Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Bæjarstjórar á
Islandi hittast
Stykkishólmi - Árlegur fundur
bæjarstjóra á íslandi var haldinn
á Snæfellsnesi 8. og 9. maí sl. Það
voru Stykkishólmsbær og Snæ-
fellsbær sem buðu sameiginlega
til þessa fundar.
Fyrri daginn dvöldu bæjarstjór-
arnir í Snæfellsbæ og kynntu sér
atvinnumál og það helsta sem þar
er að gerast. Seinni daginn fór
dagskráin fram í Stykkishólmi. Þar
skoðuðu gestirnir klaustur systr-
anna, sögusýningu grunnskólans
og framleiðslu íshákarla á beitu-
kóngi. Þá var boðið til hádegisverð-
ar í Norska húsinu þar sem gestir
fengu að bragða á afurðum úr líf-
ríki Breiðafjarðar. Að lokinni eyja-
siglingu var fundað á hótelinu. Þar
var rætt um málefni sveitarfélaga
sem efst eru á baugi og ýmis sam-
eiginleg málefni sem sveitarfélögin
fást við.
Að sögn Ólafs Hilmars Sverris-
sonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi,
eru þetta mjög gagnlegir fundir
og gefst bæjarstjórunum gott
tækifæri til að bera saman bækur
sínar, skiptast á upplýsingum og
kynnast. Þeir eru hver á sínum
stað og fást við svipuð verkefni
og því er gagnlegt að frétta hvern-
ig tekið er á málum í öðrum bæjar-
félögum. Alls mættu 20 bæjar-
stjórar og borgarstjórinn í Reykja-
vík á þennan sameiginlega fund.
-r 4
7!
I i 1"
1 I ]
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
BÆJARSTÓRAR víða að af landinu hittust til að bera saman bækur sínar í Stykkishólmi. Myndin
er tekin fyrir framan Norska húsið í Stykkishólmi en þar var boðið upp á hádegisverð.
Hjól atvinnulífsins
snúast á ný á Drangsnesi
Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir
JÓHANN Áskell Gunnarsson og Haraldur Ingólfsson við upp-
skipun úr Víkurnesinu.
Drangsnesi - Verkalýðsfélag
Kaldrananeshrepps skrifaði undir
kjarasamning við Vinnumálasam-
bandið 7. maí sl. og hefur aflýst
verkfalli sem staðið hefur frá 21.
apríl sl. Almennt er fólk ánægt
með að samningar hafi náðst og
vinna geti hafist að nýju. Samning-
urinn byggist á þeim samningum
sem gerðir hafa verið í vetur.
Auk 4,7% hækkunar á launa-
taxta eru 54 krónur færðar úr
bónusinum í taxtakaupið og þar
að auki er fastur bónus 178 krón-
ur á tímann í rækjuvinnslunni.
Fastráðið starfsfólk eftir tíu ára
starf hjá atvinnurekandanum fær
um 69.200 kr. á mánuði fyrir utan
bónus.
Ekki róið vegna verkfallsins
Hafdís Baldursdóttir, formaður
verkalýðsfélags Kaldrananes-
hrepps, sagði að laun fólks í rækju-
vinnslunni hækkuðu núna strax
um 2-4 þúsund kr. á viku miðað
við að rækja sé unnin allan mánuð-
inn. Þá eru launin hjá þeim sem
lengstan starfsaldur hafa tæpar
98 þúsund kr. Þessi samningur er
með fyrirvara um að nái ASV
meiri kauphækkunum í samning-
um sínum muni sá samningur gilda
milli samningsaðila.
Vinna hófst strax á föstudags-
morgun við ýmislegt, s.s. kara-
þvott, málningu og þrif en engin
rækja er nú til að vinna í rækju-
vinnslunni þar sem bátar hafa
ekki róið vegna verkfallsins. Vík-
urnesið ST-10 komst ekki á sjó á
miðvikudagskvöld eins og þeir
áætluðu en verkfallsverðir Verka-
lýðsfélags Hólmavíkur komu í veg
fyrir það með aðgerðum sínum.
