Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 3
Það er ódýrt að versla í Nova
Scotia, hvort sem ætlunin er að
kaupa einfaldan varning eða fína
merkjavöru. Veitingastaðir bjóða
mat á heimsmælikvarða og tilvalið
er að bregða sér í ferð eftir
undurfallegri sjávarströndinni og
ekki skemmir gestrisnin sem er
heimamönnum í blóð borin.
Fylgstu með á komandi \ikum, þín bíða freistandi tœkifœri í No\a Scotia!
Allar upplýsingar og bókanir hjá
Flugleiðum í síma 50 50 100.
Þá er einnig hægt að skrifa til
Nova Scotia Economic
Development & Tourism -
Marketing, ÞO Box 519,
Halifax, Nova Scotia,
B3J 2R7, Canada.
Fax: 902 424 2668.
Áœtlunarferðir Flugleiða til Halifax í Nova Scotia hafa hlotið gríðarlega góðar viðtökur ogflaug þangað mikill
fjöldi íslendinga á síðasta ári. Halifax var áfyrri tímum áningarstaður þeirra íslendinga semfluttust búferlum
til Vesturheims og er nú nokkurs konar hlið að Kanada, öllum opið, ekki síst þeim sem vilja nýta sér samband
landanna til inn- eða útflutnings. Ýmsum viðskiptatengslum hefur nú þegar verið komið á auk þess sem íslendingar
hafa eignast fjölda vina í Halifax enda eiga þessar þjóðir fjölmargt sameiginlegt.
Um margra ára skeið hefur ólíkum
þjóðum og menningarstraumum
ýmissa landa verið vel tekið í
Halifax og Nova Scotia.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA