Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMINGAR
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1997 37
HANNES
GÍSLASON
+ Hannes Gíslason
var fæddur í
Reykjavík 4. apríl
1912. Hann lést á
Landspítalanum 3.
mai síðastliðinn.
Foreidrar hans
voru Gísli H. Gísla-
son trésmiður, f.
14.07. 1883, d. 3.8.
1973, og Kristbjörg
Herdís Helgadóttir
húsmóðir, f. 1.11.
1888, d. 23.11.1963.
Systkini Hannesar
eru: Helgi Gíslason,
f. 24.4. 1909, d. 1.4.
búsettur í Reykja-
vík, Svava Gísla-
sóttir, f. 5.2. 1922,
d. 1996, Ástdís
Gísladóttir, f. 24.4.
1926, búsett í
Reykjavik, og hálf-
systir, samfeðra,
Gíslína Gísladóttir
(látin).
Hannes iauk
sveinsprófi í hús-
gagnasmíði frá Iðn-
skólanum í Reykja-
vík árið 1933. Hann
rak eigið hús-
gagnaverkstæði til
1988, Svava Gísladóttir, f.
16.11. 1910, d. 27.6. 1920, Sig-
urberg Gíslason, f. 10.2. 1916,
d. 10.6. 1984, Halldór Gíslason,
margra ára.
Útför Hannesar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
í dag kveðjum við Hannes Gisla-
son húsgagnasmið. Hannes var
ættaður frá Mjóafirði og fæddur í
Reykjavík árið 1912 og var því 85
ára þegar hann lést eftir stutta
spítalalegu. Hannes átti langt og
ötult starf að baki, en hann rak
húgagnasmíðaverkstæði við Mikla-
torg.
Hannes fæddist í húsi við Hverf-
isgötu 40 og ólst þar upp fram að
fermingu. Hannesi varð tíðrætt um
gamla tímann og sagði okkur frá
bernsku- og unglingsárum sínum.
Þessar endurminningar endur-
spegla lifsviðhorf hans, m.a. vinnu-
semi og velferð fjölskyldunnar.
Skuggahverfið var hans staður,
þar var hægt að vinna inn skild-
ing, að hans sögn, við að sólþurrka
saltfisk og að snúa roðinu upp fyr-
ir karla og kerlingar sem þar unnu.
Ef hann fór að skvetta úr sér varð
það að ganga hratt fyrir sig, því
það þótti skömm að láta rigna í
saltfiskinn. Var þar komin kapp-
semin og atorkan sem einkenndi
Hannes alla hans starfsævi. Stund-
um var beðið frá kl. 7 að morgni
til 10-11 eftir því hvort hann ætl-
aði að fara að rigna eða ekki og
þá hvort það yrði vinna eða frí
þann daginn. Það átti ekki við
Hannes að bíða og tók þá við starf
sendisveinsins og ýmis önnur
guttastörf.
Þannig voru uppvaxtarár Hann-
esar, vinnan alltaf skammt undan.
Fljótlega fluttist fjölskyldan í
húsið Reykholt við Laufásveg, lítið
bárujárnsklætt timburhús sem faðir
hans byggði _og stendur neðan við
Hringbraut. Á þeim tíma þótti þessi
staður vera uppi í sveit, þar sem
nánast engin byggð var austan við
Skólavörðuholt, aðeins holtið og
móarnir og örfá hús sem byggðust
um svipað leyti. Seinna komu Pól-
arnir, Landspítalinn og flugvöllur-
inn og sú starfsemi með árunum.
Þarna undi fjölskyldan sér við leik
og störf og börnin orðin fimm tals-
ins.
En þá skipast veður í lofti og
sorgin gerði sig heimakomna. Árið
1920, niðri á flugvelli bjó flugvél
sig undir lendingu. Margmenni
hafði safnast saman að fylgjast með
slíkum viðburði. Flugvélinni hlekkt-
ist á í lendingu og ók stjórnlaus inn
í mannþröngina með þeim afleiðing-
um að litlu börnin tvö, systkini
Hannesar, þau Siggi og Svava urðu
undir. Svava dó og Siggi hlaut
ævarandi örkuml. Þessi sorg og
þessi missir markaði fjölskyldulífið
æ síðan, þó fjölskyldan hafi lært
með árunum að lifa með sorginni.
