Morgunblaðið - 24.04.1997, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
Veistu hvað mig langar til að gera? Þetta er það sem Meðal annarra orða, það Aprílgabb!
Mig langar til að segja þér að Iitla mig langar virki- er risaeðla að skríða upp
rauðhærða stelpan sé komin, og þeg- lega til að bakið á þér___
ar þú þýtur út til hennar þá hrópa gera ...
ég: „Aprílgabb!"
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329
Enn um húmor
Guðs sonar
Frá Birnu Smith:
KYNGJUM við því skömmustuleg
og sem syndugar og útskúfaðar
manneskjur úr Guðsríki, að við
skyldum hlæja með grínurum lands-
ins að spaugi þeirra um svo háleitar
verur, eins og Krist og lærisveina
hans á sjálfri páskahátíðinni. Ætli
Guði sé betur þjónað með því, að
við högum okkur öðruvísi um jól
og páska en aðra daga ársins. Og
á kirkjan að setja þær reglur? Ef
hr. Ólafur Skúlason og fleiri áber-
andi menn í þjóðfélaginu hafa getað
þolað hið háðslega grín spaugstofu-
manna og annarra spaugara hingað
til, þá held ég að Kristur, lærisvein-
arnir og Guð sjálfur hljóti að fyrir-
gefa smápáskaspaug frá hendi
þessara snillinga. Það er reginmis-
skilningur að Kristur setji sig á stall
ofar öðrum mönnum.
Sjálf sá ég ákveðin boðskap í
páskaspaugi grínaranna, eins og
oft áður hjá þeim grínurum, þeir
benda okkur oftar á spillingu þjóð-
félagsins, og sýna okkur oft okkur
sjálf í hnotskurn með spaugi sínu.
Eg held að Kristur komi oftar skila-
boðum sínum til skila í gegnum þá
spaugstofumenn en marga aðra
prédikara landsins. Enda áhorf-
endahópurinn hvað mestur þar. Ég
held einnig að Kristur sé þar sem
gleðin er og hláturinn. Mundum við
ekki fara oftar i kirkjur landsins
ef við fyndum fyrir Kristi þar?
Guðlast?
Ég er farin að stórefast um að
kirkjunnar menn hafi skilið hlutverk
sitt rétt, er predikun þeirra ekki
farin að taka ranga stefnu? Mér er
það minnisstætt þegar hr. Ólafur
Skúlason sá ástæðu til að koma
fram í sjónvarpinu og predika yfir
landslýð að það væri nánast guð-
last af kaupmönnum að hvetja fólk
til jólainnkaupa strax í nóvember.
Er ég að syndga ef ég kaupi jóla-
gjafir í ágúst á útsölu, mér til sparn-
aðar og hagræðingar? Hvað segja
þá prestar um jólahúsið á Akureyri
þar sem jólalög eru spiluð og jóla-
sveinar seldir allt árið, er það líka
guðlast? Ég held að það væri illt í
efni ef við létum vegna minnimátt-
arkenndar okkar, hroka hinna
„mikillærðu" presta villa okkur sýn
á sannleikann og láta þá teyma
okkur í blindni og með múgsefjun.
Áttu prestar ekki frekar að boða
okkur fagnaðarerindi Krists, sem
var umburðarlyndi Guðs og óskil-
yrtur kærleikur okkur til handa, en
að setja sig á stall æðsta dómara
og látast vera þess umkomnir að
segja öðrum og ákveða hvað er
rétt og rangt og hvað sé guðlast
og hvað ekki?
Geta þeir t.d. sagt okkur og
ákveðið að menn séu á villigötum
í öðrum trúarbrögðum, og jafnvel
innan kirkjunnar einnig? Eins og
haft var eftir séra Karli Sigur-
björnssyni nýverið í tímariti. Að
syndugur maður sé alltaf á villigöt-
um. Ég spyr hver er syndugur og
hver er á villigötum? Getur virkilega
sá maður sem leitar í einfaldleika
sínum að trúnni á Guð, hvaða trúfé-
lagi sem hann tilheyrir verið á villi-
götum? Stöndum við ekki öll jöfn
frammi fyrir Guði í leit okkar að
sannleikanum mikla. Jafnvel páfinn
í Róm einnig? Hefur hús Guðs ekki
margar dyr? Þjónum við ekki best
Guði með því að leggja niður vopn
okkar, takast í hendur og hlusta í
bróðerni hvert á trú annars? Er
ekki eitthvert sannleikskorn að
finna í öllum trúarbrögðum? Koma
þau ekki frá Guði líka?
Ég er ansi hrædd um að ef prest-
ar hætti ekki að upphefja sig og
trú sína með svona hroka, stofni
þeir hinum lúterska söfnuði í mikla
hættu. Viljum við ekki líka ákveða
sjálf hvort við tilheyrum einhveijum
kirkjusöfnuði eða ekki, hvert okkar
tíund fer, og hvort börn okkar eigi
að fæðast inní einhvern ákveðinn
söfnuð eða hafi val, og að þau verði
betur upplýst um önnur trúarbrögð,
hreinni og dýpri kristna trú en lút-
erska kirkjan hefur verið fær um
að veita þeim. Hún hefur frekar
staðið vörð um þann aðgang. Megi
Kristur vaka yfir þjóð okkar og
gefa henni sanna trú.
BIRNA SMITH húsmóðir.
Samheiji -
Frá Guðmundi Erni Jóssyni:
HLUTAFJÁRÚTBOÐ Samheija á
dögunum vakti athygli mína líkt
og annarra landsmanna. Hinn
mikli uppgangur og hagnaður þess
fyrirtækis er aðdáunarverður en
ekki öfundsverður. Þar sem stjórn-
endur þess fyrirtækis fara, fara
greinilega menn sem kunna að
reka útgerð. Það er ekki langur
tími síðan þeir hófu hana og á
þeim tíma hafa þeir sýnt að þeir
eru réttir menn á réttum stað, öll-
um landsmönnum til hagsbóta.
Það er því mikil mikil missir að
aðrir hæfir menn skuli ekki geta
fetað í fótspor þeirra. Farið út í
útgerð á jafnréttisgrundvelli við
einsdæmi
þá sem þar fyrir eru, sjálfum sér
og landsmönnum öllum til hagsbót-
ar.
í sjávarútvegi, líkt og landbún-
aði, er búið að koma á sérleyfa-
kerfí sem kemur að mestu leyti í
veg fyrir að nýir menn komist inn
í atvinnugreinarnar. Það kemur því
ekki á óvart að þessar tvær grein-
ar eru ekki vaxtarbroddamir í ís-
lensku atvinnulífí í dag.
Nýir menn fá ekki tækifæri til
að spreyta sig og Samheiji er og
mun verða einsdæmi.
GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON,
Georg-Friedrich-Str. 19 76131
Karlsruhe, Þýskalandi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.