Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 60
 Happaþrennu fyrir qfganginn fMnrtpmMróíil) Bffl minni eyösla i eyðsla - hreinni útblástur meiri sparnaður MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3010, NETFANG MBL@CENTRUM.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Spáð hlýnandi veðri næstu daga Lík skipverjans á Æsu fannst ekki við köfun í gær Allar líkur eru á að slysið verði upplýst KAFARAR leituðu í gær í þeim vistarverum kúfískskipsins Æsu sem ekki höfðu verið kannaðar áð- ur, en fundu ekki lík Sverris Hall- dórs Sigurðssonar. Þeir hafa leitað af sér allan grun, að sögn Kristins Ingólfssonar, verkefnisstjóra og fulltrúa Siglingastofnunar Islands. Hann sagði að í dag yrði kafað tvisvar og plógur skipsins hífðpr upp en ekki yrði kafað frekar. „Ég tel alla möguleika á að upplýst verði hvað varð þess valdandi að skipið .^*sökk,“ sagði Kristinn í gærkvöldi. í gærmorgun fóru kafarar inn í stýrishús og skoðuðu stjómhand- föng þar, en undirbjuggu svo frek- ari leit í vistarverum skipverja. Síð- degis fóru þeir inn í einn klefa, bað- herbergi og salerni. Þar með var búið að leita á þeim stöðum, sem ekki höfðu verið kannaðir áður. Þá fóru kafarar inn í vélam'im, en komust ekki inn nema að hluta vegna þrengsla, þar sem hjálmar þeirra og súrefnisgeymar taka mik- ið pláss. Engin ein ástæða virðist vera fyrir slysinu Kristinn Ingólfsson sagði að í dag yrði plógur skipsins hífður upp og myndu kafarar svipast um í kringum hann. Þá myndu þeir einnig fara inn í dælurými við lest- ina. Kristinn sagði að nú hefðu safn- ast góðar upplýsingar um skipið, en líklegt væri að fleiri en einn þáttur hefðu verið samverkandi í að því hvolfdi í blíðskaparveðri. Hann sagði að farið yrði yfir þessar upplýsingar og jafnframt all- ar teikningar skipsins. „Það höfðu verið gerðar einhverjar breytingar, en það er ekkert sem bendir til ann- ars en að vel og réttilega hafí verið að þeim staðið." SPÁÐ er hlýnandi veðri um allt land næstu daga og undir helg- ina ættu að vera komnar aust- lægar áttir með hækkandi hita- stigi, að sögn Guðmundar Haf- steinssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Islands. Kuldakastinu upp á siðkastið hafa valdið norðlægar áttir vegna lægðar sem verið hefur yfir Bretlandi. Að sögn Guð- mundar er sú lægð að leysast upp og lægðasvæði að myndast suður af íslandi og hæð fyrir norðan landið sem valda mun austlægum áttum. Ólafur R. Dýrmundsson, land- nýtingarráðunautur Bændasam- takanna, segir að kuldarnir und- anfarið hafí ekki valdið miklum skaða á gróðri og hann segist ekki telja að ástæða sé til að ör- vænta mikið að svo stöddu. Sauðburður væri hins vegar erf- iðari þar sem menn væru vanir að láta lambfé út á tún og í haga, og þar sem gefa þyrfti fénu úti fylgdi því meiri vinna og fyrir- höfn. „Það leit mjög vel út með allan gróður á tímabili í aprílmánuði og undir sumarmál voru menn t.d. farnir að plægja kornakra undir Eyjafjöllum. Það má reikna með því að það sé sums- staðar töluverður klaki í jörðu ennþá og gróðri hefur lítið eða ekkert farið fram um töluverðan tíma. Þetta er hins vegar í sjálfu sér ekkert óvenjulegt, en borið saman við fyrri ár telst þetta vissulega kalt vor,“ sagði Ólafur. Eftirlitsstofnun EFTA * Island hef- ur fengið ^ flest erindi ÍSLAND er það EFTA-ríki, sem oftast hefur fengið send formleg er- indi frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna rökstudds gruns um að íslenzk löggjöf brjóti í bága við samninginn um Evrópskt efnahags- svæði. Island er jafnframt eina að- ildarríkið, sem ESA hefur kært til EFTA-dómstólsins. I ársskýrslu ESA fyrir síðasta ár kemur fram að fyrstu þrjú árin, sem stofnunin starfaði, þ.e. 1994-1996, voru Islandi sendar 60 svokallaðar