Morgunblaðið - 14.05.1997, Side 1

Morgunblaðið - 14.05.1997, Side 1
80 SÍÐUR B/C/D/E 106. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Fundað í Moskvu um stækkun NATO Rússar flýti sér hæfft Moskvu. Reuter. ^ * VIÐRÆÐUM Javiers Solanas, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, NATO, og Jevgenís Prímakovs, utanríkisráðherra Rúss- lands, sem hófust í Moskvu í gær, verður haldið áfram í dag, en þeir reyna að ná samkomulagi um stækk- un bandalagsins, fyrir fund Rússa og NATO-ríkjanna, sem fyrirhugaður er í París hinn 27. maí nk. Haft var eftir Prímakov í gær að hann vonað- ist til að slíkt samkomulag næðist í þessari lotu. Lítill vafi er talinn leika á þvi að það hafist, spurningin sé að- eins hvenær. Ekki var gert ráð fyrir því að Sol- ana myndi hitta Borís Jeltsín Rúss- landsforseta að þessu sinni, en vera kann að þeir ræðist við í síma. Þetta er sjötti fundur Solanas og Príma- kovs um stækkun NATO. Sergei Jastsjembskí, talsmaður Jeltsíns, sagði forsetann hafa lagt á það áherslu við Prímakov fyrir fund- inn, að hann stæði fastur á því að verja hagsmuni Rússa. Sjálfur ræddi Jeltsín í síma við Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, og Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, í gær en hann hyggst ræða við helstu leiðtoga NATO-ríkjanna, til að liðka fyrh’ samkomulagi. Nokkrh- helstu sérfræðingar Rússlands í utanríkismálum vöruðu hann hins vegar við því að flýta sér um of að ná samkomulagi við NATO. Yrði kröfum Rússa ekki svarað, væri betra að draga viðræðumar á lang- inn, jafnvel fram yfír leiðtogafund NATO í Madríd í júlí, þar sem þrem- ur Austur-Evrópuríkjum verður að öllum líkindum boðin aðild. Vesturlandabúar hvattir til að yfírgefa Zaire Reynt til þrautar að ná sáttum í dag Kinshasa. The Daily Telegraph. Reuter. Vilja ekki Juppe áfram MEIRIHLUTI franskra kjós- enda vill að Jacques Chirac for- seti skipti um forsætisráðherra haldi stjórnarflokkarnir velli í kosningunum 25. maí og 1. júní næstkomandi. Vilja 53% að nýr forsætisráðherra verði óháður ríkiskerfínu og mæla með því að Chirac fari líkt að og Charles de Gaulle, sem fól bankastjóranum Georges Pompidou á sínum tíma stjórnarmyndun. Aðeins 23% vilja að Alain Juppe verði áfram falin stjórnarforysta, jafnvel þótt honum takist að leiða hægrimenn til sigurs. Könnunin, sem birt verður á morgun í Par- is Match, sýnir að stuðningur við Chirac fer vaxandi en tiltrú á Juppe minnkar. A myndinni heilsar Juppe upp á útigangsmann í Strassborg í von um atkvæði hans í kosning- unum, og fulltrúar fjölmiðla fylgjast grannt með. BANDARÍSK, bresk og portú- gölsk stjórnvöld hvöttu í gær þegna sína til að yfirgefa Zaire hið snarasta, þar sem þau telja skammt í að dragi að lokaorrust- unni um höfuðborgina Kinshasa. Hafa hvað eftir annað skotið upp kollinum sögusagnir um að stjóm- arhermenn hyggist myrða Vestur- landabúa svo að herlið verði send til landsins til að vemda fólkið og þar með koma í veg fyrir árásir skæruliða á borgina. I dag á að reyna til þrautar að ná sáttum en Nelson Mandela, forseti Suður-Af- ríku, segir Mobutu Sese Seko, for- seta Zaire, og Laurent Kabila, leið- toga skæruliða, hafa fallist á fund um borð í skipi undan ströndum Kongó. Stjómvöld í Zaire búa sig nú undir að verja borgina og hvöttu í gær óbreytta borgara til að grípa til vopna. Þá var sett á útgöngu- bann, sem tók gildi í gærkvöldi. Meirihluti borgarbúa virðist fylgja skæruliðum að málum og var búist við mikilli þátttöku í allsherjarverk- falli sem boðað var í Kinshasa í dag. Mandela sagði í gær að hann teldi enn friðarvon í Zaire. Fyrir- hugaðar viðræður í dag gætu reynst lokatilraunin til að koma í veg fyrir átök um höfuðborgina en bæði uppreisnarmenn og stjórnar- herinn hafa sagt frá átökum í ná- grenni hennar. Fréttum ber hins vegar ekki saman um hverjir hafa betur. Fréttir hafa borist af því að Mobutu eigi allt að 320 milljarða ísl. kr. á bankareikningum í Sviss og í gær hétu þarlend bankayfir- völd því að kanna hvort