Þessi atburður hefur sennilega haft
mikil og mótandi áhrif á Hannes,
þá aðeins átta ára gamlan, því
umhyggjusemi og ábyrgðartilfinn-
ing Hannesar í garð fjölskyldu sinn-
ar og ættingja var mikil og óeigin-
gjörn sem fólk veit sem til hans
þekkti.
Eftir fráfall systurinnar bættust
síðan tvær systur í hópinn, þær
Svava, f. 1921, d. 1996, og Ástdís,
f. 1926, móðir mín og tengdamóðir.
Gísli, faðir Hannesar, var húsa-
smiður og vann við húsasmíði í
Þingholtunum og við Tjarnargötuna
og víðar.
Snemma fór Hannes að vinna
með föður sínum við smíðarnar og
kom að því að Hannes lærði hús-
gagnasmíði og lauk sveinsprófi í
þeirri iðn árið 1933.
Rétt fyrir seinna stríð sigldi
Hannes til Kaupmannahafnar til
náms og starfa. Varð honum tíð-
rætt um dvöl sína í Danmörku og
líkaði þar vel, því Danir gerðu vel
við hann. Ekki er að undra þó hann
hafi staðið sig þar vel eins og fyrri
daginn og fór svo að kennari hans
útvegaði honum vinnu, í miðri
kreppunni miklu, á virtu verkstæði
þar sem smíðað var utan um út-
varpstæki, en á þeim tíma var slík
smíði hin mesta listasmíði, lista-
lagt, samskorinn spónn og póleruð
lökkun, mikið handverk. Þarna
lærði Hannes mikið og hlaut mikinn
faglegan þroska sem hann bjó að
alla tíð síðan.
En ekki var kreppan aðeins í
Danmörku. Hér á landi voru einnig
erfiðir tímar um þessar mundir og
litla vinnu að fá. Hannes var því
kallaður heim fyrr en til stóð til að
létta undir með stóru heimili sem
og hann umsvifalaust gerði. Ekki
var mikið um að vera á þessum tíma
og hjólin snerust hægt, skömmtun-
arseðlar voru notaðir og lítið og
sama og ekkert til af neinu. Hann-
es var þó stórhuga og pantaði vélar
af bestu gerð á verkstæðið sem þá
yrði gangsett. Stríðið skall á og
vélarnar urðu innlyksa og komu
ekki fyrr en eftir stríð.
Þegar Bretinn steig á land, lifn-
aði allt við og Bretavinnan hófst.
Þá var líf í tuskunum. Hannes vann
þá með föður sínum og fleirum við
smíðar, m.a. að smíða kvisti á
braggana.
Nú voru vélarnar komnar og
Hannes setti í gang húsgagnaverk-
stæðið við Miklatorg. Hann og
menn hans höfðu varla undan að
smíða upp í pantanir og voru borð-
stofusettin og svefnherbergishús-
gögnin vinsælar brúðargjafir.
Verkstæðið var í húsi sem stóð
neðan við Miklatorg og þar sem
rishæð hússins nam uppfyrir
brekkuna frá Miklatorgi niður að
Pólunum, mátti sjá borðstofu- eða
svefnherbergissett í litlum sýning-
arglugga. Sennilega var þetta hans
eina auglýsing að undanskildu því
verki sem hann skilaði af sér.
Hannes var dugmikill og afkasta-
mikill smiður. Hann smíðaði mikið
fyrir opinberar stofnanir svo sem
fyrir Ríkisútvarpið, Rafmagnsveit-
una, ýmsar skólabyggingar og
margt fleira. Má enn þann dag í
dag sjá skrifborð og skápa eftir
hann í notkun enda sterk og vel
smíðuð húsgögn. Hannes var stór-
huga tii verka og hóf hann bygg-
ingu skrifstofu- og iðnaðarhús-
næðis á Suðurlandsbraut 12 og
hugðist flytja þangað verkstæði
sitt. Á þessum tíma var Hannes
kominn nokkuð á seinni hluta
starfsævi sinnar, svo að ekki varð
úr að hann flytti verkstæði sitt
þangað, fyrr en fyrir nokkrum
árum.
