Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMAR STEFÁNSSON, fyrrv. sérleyfishafi, Ásvegi 11, sem lést 9. maí, verður jarðsunginn frá Ás- kirkju fimmtudaginn 15. maí kl. 15.00. Þórunn Sigurðardóttir, Helga Guðmarsdóttir, Sigfús Sumarliðason, Sigurður Guðmarsson, Árdís Guðmarsdóttir, Einar Jónasson, börn og barnabörn. t Útför föður okkar og tengdaföður, JÓHANNESARJÓHANNSSONAR kaupmanns, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 16. maí kl. 15.00. Guðrún Jóhannesdóttir, Skúli Þór Magnússon, Óskar Jóhannesson, Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Helga Jóhannesdóttir, Valdimar Þórðarsson og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna fráfalls og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, HELGU STELLU JÓHANNESDÓTTUR, Barmahlíð 7, sem lést 28. apríl. Sérstakar þakkir til Heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins. Margrét E. Jónsdóttir, Jakob Jakobson, Hilmir Arnórsson, Stefán Arnórsson, Edda Árnadóttir, Mímir Arnórsson, Lovísa Kristjánsdóttir, barnabörn og langömmubarn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ÁSGRÍMSDÓTTIR, Öldugötu 27, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 16. maí kl. 15.00. Sigurður Sævar Sigurðsson, Guðfinna Agnarsdóttir, Björg R. Sigurðardóttir, Þorkell Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður okkar og afa, ÓLAFS HERSIRS PÁLSSONAR, Los Altos, Kaliforníu, sem lést hinn 26. febrúar 1997. Dóra Hjartar og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og bróður míns og mágs, ODDSÁRNASONAR frá Hrólfsstaðahelli, Landsveit. Sérstakar þakkir til starfsfólk Landgræðslunnar, Gunnarsholti, og starfs- fólks og vistmanna dvalarheimilinu Lundi, Hellu. Sigurþór Árnason, Halldóra Ólafsdóttir. LILJA TRYGGVADÓTTIR + Lilja Tryg-ffva- dóttir fæddist á Hellu á Fells- strönd 8. október 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavikur 7. mai síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Tryggvi Gunnarsson og Halldóra Einars- dóttir. Lilja giftist Valdimari Jónas- syni árið 1949 og eignuðust þau þrjú börn, Jónas Sævar, Bjarna Reynharð og Ragnheiði. Barna- börnin eru tíu og langömmu- börnin tvö. Útför Lilju verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin." Eitthvað á þessa leið kvað Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson forðum. Margur get- ur tekið undir þau orð. Sum okkar eiga samleið um skamman veg og öðrum verður maður samferða leng- ur á lífsleiðinni. Enginn veit fyrir víst hver örlög honum kunna að vera ásköpuð. Leiðir okkar Lilju lágu fyrst sam- an fyrir tæpum 30 árum, þegar ég barnung kynntist elsta syni þeirra hjóna Lilju og Valda í Kópavogi. Mikið jafnræði var með þeim hjónum. Þau höfðu komið sér upp litlu húsi og búið börnum öruggt og gott heimili. Þangað hefur ávallt verið gott að koma og jafnan hefur mér mætt þar elskusemi þeirra hjóna og góðvilji. Þegar öll sund virtust mér lokuð kom hún Lilja og reyndist mér í erfið- leikunum sem besta móðir og drengnum mín- um betri en nokkur mamma getur verið nokkru barni. Þau hjónin tóku hann í fóstur og ólu hann upp sem sitt eigið barn, svo aldrei bar þar skugga á. Sumt fólk er alltaf að rækta. Það ræktar fjölskyldu sína, vinina sína og garðinn sinn af sömu natni og alúð. Lilja var í þessum hópi, sem lætur mannrækt öðru fremur marka lífshlaup sitt. Hún lét sér annt um garðinn sinn í eigin- legri og óeiginlegri merkingu þess máltækis. Þegar Lilja veiktist mætti hún örlögum sínum af miklu æðruleysi. Hún naut aðhlynningar eiginmanns síns sem annaðist um hana af ein- stakri alúð og natni. Um leið og ég kveð Lilju Tryggvadóttur látna, vil ég færa þeim hjónum þakkir fyrir dýrmæta hjálp og velvild í gegnum tíðina. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæzlu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. (V. Briem) Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll í sorg ykkar. Jóhanna. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og jarðarför föður míns, sonar okkar, bróður og tengdasonar, ÞÓRÐAR ARNAR HÖSKULDSSONAR vélfræðings. Bestu þakkir til hjúkrunarfólks og lækna Sjúkrahúss Reykjavíkur. Leifur Orri Þórðarson, Höskuldur Þórðarson, Hafdís Guðmundsdóttir, Höskuldur Höskuldsson, Aðalheiður Ríkarðsdóttir, Guðjón Höskuldsson, Kristjana Höskuidsdóttir, Viðar Karlsson, Leifur Steinarsson, Ingibjörg Brynjólfsdóttir. t Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall föður okkar, tengdaföður og afa, SÆMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, Brekku, Hveragerði. Helga Dís Sæmundsdóttir, Ragnar Gunnarsson, Gerður Sæmundsdóttir, Berndt Grönqvist og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ÞORLÁKS KOLBEINSSONAR bónda, Þurá í Ölfusi. Elsku amma. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt með þér. Það verður tómlegt að koma til afa á Álfhólsveginn, þegar þú ert ekki lengur þar. Alltaf þegar við komum varstu tilbúin að hita súkkulaði og smyija brauð handa okkur. Þú hafðir mikla listræna hæfileika. Þú saumaðir út og' mál- aðir af mikilli snilld og varst dugleg við að hvetja okkur til dáða á því sviði ef þú varðst vör við slíkan áhuga hjá okkur. Elsku amma, þú varst búin að vera veik lengi. Við trúum því að nú sért þú á stað þar sem enginn sársauki finnst heldur aðeins ríki fiður og ró. Nanna Lilja, Jónas Jón, Linda Sif og Sara Osk. Elsku mamma, það er sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt, en ég hugga mig við það að þú þarft ekki að þjást lengur. Og ég veit að þér líður vel núna. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín dóttir, Ragnheiður. Með þessum fáu orðum langar mig að minnast sómakonunnar Lilju Tryggvadóttur. Mótlæti í æsku gerði hana að sterkum persónu- leika. Lilja fékk í vöggugjöf tvo áberandi eiginleika, innri styrk og æðruleysi, sem lýstu sér í rólegu fasi en festu ef á þurfti að halda. Hún hafði listhæfileika. Hvort held- ur hún málaði með olíulitum eða vatnslitum sá maður að þarna voru hæfileikar og hefðum við viljað sjá meira eftir hana. Ég kynnist Lilju fyrst þegar ég er fjögurra ára gömul. Þá byijum við að leika okkur saman, ég og Ragnheiður, yngsta barn Lilju og Valda, og höfum við verið góðar vinkonur síðan. Lilja var góð móð- ir. Alltaf kom hún fram við okkur sem jafningi og vinur. Fyrir tæpum tíu árum greindist hún með krabbamein. Með sömu þrautseigju og æðruleysi lifði hún með sjúkdóm sinn þar til yfir lauk. Það var ekki hennar stíll að kvarta eða láta hafa fyrir sér. Ef hún var spurð um líðan var svarið ævinlega: „Þetta er bara leti eða eitthvert slen sem ég þarf að hrista af mér.“ Fleiri voru þau orð ekki. En hún vissi auðvitað að hveiju stefndi. Hún sagði nokkrum dögum áður en hún dó að hún yrði bráðum ung aftur. Ég vona að hennar nýju heimkynni taki vel á móti henni. Nú lifir þú sæl, í sönnum friðarheimi, ég samgleðst þér með vinum þínum þar. En minninguna í mínum huga geymi, mér er hún hvöt til sannrar menningar. (SG) Far þú í guðs friði. Elsku Ragnheiður, Valdi, Jónas, Bjarni, Valdimar Óskar og aðrir aðstandendur, ég bið algóðan guð að styrkja ykkur á sorgarstund. Gróa Ágústsdóttir. Fyrir hönd vandamanna Arinbjörn Kolbeinsson. Lokað verður í dag fra kl. 12.00 vegna útfarar starfsmanns okkar SVERRIS SIGURÐSSONAR. Blikksmiðjan Vík. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691 1 15, eða á netfang þess þess Mbl(n’centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.