínum á lofti og hughreysta okkur með brosi sínu. Drengirnir munu sakna þess að fá ekki lengur póst frá þér, allan skreyttan límmiðum og frímerkjum, sem þú valdir af kostgæfni miðað við áhugamál þeirra. Eftirfarandi em hugrenning- ar beint frá hjarta drengjanna, sem við foreldramir aðstoðuðum þá við að koma á blað, svo og kveðja frá nöfnu þinni. Þórunn Elva Guðjohnsen og Hafsteinn Eggertsson. Ég elskaði ömmu svo mikið. Mér fínnst svo vænt um hana. Ég vildi að hún hefði lifað alltaf, því mig langaði að vera alltaf hjá henni. Ég vildi að ég gæti alltaf haft hana við hlið mína svo að ég sjái hana en hún sé ekki bara í hjarta mínu og huga mínum. Hún var mjög góð og hún gerði mjög mikið fyrir mig. Hún gladdi mig og kom mér til að hlæja. Mér fínnst hún svo skemmtileg að ég óska áð hún væri hér áfram til að gera margt skemmtilegt með mér. Mér fínnst lífíð hennar hafa verið mjög gott og það er skemmti- legt fyrir hana að hitta fjölskylduna sína hjá Guði. Ég er glaður að hún getur verið hjá mér líka þó að hún sé farin til Guðs eins og afi Eggert. Eggert Karl Hafsteinsson. Amma Ingi var rosa góð við mig, Eggert og Ingibjörgu. Henni fannst svo gaman að sjá litla dalmatíu- hundinn minn og gaf mér peninga til að fara og fá annan vin handa honum. Amma Ingi var skemmtileg og falleg. Mér fannst svo gaman að sjá hvað hún var glöð þegar ég gaf henni blóm. Stefán Árni Hafsteinsson. Elsku amma nafna mín. Takk fyrir hvað þú varst alltaf góð við mig. Mér fannst svo gaman að leika við þig. Þú varst svo dugleg að leika við mig á spítalanum. Mér fannst svampurinn sem þú notaðir til að væta munninn svo skemmtilegur og góð tilbreyting frá duddunni minni. Ég er svo rík að hafa fengið að kynnast þér og eiga myndir af okk- ur saman. Ég sýndi þér allt sem ég kann þegar ég kvaddi þig, vinkaði á tvennan hátt, sendi þér fingurkoss og hoppaði. Ég veit að þú munt fylgjast með uppvexti mínum. Þín nafna, Ingibjörg Viktoría Hafsteinsdóttir. Maðurinn með ljáinn vægir engu og gleymir engum. Hann hefur nú enn einu sinni sýnt mátt sinn á svo ótvíræðan hátt, að við sem eftir stöndum og bíðum enn um stund eftir feijunni, eigum erfítt með að sætta okkur við hið óvægna mis- kunnarleysi. Ingibjörg, mín kæra mágkona, var frá okkur tekin að morgni þess 18. apríl sl. á krabbameinsdeild Landspítalans, eftir aðeins örfárra vikna baráttu við hinn illvíga sjúk- dóm, sem heggur því miður stærri og stærri skörð í samferðamanna- hópinn. Órlög sín fær enginn umflúið, en svo snöggum umskiptum er enginn viðbúinn. Það er þó huggun harmi gegn, að héðan af þarf hún ekki að þola þrautir né verða sjálfri sér eða öðrum byrði. Það hefði síst af öllu verið þessari sjálfstæðu konu að skapi. Hún naut þess í ríkum mæli að vera engum háð og halda sjálf- stæði sínu. Ingibjörg var í meðallagi há, lag- leg, ljós yfirlitum, fagureygð með mikið og þykkt hár og bar af sér einkar hlýjan þokka. Hún var góðum gáfum gædd og vel lesin. Þægileg og innileg í allri umgengni. Strang- heiðarleg og væg í dómum um alla samferðamenn sína. Þann 25. apríl 1983, eða fyrir réttum fjórtán árum, varð hún fyrir þeirri miklu sorg að missa Eggert mann sinn af slysförum aðeins 47 ára gamlan. Vafalaust getur enginn sett sig í spor þeirra, sem fyrir slíku áfalli verða fyrirvaralaust. Með einbeitni og dugnaði hélt hún þó sínu striki og kvartaði aldrei, þó efalaust hafi andvökunætumar verið margar. En hún stóð ekki ein. Drengirnir