Morgunblaðið - 15.05.1997, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kosið um sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps 21. júní
Gert ráð fyrir yfír 20 þúsund
manna byggð á Kjalarnesi
Lagningu
Sundabrautar
verði flýtt
SAMSTARFSNEFND um samein-
ingu Reykjavíkur og Kjalarnes-
hrepps leggur til að kosið verði um
sameiningu í báðum sveitarfélögum
þann 21. júní nk. og verður tillaga
þess efnis lögð fram til umræðu í
borgarstjórn og á fundi hrepps-
nefndar í dag. Ahersla verður lögð
á að flýta eins og kostur er lagn-
ingu Sundabrautar um Elliðavog,
Geldinganes, Álfsnes og Kollafjörð.
íbúar Kjalarness eru 500 en í drög-
um að nýju aðalskipulagi er gert
ráð fyrir að þeir verði um 20-25
þús.
Viðræður um sameiningu hafa
staðið yfir frá því í haust og í mars
var skipuð samstarfsnefnd um sam-
einingu. Á fundi með nefndarmönn-
um kom fram að að hennar mati er
sameining nauðsynleg forsenda þess
að byggð þróist eðlilega og eins og
hagkvæmast er. Að auki standi
sveitarfélögin betur að vígi í við-
leitni sinni til þess að hraða fram-
kvæmdum við fyrirhugaða Sunda-
braut.
Samstaða
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sagði það ánægjulegt
að breið samstaða væri í borgar-
stjórn og í hreppsnefnd Kjalarness
um sameininguna. Ibúar í Reykja-
vík og á Kjalarnesi byggðu afstöðu
sína á mismunandi forsendum,
sagði hún en íbúar beggja sveitarfé-
laga hefðu ótvíræðan hag af sam-
einingunni. Árni Sigfússon, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn,
sagði að góð samstaða væri um
sameiningu. Sagði hann ijóst að
Kjalnesingar fengju aukna þjónustu
og að skuldir Reykvíkinga myndu
ekki aukast nema um þúsund krón-
ur á íbúa. Það væri ásættaniegt þar
sem í staðinn fengist 20-25 þús.
manna byggð.
Pétur Friðriksson, oddviti Kjalar-
neshrepps, sagði sameiningu vera
til hagsbóta fyrir báða aðila. Frá
sjónarmiði Kjalnesinga væri helsti
ókosturinn að sveitarstjórnin myndi
fjarlægjast íbúana. Kolbrún Jóns-
dóttir hreppsnefndarmaður sagði að
pólitísk samstaða væri um samein-
ingu við Reykjavík en skiptar skoð-
anir væru milli einstaklinga.
í tillögunni er gert ráð fyrir að
sameinaða sveitarfélagið skuli heita
Reykjavík og ef af sameiningu verð-
ur með meirihluta greiddra atkvæða
í hvoru sveitarfélagi fyrir sig verður
sameiningin eftir sameiginlegar
sveitarstjórnarkosningar til borgar-
stjórnar í júní 1998, enda hafí Al-
þingi samþykkt lög um stækkun lög-
sagnarumdæmis Reykjavíkur. Þá
mun taka til starfa vinnuhópur, skip-
aður tveimur fulltrúum frá hvoru
sveitarfélagi sem fjalla mun um fjár-
mál hreppsins og þær framkvæmdir,
sem nauðsynlegt er að ráðast í á
yfirstandandi kjörtímabili.
Álfsnes eftir 6-10 ár
I fyrstu verður lögð áhersla á
uppbyggingu í Grundarhverfi og að
fjölga íbúum þar um 300 en reiknað
er með í þeim skipulagsdrögum sem
fyrir liggja að Álfsnesið fari að
byggjast eftir 6-10 ár og að þar
verði 12-15 þús. íbúar. Með tilkomu
Sundabrautar verður Álfsnes í
10-12 km fjarlægð frá miðborginni.
Jafnframt er reiknað með íbúða-
svæði ofar á Kjalarnesi fyrir um 6
þús. ibúa.
Eftir sameiningu yrði sameiginleg
skuldastaða um 98 þúsund á íbúa
en hún er nú 97 þús. á íbúa: Reykja-
vík og 288 þús. á íbúa á Kjalarnesi.
Skattar munu ekki breytast í
Reykjavík en hjá Kjalnesingum
breytist álagning þannig að útsvar
lækkar, fasteignagjöld breytast lítil-
lega og óveruleg hækkun verður hjá
fyrirtækjum. Greiðslubyrði einstaki-
inga mun því lækka og gæti lækkun-
in numið 27-62 þús. krónum eftir
aðstæðum, að sögn Péturs Friðriks-
sonar oddvita.
