Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Birting Politiken á dagbókum Ritt Bjerregaard varðaði ekki almannaheill að mati dómstóla „ÉG MYNDI gera það aftur,“ sagði Tager Seidenfaden, ritstjóri Politiken, glaðbeittur, þegar hann gekk úr réttarsalnum á föstudag- inn með tuttugu daga skilorðsbundinn fang- elsisdóm fyrir að hafa birt dagbók Ritt Bjer- regaard, eftir að hún dró bókarútgáfuna til baka. Honum þótti dómurinn harður og hann varð fyrir vonbrigðum með að dómurinn tók ekki undir að það hefði varðað við almenn- ingsheill að birta bókina. En þótt tekist væri á um tjáningarfrelsi hafa önnur blöð ekki leynt meinfýsni sinni í garð Seidenfadens. Aðdragandinn að birtingu Politiken Haustið 1995 spurðist að von væri á dagbók, sem forlagið Aschehoug hefði beðið Ritt Bjerregaard, fulltrúa Dana í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, um að færa fyrsta hálfa ár sitt í Brussel. Að venju var bókinni dreift til Ijölmiðla fyrir útgáfudag svo birtir yrðu um hana dómar strax á útgáfudegi. Blöðin biðu ekki boðanna og tóku að birta tilvitnanir í bókina um álit höfundar á Jacqu- es Chirac Frakklandsforseta, Helmut Kohl Þýskalandskanslara og fleirum. Þótt hún segði tilvitnanirnar slitnar úr samhengi fór bókin fyrir brjóstið á Jacques Santer, for- manni framkvæmdastjórnarinnar. Eftir að Bjerregaard hafði verið kölluð inn á teppi hjá Santer ákvað hún í samráði við forlagið að draga útgáfu bókarinnar til baka. Þar sem bókinni hafði þegar verið dreift hófst auðvitað áköf ljósritun og þá dreif Seidenfaden í því, sem hin blöðin voru kannski líka að hugleiða. Politiken útbjó fylgiblað með allri bókinni og fimmtudaginn 26. október, daginn eftir ákvörðun Bjerrega- ard, var bókin komin á götuna sem fylgiblað með Politiken. Blaðið sagðist birta bókina, því almenningur ætti skilið að heyra frásögn höfundar af lífinu innan múranna í Brussel og Bjerregaard mætti vera fegin að fólk læsi bókina í heild, en hefði ekki aðeins sam- hengislausar tilvitnanir. Þennan dag seldist blaðið í 321 þúsund eintökum, 149 þúsund fleiri en fimmtudaginn áður. Bókin var einn- ig iögð á netsíður blaðsins og í sérstöku máli, sem enn er ódæmt í, hafa höfundur og forlag krafist um sjötíu milljóna íslenskra króna í skaðabætur fyrir það eitt. Við lestur bókarinnar má sjá að þar er fátt bitastætt og þau fáu ummæli, sem Bjer- regaard viðhefur um starfsfélaga, voru þeg- ar komin fram í tilvitnunum. Hins vegar má þar fræðast um kamillutedrykkju Bjer- regaard vegna baráttu við þráláta blöðru- Vörn fyrir tjáning1- arfrelsið eða snjallt auglýsingabragð? Toger Seidenfaden, rítstjórí Politiken, var fyrír helgi dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa birt dagbók Ritt Bjerregaard, eftir að hún hafði afturkallað bókina. Sigrún Davíðsdóttir rekur umræðumar í kjölfar dómsins. bólgu og um dýrðlegar máltíðir, sem Soren Morch, sagnfræðing- ur og eiginmaður Bjerregaard, gleður eiginkonuna með. Bókin þótti því dæmalaus þynnka og enn eitt dæmi um sjálfumgleði höfundar. Var birtingin með vilja Bjerregaard? í kjölfar einkaútgáfu Politik- en ákváðu forlagið og dagbókar- höfundurinn að höfða mál á hendur Seidenfaden fyrir brot á höfundarréttarlögum. Fyrir dómi sagðist Seidenfaden álíta að Bjerrega'ard hefði ekki verið birtingin þvert um geð. Hann hefði haft óbeint leyfi frá embættismanni Bjerregaards og hún ekkert aðhafst, þótt hún hefði vitað um birtinguna daginn áður, enda verið Bjerregaard í hag að leiðrétta samhengislausar tilvitnanir. Seidenfaden bar fyrir sig ákvæði mannréttindadómstóls Evr- ópu um tjáningarfrelsi og birtingin teldist til almennra upplýsinga. Dómurinn hafnaði því hins vegar að fyrir hefði legið samþykki Bjerregaards og embættismanns hennar. Upplýsingar í bókinni gætu