Því var það að Víkurnesið lagðist
í fyrsta sinn að bryggju í Drangs-
nesi á fimmtudagskvöld og starfs-
menn Hólmadrangs á Drangsnesi
afgreiddu það með bæði kör og
ís svo þeir kæmust á veiðar. Félag-
ar í Verkalýðsfélagi Hólmavíkur
reyndu ekki að koma í veg fyrir
að skipið væri afgreitt frá Drangs-
nesbryggju og gekk lestun bæði
fljótt ög vel.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
ÁRNI Böðvarsson, formaður USVS, heldur á kyndlinum um
borð í hjólabátnum við gatið á Dyrhólaey.
Ólympíueldurinn í tveggja
metra ölduhæð í hjólabát
Fagradal - Ölympíuleikar smá-
þjóða fara fram á íslandi 3.-7.
júní í sumar. Undirbúningsnefnd
leikanna, í samvinnu við UMFI,
efndi í því tilefni til kyndilhlaups
hringinn í kringum landið og
hófst hlaupið í Reykjavík.
Byrjað var að hlaupa um Suð-
urland. Á sunnudagsmorgun var
lagt af stað hlaupandi frá Jök-
ulsá á Sólheimasandi og hlaupið
að Dyrhólum í Mýrdal og siglt í
gegnum gatið á Dyrhólaey og
sem leið liggur að Reymsdröng-
um og siglt á milli þeirra og
endað í fjörunni í Vík, en þar tók
Hafsteinn Jóhannesson, sveitar-
stjóri, við kyndlinum. Gísli D.
Reynisson, skipstjóri á hjólabátn-
um, gat ekki keyrt bátinn fulla
ferð vegna þungrar undiröldu
sem var í kringum tveir metrar.
Helgi Gunnarsson hjá UMFÍ
segir hlaupið hafa farið vel af
stað og allar tímaáætlanir stað-
ist.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Björgunartæki
fast í skurði
Héraðsvaka á Heimalandi
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
SÖNGNEMENDUR Tónlistarskóla Rangæinga fluttu atriði úr
söngleiknum Gæjar og píur.
Vogum - Björgunarmenn Tít-
anfyrirtækisins, sem sér um
björgun úr Víkartindi, festu
þetta öfluga farartæki í skurði
á fimmtudaginn. Farartækið,
sem er á beltum, skorðaðist á
milli skurðbakkanna og komst
hvorki áfram né afturábak.
Björgunarmennirnir fjórir að
tölu biðu eftir aðstoð og þegar
jarðýta kom á staðinn tókst að
losa tækið.
Hellu - Rangæingar fögnuðu sumri
og ljölmenntu á árlega Héraðsvöku
Rangæinga sem haldin var í félags-
heimilinu á Heimalandi í V-Eyja-
fjallahreppi. Héraðsvakan er haldin
til skiptis í sveitum sýslunnar, en
að þessu sinni sáu fulltrúar Eyfell-
inga, Landeyinga og Fljótshlíðinga
um dagskrána sem var fjölbreytt
að vanda.
Héraðsvakan hófst með messu
í Stora-Dalskirkju, en að henni lok-
inui tók við dagskrá á Heimalandi,
hátíðarræða, ávarp, kórsöngur,
píanóleikur, upplestur og söngatr-
iði nemenda Tónlistarskóla
Rangæinga og kvartettsins Söng-
systra. Viðurkenningar og verð-
laun til afreksmanna í íþróttum
voru afhent, en íþróttamaður árs-
ins 1996 var valinn Þórður Þor-
geirsson hestamaður. Helgi Ólafs-
son stórmeistari tefldi fjöltefli við
Rangæinga og á göngum mátti sjá
myndlist eftir listamenn úr sýsl-
unni. Þá kynnti Sælubúið á Hvols-
velli verkefnið „Á Njáluslóð og
Sögusetrið á Hvolsvelli", sem áætl-
að er að opna í sumar. Ferðamála-
félagið Hekla sem stofnað var sl.
vetur og starfar í vesturhluta sýsl-
unnar kynnti ferðaþjónustu sem í
boði er á svæðinu og gestum hér-
aðsvökunnar gafst kostur á að láta
spákonu lesa í skrift. í kaffihléi
buðu kvenfélög hreppanna gestum
upp á kaffi og meðlæti. Formaður
Héraðsvökunefndar var Ólafur
Tryggvason bóndi á Raufarfelli,
en næsta Héraðsvaka verður að
ári á Hvolsvelli.