Félagsþjónusta á Kjalarnesi mun
verða bætt verulega og verða með
formfastari hætti og til mikilla bóta,
að sögn Péturs. Reiknað er með
sameiginlegri skólanefnd Klébergs-
skóla og leikskólans en það er ný-
mæli. Stefnt er að áframhaldandi
rekstri á útibúi Sjúkrahúss Reykja-
víkur I Arnarholti, sem er einn
stærsti atvinnurekandinn á Kjalar-
nesi. í tillögunni er gert ráð fyrir
að landbúnaðarframleiðsla á Kjalar-
nesi verði þar áfram og að engin
truflun verði þar á. Áhersla verður
lögð á umhverfismál með það að
markmiði að á Kjalarnesi verði eftir-
sótt hverfi fyrir þá sem ekki vilja
búa jafnþétt og í öðrum hverfum.
Morgunblaðið/Kristinn
STEFÁN Hermannsson borgarverkfræðingnr, Sigrún Magnús-
dóttir borgarfúlltrúi, Ámi Sigfússon oddviti Sjálfstæðisflokksins,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Pétur Friðriksson odd-
viti Kjalameshrepps og Kolbrún Jónsdóttir hreppsnefndarmaður
kynna tillögu Um sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps.
Breytingar á sköttum og gjöldum hjá Kjalnesingum eftir sameiningu Skattar Nú
Eftir sameiningu
Útsvar 11.99% 11,99%
Fastelqnaskattur af íbúðarhúsnæði 0,421% 0,421%
Fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði 1,320% 1,320%
Sérstakur skattur af verslunar- og skr.húsn. 0,625% 0,625%
Álögð gjöld
Holræsaaiald 0.125% 0.150%
Tunnuleiaa 6,500 kr. 1.100 kr.
Sornhirðugialdfyrirtækia 7.800 kr.
Leiqa eftir úbúðarhúsalóðir 0,145% 0,145%
Leiqa eftir atvinnuhúsaióðir 0.145% 1.0%
Gjöld í Reykjavík fyrir sameiningu Hjón Karlar, einhleypir Konur, einhleypar
Dtsvar (11,19%) 335.700 201.420 134.280
Fasteianaskattur (0,421%) 29.470 29.470 29.470
Vatnsskattur (2000+160*78) 14.480 14.480 14.480
Leiaa íbúðalóða (0.145%) 580 580 580
Holræsaaiald (0,15%) 10.500 10.500 10.500
Sorphirðuaiald 1.100 1.100 1.100
SAMTALS: 391.830 257.550 190.410
Gjöld á Kjalarnesi fyrir sameiningu Hjón Karlar, einhleypir Konur, einhleypar
Dtsvar (11,99%) 359.700 215.820 143.880
Fasteiqnask. (0,421%) 29.470 29.470 29.470
Vatnsskattur (0.2%) 14.000 14000 14.000
Leiaa íbúðalóða (0,145%) 580 580 580
Holræsaaiald (0.125%) 8.750 8.750 8.750
Sorohirðuaiald 6.500 6.500 6.500
SAMTALS: 419.000 275.120 203.180
Breytingartillögur við
lífeyrissjóðafrumvarp
Félagsfund-
ir lúti svip-
uðum regl-
um og hlut-
hafafundir
PÉTUR H. Blöndal alþingismaður
hefur lagt fram breytingartillögur
við frumvarp um skyldutryggingu
lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyr-
issjóða. í tillögum Péturs er gert ráð
fyrir að um félagsfundi lífeyrissjóða
gildi svipaðar reglur og um hluthafa-
fundi hlutafélaga.
Pétur vill að félagsfundur fari
með æðsta vald í málefnum lífeyris-
sjóðs og hafi sjóðsfélagar eða um-
boðsmenn þeirra heimild til að sitja
fundinn. Átkvæðisréttur fari eftir
áunnum og framreiknuðum iðgjöld-
um sjóðsfélaga.
Reglur um atkvæðavægi
vandmeðfarnar
í greinargerð með tillögunum seg-
ir, að reglur um atkvæðavægi séu
vandmeðfarnar því óhjákvæmilega
verði hagsmunaárekstrar milli yngri
og eldri sjóðsfélaga við val á forsend-
um sem notaðar séu við trygginga-
fræðilega úttekt, sérstaklega við
mat á þeirri ávöxtun sem vænst sé
að sjóðurinn muni ná næstu ára-
tugi. Staða sjóðs batni verulega ef
reiknað sé með hárri ávöxtun og þá
sé að öðru óbreyttu hægt að hækka
greiðslur til þeirra sem nú taki líf-
eyri. Það verði því hagsmunir eldri
sjóðsfélaga að reikna með hárri
ávöxtun. Hins vegar þurfi að skerða
lífeyri líðandi stundar ef reiknað sé
með lágri ávöxtun, en við það verði
sjóðurinn stekrari en ella í fjarlægri
framtíð, þegar yngri sjóðsfélagar
hefja töku lífeyris.
Pétur bendir á að atkvæðavægi
eldri sjóðsfélaga verði mjög mikið
ef miðað sé við áunnin réttindi eða
inneign. Ef miðað sé við höfðatölu
fái þeir sem eigi lítil réttindi, t.d.
vegna hlutastarfs, of sterk ítök.
