Morgunblaðið - 24.04.1997, Síða 58

Morgunblaðið - 24.04.1997, Síða 58
58 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Slysavarnafélag íslands auglýsir breyttan opnunartíma frá 2. maí til 1. október. Skrifstofa félagsins á Grandagarði 14, verður opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Verslun félagsins er opin frá kl. 13.00-17.00. Gleðilegt sumar! Slysavarnafélag íslands H J L w ^Kolaportid opid í dag sumardaginn 1. Gœda matvæli Fallegar a góðu verði sumargjafir Þegar búiS er "Sfvilli að versla er upplagt að fá sér kolaportsís, pylsu eða rjúkandi gott kaffi í Kaffi Porti. ötteuýuíep áí. Í4. 00 o? 16:00 Rut Hermannsdóttir er 21 árs nýr og ferskur fatastíliser sem vakið hefur mikla athygli. Fatnaðurinn er athyglisverður fyrir blönduð áhrif úr nútímatísku og allt aftur til aldamóta. MPII010^01 IVIr W»um næstu heli r helgi Það eru kompudagar i Kolaportinu um næstu helgi. Fjársjóðsstemmningin er frábær og mannlífið fjörugt. Kompubásinn lcr. 31300,- á dag Pantanasími er 562 5030 KOLAPORTIÐ ^ Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11 >17 IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Áfólkí hjólastólum rétt á að skemmta sér? SÍÐAN ég slasaðist hef ég þurft að notast við hjólastól. Frá þeim tíma hefur mér liðið eins og hálfgerðum gyðingi á tímum Hitlers, það er alls staðar látið eins og maður sé með holdsveiki og ég get ekki farið neitt án þess að fólk glápi. En í gær varð mælirinn fullur þegar ég reyndi að kanna hvar ég gæti setið og séð vel á tónleikunum hjá Skunk Anansie, sem verða haldnir í Laug- ardalshöllinni 10. maí næstkomandi. Þar svaraði kona í símann, sem vissi ekki um hvað hún var að tala, en kom með þá „frá bæru“ hugmynd að ég gæti bara verið á gólfinu, þar sem fólk væri hopp- andi og skoppandi og yrði þá bara sennilega troðin undir og sæi auðvitað ekk- ert. Það er eins og fólk í hjólastólum eigi engan rétt á að skemmta sér eins og hinir. Ég þurfti að hringja á 6 staði til að fá einhver svör varðandi sómasamlegt sæti á ofangreindum tónleikum. Á Aðalstöðinni sagði loks maður, Þormóður að nafni, að þessu yrði bjargað. Ég á að fá sóma- samlegt sæti. Guðrún J. Jónsdóttir. Barnabætur hækki við 12 ára aldur? VELVAKANDA barst eftirfarandi: „Við þær umræður sem verið hafa undanfarna daga í flölmiðlum vegna bamabóta datt mér í hug hvort ekki væri kominn tími á að barnabótum væri breytt. Ég er þriggja bama móðir og hef fengið barna- bætur í nokkur ár. Eins og allir vita lækka barna- bætur við sjö ára aldur bams og þá erum við kom- in að því sem ég vildi fjalla um. Af hveiju að lækka barnabætur við sjö ára ald- ur? Hvers vegna ekki að hafa þær lægri fram að sjö ára aldri og hækka þær síðan eftir því sem börn eldast? Mín reynsla er sú að eftir því sem börnin eld- ast því dýrari verða þau í rekstri og ekki síst þegar börnin em komin yfir tólf ára aldur. Þá fara þau að gera ýmsar kröfur, bæði varðandi félagslíf og ekki síður í fatavali. Ef þau stunda einhveija íþrótt þá kostar það morðfé. Nú má enginn misskilja mig, ég læt mjög lítið eftir mínum bömum, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki efni á því að dekra við þau. Þess vegna datt mér þetta í hug. Er þetta ekki eitthvað sem alþingismenn gætu haft í huga þegar farið verður að hrófla við bama- bótunum." Einstæð móðir. Tapað/fundið Parker-penni PARKER-penni, merktur Pálína og símanúmeri 555-1502, tapaðist fyrir áramót. Ef einhver hefur fundið pennann er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 587-1714. Gæludýr Týndur köttur