Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 13 FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Silungsveiði mjög að glæðast Morgunblaðið/Sigríður Þorláksdóttir ÞORSTEINN Björgvinsson dró þessa fallegu 3 punda bleikju á Öfugsnáðanum i Þingvallavatni 1. maí síðastliðinn. VEIÐI hefur glæðst mjög í Elliða- vatni eftir stirðlega byijun vegna kulda í byijun þessa mánaðar. Þá fór veiðiskapur vel af stað í Fitja- flóði í Grenlæk og í Þingvallavatni eru menn byijaðir að fá ’ann. Agnar Davíðsson á Fossum, formaður Veiðifélags Grenlækjar, sagði í samtali við Morgunbiaðið að veiði hefði verið góð fyrsta daginn, þ.e.a.s. síðdegis 8. maí og árdegis á föstudaginn, 12 fiskar komu á land og einhveijum reyt- ingi sleppt að auki. Aðeins var veitt í Fitjaflóði og dofnaði veiðin fram á helgina, en glæddist síðan aftur verulega er hlýnaði á ný. „Það er mikill fiskur í Flóðinu og spurning hvað hann veiðist þar lengi. Það veiddist ekkert í Skurð- inum fyrir neðan Flóðið þessa fyrstu daga, það er meiri hittingur þar og helst að veiðist þegar fisk- ur er að ganga niður eða upp,“ sagði Agnar. Agnar sagði birting- ana í Flóðinu hafa verið væna og allnokkrir þeirra verið 5-6 pund. Glæðist mjög í Elliðavatni Veiði hefur verið með ágætum í Elliðavatni síðan hiýnaði veru- lega um og upp úr uppstigningar- degi, að sögn Vignis Sigurðssonar umsjónarmanns að Elliðavatni. Sagði Vignir fluguveiðimenn iðu- lega fá 10-20 fiska, en aflakóng- urinn hefði verið beituveiðimaður sem fékk 40 stykki. „Menn hafa raðað sér nokkuð þétt hér á nesinu við bæinn og verið að setja í góða veiði og einnig hefur verið góð veiði í Höfðanum og í gijótinu þar suður af,“ sagði Vignir. Mest er þetta 1-2 punda bleikja, feit og fín. í Þingvallavatni eru menn byij- aðir að fá ’ann, t.d. á Öfugsnáða og Vatnsviki í landi þjóðgarðsins. Þingvallavatn er kalt og seinna til en mörg grynnri vötn, en það er að færast líf í hlutina. Hafa ýmsir fengið þar nokkra veiði, allt að 3-4 punda bleikjur. Frítt í Elliðavatn Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur gert samkomulag við Veiði- félag Elliðavatns um fríleyfi fyrir félaga sína eins og undanfarin ár. Samkomulagið felst í því að SVFR kaupi tiltekinn ijölda hálfs dags veiðileyfa af veiðifélaginu. Félagar í SVFR þurfa síðan að koma á sölustaði veiðileyfa, Elliðavatn og Vatnsenda, og framvísa félags- skírteinum og fá þá afhent leyfin. Forráðamenn SVFR segjast ekki hafa sett þak á hversu oft einstak- ir félagsmenn megi fara til veiða, en óska eftir því að menn ofnoti ekki kostinn þannig að sem flestir félagsmenn geti nýtt sér samstarf- ið. Þess má einnig geta, að enn er í gildi samningur veiðifélagsins við Reykjavík og Kópavog um af- greiðslu fríleyfa til unglinga á aldrinum 12-16 ára, ellilífeyris- þega 67 ára og eldri og öryrkja í umræddum bæjarfélögum. Börn yngri en 12 ára fá einnig fríleyfi ef þau eru í fylgd einstaklings með leyfi upp á vasann. OPNUM Á MORGUN Dragtartilboð: Case blazer.....J,?9(Jtilboð 4.990 Case buxur......4*S§GTtilboð 2.590 Case pils.......Ji£9fTtilboð 1.990 Marit buxur.....-3r99CT tilboð 1.990 ReneToppur.......1*99(Ttilboð 990 Waffle T-sh...........J<490 tilboð 590 Lulupeysa.............„1*09Otilboð 890 Manha Han bolur... 2*990tilboð 1.390 Sally buxur.........2<990'tilboð 1.490 Lanajakki...........Aröðö'tilboð 2.290 Zero blazer + Logo skyrtur + Clint buxur sbr. mynd.........21*880 nú 9.900 Darwin rúskinsjakki 13r900 nú 6.990 Beckley jakkap....-3r9§tf nú t .990 Cream peysa.......3Æ90 nú 1.990 Waffle bolur...JU99Ö’nú 1 stk. 990 .....................2. stk. 1.490 Temaskyrta , Jenny skyrta Shirley buxur Heidi kjóll .... Debbie gallabuxur ..1^90™ 990 .JröOOnú 1.490 3r990 nú 1.990 A290Tnú 1.990 3*890 nu 1.990 Fleiri spennandi opnunartilboð Sendum í póstkröfu BESTSELLER Nýttk°rtatímabii ■^ ■■■ ™ ■“ *i ■ ■ verið velkomin Laugavegi 95-97, sími 552 1444 og 552 1844
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.