Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C/D/E 106. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Fundað í Moskvu um stækkun NATO Rússar flýti sér hæfft Moskvu. Reuter. ^ * VIÐRÆÐUM Javiers Solanas, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, NATO, og Jevgenís Prímakovs, utanríkisráðherra Rúss- lands, sem hófust í Moskvu í gær, verður haldið áfram í dag, en þeir reyna að ná samkomulagi um stækk- un bandalagsins, fyrir fund Rússa og NATO-ríkjanna, sem fyrirhugaður er í París hinn 27. maí nk. Haft var eftir Prímakov í gær að hann vonað- ist til að slíkt samkomulag næðist í þessari lotu. Lítill vafi er talinn leika á þvi að það hafist, spurningin sé að- eins hvenær. Ekki var gert ráð fyrir því að Sol- ana myndi hitta Borís Jeltsín Rúss- landsforseta að þessu sinni, en vera kann að þeir ræðist við í síma. Þetta er sjötti fundur Solanas og Príma- kovs um stækkun NATO. Sergei Jastsjembskí, talsmaður Jeltsíns, sagði forsetann hafa lagt á það áherslu við Prímakov fyrir fund- inn, að hann stæði fastur á því að verja hagsmuni Rússa. Sjálfur ræddi Jeltsín í síma við Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, og Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, í gær en hann hyggst ræða við helstu leiðtoga NATO-ríkjanna, til að liðka fyrh’ samkomulagi. Nokkrh- helstu sérfræðingar Rússlands í utanríkismálum vöruðu hann hins vegar við því að flýta sér um of að ná samkomulagi við NATO. Yrði kröfum Rússa ekki svarað, væri betra að draga viðræðumar á lang- inn, jafnvel fram yfír leiðtogafund NATO í Madríd í júlí, þar sem þrem- ur Austur-Evrópuríkjum verður að öllum líkindum boðin aðild. Vesturlandabúar hvattir til að yfírgefa Zaire Reynt til þrautar að ná sáttum í dag Kinshasa. The Daily Telegraph. Reuter. Vilja ekki Juppe áfram MEIRIHLUTI franskra kjós- enda vill að Jacques Chirac for- seti skipti um forsætisráðherra haldi stjórnarflokkarnir velli í kosningunum 25. maí og 1. júní næstkomandi. Vilja 53% að nýr forsætisráðherra verði óháður ríkiskerfínu og mæla með því að Chirac fari líkt að og Charles de Gaulle, sem fól bankastjóranum Georges Pompidou á sínum tíma stjórnarmyndun. Aðeins 23% vilja að Alain Juppe verði áfram falin stjórnarforysta, jafnvel þótt honum takist að leiða hægrimenn til sigurs. Könnunin, sem birt verður á morgun í Par- is Match, sýnir að stuðningur við Chirac fer vaxandi en tiltrú á Juppe minnkar. A myndinni heilsar Juppe upp á útigangsmann í Strassborg í von um atkvæði hans í kosning- unum, og fulltrúar fjölmiðla fylgjast grannt með. BANDARÍSK, bresk og portú- gölsk stjórnvöld hvöttu í gær þegna sína til að yfirgefa Zaire hið snarasta, þar sem þau telja skammt í að dragi að lokaorrust- unni um höfuðborgina Kinshasa. Hafa hvað eftir annað skotið upp kollinum sögusagnir um að stjóm- arhermenn hyggist myrða Vestur- landabúa svo að herlið verði send til landsins til að vemda fólkið og þar með koma í veg fyrir árásir skæruliða á borgina. I dag á að reyna til þrautar að ná sáttum en Nelson Mandela, forseti Suður-Af- ríku, segir Mobutu Sese Seko, for- seta Zaire, og Laurent Kabila, leið- toga skæruliða, hafa fallist á fund um borð í skipi undan ströndum Kongó. Stjómvöld í Zaire búa sig nú undir að verja borgina og hvöttu í gær óbreytta borgara til að grípa til vopna. Þá var sett á útgöngu- bann, sem tók gildi í gærkvöldi. Meirihluti borgarbúa virðist fylgja skæruliðum að málum og var búist við mikilli þátttöku í allsherjarverk- falli sem boðað var í Kinshasa í dag. Mandela sagði í gær að hann teldi enn friðarvon í Zaire. Fyrir- hugaðar viðræður í dag gætu reynst lokatilraunin til að koma í veg fyrir átök um höfuðborgina en bæði uppreisnarmenn og stjórnar- herinn hafa sagt frá átökum í ná- grenni hennar. Fréttum ber hins vegar ekki saman um hverjir hafa betur. Fréttir hafa borist af því að Mobutu eigi allt að 320 milljarða ísl. kr. á bankareikningum í Sviss og í gær hétu þarlend bankayfir- völd því að kanna hvort það ætti