Þetta megi hindra með því að miða
við þann rétt sem sjóðsfélaginn komi
til með að ávinna sér um starfs-
ævina, þ.e. framreikna lífeyrisrétt-
indin, en þá sé hugsanlegt að yngri
sjóðsfélagar fái of sterk ítök miðað
við hagsmuni þeirra. „Lausnin gæti
falist í að miða við blöndu af áunnum
og framreiknuðum réttindum," segir
í greinargerðinni.
í breytingartillögunum er tekið
fram, að þegar aðili, t.d. ríkissjóður,
beri ábyrgð á lífeyrissjóði, beina eða
óbeina, sé eðlilegt að hann hafi öll
tök á stjórn sjóðsins, því hann eigi
allt undir því að skynsamlega sé
staðið að rekstri hans.
Frumvarp um lífeyrissjóði verður
ekki afgreitt á þessu þingi, því
ákveðið hefur verið að fresta frekari
umfjöllun um það til haustsins, en
í sumar mun nefnd, sem m.a. er
skipuð fulltrúum aðila vinnumarkað-
arins, fara yfir frumvarpið og hugs-
anlegar breytingar á því.
Deilt um kvótaákvæði í
frumvarpi um samningsveð
FRUMVARP um samningsveð var
harðlega gagnrýnt þegar það kom
til annarrar umræðu á Alþingi að-
faranótt miðvikudags. Lýstu þing-
menn stjórnarandstöðu þeirri skoð-
un á Alþingi, að ákvæði í frumvarp-
inu, um að ekki megi skilja veiði-
kvóta frá veðsettu skipi nema með
samþykki veðhafa, jafngildi heimild
til veðsetningar á kvótanum.
Allsheijarnefnd þingsins, sem
íjallaði um málið, klofnaði í þrjá
hluta. Meirihlutinn var skipaður
stjórnarþingmönnum í nefndinni,
öðrum en Kristjáni Páissyni, þing-
manni Sjálfstæðiflokks, sem skilaði
séráliti.
Gagnrýnisatriði stjómarandstæð-
inga eru einkum þau að með lögun-
um verði einkaaðilum leyft að veð-
setja sameign þjóðarinnar, grafið sé
undan sameignarákvæðinu um stjórn
fiskveiða, ýtt sé undir kvótabrask,
ríkið verði hugsanlega bótaskylt við
breytingu á fiskveiðikerfinu og að
slíkar breytingar verði erfiðari.
Hlynntur veiðileyfagjaldi ef
samþjöppun verður
Kristján Pálsson tók undir með
stjómarandstöðunni um það að leyfí
til veðsetningar myndi veikja ákvæði
um að fískistofnar við íslandsstrend-
ur væru sameign þjóðarinnar. Breyt-
ingamar gætu einnig orðið til þess
að erlendir aðilar gætu komist yfír
aflaheimildir tímabundið. Einnig
taldi hann að veðsetningarleyfið
myndi valda samþjöppun fyrirtækja
í útgerð vegna þess að tilfærslur
aflaheimilda milli óskyldra aðila yrðu
erfíðari en nú. Sú þróun gæti orðið
til nokkurrar hagræðingar en á móti
kæmi mun meiri byggðaröskun en
þekkst hefði hingað til.
Kristján sagði að ef til mikillar
samþjöppunar sjávarútvegsfyrir-
tækja kæmi af ofangreindum
ástæðum myndi hann taka til end-
urskoðunar afstöðu slna til veiði-
leyfagjalds, sem hann hingað til
hefði verið andvígur.
Réttaróvissu eytt
Stjórnarandstæðingar leiddu get-
um að því að frumvarpið væri eink-
um fram komið til að tryggja hags-
muni lánastofnana. Jón Kristjáns-
son, þingmaður Framsóknarflokks,
sagði að það væri þvert á móti
meðal annars til þess gert að að-
stoða smáa lántakendur, til dæmis
smábátaeigendur, sem kæmust í
lægri áhættuflokk í lánveitingum
ef frumvarpið yrði að lögum, því
réttaróvissu væri eytt.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, sagði gagnrýn-
endur frumvarpsins líta framhjá því
hvemig samskiptum útgerðar og
lánastofnana væri háttað nú. Algengt
væri að þau skilyrði væru sett fyrir
lánum að ekki mætti leysa kvóta frá
skipi. Þó hefði þessi trygging ekki
verið talin nægilega góð, og hefði það
einkum komið niður á smærri fyrir-
tækjum sem ekki hefðu aðrar trygg-
ingar og nytu ekki jafnmikils trausts.
Guðný Guðbjömsdóttir, þingmað-
ur Kvennalista, sagði m.a. í umræð-
unni, að útgerðarmenn tíðkuðu að
selja aflaheimildir sínar og kaupa
þær strax aftur í þeim tilgangi að
gera þær að keyptri eign, sem
vernduð væri af eignarréttarákvæð-
um stjórnarskrárinnar.