Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 22
ERLEIMT
22 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORIHISA Aoki, sendi-
herra Japana í Perú, ber
vitni á sérstökum fundi
í japanska þinginu i gær
um gíslatökuna í Lima.
Sendiherr-
ann í Lima
settur af
Tókýó. Reuter.
YUKIHIKO Ikeda, utanríkis-
ráðherra Japans, skýrði frá
því á þingi í gær, að sendi-
herra landsins í Perú, Morihisa
Aoki, hefði verið vikið úr starfi
vegna bresta í öryggismálum
sendiráðsins í Lima er gerðu
liðsmönnum Tupac Amaru-
byltingarsamtakanna mögu-
legt að ráðast inn í sendiherra-
bústaðinn og halda mörg
hundruð manns þar í gíslingu.
Er Aoki sneri heim til Jap-
ans, eftir velheppnað áhlaup
sérsveita hers- og lögreglu
sem bundu enda á töku sendi-
ráðsins 22. april sl., lýsti hann
yfir vilja sínum til að halda
áfram starfí og það helst í
Lima.
Við því var ekki orðið og
ákveðið að gera Aoki ábyrgan
fyrir töku bústaðarins 17. des-
ember sl. Var honum gefinn
kostur á að biðjast lausnar frá
sendiherrastarfi. Verður hann
áfram í starfi í utanríkisþjón-
ustunni og fær það verkefni
fyrst um sinn að leggja á ráð-
in um hvernig megi koma i
veg fyrir töku sendiráða og
gísla.
Kosningabaráttan í Kanada
Ovægin gagnrýni
á Chretien
Ottawa. Reuter.
JEAN Chretien, forsætisráð-
herra Kanada, þurfti að þola
óvægna gagnrýni á mánudags-
kvöldið, þegar einu sjónvarps-
kappræðurnar sem fram fara á
ensku áður en þingkosningarnar
skella á hinn 2. júni nk. voru
sendar út.
Þar sem Chretien er óumdeild-
ur leiðtogi landsins og er lang-
efstur í öllum skoðanakönnunum
er hann skiljanlega sá sljórn-
málamaður sem spjót leiðtoga
hinna stjórnmálaflokkanna fjög-
urra beinast að, hvort sem þeir
eru aðskilnaðar- eða sambands-
ríkissinnar, hægri- eða vinstri-
menn.
Flokksleiðtogarnir slepptu
fram af sér beizlinu í kappræðun-
um, sem stóðu í tvær og hálfa
klukkustund. Chretien mátti
hafa sig allan við að verjast árás-
um mótherja sinna. Þeir ræddu
málefnin vítt og breitt, allt frá
heilbrigðiskerfinu til „næstum-
því“-sigurs aðskilnaðarsinna í
þjóðaratkvæðagreiðslu í Quebec-
fylki haustið 1995.
Chretien var ekki sízt gagn-
rýndur fyrir að hafa í síðustu
kosningabaráttu, fyrir þremur og
hálfu ári, heitið því að skera ekki
niður útgjöld til heilbrigðismála
en hafa svo skorið greiðslur úr
ríkiskassanum til heilbrigðis- og
félagsmála í fylkjunum niður um
sem næmi 7 milljörðum kanada-
dala, um 357 milljarða króna.
Mikið fylgi
aðskilnaðarsinna
Skoðanakönnun, sem var birt
í kanadísku sjónvarpi í gær, gaf
til kynna að fylgi aðskilnaðar-
sinna í hinu frönskumælandi
Quebec væri jafn mikið í fylkinu
og frjálslynda flokksins, flokks
Chretiens. Aðskilnaðarsinnar
fengju samkvæmt könnuninni 38
af hundraði atkvæða í kosning-
um en fijálslyndi flokkurinn
37%. 20% sögðust styðja íhalds-
flokkinn og 17% voru óákveðnir.
Fjölskyldur flýja sjóleiðina til S-Kóreu
Óttast fjöldaflótta
frá Norður-Kóreu
Seoul, Tokyo. Reuter.
ÍBÚAR Suður-Kóreu óttast nú
straum flóttamanna á sjó frá Norð-
ur-Kóreu, eftir að tvær norður-kór-
eskar fjölskyldur, alls 14 manns,
komust heilar á húfi suður fyrir
landamærin með báti í gærmorgun.
Talið er að þetta sé í fyrsta sinn,
sem einhveijum tekst að flýja þessa
leið til suðurs úr hinu stalíníska al-
þýðulýðveldi á hungurhijáðum norð-
urhluta Kóreuskagans. Dagblöð í
Suður-Kóreu spurðu í stórum fyrir-
sögnum: Er þetta upphaf fjöldaflótta
eftir sjóleiðinni?
