Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 15 Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir LAGT af stað í góðaksturskeppnina. Tónleikar í Mývatns- sveit Mývatnssveit - Vortónleik- ar Tónlistarskóla Mývatns- sveitar voru haldnir í Reykja- hlíðarskóla 7. maí. Skólastjórinn Hólmfríður Guðmundsdóttir setti sam- komuna og bauð gesti vel- komna. Kynnir var Sigurður Gunnarsson kennari. Nem- endur létu á ýmis hljóðfæri, s.s. blokkflautu, píanó, fiðlu og gítar, bæði einleik og einn- ig saman. Undirleikarar voru séra Örn Friðriksson, Sigríður Einarsdóttir kennari og Hulda Guðmundsdóttir nemandi. Margir nemendur skiluðu hlutverkum sínum vel og höfðu viðstaddir verulega ánægju af að hlýða á. Síðast söng allur forskólinn nokkur lög. Alls komu fram um þrjá- tíu nemendur. Fjölmenni var. Góðakstur á hjólum ReyðarQörður - Nýverið var haldin góðaksturskeppni í reið- hjólaakstri á hafnarbakkanum á Reyðarfirði. Hér var á ferðinni hin árlega hjólreiðakeppni Um- ferðarráðs, en á vorin efnir það til keppni milli skóla í hveijum landsljórðungi. Þeir sem kepptu höfðu áður þurft að ná góðum árangri í umferðargetraun sem lögð var fyrir alla nemendur 7. bekkja fyrr í vetur. Til leiks mættu nemendur frá 9 skólum á Austurlandi og kepptu tveir nemendur fyrir hvern skóla. Þegar lokið var við þrautirnar 12 sem nemendur urðu að sigrast á voru refsistig talin og reyndust nemendurnir frá Reyðarfirði hlutskarpastir annað árið í röð. Sigurvegararn- ir, þeir Logi Steinn Karlsson og Hafliði Hinriksson, unnu sér þar með rétt til að keppa í úrslita- kepninni í Reykjavík næsta haust og þeir eru staðráðnir í að nýta sumarið vel í æfingar. Vor undir Eyjaijöllum Austur-Eyjafjöllum - Nemendur 7.-10. bekkjar í Grunnskólanum í Skógum sveifluðu haka og rækt- uðu nýjan skóg umhverfis skólann sinn í samvinnu við Austur-Eyja- fjallahrepp í veðurblíðunni nú fyrir skemmstu. Plantað var út birki- tijám og alaskaöspum sem seinna munu veita skjól og gleðja augu íbúa og gesti Skóga. Hálf öld er síðan skipulögð skógrækt var hafin í Skógum en nú er þar gróskumik- ill skógur lauftrjáa og sígrænna plantna. Nábýlið við Eyjafjöllin er öllum gróðri reyndar afar hag- stætt og heita má að flest tún séu orðin græn og bændur farnir að hleypa kúm út hver af öðrum. Ekki voru nemendurnir fyrr búnir að varpa frá sér haka en þeir tóku á móti kyndlinum sem um þessar mundir er hlaupið með hringinn í kringum landið vegna Smáþjóðaleikanna. Ungmennafé- lagið Eyfellingur tók við kyndlin- um af ungmennafélaginu Trausta við Kaldaklifsá og hljóp inn að Jökulsá á Sólheimasandi og lét ekki söngvakeppnina halda sér inni við. Homfirðingar halda spástefnu Morgunblaðið/Stefán Ólafsson PÁLL Imsland, Benedikt Sveinsson, Sveinn Runólfsson og Þröst- ur Eysteinsson á spástefnunni á Höfn. Höfn - í tilefni 100 ára byggðar var síðastliðinn laugardag haldin spá- stefna um framtíð byggðar í Horna- firði. Fyrirlesarar voru þeir Bene- dikt Sveinsson, forstjóri íslenskra sjávarafurða, Páll Imsland jarð- fræðingur, Sveinbjörn Bjömsson