við rök að styðjast. Fordæma morð á flóttafólki Frakkar saka skæruliðahreyf- ingu Kabilas um að stunda skipu- lögð morð á flóttafólki frá Rúanda, sem flýði til Zaire fyrir tveimur ár- um. Um 200-300.000 flóttamenn em enn í Zaire og í gær fordæmdi franska utanríkisráðuneytið skæruliðahreyfinguna fyrir morð á flóttafólki í bænum Mbandaka, sem það sagðist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir. Þrátt fyrir loforð skæmliðahreyfingarinnar um að hjálparstofnanir fái að komast til svæða í Austur-Zaire, þar sem talið er að fjöldi flóttafólks sé, hefur sú ekki orðið raunin. Dúman vill halda herfangi Moskvu. Reuter. EFRI deild rússneska þingsins sam- þykkti í gær með miklum meirihluta lög um að rússnesk stjórnvöld ættu að halda herfangi sínu úr heims- styrjöldinni síðari, listmunum sem rússneskir hermenn höfðu á brott með sér frá Þýskalandi í lok stríðs- ins. Þessi samþykkt er í samræmi við niðurstöðu neðri deildar þingsins, en brýtur hins vegar í bága við ákvörðun Borísar Jeltsíns forseta, sem hefur nú þegar beitt neitunar- valdi gegn henni og hyggst áfrýja til stjórnlagadómstólsins. Mlkafl Shvídkoj aðstoðarmenning- armálai'áðherra staðfesti niðurstöð- una í gær en hún verður gerð opin- ber í dag. Neðri deild þingsins sam- þykkti í mars að hunsa neitunarvald Jeltsíns og samkvæmt stjórnar- skránni verður Jeltsín að undh’rita lögin innan viku, vegna samþykktar efri deildar þingsins. Shvídkoj og Jeltsín eru hins vegar þeh-rar skoð- unar að lögin sem þingið samþykkti, brjóti í bága við stjórnarskrána og alþjóðalög, auk þess sem þau verði til þess að samskipti Rússa við Þjóð- verja versni til muna. Sala á hvalkjöti leyfð í Noregi? Óslri. Morgunblaðið. NORÐMENN vonast til þess að hrefnustofninn í Norðaustur-Atl- antshafi verði tekinn af svokölluðum CITES-bannlista við sölu á afurðum dýra í útrýmingarhættu á ársfundi CITES-samtakanna í Zimbabwe í júní nk. Hefur forsætisnefnd sam- takanna lýst sig fylgjandi því að taka hrefnuna af listanum, að því er fram kemur í frétt NTB. Hrefnan hefur verið á CITES-list- anum í tíu ár en Norðmenn hafa lagt fram skýrslu þar sem sýnt er fram á að hrefnustofninn sé nú stærri en hann hefur verið í langan tíma. Verði hrefnan flutt af listanum er leyfilegt að selja takmarkað magn af henni á alþjóðamarkaði. Þá hafa Japanir lagt til að fleiri hvalastofnar verði teknir af bannlistanum og hefur forsætis- nefnd CITES fallist á að alls sex stofnai- fari af listanum. Of snemmt er þó fyrir Norðmenn og Japani að fagna sigri, þar sem vit- að er að mörg lönd, þeiira á meðal Bandaríkin, Bretland, Ástralía og Nýja-Sjáland, eru algerlega mótfall- in því að leyfa sölu á hvalkjöti. Handtekin fyrir að skilja barn eftir í vagni New York. The Daily Telegraph. LÖGREGLAN í New York hefur 14 mánaða danskt barn í gæslu sinni vegna þess að móðir þess skildi það eftir sofandi í vagni fyr- ir utan veitingahús, þar sem hún sat að snæðingi. Varð konan að gista fangaklefa í tvær nætur vegna málsins og hefur hún verið ákærð fyrir að stefna velferð barnsins í voða. Annette Sorensen er þrítug leikkona frá Kaupmannahöfn og er í heimsókn hjá unnusta sínum sem búsettur er í New York. Fór parið á veitingahús í East Village, þar sem þau sátu við gluggann, og gátu þannig fylgst með vagninum, rétt eins og móðirin er vön í heimalandi sínu. Vegfarandi sá vagninn og kall- aði á lögreglu, þegar nokkrar mínútur voru liðnar og engir for- eldrar sýnilegir. Sorensen og unnusti hennar hlupu út af veit- ingastaðnum og hugðust stöðva lögregluna, en voru þegar kærð fyrir óspektir á almannafæri. Unnusti konunnar hefur sakað lögregluna um ofbeldi, þar sem hún hafi beint byssu að móðurinni er hún tók barnið í sína vörslu. Fyrir rétti grátbað Sorensen dómarann um að láta sig fá barn- ið en hann svaraði því til að barnaverndarnefnd borgarinnar myndi ákveða hvenær - og hvort - hún fengi barnið aftur. Á hún að koma fyrir rétt að nýju nk. mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.