heldur ekki tal- ist varða almannaheill og því ekki hægt að ganga fram hjá höfundaréttarlögum á þeim forsendum. Seidenfaden var því fundinn sekur um brot á höfundarréttar- lögum. Ákærandi hafði farið fram á sex mánaða fangelsis- dóm, en aðstæður þóttu mild- andi fyrir ritstjórann. Seidenfad- en hefði kannski haft ástæðu til að túlka viðbrögð embættis- mannsins og Bjerregaard sem þegjandi samþykki og birtingin var það dýr að blaðið auðgaðist ekki á henni. Eins var tekið til- lit til þess áhuga sem bókin hefði vakið, því Bjerregaard væri þekkt og áhrifamikil. Hún hefði sjálf reynt að flýta útgáfu bókar- innar og hvatt fólk til að lesa hana í samhengi, áður en hún á endanum dró útgáfuna til baka. Því var ákveðið að dómurinn yrði tuttugu daga skil- orðsbundið fangelsi, auk þess sem hinum dæmda var gert að greiða málskostnað upp á 175 þúsund danskar krónur að viðbættum virðisaukaskatti, auk kostnaðar til skipaðs veijanda upp á tæpar áttatíu þúsund krónur. Meinfýsni og baráttan um dagblaðamarkaðinn Önnur blöð tóku ekki upp hanskann fyrir Seidenfaden. Þótt bæði Berlingske Tidende og Jyllands-Posten hefðu þurft að borga miskabætur til forlagsins fyrir að hafa birt Ritt Bjerregaard útdrátt úr bókinni höfðu þau enga samúð með Seidenfaden nú. I Jyllands-Posten er bent á að enginn greiði sé við almenning að birta svo ómerkilega bók. Þótt vissulega megi hugsa sér að upplýsingar séu svo mikilvægar að dagblöð verði að taka þá áhættu að birta þær, þó að það geti varðað við lög, eigi það ekki við hér og það sé misnotkun hugtaksins „tjáningarfrelsi“ að nota það um birtingu dagbókarinnar. Beiiingske Tidende hefur vís- ast óvægin skrif Seidenfadens um Tamílamál- ið í huga, þegar hlakkar í blaðinu yfir að Seidenfaden hafi hingað til staðið á því fastar en fótunum að lög væru lög, sem ekki mætti bijóta. Nú sé hann sjálfur orðinn afbrotamað- ur, því réttlætingar hans á dagbókarbirting- unni hafi ekki staðist fyrir dómi. Birtingin hafi ljóslega verið auglýsingabragð og ekkert annað. Infonnation gerir einnig grín að kross- för Seidenfadens fyrir tjáningarfrelsinu. „Það myndi klæða Politiken betur að nota ekki evrópska mannréttindasáttmálmálann sem skjöld fyrir ólöglega markaðsfærslu, en það væri víst að fara fram á of mikið.“ Ódulbúin meinfýsni blaðanna í garð Seid- enfadens er þó ekki aðeins vitnisburður um afstöðu þeirra til tjáningarfrelsis, heldur angi af gallharðri samkeppni á dagblaða- markaðnum. Hinn nýfertugi Seidenfaden er franskmenntaður og hefur fremur á sér yfir- bragð hánefjaðra franskra menntamanna, en hógvært danskt yfirbragð. Það frýr hon- um enginn vits, en alþýðuhylli nýtur hann ekki og er fremur virtur en elskaður meðal samstarfsmanna sinna. Hann hefur átt met- feril í dönskum fjölmiðlaheimi. Eftir stuttan blaðamennskuferil varð hann ritstjóri viku- ritsins Weekendavisen. Hann náði að tylla sér í sjónvarpsstjórastjól hjá TV2, annarri dönsku ríkisstöðinni, áður en Herbert Pundik ritstjóri Politiken benti á hann sem eftirmann sinn í hornherberginu við Ráðhústorgið. Þar hugleiðir hann nú áfrýjun, sem vart mun þó breyta forsendum dómsins. Bjerregaard seg- ist búast við að þau ritstjórinn verði mestu mátar eftir sem áður. Hún hefur notað fjöl- miðlaumfjöllunina nú til að viðra hugsanlegt framboð í efsta sæti á lista jafnaðarmanna til Evrópuþingsins næsta ár, ári áður en starfi hennar í framkvæmdastjórninni lýkur. Bæði sökum dagbókarinnar og misjafns orðstírs fyrir embættisfærslu sína er hún nefnilega ekki örugg um að fá að vera áfram í starfi, en hún getur lengi verið örugg um að hver hreyfing hennar vekur athygli en ekki alltaf aðdáun landa hennar. Reuter ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, og George Robertson varnarmálaráðherra á ráðherrafundi