formlegar tiikynningar um meint brot á EES, þar af 30 á síðasta ári. Á sama tíma voru Islandi send ellefu ■^►rökstudd álit, en það er síðasta stig athugasemda stofnunarinnar áður en hún sendir mál til EFTA-dóm- stóisins. Þar af voru sex álit send á síðasta ári. 72 erindi til íslands, 67 til Nor- egs og 22 til Liechtenstein Island hefur einu sinni verið kært til dómstólsins, vegna innheimtu og álagningar vörugjalds. Samtals eru þetta 72 formleg erindi, sem Islandi hafa verið send. Auk þess hafa ís- lenzk stjórnvöld fengið fjölda óform- legra athugasemda og fyrirspurna frá stofnuninni. Noregur hafði um síðustu áramót fengið 59 formlegar tilkynningar frá ESA og átta rökstudd álit, samtals 67 erindi. Liechtenstein hefur fengið 22 formlegar tilkynningar en ekkert rökstutt álit. ■ 83,7% tilskipana/9 Morgunblaðið/RAX Aðgerðir vegna vanskila bifreiðagjalda og þungaskatts Vanskil hálfur milljarður -'"NÚMERIN hafa verið klippt af um 100 ökutækjum síðustu tvo sólar- hringa vegna vanrækslu á skoðun. Ástæða átaksins nú er tilmæli fjár- málaráðuneytisins. Ráðuneytið sendi lögreglu erindi þar sem segir að höfuðstóll útistandandi bifreiðagjalds og þungaskatts vegna álagningar 1996 og fyrri ára nemi 153 milljónum. Að viðbættum dráttarvöxtum og kostn- aði nemi vanskil 244 milljónum. Fyrir 1997 eru um 202 milljónir útistandandi, þar af eru dráttar- vextir 10 milljónir. Vanskil ársins 1997 eru öll komin fram yfir eindaga. Samtals nemur því þessi fjárhæð um 446 milljónum. Aðgerðir lögreglu halda áfram næstu vikur. Hægt er að greiða bif- reiðagjald og þungaskatt hjá inn- heimtumönnum ríkissjóðs, s.s. toll- stjóra í Reykjavík og sýslumönn- um. Lögreglan bendir á að upplýs- ingar um greiðslur hjá bönkum berist oft ekki fyrr en sólarhring síðar til embættanna, þannig að bíl- eigendur eigi á hættu að númer séu klippt af, geti þeir ekki sýnt fram á greiðslu. Fræjum sáð í Skógasand LANDGRÆÐSLAN hefur byijað uppgræðslustarfið á þessu kalda vori. í gær var Garðar Þorfinns- son að sá í svæði við veginn yfir Skógasand. Sáð er melfræi, lúpínu og tveimur grastegund- um saman og jafnframt er dreift áburði. 13% nema í 10. bekk hafa próf- að hass 81,1% UNGLINGA í 10. bekk grunnskóla hafa einhvern tím- ann neytt áfengis og 13% þeirra hafa prófað hass. Árið 1995 kváðust 9,6% ungling- anna hafa prófað hass, 7,2% árið 1992 og 4% árið 1989. Þetta kom fram í könnun sem Rannsóknastofnun í upp- eldis- og menntamálum gerði í mars og apríl, en stofnunin hefur gert slíkar kannanir með reglulegu millibili. Fjög- ur þúsund unglingar svöruðu spurningum um neyslu að þessu sinni. Áfengisneysla jókst lítillega Helstu niðurstöður eru, að áfengisneysla hefur aukist lít- illega, en minnst mældist hún árið 1989, þegar 69,9% kváðust einhvem tímann hafa neytt áfengis. Þegar unglingai- eru spurðir hversu oft þeh- hafa neytt áfengis kemur í ljós, að um 42% þeirra hafa neytt þess 10 sinnum eða oftar, en um 20% aldrei. Um 30% ungling- anna segjast hafa orðið drakk- in 10 sinnum eða oftar. Hassreykingar unglinga hafa aukist hröðum skrefum. Árið 1984 höfðu 8,3% nem- enda í 10. bekk einhvern tím- ann prófað hass, þessi tala lækkaði svo á næstu árum, en frá 1989 hefur ávallt mælst aukning. Nú segjast 83,4% pilta og 91% stúlkna aldrei hafa prófað hass, 6,9% piltna hafa prófað það 1-2 sinnum og 4,2% stúlkna og 9,7% pilta hafa prófað það þrisvar sinn- um eða oftar og 4,8% stúlkna. Reykingar aukast Unglingarnir voru einnig spurðir um tóbaksreykingar og kom í ljós að þær hafa auk- ist, þótt ekki jafnist á við árið 1984, þegar 27% nemenda í 10. bekk reyktu daglega. Nú segjast 21,2% gera það, en sú tala fór lægst niður í 15,1% ár- ið 1992.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.