Fátt bendir þó til að hinir vei
höldnu og klæddu flóttamenn sem
stigu á land í hafnarborginni Inchon
væru fyrirboðar um slíkan fjölda-
flótta.
Kim Dong-jin, varnarmálaráð-
herra Suður-Kóreu, tjáði samráð-
herrum sínum í ríkisstjórninni, sem
kölluð var saman í skyndi vegna
málsins, að flóttinn hefði verið fjár-
magnaður af skyldmenni flóttafólks-
ins, sem byggi í Bandaríkjunum. Sá
hefði komið 20.000 Bandaríkjadöl-
Reuter
STUÐNINGSMENN og gagnrýnendur kanadískra stjórnmálaleiðtoga veifa kosningaspjöldum fyrir
framan höfuðstöðvar kanadíska ríkissjónvarpsins í Ottawa, þar sem kappræður flokksleiðtoga fóru
fram á mánudagskvöld. Á stóra borðanum sést skopteikning af Jean Chretien, forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Aznars forætisráðherra Spánar vænd um valdníðslu
Þjóðernissinnar krefjast skýr-
inga og vara við afleiðingunum
Malaga. Morgunblaðið.
ÞJÓÐERNISSINNAR í Katalóníu,
sem veija minnihlutastjórn spæn-
skra hægrimanna falli, hafa krafið
Jose Maria Aznar forsætisráðherra
um skýringar vegna mjög alvarlegra
ásakana sem fram hafa komið um
valdníðslu af hálfu stjórnvalda. Sjón-
varpsstjóri Antenna 3-sjónvarps-
stöðvarinnar segir að fulltrúi ríkis-
stjórnar Aznars hafi hótað honum
fangelsisvist vegna þeirrar ákvörð-
unar hans að ganga til samstarfs
við önnur fjölmiðlafyrirtæki, sem
virðast ekki hafa verið stjórnvöldum
að skapi.
Sjónvarpsstjórinn, Antenio As-
ensio, hefur staðfest að hann hafí á
aðfangadagskvöld í fyrra svarað sím-
tali frá Moncloa-höll í Madrid sem
er aðsetur ríkisstjórnar Spánar.
Ónefndur maður hafi þá hótað honum
fangelsisvist vegna þess að hann
hafði þá nýverið lokið við gerð samn-
ings við PRISA-fjölmiðlasamsteyp-
una varðandi samnýtingu á rétti til
beinna útsendinga frá knattspyrnu-
leikjum á Spáni. PRISA gefur m.a.
út dagblaðið £7 Pais, sem löngum
hefur verið hallt undir Sósíalista-
flokkinn (PSOE), helstu andstæðinga
Aznars og Þjóðarflokks hans (PP).
Blaðafulltrúinn
kveðst saklaus
Asensio hefur enn ekki látið uppi
hver það var sem hringdi í hann og
hótaði honum með þessum hætti.
Hann vildi aðeins staðfesta að í sím-
anum hefði verið maður sem starfaði
í Moncloa og nyti trausts forsætisráð-
herrans. Aðspurður neitaði hann því
hins vegar ekki að þar hefði verið á
ferðinni Miguel Angel Rodriquez,
talsmaður Aznars forsætisráðherra.
Rodriquez hefur vísað þessum ásök-
unum til föðurhúsanna.
Asensio sagði tveimur blaða-
mönnum frá hótun þessari. Það var
hins vegar Felipe Gonzalez, fyrrum
forsætisráðherra og leiðtogi Sósíal-
istaflokksins, sem gerði hana opin-
bera að því er virðist án þess að
hafa samráð við Asensio.
„Það ríkir ótti..."
Mál þetta hefur vakið mikla at-
hygli á Spáni ekki síst þar sem það
verður ekki beint flokkað undir hefð-
bundnar og gagnkvæmar ásakanir
sem einkenna stjórnmálalífíð í land-
inu. Þá hafa yfirlýsingar sjónvarps-
stjórans um samskipti viðskiptalífsins
og stjórnvalda einnig þótt fréttnæm-
ar. Asensio segir að „ótti“ einkenni
afstöðu viðskiptalífsins og að ríkis-
stjórnin samþykki án þess að hika
lagabreytingar sem bitni á tilteknum
fyrirtækjum en gagnist öðrum sem
séu stjórnvöldum þóknanleg. „Það
ríkir ótti á Spáni og það er ekki
æskilegt ástand í nokkru landi," sagði
hann í útvarpsviðtali. Hvatti hann
um, rúmlega 1,4 milljónum króna,
til bróður síns, sem var vélstjórinn
um borð í flóttabátnum, sem var
keyptur í Kína fyrir rúmlega fjórð-
ung fjárins. Hann var hlaðinn matar-
birgðum og var meira að segja búinn
farsíma.