hennar; Friðrik Ragnar, Hafsteinn, Guðjón Ingi og tengdadóttirin Þór- unn voru þær guðsgjafir ásamt systkinum hennar, sem dugðu henni best á þessum erfíðu tímum og hjálp- uðu henni yfir hjallann. Öll él birtir þó upp um síðir og nýjan tilgang og hlutskipti fékk líf hennar við fæðingu sonardótturinn- ar Rögnu Hrundar Friðriksdóttur og síðan komu böm Hafsteins og Þórannar; Eggert Karl, Stefán Ámi og nú síðast Ingibjörg Viktoría. Ekki þarf að lýsa því með orðum, hvílíka gleði hún fékk í sál sína með tilkomu þessa fallega hóps inn í líf sitt og því meiri er sorgin, að þau fái ekki lengur að njóta ömmu sinnar. Þau missa mikið. Óvænt frá- fall hennar er okkur öllum mikið saknaðarefni og það er af ótal mörgu að taka, þegar hugurinn leitar til baka eftir rúmlega 40 ára samfylgd. Að leiðarlokum skal henni þakkað af heilum hug, hvað hún var fjöl- skyldu minni alln; bömunum og tengdaforeldrum sínum, sem hún lét sér mjög annt um og fylgdist gjörla með líðan þeirrá svo til daglega. Og síðast en ekki síst fyrir gæsku sína og elsku til Ármanns, en í rúm fjöru- tíu ár bar hún hag hans fyrir bijósti og þær hefðir sem skapast höfðu þeirra á milli urðu að standa hvað sem á gekk og nú á páskadag færði hún honum páskaeggið eins og hún hafði alltaf gjört, þó fársjúk væri. Svo einstök var tryggðin. Öllum ástvinum hennar biðjum við líknar. Blessuð sé minning Ingi- bjargar Friðriksdóttur. Guðríður og Ágúst Karlsson. í árslok 1980 tengdust tvær fjöl- skyldur sterkum böndum þegar Þór- unn systir og Hafsteinn, miðsonur Ingibjargar og Eggerts, felldu hugi saman. Þá var ég aðeins fjórtán ára gömul og Hafsteinn varð mér sem bróðir, frekar en mágur. Fljótt myndaðist góð vinátta milli .fjöl- skyldnanna sem aldrei bar skugga á. Þómnn systir var strax boðin velkomin í Glfesibæinn af Ingi- björgu, Eggerti og bræðram Haf- steins. Þessi góðu hjón tóku Þóranni eins og dóttur og hlúðu vel að unga parinu sem var að feta sín fyrstu spor á framtíðarbraut. Þetta var okkar litlu fjölskyldu mjög dýrmætt. Eggert og Ingibjörg vora samhent hjón og nutu þess að vera í hópi vina og ættingja. Það var mikið áfall fyrir Ingibjörgu og bræðuma þijá að missa Eggert á svo sviplegan hátt í blóma lífsins. Það var þó ætíð aðalsmerki Ingibjargar að leggja ekki árar í bát. Hún bjó í fallegu húsi þeirra hjóna við Elliðaárnar til hinsta dags og það var líkt og Egg- ert væri alltaf nálægur. Samband Ingibjargar við systkini sín var líka afar náið og vora þau henni mikill stuðningur eftir að Eggert féll frá. Ósjaldan var haldið í sumarbústað- inn í ævintýradalnum við Hreðavatn. Friðrik faðir Ingibjargar byggði þennan bústað og gróðursetti fjölda tijáa í kring, einn af framkvöðlum tijáræktar hér á landi. Ingibjörg og systkini hennar hlúðu að þessum einstaka stað af miklum myndar- skap og ríkir sérstakur fjölskyldu- andi yfir dalnum. Margir nutu góðvildar Ingibjargar og var hún einstaklega greiðvikin. Allt sem hún tók sér fyrir hendur framkvæmdi hún af einstakri alúð og vandvirkni. Mikil gestrisni ein- kenndi heimilishald Ingibjargar og ávallt var mikil tilhlökkun að fara í veislur í Glæsibæinn. Góðtertan hennar Ingibjargar gerði þá ætíð jafn mikla lukku. Ingibjörgu þótti ákaflega vænt um bamabömin sín og hvert þeirra átti sinn sérstaka stað í hjarta henn- ar. Eftir að Þórunn og Hafsteinn héldu til Bandaríkjanna var ósjaldan haft samband við „ömmu Ingi“ og var mikil ánægja þegar hún kom í heimsókn vestur