Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 13
FRÉTTIR
ERU ÞEIR AÐ FA’ANN?
Silungsveiði
mjög að glæðast
Morgunblaðið/Sigríður Þorláksdóttir
ÞORSTEINN Björgvinsson dró þessa fallegu 3 punda bleikju
á Öfugsnáðanum i Þingvallavatni 1. maí síðastliðinn.
VEIÐI hefur glæðst mjög í Elliða-
vatni eftir stirðlega byijun vegna
kulda í byijun þessa mánaðar. Þá
fór veiðiskapur vel af stað í Fitja-
flóði í Grenlæk og í Þingvallavatni
eru menn byijaðir að fá ’ann.
Agnar Davíðsson á Fossum,
formaður Veiðifélags Grenlækjar,
sagði í samtali við Morgunbiaðið
að veiði hefði verið góð fyrsta
daginn, þ.e.a.s. síðdegis 8. maí og
árdegis á föstudaginn, 12 fiskar
komu á land og einhveijum reyt-
ingi sleppt að auki. Aðeins var
veitt í Fitjaflóði og dofnaði veiðin
fram á helgina, en glæddist síðan
aftur verulega er hlýnaði á ný.
„Það er mikill fiskur í Flóðinu og
spurning hvað hann veiðist þar
lengi. Það veiddist ekkert í Skurð-
inum fyrir neðan Flóðið þessa
fyrstu daga, það er meiri hittingur
þar og helst að veiðist þegar fisk-
ur er að ganga niður eða upp,“
sagði Agnar. Agnar sagði birting-
ana í Flóðinu hafa verið væna og
allnokkrir þeirra verið 5-6 pund.
Glæðist mjög í Elliðavatni
Veiði hefur verið með ágætum
í Elliðavatni síðan hiýnaði veru-
lega um og upp úr uppstigningar-
degi, að sögn Vignis Sigurðssonar
umsjónarmanns að Elliðavatni.
Sagði Vignir fluguveiðimenn iðu-
lega fá 10-20 fiska, en aflakóng-
urinn hefði verið beituveiðimaður
sem fékk 40 stykki. „Menn hafa
raðað sér nokkuð þétt hér á nesinu
við bæinn og verið að setja í góða
veiði og einnig hefur verið góð
veiði í Höfðanum og í gijótinu þar
suður af,“ sagði Vignir. Mest er
þetta 1-2 punda bleikja, feit og fín.
í Þingvallavatni eru menn byij-
aðir að fá ’ann, t.d. á Öfugsnáða
og Vatnsviki í landi þjóðgarðsins.
Þingvallavatn er kalt og seinna til
en mörg grynnri vötn, en það er
að færast líf í hlutina. Hafa ýmsir
fengið þar nokkra veiði, allt að
3-4 punda bleikjur.
Frítt í Elliðavatn
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
hefur gert samkomulag við Veiði-
félag Elliðavatns um fríleyfi fyrir
félaga sína eins og undanfarin ár.
Samkomulagið felst í því að SVFR
kaupi tiltekinn ijölda hálfs dags
veiðileyfa af veiðifélaginu. Félagar
í SVFR þurfa síðan að koma á
sölustaði veiðileyfa, Elliðavatn og
Vatnsenda, og framvísa félags-
skírteinum og fá þá afhent leyfin.
Forráðamenn SVFR segjast ekki
hafa sett þak á hversu oft einstak-
ir félagsmenn megi fara til veiða,
en óska eftir því að menn ofnoti
ekki kostinn þannig að sem flestir
félagsmenn geti nýtt sér samstarf-
ið.
Þess má einnig geta, að enn er
í gildi samningur veiðifélagsins við
Reykjavík og Kópavog um af-
greiðslu fríleyfa til unglinga á
aldrinum 12-16 ára, ellilífeyris-
þega 67 ára og eldri og öryrkja í
umræddum bæjarfélögum. Börn
yngri en 12 ára fá einnig fríleyfi
ef þau eru í fylgd einstaklings
með leyfi upp á vasann.
OPNUM Á MORGUN
Dragtartilboð:
Case blazer.....J,?9(Jtilboð 4.990
Case buxur......4*S§GTtilboð 2.590
Case pils.......Ji£9fTtilboð 1.990
Marit buxur.....-3r99CT tilboð 1.990
ReneToppur.......1*99(Ttilboð 990
Waffle T-sh...........J<490 tilboð 590
Lulupeysa.............„1*09Otilboð 890
Manha Han bolur... 2*990tilboð 1.390
Sally buxur.........2<990'tilboð 1.490
Lanajakki...........Aröðö'tilboð 2.290
Zero blazer + Logo skyrtur + Clint buxur
sbr. mynd.........21*880 nú 9.900
Darwin rúskinsjakki 13r900 nú 6.990
Beckley jakkap....-3r9§tf nú t .990
Cream peysa.......3Æ90 nú 1.990
Waffle bolur...JU99Ö’nú 1 stk. 990
.....................2. stk. 1.490
Temaskyrta ,
Jenny skyrta
Shirley buxur
Heidi kjóll ....
Debbie gallabuxur
..1^90™ 990
.JröOOnú 1.490
3r990 nú 1.990
A290Tnú 1.990
3*890 nu 1.990
Fleiri spennandi opnunartilboð
Sendum í póstkröfu BESTSELLER Nýttk°rtatímabii ■^ ■■■ ™ ■“ *i ■ ■ verið velkomin Laugavegi 95-97, sími 552 1444 og 552 1844