háskólarektor, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Tryggvi Árna- son, framkvæmdastjóri Jöklaferða, og Þröstur Eysteinsson, fagmála- stjóri Skógræktar ríkisins. Var spá- stefnan allvel sótt þrátt fyrir blíð- una og góður rómur gerður að er- indum framsögumanna. Páll Imsland sté fyrstur í ræðu- stól. Fjallaði hann einkum um breytingar á náttúrufari og áhrif þeirra á samgöngur. Páll hefur á undanförnum árum oft bent á stöð- ugt landris samfara samdrætti jökl- anna. Þetta landris geti með tíð og tíma haft veruleg áhrif á siglingar um Hornafjarðarós og þær alveg lagst af ef ekki verða einhveijar breytingar á náttúrunni sem vinna gegn núverandi þróun. Taldi hann mikilvægt að kannaðir yrðu aðrir möguleikar í hafnargerð, nauðsyn- legar undirbúningsrannsóknir gerð- ar, svo sem á sjólagi, veðurfari o.fl. þannig að menn gætu hafist handa á nýjum stað ef nauðsyn krefði. Páll var bjartsýnni á framtíð samgangna í lofti og á landi. Taldi hann að þrátt fyrir Grímsvatna- hlaup lokuðust vegir aðeins tíma- bundið og menn gætu margt lært af hlaupinu síðastliðið haust. Einnig benti Páll á að veijast mætti land- broti við Jökulsá á Breiðamerkur- sandi og um leið hættunni á að þjóðvegur eitt rofnaði þar alveg. Það yrði gert með því að stífla Jök- ulsá og beina útrennsli lónsins i annan farveg vestast í Jökulsárlóni og brúa þar langt frá sjó. Ekið yrði eftir hinni nýju stíflu í stað þess að fara yfir á brúnni sem nú er talin í hættu ef landbrotið heldur áfram. Landið brotnar Sveinn Runólfsson fjallaði aðal- lega um endurheimtingu gróður- lands í Skógey en það verk hófst einkum fyrir tilstuðlan Egils Jóns- sonar alþingismanns. Hefur ásýnd Skógeyjar breyst mikið frá upphafi gróðurátaksins 1983. Einnig kom fram í máli Sveins að hvergi á land- inu væru gróðurframfarir meiri en í Austur-Skaftafellssýslu og árang- ur í uppgræðslu sandanna vekti mikla athygli. En hann varaði menn um leið við verulegu landbroti vegna ágangs fallvatna. Bað hann menn og að huga að sívaxandi hrossastofni sem færi verr með heimalönd en nokkur annar búpen- ingur. Einnig fjallaði hann nokkuð um landgræðslu og plöntufordóma sem hann líkti við kynþáttafor- dóma. Blandaðist engum hugur um að hér átti Sveinn við notkun lúpínu í íslenskri náttúru. Þröstur Eysteinsson ræddi ýmsa möguleika á skógrækt í Hornafirði, nytjaskóga, skjólbelti o.fl. Benti hann á svæði eins og Laxárdal í Nesjum og nágrenni hans sem ákjósanlegan skógræktarstað. Fleiri staðir væru að sjálfsögðu til og taldi að hér yrði farið í nytja- skógrækt í framtíðinni. ítrekaði Þröstur að heimamenn yrðu að eiga frumkvæðið, Skógræktin kæmi svo til ráðgjafar og aðstoðar. Sóknarfæri Sveinbjörn Björnsson gerði mannræktina og tengsl menntunar og atvinnulífs að umfjöllunarefni sínu. Greindi hann frá ýmsum fyrir- tækjum sem komist hafa á laggim- ar í samvinnu við Háskólann, svo sem Marel, Vaka o.fl. Lagði hann áherslu á að þar sem væru fram- sækin bæjarfélög og kröftugt at- vinnulíf væru tækifæri til sóknar. Hvatti hann Hornfirðinga eindregið til að stofna Nýheijabúðimar sem fyrirhugaðar hafa verið um nokkurt