Þannig liðu árin við mikla vinnu
og kaus Hannes sér lengri vinnudag
en flestir aðrir. '
Hannes bjó nær alla sína tíð í
Reykholti með íjölskyldu sinni og
eftir að foreldrar hans féllu frá bjó
hann þar ásamt systkinum sínum
þeim Svövu og Sigga. Hannes ferð-
aðist með systur sinni Svövu um
Evrópu og talaði hann oft um þess-
ar ferðir og var sem tvær siíkar
ferðir dygðu honum út lífið og
minntist hann oft þessara ferða.
Hannes giftist aldrei og eignaðist
ekki börn. Hann var í hlutverki hins
góða frænda, börn hændust að hon-
um, enda barngóður og var honum
annt um velferð barnanna í írjöl-
skyldunni. Alltaf var gott að leita
til þeirra Hannesar og Svövu hvort
sem það var að fá aðstoð við heima-
námið eða til að ræða um ýmislegt
sem kom upp í dagiegu lífi. I minn-
ingunni er Reykholt eins konar
sælureitur barnsins, húsið og stór-
fjölskyldan sem þar bjó, garðurinn
með rifsbeijarunnunum, rólurnar
sem Gísli afi, faðir Hannesar, smíð-
aði og ferðalögin upp í sveit á stóra
bílnum hans Hannesar.
Þó að Hannes ynni langan vinnu-
dag á verkstæðinu var hann aldrei
upptekinn þegar á þurfti að halda.
Þangað litu inn margir mætir menn
til skrafs og ráðagerða eða að fá
hann til að slá saman myndarömm-
um eða gera við stólfót. Börnin í
fjölskyldunni gátu alltaf gengið að
honum vísum á verkstæðinu og sit-
ur angan af nýsöguðum við og hljóð
frá beittum hefli í minningunni, því
að oft sátum við börnin þar á gólf-
inu, eitt eða fleiri, við að setja sam-
an spýtur. Það var sama hversu
mörg við börnin vorum, alltaf gerði
hann sér þessar heimsóknir að
dagamun, því oft var keypt vínar-
brauð eða súkkulaðistykki með
kaffinu. Hann var lítill kaffistells-
bollinn hennar Svövu í höndunum
á Hannesi, því hann saup gjarnan
af með báðum höndum eins og
hann væri að ylja sér á kaffinu,
þannig að bollinn hvarf í lófana,
en fingurnir voru svo verklegir að
þeir pössuðu ekki fyrir fíngerða
bollahankana.
Hannes var hár og grannur með
hvítt hár og lá honum lágt rómur.
Aldrei óð á honum né minnumst
við að hafa heyrt hann kalla hátt.
Oft var stutt í hláturinn sem var
stuttur og hristust þá gjarnan axl-
irnar. Hann hafði góða kímnigáfu
og ekki var laust við að hann væri
dálítið stríðinn. Hannes var góð-
menni í hvívetna. Þegar Svava syst-
ir hans veiktist sinnti hann henni
mjög vel og heimsótti hann hana
nær daglega eftir að hún fór á
sjúkrahús en þar dvaldi hún um
árabil áður en hún lést.
Nú er komið að kveðjustund og
má með sanni segja að Hannes
hafi gengið í gegnum lífið í senn
hnarreistur og auðmjúkur. Við
þökkum Hannesi fyrir allar sam-
verustundirnar og allt það sem hann
hefur gert fyrir okkur. Minningin
um hann mun verða okkur hinum
leiðarljós í lífinu.
Kristín Kristmundsdóttir,
Eyjólfur E. Bragason.
Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum,
sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund.
Oft bar hann þrá til þín í huga sínum
og þú gafst honum traust á banastund.
Nú leggur hann það allt sem var hans auður,
sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér.
Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður,
sem einksis hér á jörðu væntir sér.
Ei spyr ég neins, hver urðu ykkar kynni,
er önd hans, dauði, vitjar sína braut,
og þú veist einn hvað sál hans hinsta sinni
þann sigur dýru verði gjalda hlaut.
En bregstu þá ei þeim er göngumóður
og þjáðri sál til fundar við þig býst.
Ó, dauði, vertu vini mínum góður
og vek hann ekki framar en þér líst.
(Tómas Guðmundsson)
Elskulegur frændi minn Hannes
Gíslason hefur nú kvatt þessa jarð-
vist 85 ára að aldri. Hannes var
húsgagnasmiður að atvinnu og rak
verkstæði sitt steinsnar frá heimili
sínu Reykholti við Laufásveg. Það
var alveg sérstök tilfinning að koma
á verkstæðið hans Hanna frænda.
Þar smíðaðq hann traust og falleg
húsgögn. í Reykholti bernsku
minnar var oft glatt á hjalla. Þar
bjuggu afi og amma ásamt systkin-
um pabba, Hannesi, Svövu og
Sigga. Stór og mikill garður var
bak við húsið þar sem gaman var
að leika sér sem barn.
Nú er komið að kveðjustund,
elsku frændi. Minningin um þig
mun lifa um ókomin ár.
Huggaðu hjarta þitt
eins og þú huggar lítið bam
og sjáðu, brátt tekur það
gleði sína á ný.
Þóra Helgadóttir.
Reykholt við Laufásveg var
ættaróðalið okkar þegar ég var að
alast upp. Þar bjuggu afi og amma,
Hannes, Svava, Siggi, mamma,
pabbi og við systurnar. Á þessum
tíma var þetta ekki óalgengt íjöl-
skyldumunstur, en nú er tími stór-
fjölskyldunnar að mestu búinn að
renna sitt skeið á enda.
Reykholt var lítið timburhús sem
stóð við gamla Laufásveginn sem
heitir í dag Vatnsmýrarvegur. Þeg-
ar Hringbrautin var lögð skar hún
í sundur Laufásveginn og lokaði
austari hluta hans í annan endann.
Húsin við gamla Laufásveginn
höfðu öll nöfn í stað númera eins
og Breiðholt, Bólstaður , Hlíð og
Kálfakot. Garðurinn við Reykholt
sneri að Gróðrarstöðinni Alaska.
Það var næstum eins og að búa
uppi í sveit að búa í Reykholti, þótt
við værum inni í miðri borg.
Þegar ég fæddist inn í fjölskyld-
una voru afi og amma orðin fullorð-
in og afi kominn á eftirlaun og
naut þess að vera samvistum við
barnabörnin. Hannes var aftur á
móti höfuð fjölskyldunnar og sá um
að hinn daglegi rekstur heimilisins
gengi áfallalaust fyrir sig. Það var
alltaf fjölmennt í Reykholti; því þar
gistu gjarnan ættingjarnir að aust-
an er þeir komu til að reka erindi
sín í Reykjavík. Allir voru velkomn-
ir og alltaf vel tekið á móti öllum.
Þegar ég lít til baka finnst mér
ég hafa verið heppin að hafa feng-
ið að njóta þess góða atlætis sem
ég naut í æsku í Reykholti, því að
ánægjulegar æskuminningar eru
hveijum gott veganesti út í lífið.
Hannes rak eigið húsgagnaverk-
stæði skammt frá Reykholti, en það
stóð við gamla Flugvallarveginn.
Hann hafði lokið sveinsprófi í hús-
gagnasmíði frá Iðnskólanum í
Reykjavík árið 1933 og nokkrum
árum síðar hélt hann til Danmerkur
til frekara náms. En kreppan var
skollin á heima og atvinnuleysi mik-
ið svo Hannes sneri heim til að
aðstoða við framfærslu heimilisins.
Það má kannski segja að hann
hafi alltaf verið í því hlutverki því
alltaf var hann reiðubúinn að leggja
sitt af mörkum til að aðstoða fjöl-
skylduna.
Hannes varð áttatíu og fimm ára
og á sinni löngu ævi hafði hann lif-
að gífurlegar þjóðfélasbreytingar.
Hann ólst upp á Hverfisgötu 40,
en þar bjó fjölskyldan við þröngan
húsakost. Það kom alltaf glampi í
augun á Hannesi þegar hann talaði
um árin sín á Hverfisgötunni og
þaðan átti hann margar góðar
minningar. Þar bjuggu allir við
sama skortinn en þrátt fyrir það
virðist samheldnin og samhjálpin
milli þeirra sem þar bjuggu hafa
verið mikil.
Um mitt sumar 1920 verða mik-
il þáttaskil í lífi fjölskyldunnar á
Hverfisgötunni. Þá ferst Svava
(eldri), tíu ára gömul systir Hannes-
ar, í slysi og fjögurra ára gamall
bróðir hans fatlast fyrir lífstíð. Slys-
ið sem átti sér stað á flugsýningu
í mýrinni þar sem Háskólinn stend-
ur nú reyndi mikið á fjölskylduna.
