Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Búnaður fjallgöngumanna sá fullkomnasti sem fyrirfinnst
Gervihnattasími
og sólarorka
TÆKNIN kemur að góðum notum í hlíðum Everest þegar skipt-
ast þarf á fréttum við fjarlæga staði og milli búða í fjailinu.
Hópurínn íslenski sem
nú freistar uppgöngu á
Everest hefur yfir að
ráða besta búnaði sem
völ er á og fullkomnasta
tæknibúnaði sem fyrir-
finnst. Hér lýsa þeir
sjálfir þessum marg-
brotnu tækjum.
AÐ er í raun kraftaverki
líkast að vera hér efst í
Himalayafjöllum, í tuga
kílómetra fjarlægð frá
næsta síma og í yfir 100 km fjar-
lægð frá vegi en geta samt verið
í beinum samskiptum heim, bæði
komið frá okkur fréttum og fá
fréttir að heiman á augnabliki. Það
hafa margir lýst áhuga sínum á
að fá að vita hvernig þetta er
hægt og hvernig tækjabúnaði við
höfum yfir að ráða.
Það var orðið ljóst nokkru áður
en við héldum að heiman að áhug-
inn á þessu framtaki var verulegur
og því æskilegt að unnt væri að
koma fréttum heim örar en á nokk-
urra vikna fresti eins og raunin
er oftast í löngum leiðöngrum á
íjarlægar slóðir. Póstur og sími hf.
er sá aðili sem sér um að viðhalda
sambandi manna á milli heima á
íslandi og því nærtækast að leita
stuðnings þar á bæ.
Póstur og sími féllst á að útvega
til láns gervihnattasíma til farar-
innar. Hann er af gerðinni Thrane
& Thrane, Inmarsat M-mini og er
af allra nýjustu gerð og er minni
en flestar kjöltutölvur. Aðeins fyrir
nokkrum árum voru símar af þess-
ari gerð á stærð við ferðatösku og
þannig eru þeir slmar sem við höf-
um séð hjá öðrum leiðöngrum hér.
Enda hefur sími okkar vakið hér
verulega athygli.
Notkun símans auðveld
Notkun símans er ótrúlega auð-
veld. Loftneti hans er lyft líkt og
skjá á kjöltutölvu, símanum er
snúið í átt að þekktum Inmarsat
gervihnetti en þeir eru staðsettir á
nokkrum stöðum í 36.000 km hæð
yfír miðbaug jarðar. Hægt er að
nota hljóðmerki og láta símann
leita að hnettinum ef staðsetning
hans er ekki þekkt. Þegar hæfileg-
um móttökustyrk er náð er hægt
að taka upp tólið og hringja heim.
Það tekur varla meira en 30 sek-
úndur að setja upp símann og ná
sambandi. Eins og nærri má geta
eru símtöl þessi hins vegar mjög
dýr og er því símtölum haldið í
lágmarki. Við lögðum áherslu á
að síminn væri búinn mótaldi og
þeim möguleika að hægt væri að
eiga tölvusamskipti um hann. Enda
er hann er mest notaður þannig.
Við erum með í för öfluga
Pentium kjöltutölvu af AST gerð
með Windows 95 stýrikerfi. Dial
Up Networking er notað til að ná
sambandi við netþjón á íslandi sem
var settur upp sérstaklega fyrir
okkur af Tölvumiðlun hf. vegna
erfiðleika að halda sambandi við
hefðbundna netþjóna í gegnum
gervihnattasambandið okkar. Ein-
föld útgáfa af Eudora forritinu er
svo notuð til að sækja og senda
tölvupóst. Þetta er ódýr og góður
möguleiki sem gerir okkur og þeim
sem vilja heima, kleift að eiga ítar-
leg samskipti á auðveldan hátt
þegar hveijum og einum hentar. Á
þennan hátt sendum við Morgun-
blaðinu fréttir af okkur og svona
sendum við efni á netsíðuna okkar.
