Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 38
-S8 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997
MINIMIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Sigríður Ingi-
niundardóttir
fæddist að Ysta-
Bæli undir Austur-
Eyjafjöllum 11.
október 1917. Hún
lést á heimili sínu
7. maí siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Ingi-
mundur Brandsson,
bóndi á Ysta-Bæli,
_ f. 9.8. 1889, d. 16.7.
1973, og kona hans
Ingiríður Eyjólfs-
dóttir, f. 19.6. 1889,
d. 21.5. 1968. Sig-
ríður átti fjögur systkini: Elínu,
f. 16.9. 1914, d. 25.10. 1987,
Tómas Ólaf, f. 22.7. 1919, Krist-
björgu, f. 27.2. 1925, og Svein-
björn, f. 1.9. 1926.
Árið 1943 giftist Sigríður
Jóni Stefánssyni, verkamanni í
Reykjavík, f. 28.10. 1919. For-
eldrar Jóns voru Steinunn Jóns-
dóttir og Stefán Bjarnason. Sig-
ríður og Jón eignust fjögur
börn, þau eru: 1) Stefán, f. 1944,
maki Sigríður Sveinsdóttir, þau
->• eiga fjögur börn og tíu barna-
börn. 2) Ingiríður Karen, f.
1949, maki Þröstur Eyjólfsson,
Elsku mamma mín, nú er komið
að kveðjustund í bili, þú ert farin í
langferð, en ég kem seinna.
Allar þær minningar sem koma
upp í huga mínum um okkur eru
yndislegar. Við vorum ekki bara
mæðgur, heldur líka góðar vinkonur
og vinnufélagar til margra ára. Allt-
af vorum við saman. Saman að
jl^aupa afmælisgjafir, jóiagjafir, fara
saman til útlanda, já, í gleði og sorg
vorum við saman. Þú tókst þátt í
öllum mínum gleðistundum og alltaf
leitaði ég til þín ef eitthvað var að.
Já, elsku mamma, það var ekki bara
ég sem naut þess að vera með þér
heldur öll mín fjölskylda. Þegar ég,
kornung, átti mitt fyrsta barn, voruð
þið pabbi okkur allt og fjölskyldan
stækkaði. Strákarnir mínir áttu ör-
uggan stað í hjarta þínu.
Þegar ég læt hugann reika er svo
margt sem ég vildi segja og þakka
þér. Ég er rík af minningum, minn-
ingum um sterka konu, fallega konu,
merkiskonu, móður, ömmu, og
langömmu. Konu, sem allt sitt líf
var að hlúa að sínum. Margt hefur
*)ú kennt mér um lífið og tilveruna
og vona ég að ég geti skilað því
áfram til minna. Elsku mamma mín,
ég þakka þér fyrir allt sem við áttum
saman hér.
Við hittumst aftur.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Þín,
Steinunn.
Elskuleg tengdamóðir mín er lát-
in, stórfjölskyldan á Bústaðavegi
hefur misst mikið. Hún var höfuð
fjölskyidunnar, hrókur alls fagnaðar,
alltaf létt og kát, enda gestkvæmt
þar. Þegar ég kom fyrst á Bústaða-
veginn undraðist ég þennan stöðuga
gestagang alla daga, en ég var ekki
hissa þegar ég kynntist tengda-
mömmu betur. Hún laðaði að sér
unga sem aldna og það var ekki til
kynslóðabil þar sem hún var. Það
var gott að leita til hennar þegar
•eitthvað kom upp á og fá góð ráð
við hinu og þessu, maður kom aldrei
að tómum kofunum hjá henni. Hún
var mikil blómakona og sést það
best á garðinum hennar, það var líf
hennar og yndi að vera innan um
blómin, hreinsa beðin, láta laukana
úl á vorin og sjá þetta allt blómstra
á sumrin. Tengdamamma var smá-
'vaxin kona, en það var ekkert of
stóil sem hún tók sér fyrir hendur
þau eiga þrjú börn
og tvö barnabörn.
