Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ástabálið
brennur -
að eilífu
Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háð-
vör frumsýnir í kvöld í samvinnu við Nem-
endaleikhús Leiklistarskóla íslands nýjan
gamanleik með söngvum eftir Árna Ibsen.
Nefnist verkið Að eilífu og fjallar um brúð-
kaup tveggja ungmenna, svo sem Orri
Páll Ormarsson komst að raun um, að-
draganda þess, undirbúning og eftirköst.
AÐ ER ekkert grín að
elska. Engu að síður er
fólk farið að elska allt
mögulegt í seinni tíð.
Sumir elska að fara á skíði, aðrir
í bíó og enn aðrir í líkamsrækt.
Þá eru þeir til sem elska gamlárs-
kvöld - og jafnvel skyr, svo sem
sá sérlundaði guðsmaður séra Hall-
dór heldur fram í gamanleiknum
Að eilífu. Ungmennin Jón Pétur
Guðmundsson og Guðrún Birna
Klörudóttir eru hins vegar ekki í
minnsta vafa - þau elska hvort
annað.
Fyrir vikið þykir þeim við hæfi
að ganga í hjónaband - grunlaus
um þá atburðarás sem ákvörðunin
hrindir af stað. Fj'andinn verður
hreinlega laus. Skyldi svo sem eng-
an undra, þar sem brúðkaup er
leiksýning sem verður að vera
glæsileg, eins og móðir brúð-
gumans ályktar, og ekki bætir það
úr skák að hún er ein af þessum
manneskjum sem finnst hlutirnir
ekki gerast ef enginn hefur áhyggj-
ur af þeim. Þá sogast inn í sjónar-
spilið vantrúaðir vinir, gamlir elsk-
hugar, fósturfeður, fyrrnefndur
prestur og jafnvel fatafella, sem
er ekki öll þar sem hún er séð. Já,
það er svo sannarlega ekki tekið
út með sitjandi sældinni að láta
pússa sig saman.
Að eilífu er annað leikritið sem
Árni Ibsen skrifar sérstaklega fyrir
Hafnarijarðarleikhúsið. Hið fyrra,
Himnaríki, var sýnt áttatíu sinnum
fyrir fimmtán þúsund áhorfendur,
fyrst í Hafnarfirði en síðan á ieik-
listarhátíðum í Björgvin, Stokk-
hólmi og Bonn. En hvers vegna
kýs hann að beina sjónum sínum
að brúðkaupinu að þessu sinni?
„Það má eiginlega segja að verk-
efnið hafi valið mig en ekki öfugt,“
svarar Árni, „en hugmyndin skaut
upp kollinum þegar við vorum að
sýna Himnaríki. Þá vorum við mik-
ið að velta því fyrir okkur hvað
yrði um karakterana í verkinu -
hveijir myndu enda með hveijum.
Það hlaut að koma að giftingu!"
Fyrirbærið brúðkaup
Þar með var hugmyndin að leik-
riti sem fjallaði um hjónavígslu
kviknuð og eftir það var ekki aftur
snúið - enda ekki svo auðvelt að
aflýsa brúðkaupi, hafi það á annað
borð verið sett á. Að sögn Árna
var ætlunin aldrei sú að segja sögu
einhverra ákveðinna einstaklinga,
heldur að fjalla um brúðkaupið sem
fyrirbæri og „henda einhveijum
fígúrum inn í atburðarásina".
„Brúðkaup á íslandi hafa gjör-
breyst á undanförnum tíu til fimmt-
án árum og eru oft og tíðum orðin
einskonar amerískur bastarður, ef
þannig má að orði komast," heldur
Árni áfram. „Þess vegna tókum við
fljótlega þann pól í hæðina að taka
mið af kvikmyndaveruleikanum og
vitna jafnvel beint í ákveðnar kvik-
myndir. Fyrir vikið göngum við
nokkuð langt í stíllegu tilliti og á
köflum minnir verkið jafnvel á
teiknimynd. I stuttu máli má segja
að við vinnum út frá raunveruleg-
um aðstæðum en skekkjum þær
aðeins."