Myndir sendar með tölvu
Við getum líka sent myndir heim
í gegnum tölvupóst. Við erum með
tvær gerðir af myndbandsupptöku-
vélum. Jón Þór, myndatökumaður
sjónvarps, er með stafræna vél af
gerðinni Sony DRC-VX9000.
Einnig er með í för til notkunar á
fjallinu mjög handhæg og lítil staf-
ræn vél af gerðinni JVC GRl.
Báðar vélamar er hægt að tengja
við Snappy tölvubúnað sem gerir
það kleift að lesa af þeim kyrrar
myndir með viðunandi gæðum.
Þessar myndir er svo hægt að
senda með tölvupósti heim en það
tekur langan tíma. Venjulega eru
myndir sem við sendum af stærð-
inni 40K og tekur 10 til 20 mínút-
ur að senda hveija mynd eftir
gæðum sambandsins sem við náum
við gervihnöttinn. Það er því ljóst
að myndirnar geta ekki orðið
margar.
Nota sólarrafhlöður
Póstur og sími hf. útvegaði okk-
ur líka þijár talstöðvar til að eiga
samskipti okkar á milli. Tvær eru
af gerðinni Motorola Visar, litlar
og handhægar og ein af gerðinni
Motorola Radius til notkunar í
grunnbúðum. Fyrirtækið Raf-
eindatækni bjó svo til fyrir okkur
loftnet til að nota við Radius stöð-
ina og eykur það mjög drægni
milli stöðva. Þessi búnaður hefur
reynst það vel að hann er nú notað-
ur af öllum leiðangrinum til að
eiga samskipti ofarlega úr fjallinu
og niður en búnaður leiðangursins
sjálfs hefur ekki reynst sem skyldi.
Rafeindatækni hannaði einnig
búnað til að tengja talstöðvarnar
við símann svo unnt sé að tala úr
fjallinu og beint heim, með aðstoð
úr grunnbúðum. Þessi búnaður
hefur einnig reynst vel.
Það má ljóst vera að mikla orku
þarf til að knýja allan þennan raf-
eindabúnað. Má í því sambandi
skipta honum í tvennt; annars veg-
ar þann hluta búnaðarins sem not-
aður er á fjallinu og hins vegar
þann hluta hans sem er í grunn-
búðum. Upp í fjall er bara farið
með talstöðvar og litlu myndbands-
vélina auk hefðbundinna mynda-
véla. Bæði eru knúin af endurhlað-
anlegum rafhlöðum. Það er hins
vegar reynslan frá síðasta leið-
angri á Cho Oyu að í þeim kulda
sem ríkir yfir 8.000 m duga slíkar
rafhlöður skammt. Því eru með í
för leiðangursrafhlöður af lithium-
gerð sem bornar eru innan klæða
og knýja bæði talstöð og mynd-
bandsvél í gegnum snúru. Sú
reynsla sem við höfum þegar feng-
ið af notkun þessara rafhlaðna
segir okkur að orka á ekki að verða
vandamál efst í fjallinu.
Öllu erfiðara hefur okkur reynst
að afla nægjanlegrar orku fyrir
búnaðinn í grunnbúðum. Bæði
síma og tölvu má knýja með venju-
legri 220V spennu, eins og úr
innstungu heima, sem og með sól-
arorku. 220V spenna er einfaldari
þrátt fyrir að þá þurfi spennu-
breyti, því þá er um beina notkun
að ræða en sólarorkan dugir aðeins
til að hlaða rafhlöður tækjanna en
ekki til að halda þeim við þegar
þau eru í notkun. Við urðum fyrir
því óláni strax í upphafi að rafstöð
leiðangursins bilaði og gaf frá sér
370V í stað 220V. Við þetta
brunnu straumbreytarnir okkar
yfir og urðu ónothæfir. Var okkur
þá nauðugur einn kostur að grípa
til sólarorkunnar.