3) Bryndís, f. 1951,
maki Ágúst Ingi
Andrésson, þau
eiga þrjú börn og
tvö barnabörn. 4)
Steinunn, f. 1957,
maki Hallur Ólafs-
son, þau eiga þijú
börn og eitt barna-
barn. Aður átt Sig-
ríður dótturina
Erlu Óskarsdóttur,
f. 19.5. 1938, d. 18.4.
1997, maki Daníel
Hafliðason, þau
eiga þrjú börn og finrm barna-
börn.
Sigríður var húsmóðir í
Reykjavík. Hún var virk i
Rangæingafélaginu frá því hún
flutti til Reykjavíkur. Hún var
einn af stofnendum kvenna-
deildar þess og var formaður
þess í 12 ár. Einnig starfaði hún
með Kvenfélagi Bústaðasókn-
ar. Hún vann við ýmis störf en
lengst af á Rannsóknastofu
Háskólans.
Utför Sigríðar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
sem hún gat ekki leyst úr. Það var
gaman að fara með henni til út-
landa. Þegar allir voru uppgefnir
eftir að labba allan daginn, var hún
eldhress og kvartaði ekki þó hún
væri komin á áttræðisaldur. Ég hef
aldrei séð fullorðna konu jafn liðuga
og létta á sér. Hún var félagslynd
og hafði gaman af að starfa í Kven-
félagi Bústaðasóknar og Rangæ-
ingafélaginu, en þar var hún í essinu
sínu. Þar var nóg að starfa við bakst-
ur, flóamarkað og ýmislegt fleira,
að ógleymdum öllum ferðalögunum
sem hún fór í með þessum félögum
og sagði frá á sinn ógleymanlegan
hátt. Hún var sérstaklega minnug á
staði. Þó það væru áratugir síðan
hún kom þangað, gat hún lýst þessu
eins og hún hefði verið þar í gær.
Tengdamamma átti því láni að
fagna að geta haft alla sína afkom-
endur í kringum sig, þar til fyrir
tæpum mánuði, þegar Erla dóttir
hennar varð bráðkvödd, 58 ára. Það
var mikið áfall, en hún stóð sig eins
og hetja og hefur vitað að þær ættu
eftir að hittast áður en langt um liði.
Ég kveð mína kæru tengda-
mömmu, sem var mér eins og önnur
móðir. Élsku tengdapabbi, þú hefur
misst mikið, það var aðdáunarvert
hvað þú annaðist hana vel í veikind-
um hennar, ég bið góðan Guð að
styrkja þig og styðja.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka,
Guði sé lof fyrir liðna tíð,
margs er minnast,
margs er að sakna,
Guð þerri trega tárin stríð.
(Vald. Briem.)
Sigríður Sveinsdóttir.
Nú hefur þú, amma mín, yfirgefið
okkur, rétt eins og mamma gerði
fyrir aðeins tæpum þremur vikum.
Ég veit að nú hafið þið fallist í faðma
eins og þið gerðuð alltaf á meðan
þið bjugguð á meðal okkar.
Veistu það að þótt þú hafir verið
orðin 79 ára og sárlasin þá varst
þú alltaf svo sterk og svo ung. Þú
varst hreint ótrúleg manneskja,
manngerð þín var engri lík þú hafð-
ir alltaf ráð undir rifi hveiju bæði í
sorg og í gleði. Oftar en ekki skák-
aðir þú læknavísindunum. Þú varst
uppfull að fróðleik sem þú sannar-
lega hefur miðlað til mín um menn
og málleysingja, um land og þjóð.
Þú hefur kennt mér svo margt í
gegnum árin að það er hreint með
ólíkindum þvílíkur fróðleiksbrunnur
þú varst. Þú varst svo næm á að
þekkja sálarlíf fólks, gott var að leita
til þín með hverskyns vandamál.
Oftar en ekki hringdir þú til mín
einmitt þegar ég þurfti á því að
halda, þú einfaldlega vissir að þín
var þörf, þannig varst þú.
Óskaplega var alltaf gaman að
sitja með þér við eldhúsborðið á
Bústó þegar þú leiddir mig með ótrú-
legri frásagnarlist þinni inn í gamla
tímann, við fórum eins og í draumi
austur undir Eyjafjöllin þín. Þeim
stað sem þú unnir mest, þar var sko
yndislegt. Þú áttir svo góðar minn-
ingar um foreldra þína og systkini
sem þú dáðir og elskaðir svo mikið.
Þú varst sveitastúlkan sem sprang-
aðir léttfætt um túnin með fallegu
ljósu lokkana þína með hrífu í hönd
eða teymdir heim að bæ hrossin
klyfjuð nýbundinni, ilmandi heyt-
uggunni. Svona gæti ég haldið
áfram og sjálfsagt væri það efni í
heila bók. Þú þekktir öll kennileiti á
æskuslóðununi, öll örnefni, hveija
einustu þúfu, ég held jafnvel amma
mín að þér hafi tekist að kenna mér
að þekkja a.m.k. aðra hveija þúfu.
Síðan drukkum við kaffið þitt sterka,
gæddum okkur á óviðjafnanlegri
kæfunni þinni og auðvitað fengum
við okkur líka jólakökuna þína,
manstu allar rúsínurnar, þær voru
sko ekki sparaðar. Við hlustuðum á
fuglasönginn sem barst inn úr fal-
lega garðinum þínum, þar búa smá-
fuglar í þúsundatali vel mettir, þú
sást til þess. Oft kom Gústa vinkona
þín í heimsókn til að fá „ekta lit“
eða „permó“ þá var sko oft glatt á
hjalla á Bústó hjá ykkur afa.
Þú varst þeirrar gæfu aðnjótandi
að eiga stóra og samheldna fjöl-
skyldu sem þú annaðist eins og sjá-
aldur augna þinna, öll börnin þín,
tengdabörn, barna- og barnabarna-
börnin. Við vorum öli þitt yndi og
lífsins ljós, þú gladdir okkur alltaf á
afmælisdögum okkar. Þú straukst
okkur blítt og innilega á vangann,
knúsaðir okkur og kysstir í bak og
fyrir, baðst alltaf guð og alla góða
vætti um að geyma okkur og blessa
og leiða okkur í gegnum lífið á sem
farsælastan hátt, þannig varst þú.
Þú varst alltaf svo fín og flott, þú
varst drottningin í fjölskyldunni, það
er erfitt að sætta sig við að þið báð-
ar, þú og mamma, þessir mögnuðu
persónuleikar séuð farnar yfir í ann-
an heim. Við sem eftir sitjum með
sorg í hjarta verðum að trúa því að
einhver hljóti tilgangurinn að vera
með þessari burtköllun, við vitum
líka og huggum okkur við að nú
hafið þið aftur hist, þið sem voruð
svo nánar og gátuð ekki hvor af
annarri séð. Við vitum það líka að
góður guð og allir englar himinsins
hafa tekið á móti ykkur með út-
breiddan faðminn. Við vitum líka að
þið munuð halda áfram að gæta
okkar og vernda rétt eins og þið
gerðuð ávallt á meðan þið voruð
hérna hjá okkur. Nú skoðið þið
skýjabreiðurnar saman.
Minninguna um þig mun ég ávallt
geyma í hjarta mínu og miðla áfram
til barna minna. Hvíl þú í friði.
Þín
Kolbrún Kristín
Elsku amma. Okkur langar að
kveðja þig þegar þú hefur kvatt
þennan heim og þú ert komin á stað
þar sem þér líður vel og tekið hefur
verið vel á móti þér. Það er alltaf
yndislegt að koma á Bústó en betra
væri samt að hafa þig þar líka. Allt-
af lumaði amma á góðgæti en ekk-
ert var betra en jólakakan sem
amma bakaði.
Elsku amma, allar yndislegu og
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an er falleg minning í huga okkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Takk fyrir allt og allt, elsku amma
og langamma.
Sighvatur, Helga og
Sigursteinn Atli.