Svo sem ráða má af orðum Árna
hér að framan hefur Að eilífu orð-
ið til í leiksmiðju Hafnarfjarðarleik-
hússins - hann notar fornafnið
„við“ en ekki „ég“ þegar hann
gerir grein fyrir tilurð verksins.
„Handritið var til þess að gera hrátt
þegar ég sýndi leikhópnum það
fyrst, stutt leikatriði sem í sam-
hengi lýstu ákveðinni framvindu.
Síðan hefur það tekið miklum
breytingum og leikararnir bókstaf-
lega fengið að fylgjast með leikrit-
inu verða til.“
Að sögn höfundarins spillti það
heldur ekki fyrir að vera „um-
kringdur her galdrakarla“ eins og
í Hafnarfjarðarleikhúsinu. „Hér
gefa menn sér svigrúm til að skapa
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
TURTILDÚFURNAR, Guðrún Birna (Þrúður Vilhjálmsdóttir) og Jón Pétur (Halldór Gylfason),
sjá ekki sólina hvort fyrir öðru.
KLARA, móðir brúðarinnar, (Inga María Valdimarsdóttir) fer
þess á leit við séra Halldór (Gunnar Hansson) að fá að leiða
dóttur sína upp að altarinu. Þannig er nefnilega mál með vexti
að hún á eiginlega engan föður!
- yrkja á rýmið. Þetta er gífurlega
samstilltur hópur sem bindur sig
ekki við formleg vinnubrögð, heldur
fer á sköpunarfyllirí þegar það á
við.“
Aðalhlutverkin í sýningunni, Jón
Pétur og Guðrún Birna, eru 1 hönd-
um Halldórs Gylfasonar og Þrúðar
Vilhjálmsdóttur. Koma þau bæði
úr röðum Nemendaleikhússins sem
Hafnarfjarðarleikhúsið hefur feng-
ið til liðs við sig að þessu sinni.
Telst samvinna af þessu tagi vera
nýlunda hér á landi. „Hafnarfjarð-
arleikhúsið kynnti hugmyndina fyr-
ir okkur síðastliðið vor, þegar við
vorum að klára þriðja bekk í Leik-
listarskólanum," segir Þrúður, „og
við keyptum hana um leið enda
höfðum við séð Himnaríki og viss-
um að hveiju við gengum."
Segjast þau síður en svo hafa
orðið fyrir vonbrigðum. „Þetta hef-
ur verið frábært - eiginlega með
því skemmtilegasta sem ég hef
gert um dagana," segir Halldór og
Þrúður tekur í sama streng: „Þetta
hefur verið gaman, spennandi og
lærdómsríkt, ekki síst að fylgjast
með því hversu vel tíminn hefur
verið notaður. Vonandi á ég eftir
að leika í þessari sýningu sem
lengst - hún er svo skemmtileg."
Allir í líkamsrækt
Liður í undirbúningi leikaranna
ungu fyrir sýninguna var líkams-
rækt en við æfingar á Að eilífu
hafa þeir fengið að kynnast því að
leiksýningar geta verið erfiðar lík-
amlega ekki síður en andlega. Eru
skiptingar milli atriða oft og tíðum
hraðar, svo sem gamanleikja er
siður, og atgangurinn á sviðinu á
köflum mikill.
Halldór og Þrúður luku, ásamt
bekkjarfélögum sínum sex, prófi
frá Leiklistarskóla íslands um síð-
ustu helgi. Leggst framhaldið vel
í þau. „Atvinnuhorfur fyrir unga
leikara eru mun bjartari núna en
fyrir tíu til fimmtán árum,“ segir
Halldór, „enda hefur áhugi fyrir
leiknu efni verið að aukast á síð-
ustu árum. Síðan er íslenskt leik-
hús alltaf að verða betra og betra
- þannig að framtíðin virðist
björt."
Ellefu ungir leikarar fara með á
þriðja tug hlutverka í Að eilífu.