það ætti við rök að styðjast. Fordæma morð á flóttafólki Frakkar saka skæruliðahreyf- ingu Kabilas um að stunda skipu- lögð morð á flóttafólki frá Rúanda, sem flýði til Zaire fyrir tveimur ár- um. Um 200-300.000 flóttamenn em enn í Zaire og í gær fordæmdi franska utanríkisráðuneytið skæruliðahreyfinguna fyrir morð á flóttafólki í bænum Mbandaka, sem það sagðist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir. Þrátt fyrir loforð skæmliðahreyfingarinnar um að hjálparstofnanir fái að komast til svæða í Austur-Zaire, þar sem talið er að fjöldi flóttafólks sé, hefur sú ekki orðið raunin. Dúman vill halda herfangi Moskvu. Reuter. EFRI deild rússneska þingsins sam- þykkti í gær með miklum meirihluta lög um að rússnesk stjórnvöld ættu að halda herfangi sínu úr heims- styrjöldinni síðari, listmunum sem rússneskir hermenn höfðu á brott með sér frá Þýskalandi í lok stríðs- ins. Þessi samþykkt er í samræmi við niðurstöðu neðri deildar þingsins, en brýtur hins vegar í bága við ákvörðun Borísar Jeltsíns forseta, sem hefur nú þegar beitt neitunar- valdi gegn henni og hyggst áfrýja til stjórnlagadómstólsins. Mlkafl Shvídkoj aðstoðarmenning- armálai'áðherra staðfesti niðurstöð- una í gær en hún verður gerð opin- ber í dag. Neðri deild þingsins sam- þykkti í mars að hunsa neitunarvald Jeltsíns og samkvæmt stjórnar- skránni verður Jeltsín að undh’rita lögin innan viku, vegna samþykktar efri deildar þingsins. Shvídkoj og Jeltsín eru hins vegar þeh-rar skoð- unar að lögin sem þingið samþykkti, brjóti í bága við stjórnarskrána og alþjóðalög, auk þess sem þau verði til þess að samskipti Rússa við Þjóð- verja versni til muna. Sala á hvalkjöti leyfð í Noregi? Óslri. Morgunblaðið. NORÐMENN vonast til þess að hrefnustofninn í Norðaustur-Atl- antshafi verði tekinn af svokölluðum CITES-bannlista við sölu á afurðum dýra í útrýmingarhættu á ársfundi CITES-samtakanna í Zimbabwe í júní nk. Hefur forsætisnefnd sam- takanna lýst sig fylgjandi því að taka hrefnuna af listanum, að því er fram kemur í frétt NTB. Hrefnan hefur verið á CITES-list- anum í tíu ár en Norðmenn hafa lagt fram skýrslu þar sem sýnt er fram á að hrefnustofninn sé nú stærri en hann hefur verið í langan tíma. Verði hrefnan flutt af listanum er leyfilegt að selja takmarkað magn af henni á alþjóðamarkaði. Þá hafa Japanir lagt til að fleiri hvalastofnar verði teknir af bannlistanum og hefur forsætis- nefnd CITES fallist á að alls sex stofnai- fari af listanum. Of snemmt er þó fyrir Norðmenn og Japani að fagna sigri, þar sem vit- að er að mörg lönd, þeiira á meðal Bandaríkin, Bretland, Ástralía og Nýja-Sjáland, eru algerlega mótfall- in því að leyfa sölu á hvalkjöti. Handtekin fyrir að skilja barn eftir í vagni New York. The Daily Telegraph. LÖGREGLAN í New York hefur 14 mánaða danskt barn í gæslu sinni vegna þess að móðir þess skildi það eftir sofandi í vagni fyr- ir utan veitingahús, þar sem hún sat að snæðingi. Varð konan að gista fangaklefa í tvær nætur vegna málsins og hefur hún verið ákærð fyrir að stefna velferð barnsins í voða. Annette Sorensen er þrítug leikkona frá Kaupmannahöfn og er í heimsókn hjá unnusta sínum sem búsettur er í New York. Fór parið á veitingahús í East Village, þar sem þau sátu við gluggann, og gátu þannig fylgst með vagninum, rétt eins og móðirin er vön í heimalandi sínu. Vegfarandi sá vagninn og kall- aði á lögreglu, þegar nokkrar mínútur voru liðnar og engir for- eldrar sýnilegir. Sorensen og unnusti hennar hlupu út af veit- ingastaðnum og hugðust stöðva lögregluna, en voru þegar kærð fyrir óspektir á almannafæri. Unnusti konunnar hefur sakað lögregluna um ofbeldi, þar sem hún hafi beint byssu að móðurinni er hún tók barnið í sína vörslu. Fyrir rétti grátbað Sorensen dómarann um að láta sig fá barn- ið en hann svaraði því til að barnaverndarnefnd borgarinnar myndi ákveða hvenær - og hvort - hún fengi barnið aftur. Á hún að koma fyrir rétt að nýju nk. mánudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.