Elsku amma okkar, nú ertu horf-
in okkur frá, við sitjum hér svo tóm
en samt svo rík af öllu sem þú kennd-
ir okkur. Það var alltaf svo gott að
droppa við á Bústó rétt í smá kaffi
og jólaköku, þú gast alltaf ráðlagt
okkur um allt milli himins og jarð-
ar, þú gast allt og gerðir allt.
Þú varst sú sem hélst okkur öllum
alltaf saman, við vorum svo mörg
en alltaf hafðir þú tíma fyrir okkur
öll og vildir allt gott fyrir alla gera,
og jólaboðin hjá ömmu á Bústó voru
alltaf best, þá hittust allir og þú
gerðir svo góðan mat handa okkur
öllum, og best var þegar þú komst
í heimsókn til okkar, þá opnaðir þú
veskið þitt og þar var alltaf mola
að finna. Hvergi var betra að fara
í sólbað en í fallega garðinum þín-
um, það er sagt að þeir sem rækti
garðinn sinn, rækti sig og fjölskyldu
sína og elsku amma, þú hefur alltaf
verið undirstaða þessarar stóru fjöl-
skyldu.
Hvíl i friði.
Nú hverfí oss sviðinn úr sárum
og sjatni öll beiskja í tárum,
því dauðinn til lífsins oss leiðir,
sjá, lausnarinn brautina greiðir.
Þótt líkaminn falli að foldu
og felist sem stráið í moldu,
þá megnar Guðs miskunnar kraftur
af moldum að vekja hann aftur.
(Stef. Thor.)
Viðar, Harpa, Sigríður
og Sighvatur.
Elsku amma mín, ég geymi minn-
ingu þína í hjarta mínu. Þú sem
varst alltaf svo falleg og góð, þú
varst alltaf tilbúin að hjálpa öðrum
og maður gat komið til þín með
hvaða vandamál sem var og þú gast
gert gott úr þeim. Þú varst alltaf
glöð og ánægð og oft sast þú í garð-
inum þínum í sólskininu með fallegu
blómunum sem þú hugsaðir svo vel
um. Já, alltaf sá maður ljós í lífi
þínu og gat tekið þig sem góða fyrir-
mynd. Elsku amma mín, með þess-
um orðum kveð ég þig og bið Guð
að geyma þig.
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfír mér.
Elfa Björk.
Sigga frænka á Bústaðaveginum
hefur nú kvatt okkur, og haldið nær
samferða elstu dóttur sinni í ferð á
aðrar slóðir.
Gengin er mikilhæf kona er gaf
öðrum úr kærleiksbrunni sínum af
slíku örlæti, að vandfundið er. Þeir
eru ófáir Eyfellingarnir sem hún
heimsótti að sjúkrabeði, um leið og
hún vissi að sá hinn sami hefði þurft
að leggjast inn á spítala, þá leit hún
við og spjallaði og hughreysti, eins
og henni einni var lagið.
Faðir minn heitinn var einn af
þeim, er þess nutu, en honum hafði
heldur ekki verið í kot vísað í gamla
daga er hann vantaði húsaskjól í
Reykjavík. Hún var sú kona er átti
svo auðvelt með að brúa bilið á milli
kynslóðanna, með viljanum til þess
að skilja. Hennar ríka frásagnargáfa
hreif mann oftar en ekki inn í tím-
ann sem var, vegna þess að frásagn-
irnar gæddi hún lífi, með því að
draga hinar kómísku hliðar tilver-
unnar með, því hún vissi svo vel
hversu nauðsynlegur þáttur það er
að geta hent gaman að tilverunni.
Fyrir nokkrum árum er brimaði
upp í mínu lífi, leit ég við á Bústaða-
veginum, og sat og spjallaði við
Siggu og Nonna mann hennar um
stund, og fékk að njóta þess hins
mikla kærleiks og umhyggju er þar
var að finna. Það var mér svo sann-
arlega ómetanlegt. Ég kveð frænku
mína með innilegri þökk fyrir alla
þá elsku, er hún gaf mér og mínum.
Ég votta Nonna og börnunum, sem
og öðrum aðstandendum, mína inni-
legustu samúð, og bið Guð að gefa
þeim styrk í sorginni.