Auk Halldórs og Þrúðar koma frá
Nemendaleikhúsinu Atli Rafn Sig-
urðarson, Baldur Trausti Hreins-
son, Gunnar Hansson, Hildigunnur
Þráinsdóttir, Inga María Valdi-
marsdóttir og Katla Margrét Þor-
geirsdóttir en Gunnar Helgason,
Björk Jakobsdóttir og Erling Jó-
hannesson eru fulltrúar Hafnar-
fjarðarleikhússins á sviðinu. Leik-
stjóri er Hilmar Jónsson, leikmynd
hannar Finnur Arnar Arnarsson,
búningagerð er í höndum Þórunnar
Jónsdóttur, um gervi sér Ásta Haf-
þórsdóttir, tónlist velur, semur og
stýrir Margrét Örnólfsdóttir, Selma
Björnsdóttir semur dansatriði og
lýsingu hannar Egill Ingibergsson.
Grindavíkursaga
BÆKUR
S a g n f r æ ð i
SAGA GRINDAVÍKUR
1800-1974
eftir Jón Þ. Þór og Guðfinnu Hreið-
arsdóttur. Grindavíkurbær 1996,
386 bls.
FYRIR tveimur árum kom út
Saga Grindavíkur. Frá landnámi
til 1800. Sú bók var rituð af Jóni
Þ. Þór. Þeirri sögu lauk þegar
Skálholtsstóll hafði selt jarðeignir
sínar í Grindavík, en hann var eig-
andi flestra jarðanna - og þær
komust í eigu bænda. Það voru
sannarlega mikil þáttaskil í sögu
byggðarlagsins.
I Aðfaraorðum höfundar fyrra
bindis var lýst áætlun um þriggja
binda verk. Átti miðbindið að ná
til ársins 1939, en þá voru gerðar
hafnarbætur sem skiptu sköpum
um þróun Grindavíkur. Þriðja bind-
ið átti svo að fjalla um tímabilið
1939 og til vorra daga. Þessi áætl-
un breyttist með tvennum hætti.
Ákveðið var að hafa bindin einung-
is tvö. Með því móti þótti sem sam-
felldari sýn fengist yfir sögulega
þróun, einkum útgerðarsöguna. Og
í öðru lagi var frásögnin ekki teygð
lengra en til ársins 1974, þegar
Grindavík hlaut kaupstaðarréttindi.
Þá var þriðja breytingin sú að nú
urðu höfundar tveir. Jón Þ. Þór rit-
aði fyrri hluta bókar (sex kafla) og
fjallaði um byggð og mannfjölda,
sveitarstjórn, sjávarútveg og land-
búnað. Er það samfelld saga til
1974. Þá tekur hinn höfundurinn,
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir við og
ritar þijá síðustu kaflanaj um
menningar- og félagsmál, skólamál
og kirkju. Miklar skrár eru í bókar-
lok og myndir margar. Bókin skipt-
ist nokkurn veginn til helminga
milli höfunda.
Ég tel að það hafi verið vel ráðið
að hafa þessa sögu einungis í tveim-
ur bindum, enda eru þau allvæn,
samtals hátt á sjöunda hundrað
blaðsíður. Mannlíf og athafnalíf
hefur í rauninni verið næsta ein-
hæft í Grindavík þar til langt var
komið fram á þessa öld. Fjölgun í
byggðarlaginu var lengst af hæg.
Árið 1801 eru þar 185 manns og
1950 eru íbúar ekki fleiri en 527.
Eftir það fer byltingin að gerast.
1970 eru þeir orðnir 1169 og aðeins
fjórum árum síðar 1600. Þá er líka
kominn allmikill menningarbragur
á byggðarlagið, en lengi vel var þar
fátt um fína drætti. í þeim skiln-
ingi má segja að Grindavík sé mjög
ungur bær, en með langa forsögu.
Mér virðist að höfundar hafi skil-
að af sér vönduðu og góðu verki og
Grindavíkurbær megi því vera
ánægður með þessa söguritun. Hafa
verður í huga að það hefur líklega
ekki verið auðvelt verk, því að svo
er að sjá að Grindvíkingar hafi ver-
ið lítt hneigðir fyrir að skrá atburði
líðandi stundar eða rifja upp liðna
tíð og að varðveislu ritaðra gagna
hafi stundum verið ábótavant.
Grindavíkursaga er myndarlegt
ritverk að öllum ytra búnaði. Brot
er fremur stórt, dálkar tveir á síðu
og myndir fara vel við texta.
Sigurjón Björnsson