skeið. Sú aðstaða sem þar skapað- ist gæti leitt ýmislegt gott af sér. Þar gætu vaxið úr grasi sprotafyrir- tæki sem nýttu sér ýmsa þekkingu á staðnum, háskólanemar í loka- verkefni gætu unnið þau þar og einnig gætu Nýheijabúðirnar orðið fræðslusetur. Með nýrri fjarskipta- tækni geta menn nú orðið stundað nám við skóla vítt og breitt um heiminn án þess að fara að heiman nema af og til. En þeir sem eru í námi vilja gjarnan hitta aðra náms- menn og í slíkum tilfellum væm þessar búðir góður vettvangur. Tryggvi Ámason fjallaði einkum um ferðaþjónustu í Áustur-Skafta- fellssýslu. Áætlaði hann að í ár væru um 140 ársverk í greininni og hefði þeim fjölgað um 40% frá 1993. Samkvæmt hans útreikning- um hefði verið fjárfest fyrir um 600 milljónir í ferðaþjónustu frá 1991, að langstærstum hluta í fasteign- um. Varaði Tryggvi við þessari þró- un og lagði um leið áherslu á að markaðssetning væri sáralítil. Þá taldi hann að vel menntað starfs- fólk vantaði til starfa og að stór- bæta þurfi allt skipulag þessarar atvinnugreinar. Þrátt fyrir ákveðn- ar efasemdir taldi Tryggvi að ferða- þjónustan yrði í framtíðinni þriðja stærsta greinin á eftir sjávarútvegi og opinberri þjónustu. Alþjóðleg samkeppni Síðasti framsögumaður var Benedikt Sveinsson. Dró hann upp glögga mynd af fiskveiðum í heim- inum. Hann varaði við of mikilli einhæfni fyrirtækja og lagði áherslu á að Hornfirðingar þyrftu að skoða stöðu sína í alþjóðlegu samhengi. Fiskvinnslufyrirtæki ættu í alþjóðlegri samkeppni og því væri nauðsynlegt að sú þróun, að fyrirtæki rynnu saman og stækkuðu, héldi áfram. Sá hann fyrir sér að stórar framleiðsluein- ingar tengdust í enn stærri heildir sem ynnu saman á alþjóðlegum vettvangi. Þannig gætu hornfirsk fiskvinnslufyrirtæki tengst öðrum á alþjóðlegum markaði. Taldi hann stöðu hornfirskra sjávarútvegsfyr- irtækja þokkalega en þau þyrftu að skoða stöðu sína vel og vera minnug þess að fyrirtæki væru smám saman að færast í hendur hlutafjáreigenda sem gerðu kröfur um arðsemi. Benedikt sagði að ef koma ætti í veg fyrir að allir lands- menn enduðu á Reykjavíkursvæð- inu yrði byggðin í landinu að fær- ast saman og tengjast í stærri bæjarfélög sem byðu upp á meiri og betri þjónustu. Að loknum framsöguerindum var fyrirspurnum svarað. Almenn ánægja var með fundinn og mega Hornfirðingar vera hóflega bjart- sýnir á framtíðina ef spár frummæl- enda ganga eftir. Morgiinblaðið/Örlygur Steinn Siguijónsson GRUNNSKÓLANEMAR í Skógum vaka og vinna því næg verkefni bíða. Sauðburður hafinn í kuldatíð Laxamýri - Vorlömbin eru far- in að líta dagsins ljós og er sauðburður byrjaður á flestum bæjum í Suður-Þingeyjarsýslu. Allt lambfé er inni enda kulda- legt um að litast o g hefur geng- ið á með krapaéyum undan- farna daga. Þrátt fyrir það eru vorverkin hafin og yngri kynslóðin fylgist vel með. Kristján Heimir Buch á Ein- arsstöðum í Reykjahverfi var önnum kafinn þegar fréttarit- ara Morgunblaðsins bar að Morgunblaðið/Atli Vigfússon garði og heldur hér á einu af fyrstu lömbunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.