VES í París í gær. Nýja stjórnin í Bretlandi Afstaða í kvótahopps- málinu milduð Brussel, London. Reuter. Afram á móti sam- mna ESB ogVES París. Reuter. RÍKISSTJÓRN Verkamanna- flokksins er jafnhörð í and- stöðu sinni við tillögur um sam- einingu Evrópusambandsins og Vestur-Evrópusambandsins (VES) og fyrrverandi ríkis- stjórn Ihaldsflokksins. Þetta kom fram á ráðherrafundi VES í París í gær, en þar sagði Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, að Atlantshafs- bandalagið (NATO) ætti áfram að verða hornsteinn varna Vesturlanda. „Við sjáum ekki fyrir okkur að Evrópu- sambandið verði varn- arbandalag. Slík þróun myndi grafa undan NATO,“ sagði Cook við blaðamenn. Cook og George Robertson, varnarmálaráðherra Bret- lands, sögðu hins vegar að ESB og VES gætu átt náið samstarf. „Við viljum sam- starf, en ekki yfirtöku," sagði Cook og bætti við að nota mætti VES til að sinna mannúðar- og friðargæzlu- störfum.. Robertson sagði að VES hefði hlutverki að gegna sem tengiliður á milli ESB og NATO og sam- tökin væru vettvangur til áð nýta tak- markaðar bjargir Vesturlanda í þágu öryggis án þess að það fæli í sér tvíverknað. Hermálanefnd sett á fót Ráðherrar aðildarríkja VES fjölluðu á fundinum um áform um að VES geti fengið her- gögn og herstjórnarkerfi NATO lánað til afmarkaðra verkefna. Aukaaðildarríkjum VES, íslandi, Noregi og Tyrk- landi, verður tryggður réttur til þátttöku í undirbúningi slíkra aðgerða. José Cutileiro, fram- kvæmdastjóri VES, sagði á fundinum að hann harmaði að hernaðaraðgerðir í Albaníu hefðu ekki farið fram undir merkjum samtakanna, heldur hefðu þau Evrópuríki, sem hagsmuna ættu að gæta, tekið sig saman um að setja saman friðargæzlulið. Ráðherrafundurinn sam- þykkti að setja á fót hermála- nefnd VES, með svipuðu sniði og hermálanefnd Atlantshafs- bandalagsins. BREZK stjórnvöld munu áfram beijast fyrir því á vettvangi Evrópu- sambandsins að komið verði í veg fyrir svokallað „kvótahopp". I kvótahoppinu felst að að erlendar útgerðir geta skráð skip sín í Bret- landi og fengið þannig aðgang að brezka kvótanum eða þá keypt brezk skip, sem leggja síðan upp afla sinn í öðrum aðildarríkjum. Ný ríkisstjórn Verkamannaflokks- ins hefur hins vegar dregið til baka hótanir fyrri stjórnar um að verði sjávarútvegsstefnu ESB ekki breytt til að útiloka kvótahoppið muni Bretar hindra framgang ann- arra mála á ríkjaráðstefnu sam- bandsins. „Kvótahopp er forgangsmál hjá okkur,“ sagði Jack Cunningham, landbúnaðarráðherra Bretlands, á blaðamannafundi í Brussel. Hann bætti hins vegar við: „Ég býst ekki við að það hafi mikla þýðingu varð- andi framgang viðræðna á ríkjaráð- stefnunni." Cunningham sagði að ný og já- kvæðari Evrópustefna Verka- mannaflokksins myndi auðvelda Bretum að ná samningum um kvótahoppið eins og önnur vanda- mál innan ESB. „Við ætlum alls ekki að draga úr mikilvægi máls- ins. Það verður á dagskrá hjá okkur áfram en því munu ekki fylgja nein- ar hótanir,“ sagði Cunningham. Vonast eftir breytingum á landbúnaðarstefnunni Brezk stjórnvöld vonast einnig til að geta náð fram breytingum á landbúnaðarstefnu Evrópusam- bandsins. Robin Cook utanríkisráð- herra tjáði blaðamönnum að þijár ástæður væru til að ætla að gera mætti umbætur á stefnunni og draga úr þeirri sóun, sem fylgdi henni. í fyrsta lagi sagði Cook að kostn- aður við rekstur landbúnaðarmála í ESB hefði farið lækkandi og aðild- arríkin myndu ekki sætta sig við að hann hækkaði á ný. í öðru iagi yrði of dýrt að veita nýjum aðildai'- ríkjum í Austui'-Evrópu aðild að óbreyttri landbúnaðarstefnu. í þriðja lagi myndi alþjóðlegur þrýst- ingur og þróun í átt til fijálsrar heimsverzlunar vinna gegn vernd- arstefnu í landbúnaðarmálum. EVRÓPA^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.