Bæði vélstjórinn og skipstjóri
flóttabátsins nutu óvenjulegs ferða-
frelsis af Norður-Kóreumönnum að
vera, enda kom í Ijós að þeir höfðu
notið trausts stjórnvalda til að afla
n-kóreska ríkinu erlends gjaldeyris.
Flóttafólkið var því með fádæmum
ríkt á mælikvarða N-Kóreubúa.
Saka stjórnvöld um að hindra
sjálfstætt hjálparstarf
N-Kóreskir embættismenn sök-
uðu í gær suður-kóresk stjórnvöld
um að hindra að hjálpargögn og
-starfsemi borgaralegra og trúar-
legra stofnana í Suður-Kóreu bærust
sveltandi fólki í Norður-Kóreu.
Öryggisyfirvöld í S-Kóreu hafa
krafizt þess að neyðaraðstoð sjálf-
stæðra aðila sæti opinberu eftirliti.
stjórnmálamenn, forráðamenn fyrir-
tækja og stofnana til að sýna hug-
rekki og mótmæla þessu ástandi.
Talsmaður CiU, bandalags
tveggja flokka þjóðernissinna í Kat-
alóníu, sem verja stjórn Aznars falli,
krafði forsætisráðherrann um skýr-
ingar á ásökunum þessum í gær og
sagði þær „sérlega alvarlegar". Lét
hann að því liggja að þjóðernissinnar
væru tilbúnir til að hætta stuðningi
við ríkisstjórnina. „Slík mistök hafa
jafnan pólitískar afleiðingar," sagði
talsmaðurinn.
Þjóðernissinnar í Katalóníu, sem
hafa líf stjórnarinnar í hendi sér,
hafa sýnt vaxandi merki um óþreyju
að undanförnu enda hefur ríkis-
stjórnin þráast við að ganga að
helstu kröfum þeirra í nokkrum
málum sem þeir hafa sett á oddinn
og varða m.a. fjármögnun heil-
brigðiskerfísins og stöðu katal-
ónskrar tungú.
Albanía
Oeining
um kosn-
ingalög
Tirana. Reuter.
STJÓRNMÁLAFLOKKAR
Albaníu deiidu hart í gær um
ný kosningalög og reyndu
vestrænir embættismenn Ör-
yggis- og samvinnustofnunar
Evrópu (ÖSE) að koma í veg
fyrir að ástandið versnaði og
kosningunum, sem ráðgert er
að verði haldnar í lok júní,
yrði stefnt í hættu.
Kosningarnar eru lykilatr-
iði í tilraunum erlendra ríkja
til að koma í veg fyrir að
ringulreið og ofbeldi bijótist
út að nýju í Albaníu líkt og í
febrúar og mars þegar fjár-
festingasvindl leiddi til þess
að fjöldi manns missti aleig-
una.
Samkvæmt sáttmála í sex
liðum, sem Franz Vranitzky,
sérlegur erindreki ÖSE, gerði
í liðinni viku, átti að afgreiða
kosningalögin á þingi á mánu-
dag, en sá festur er þegar úti.
Ný deila hófs í gær þegar
sósíalistar sökuðu Lýðræðis-
flokk Salis Berishas forseta
um að reyna að þröngva þing-
inu til að afgreiða lögin. Vest-
rænir stjórnarerindrekar
sögðu að sú hætta væri fyrir
hendi að aðrir flokkar snið-
gengju kosningarnar ef Lýð-
ræðisflokkurinn fengi þingið
til að kokgleypa lögin í hans
útgáfu og þá gæti glundroð-
inn aukist.
Þjóðaratkvæði um
konungdæmi
Albanska þingið afgreiddi
í gær lög um að leyfa þjóð-
aratkvæðagreiðslu um það
hvort endurreisa ætti kon-
ungsvald í Albaníu og yrði
gengið til hennar um leið og
þingkosninganna. Leka kon-
ungur, sem flúði land þegar
ítalir gerðu innrás fyrir 58
árum og hefur verið í útlegð,
vonast til að geta talið Albani
á að gera landið að konung-
dæmi á ný. Hann hefur und-
anfarið ferðast um Albaníu
og yfirleitt verið fagnað af
margmenni.