Við höfum með í för þijá sólar-
fleti og rafgeymi til að hlaða orku
inn á. Þessi orka hefur dugað okk-
ur til að knýja tölvuna að vild en
símann aðeins í nokkrar mínútur
á dag. Þetta hefur t.d. valdið því
að lítið hefur verið um myndsend-
ingar.
En brennt barn forðast eldinn
og við erum orðnir tortryggnir og
treystum ekki neinu. Það er á leið-
inni tæki til að tryggja að straum-
urinn frá frá rafstöðinni haldist
jafn og svo er voltmælirinn okkar
aldrei fjarri þegar eitthvað er
tengt. Það má ljóst vera að það
þarf margbrotinn tækjabúnað og
margháttað stúss til að færa ís-
lendingum fréttir af okkur heim
en við lítum á það sem hluta af
ævintýrinu.
íHfil'*
EVEREST,
8.848 m
Lhot.se
8.S 16 i"
S-o.ii.th Col
; 5, buöjr
. : 7/
Ferð Everestfaranna
á tindinn er hafin
Dvelja í þriðju
búðum í nótt
ÍSLENSKU Everestfararnir
fóru upp í þriðju búðir í gær
og gekk ferðin mjög vel, tók
um sex klukkutíma. Ekki er enn
íjóst hvenær þeir gera atlögu
að tindinum, en að sögn Jóns
Þórs Víglundssonar, kvik-
myndatökumanns Ríkissjón-
varpsins, sem er í grunnbúðum
gæti það verið 18.-20. maí.
íslendingarnir reikna með að
hvíla sig í einn eða tvo daga í
þriðju búðum meðan beðið er
betra veðurs. Þeir fengu veð-
urspá í gær og gefur hún til
kynna að breytingar séu fram-
undan, en að þær gerist hægt.
Áfram er spáð nokkuð hvössum
vindum við topp Everest, en um
eða eftir helgi er talið að að-
stæður hafi skapast fyrir fjall-
göngumenn til að ganga á tind-
inn.
Allir fjallgöngumenn í grunn-
búðum eru á leið upp fjallið og
sagðist Jón Þór reikna með að
þar yrði ærið tómlegt um að
litast í dag. Hann sagði að leyfi
fjallgöngumannanna, frá
stjórnvöldum í Nepal, til að
ganga á Everest rynnu út í
næstu viku og ættu þeir ekki
annan kost en að halda heim
þá hvort sem þeir hefðu komist
á toppinn eður ei. Hann sagði
að allir ætluðu upp í fjallið og
láta reyna á hvort þeim tækist
að klífa það.
Jón Þór dvelur í grunnbúðum
ásamt Herði Magnússyni, sem
aðstoðað hefur Islendingana.
Hörður hefur undanfarna daga
gengið á fjöll í nágrenni grunn-
búða og hefur því verið fjarri
í tæpa viku. Hann var búinn að
vera í grunnbúðum í heilan
mánuð og hafði því löngun til
að skoða sig betur um og tak-
ast á við önnur verkefni, en
Hörður er reyndur fjallamaður
eins og Hallgrímur bróðir hans,
sem er á leið á tind Everest.
Reyndir fjallamenn
Með islensku fjallgöngu-
mönnunum, Einari K. Stefáns-
syni, Hallgrimi Magnússyni og
Birni Ólafssyni eru þrír aðrir
vestrænir fjallgöngumenn og
þrír Sherpar. Jón Þór sagði að
þetta væru allt saman mjög
sterkir og reyndir göngumenn.
Líkur á að þeir kæmust á topp-
inn væru því allgóðar ef þeir
fengju yfirleitt tækifæri til þess
vegna veðurs. Hann minnti á
að það hefðu komið ár þar sem
enginn hefði komist á tindinn
sökum óhagstæðra veðurskil-
yrða.
Sjá Everestsíðu Morgunblaðsins:
http://www.mbl.is/everest/