Til moldar oss vígði hið mikla vald,
hvert mannslíf, sem jörðin elur.
Sem hafsjór, er rís með fald við fald,
þau falla, en Guð þau telur,
því heiðloftið sjálft er huliðstjald,
SIGRÍÐURINGI-
- MUNDARDÓTTIR
sem hæðanna dýrð oss felur.
Að eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphimin fegri, en auga sér,
mót öilum oss faðminn breiðir.
Guðrún María Óskarsdóttir
frá Miðbælisbökkum.
Elsku Sigga mín, takk fyrir allt
sem þú gafst mér. Þú kenndir mér
að horfa öðruvísi á náttúruna, blóm-
in, trén, fuglana, já, allt lífið. Elsku
kæra vina, þig sem klæddi svo vel
rautt - takk fyrir móðurkærleikann
sem þú leyfðir mér utanaðkomandi
að njóta. Mér fannst þú einstök
perla. Guð blessi brottför þína héð-
an, hann styrki og styðji þinn trúa
og yndislega eiginmann og huggaðu
góður guð börnin hennar og alla sem
syrgja Siggu og Erlu dóttur hennar
svo sárt, en stutt er síðan hún fór.
Þú einn getur hjálpað og minning-
arnar yljað.
Syrgja nú látna
svanna prýði
eiginmaður, börn
og ástmenni;
Deyi góð kona
er sem daggar geisli
hverfí úr húsum,
verður húm eftir.
Ei má ég til þín
aftur koma,
en þú til mln,
svo þóknast guði?
Ofan fór til jarðar
engill sendur,
en aftur tveir
upp til himins.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Vinarkveðja,
Guðrún Gunnarsdóttir (Sista).
Nú er hún amma mín fallin frá
og minningarnar leita á hugann.
Hún amma var stórkostleg kona,
sem ræktaði fjölskylduna og hélt
henni saman, hjálpaði og ráðlagði
þeim sem þurftu, það voru aldrei
nein vandamál sem ekki var hægt
að leysa. Þegar ég var lítil fannst
mér gott að fá að sofa hjá ömmu
og afa, það var svo gott að vera
þar, og það breyttist ekkert þegar
ég stækkaði þá var líka svo gott
að koma á Bústó eins og Bústaðar-
vegurinn var jafnan nefndur, það
var alltaf tími til að taka á móti
gestum og spjalla enda var mikill
gestagangur þar. Amma sagði mér
sögur af lífinu í sveitinni þegar allt
var unnið í höndum og með hestum
enda lifði hún tímanna tvenna í
þessari öru þróun sem orðin er I
sveitinni. Það er ekki hægt að minn-
ast ömmu án þess að nefna garðinn
hennar, það óx allt og dafnaði sem
hún setti niður og garðurinn ber
þess merki að það var hlúð að hveiju
blómi og tré alveg eins og hún hlúði
að okkur barnabörnunum og barna-
barnabörnum og gaf okkur svo mik-
ið sem við búum alltaf að í lífinu.
Elsku amma, takk fyrir allt sem
þú gafst mér. Guð geymi þig og
Erlu sem fór svo snöggt frá okkur.
Heim til fjalla!
Þar á mærin hýra heima,
hún, sem ég skal aldrei gleyma,
lokkar hrynja’ um hálsinn bjarta,
hafdjúpt tindrar augað svarta.
„Ég get,“ segir’ hún, „sorgir stytt,
sjáðu: ég er hjartað þitt!“
Heim til fjalla!
Þar sem ró aer öllu yfir,
ástin hreina’í bijóstum lifír;
fjöllin beina hug til hæða,
hjörtun lífga, fegurð glæða,
æskugleðin aldrei dvín
upp við blessuð fjöllin mín!
(Guðmundur Guðmundsson)
Anna Björg.
Hér angar allt til stranda
í árdagsroða blæ.
og ylur heilags anda
fer yfir land og sæ.
Minn hugur vorleið velur,
í vonarörmum grær,
bað blóm, sem ást mín elur
og aldrei bliknað fær.