Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR , gefur lítið fyrir skýrslu hagfræðikennaranna erumeð ólíkindum '"llllllillílll 111« ímir varla að nnHHn Sænski erkibiskupinn hóf Norðurlandaheimsókn sína á Islandi Kirkjur með sameiginleg'a sögu og svipaða stöðu Fjórðungur presta 1 sænsku kirkjunni eru konur Morgunblaðið/Þorkell SÆNSKI erkibiskupinn K.G. Hammar. NÝVÍGÐUR erkibiskup Svía, K.G. Hammar, er nú á ferð um Norður- lönd, þar sem hann ræðir við kirkj- unnar menn og kynnir sér starf þjóðkirkjunnar. Fyrsti áfangastað- urinn var Reykjavík, þar sem hann dvaldi í sólarhring og síðdegis í gær var svo ferðinni heitið til Kaupmannahafnar, þá Óslóar og Ábo. Með honum í för er fram- kvæmdastjóri og ritari erkibisk- upsembættisins, Klas Hansson. Hammar var settur inn í erki- biskupsembættið í febrúar síðast- liðnum. Tilgangur hans með Norð- urlandaferðinni er sá að fregna hvað nágrannamir eru að gera, hvað hinar norrænu lúthersku kirkjur eiga sameiginlegt og hvað þær geta lært hver af annarri. „Sem erkibiskup ber ég ábyrgð á tengslunum við aðrar kirkjur og ég tel mikilvægt að bytja á okkar næstu nágrönnum. Þetta eru líkar kirkjur með sameiginlega sögu og svipaða stöðu í þjóðfélaginu,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. „Við verðum að gæta þess að missa ekki tengslin við okkar nánasta umhverfi.“ Porvoo-sáttmálinn mjög þýðingarmikill Hann sagði svokallaðan Porvoo- sáttmála mjög þýðingarmikinn fyr- ir samstarfið, en hann er samning- ur lúthersku kirkjunnar á Norður- löndunum og í Eystrasaltsríkjun- um og ensku biskupakirkjunnar um gagnkvæma virðingu fyrir vígslum, sakramentum og helgisið- um kirknanna. Sáttmálinn dregur nafn sitt af finnsku borginni Porvoo í Finnlandi, þar sem fyrsta skrefið í átt að slíku samkomulagi var stigið fyrir um fjórum árum. í Svíþjóð eru þrettán biskupar eða einn í hveiju stifti en þau eru sjálfstæðar einingar. Erkibiskup- inn er ekki yfirmaður biskupanna, fremur einskonar sameiningartákn kirkjunnar inn á við og andlit henn- ar útávið, eftir því sem hann orðar það sjálfur. Fyrsti sænski kvenbiskupinn vígður í Lundi í haust Hammar var áður biskup í Lundi en nú hefur eftirmaður hans þar verið kjörinn Christina Odenberg, fyrsta konan sem gegna mun emb- ætti biskups. Hún hefur að vísu enn ekki verið ráðin formlega en Hammar segir að frá því verði gengið í byrjun júní og hún vígð til biskupsembættisins í október. Ákveðinn hópur karlpresta inn- an sænsku kirkjunnar hefur sýnt kjöri kvenbiskups mikla andstöðu og hafa þeir lýst því yfir að þeir muni aldrei viðurkenna hana sem andlegan leiðtoga. Erkibiskupinn kveðst ekki hafa á hraðbergi lausn á þessari spennu innan kirkjunnar en segir að þessi hópur verði að gera það upp við sjálfan sig hvort hann segir sig úr kirkjunni. Um fjörutíu ár eru liðin frá því að fyrstu kvenprestarnir voru vígðir og eru konur nú um 25% af sænsku prestastéttinni. í ákveðnum stiftum, eins og Lundi og Stokkhólmi, er hlutfall kvenna um 40%. Því kveðst erkibiskupinn ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að konur verði biskupar rétt eins og