um haf. Um jólin 1995 komu Ingibjörg og Guðjón Ingi til Þórunnar og Hafsteins og tóku ríkan þátt í undirbúningi og þeirri gleði sem fylgdi fæðingu Ingi- bjargar litlu. Þeirra var- mikið sakn- að eftir að þau fóra heim og veit ég að minningar þessa tíma era Þórunni og Hafsteini afar dýrmætar. Fyrir tveimur mánuðum kom ég í stutta heimsókn til íslands með bömin okkar. Hittist þá nánasta fjöl- skylda og drakk saman sunnudags- kaffi. Það var í síðasta sinn sem við Ingibjörg hittumst. Var hún þá þeg- ar orðin mjög veik þó enginn vissi þá hvert stefndi. Við töluðum um hversu gaman væri ef hún gæti komið til Ameríku um páskana. Af þeirri ferð varð ekki en nú hefur hún tekist á hendur lengri ferð á vit nýrra ævintýra. Það er gott til þess að vita þegar söknuðurinn og sorgin era svo mikil, að kærleiksrík- ur faðmur beið Ingibjargar í nýjum heimi ljóss og þroska. Takk Ingi- björg mín fyrir að hafa fengið að kynrfast þér. Vinátta þín var okkur og foreldram mínum, Árnýju og Stefáni Guðjohnsen, mikils virði. Megi Guð umveija alla ástvini Ingibjargar, fjölskyldu og vini og fylgja þeim inn í framtíðina með geisla vonar og mátt bænarinnar að léiðarljósi. Ragný Þóra Guðjohnsen og Jóhannes Kári Kristinsson. Hún Ingibjörg, ein af okkur saumaklúbbsstelpunum, sem hafa hist óslitið í meira en 45 ár, er lát- in. Þetta hefur gerst svo snöggt að erfitt er að átta sig. Skarð er höggv- ið í saumaklúbbinn okkar. Það eru aðeins tveir mánuðir síðan við hitt- umst allar síðast og engan grunaði hvað framundan var. Imba, eins og við kölluðum hana í okkar hópi, hafði að vísu fundið til þreytu um nokkum tíma, en hún var vön að hrista allt slíkt af sér. En nú var þreytan svo yfirbugandi að það hlaut að vera eitthvað meira að en astminn og liðagigtin, sem hafði þjakað hana í áratugi. Læknarnir töluðu fyrst um slitgigt í baki, en síðar kom annað á daginn. Við kynntumst fyrst í Versló og komum hver úr sinni áttinni. Þijár vora forframaðar Reykjavíkur- stúlkur, a.m.k. í augum þeirra fjög- urra sem komu utan af landi. Haustið 1950, þegar við vorum í öðram bekk, kom upp sú hugmynd að stofna saumaklúbb. Og það var alvöru saumaklúbbur þar sem ós- part var saumað út og pijónað. Eftir að við útskrifuðumst vorið 1953 lágu leiðir tímabundið í ýmsar áttir, nokkrar fóru utan til náms og var Imba ein af þeim. Tengslin rofnuðu þó ekki og fyrr en varði voram við allar heimilisfastar í Reykjavík. Oft var gaman hjá okkur vinkon- unum, við fórum m.a. í ferðalög saman og í einu slíku hittum við unga menn, sem voru á sama róli og við. Einn af þeim var Eggert Karlsson, viðfelldinn og traustur maður. Hann varð síðar eiginmaður Imbu. Þau eignuðust þijá myndar- lega syni og hlýlegt og fallegt heim- ili. Eggert fórst í flugslysi árið 1983 og sýndi Imba þá þann styrk og þrautseigju sem í henni bjó. Ingibjörg var mannkostakona, góður og skemmtilegur félagi, sem við erum þakklátar fyrir að hafa átt að vinkonu öll þessi ár. Við munum sakna hennar en minningin um hana mun lifa með okkur. Við vottum ástvinum hennar innilega samúð okkar. Saumaklúbbsvinkonur. Laugardaginn 19. apríl hringdi Þórunn Elva vinkona mín og til- kynnti að tengdamóðir hennar, Ingibjörg Friðriksdóttir, væri dáin. Þetta var mikil sorgarfregn. Ég hafði hringt til Ingibjargar á annan í páskum, en fékk þær frétt- ir að hún væri á sjúkrahóteli. Ekki kom mér til hugar að við ættum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.