Afi sem var um það bil að hefja
byggingu á húsi fyrir íjölskylduna
við Bræðraborgarstíg varð að hætta
við áform sín og þegar hann hugð-
ist hefja byggingu aftur var eina
lóðin sem hann gat fengið við Lauf-
ásveginn. í augum okkar af yngri
kynslóðinni var Reykholt okkar
draumaparadís, en Hannes var aldr-
ei alveg sáttur við staðsetninguna
því honum fannst Laufásvegurinn
of langt frá Hverfisgötunni og of
langt frá öllum vinunum þar.
A uppvaxtarárum Hannesar þótti^
það sjálfsagt að allir í fjölskyldunni
legðu hönd á plóginn við rekstur
heimilisins og Hannes minntist þess
oft er þeir bræður komu heim með
launaumslögin sín og lögðu á eldhús-
borðið hjá ömmu. Þeir gerðu ekki
miklar kröfur sjálfír aðeins að fá
einstöku sinnum aur fyrir bíóferð.
Eftir að afi byggir Reykholt fæð-
ist móðir mín, en hún var yngst
systkinanna. Hannes sagðist alltaf
hafa fengið hana í fermingargjöf,
því hún fæddist á fermingardaginn
hans. Hann bar alltaf mikla um-‘"
hyggju fyrir Öddu, litlu systur sinni,
og við börnin hennar urðum að
sumu leyti börnin hans líka. Það
var því Hannesi mikið áfall er bróð-
ir minn og nafni hans lést aðeins
nítján ára gamall, en Hannes hafði
þá tekið hann í læri á húsgagna-
verkstæði sínu.
Hannes vann alltaf mikið alla sína
ævi. í fyrstu rak hann húsgagna-
verkstæðið í félagi við annan, en
síðan skiptu þeir því upp og Hannes
rak sitt eigið verkstæði. Hann var
listasmiður og hafði ávallt mikið að
gera. Hann sérhæfði sig í skrifstofu-
húsgögnum og smíðaði mikið fyrir
opinberar stofnanir. Flest húsgögnin
á heimili okkar voru smíðuð af''
Hannesi og ég held að það sé óhætt
að segja að flestir í fjölskyldunni
sváfu í rúmi sem Hannes hafði smíð-
að. Aldrei datt okkur í hug að kaupa
húsgagn án þess að láta Hannes
leggja blessun sína yfir það áður og
hann var ekki að skafa af því ef
honum líkaði ekki vinnubrögðin. En
það var líka hægt að treysta á hans
dómgreind í húsgagnavali og vönd-
uðum vinnubrögðum.
Um 1960 ákvað hann að byggja
stærra húsnæði fyrir verkstæði sitfl*
og fékk lóð við Suðurlandsbraut 12.
Þar byggði hann sex hæða stórhýsi
sem hann leigði út, en verkstæði
sitt hafði hann í bakhúsinu. Suður-
landsbrautin átti stóran sess í lífi
hans og eyddi hann miklum tíma
þar við að vinna við húsið.
Það er ekki oflof að segja að
Hannes hafi verið einstakt góð-
menni. Hann mátti ekkert aumt sjá
og var alltaf boðinn og búinn að
aðstoða alla þá er til hans leituðu
og það voru margir.
Hannes bjó stærstan hluta ævi
sinnar í Reykholti og hélt heimili
þar ásamt Svövu (yngri) systur
sinni, Sigga bróður sínum og for-
eldrum.
Eftir lát foreldra sinna og Sigga
héldu þau systkinin heimili saman
og báru þau mikla umhyggju hvort
fyrir öðru. Síðustu árin bjuggu þau
í Engihlíð 16, en það húsnæði
byggði Hannes um miðbik aldarinn-
ar. Svava lést fyrir hálfu ári á Öldr-
unardeild Landspítalans og fannst
Hannesi erfitt að missa þann lífs-
förunaut og félaga sem Svava syst-
ir hans var honum.
Við systurnar viljum þakka
Hannesi frænda að leiðarlokum fyr-
ir allt það sem hann var okkur og
okkar fjölskyldum. Það er öllum
dýrmætt að eiga góða samferða-
menn í lífinu og Hannes reyndjsfc
fjölskyldu sinn trúr og góður sam-
ferðamaður.
Megi hann hvíla í friði.
Auður Kristmundsdóttir,
Þórdís Kristmundsdóttir.