MJÖG gæfur, svartur fressköttur tapaðist frá Sjafnargötu 14, þriðjudag- inn 15. þ.m. Hann var með rauðköflótta hálsól sem gæti hafa dottið af honum. Geti einhver gefið upplýs- ingar um köttinn er sá vin- samlega beðinn að hringja í síma 552-5886 og er fundarlaunum heitið. HVÍTUR mátar í sjötta leik. SKÁK IJm.sjón Margelr Pétursson VIÐ höldum áfram þar sem frá var horfið í gær. Ana- tólí Karpov (2.760) hafði hvítt og átti leik í blindskák við Vladímir Kramnik (2.740) á móti í Mónakó. Við skulum fyrst skoða hvernig skákin tefldist: 40. Bxe8?? - Rxd2+ 41. Ka2 - Rxfl 42. Df7?? (Karpov var ennþá með betra eftir 42. Bxb5! Nú fær Karpov unn- ið, en Kramnik leikur skák- inni niður í framhaldinu) 42. - Df2 43. Dd7 - Dd4 44. Dh3 - Dc4+ 45. Kal - Re3 46. Bg6 - h6 47. Dd7 - Rc2+ 48. Kbl - Rxa3+ 49. Kal - Rc2+ 50. Kbl - Ra3+ 51. Kcl?? (Það er fífldirfska að tefla til vinnings. Nú fær Karpov ekki fleiri tæki- færi) 51. - Be3+ 52. Kdl - Db3+ 53. Kel - Rc2+ 54. Kfl - Dg8 55. Rd5? - Df8+ 56. Bf7 - Bg5 57. e5 - Rd4 58. e6 - d2 59. Rc3 - Dd8 60. Kg2 - Dxd7 61. exd7 - b4 62. Rdl - a5 63. b3 - g6 64. Bxg6 - Kg7 65. Bh5 - Rxb3 66. Re3 - Rc5 67. Rc4 - a4 68. Rxd2 - a3 og Karpov gaf. Mátið var hins vegar þannig: 40. Df7! - Rxd2+ 41. Ka2 - Db8 (Eða 41...Hg8 42. Dxg8+ - Kxg8 43. Be6+ - Kh8 44. Hf8 mát) 42. Bxe8 - h6 43. Df8+ - Kh7 44. Bg6+ - Kxg6 45. Df5 mát. Skrautleg viðureign þetta. Skákin skipti oft um eigendur og tveir sjáandi viðvaningar á kaffihúsi hefðu vel getað teflt hana. Það er þó öruggara að gera ekki of mikið grín að þess- um köppum, því fyrirhugað er að halda íslandsmót í blindskák innan skamms! MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ættar- mót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í sírna 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Víkveiji skrifar... UNNINGI Víkveija sagðist dauðleiður á sífri roskinna tón- listarunnenda um það hve allt hafi verið betra í „gamla daga“. Hann segir að svo virðist sem þeir sem hlustað hafi á sígilda tónlist í árarað- ir séu þeirrar skoðunar að fyrir ein- hver afglöp þróunarinnar fæðist ekki lengur listamenn sem standist samjöfnuð við menn fyrri tíma. Ekki var kunninginn á því og benti á að fjölmörg verk hafi á sínum tíma verið talin óspilandi en séu nú á námskrá nemenda í hljóðfæraleik. Málum sé svo háttað að þeir sem leggi stund á hljóðfæraleik í dag séu velflestir betur á sig komnir líkam- lega, hraustari og þolnari, sem skipti máli þegar leikin eru erfið verk og löng. Til að rökstyðja mál sitt benti kunninginn á píanókonsert Henselts, sem Rubinstein sagði að væri óspil- andi vegna þess að höfundurinn hefði verið með vanskapaðar hend- ur, en fyrir nokkru kom út diskur þar sem hann er fluttur af glæsi- legri fimi af ungum kanadískum píanóleikara. Fleiri dæmi nefndi kunninginn um framúrskarandi unga hljóðfæraleikara en sló þann varnagla að þó fjölmargir ungir fiðluleikarar gætu leikið verk Pagan- inis af meira öryggi og hraðar en Yehudi Menuhin þegar hann var upp á sitt besta, væru þeir ekki endilega betri tónlistarmenn. xxx MÖRGUM er sumarbiðin löng og þannig fór Víkveija á sunnudaginn, að vorhugur hans hljóp í sumarið og hann tók forskot á sælar sumarkveðjur. Dagatalið segir sumarið heilsa með Hörpu í dag. Reyndar minnti veturinn á sig í millitíðinni og um stund var hvítt út um giugga Víkveija að líta. Það hret stóð þó stutt og nú gróa grund- ir grænar. Víkveiji flytur lands- mönnum ítrekaðar óskir um gleði- legt sumar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.