karlar. Kirkjulistahátíð sett á hvítasunnudag Nýsköpun í margs konar listum Sigríður Jóhannsdóttir SJÖTTA kirkjulistahá- tíðin í Hallgríms- kirkju verður sett á hvítasunnudag en að henni standa Listvinafélag Hall- grímskirkju, bæði Reykja- víkurprófastsdæmin og biskup. Sigríður Jóhanns- dóttir veflistarmaður er fulltrúi Listvinafélagsins í framkvæmdanefnd kirkju- listahátíðar og hefur tekið að sér upplýsingamiðlun. Aðrir í framkvæmda- nefnd hátíðarinnar eru Hörður Áskelsson organisti sem er formaður hennar, Andrés Narfi Andrésson, Gunnar Harðarson og Jó- hann E. Björnsson. Fram- kvæmdanefndin sér um all- an undirbúning en fram- kvæmdastjóri er Jóhanna Árnadóttir. Hver eru helstu einkenni kirkjulistahátíðar? „Það er tvímælalaust sú ný- sköpun sem hún leiðir af sér, ekki aðeins á sviði tónlistar held- ur myndlistar og leiklistar og hefur stjórn kirkjulistahátíðar hveiju sinni óskað eftir liðveislu hinna ýmsu listamanna og hvatt þá til nýsköpunar. Á síðustu há- tíð var til dæmis skrifað leikverk- ið „Heimur Guðríðar“, sem síðan hefur verið sýnt víða um land, í ár voru níu myndlistarmenn fengnir til að vinna tillögur að nýjum listaverkum fyrir níu nýjar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu og öll árin hafa tónskáld samið ný verk sérstaklega fyrir hátíðina sem oft hafa lifað áfram.“ Sigríður segir að einmitt þetta atriði, að verk sem samin eru fyrir listahátíð lifi áfram, sé ein af ástæðunum fyrir því að mikið sé lagt upp úr samvinnu við lista- menn sem leiði til nýsköpunar. „Hátíðin hefur verið haldin annað hvert ár eftir að kirkjan var vígð og má segja að hún sé eins konar framhald af vígslunni, uppskeru- hátíð sem haldin er á móti listahá- tíð í Reykjavík.“ Hver verður þáttur myndlistar á Kirkjulistahátíð að þessu sinni? „Níu myndlistarmenn voru fengnir til að gera tillögur að nýjum myndverkum í níu kirkjur í Reykjavíkurprófastsdæmunum báðum. Þær eiga það sameigin- legt að innan við 10 ár eru frá vígslu þeirra. Listamennirnir fengu fijálsar hendur og verða líkön verkanna sýnd í Hallgríms- kirkju auk mynda af þeim í réttu umhverfi. Arkitektar kirknanna taka einnig þátt í sýningunni með því að skýra út þær hugmyndir sem liggja að baki byggingunum sjálfum." í tengslum við myndlistina verður haldið málþing um efnið: Hvað er kirkjulist? Fer það fram í stofu 101 í Odda laugardaginn 24. maí og viku síðar verður Friedhelm Mannekes með fyrirlestur í Nor- ræna húsinu. Hann er forstöðumaður Kunst-Station St. Peter kirkjunnar í Köln og segir Sigríður hann hafa verið óþreytandi í að kynna nútí- malist í kirkjum og að mikill feng- ur sé að komu hans hingað. Hver eru helstu tónlistaratriðin? „Þar ber hæst nýjan orgelkon- sert eftir Hjálmar H. Ragnarsson sem fluttur verður Fimmtudags- kvöldið 29. maí, kórverk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og nýtt sálmalag eftir Jón Ásgeirs- son við sálm sem Sigurbjörn Ein- arsson samdi fyrir hátíðina. Sálm- urinn og kórverkið verða frum- flutt í hátíðarmessu á hvítasunnu- ►SIGRÍÐUR Jóhannsdóttir er fædd í Reykjavík 1948. Hún tók vefnaðarkennarapróf frá Myndlista- og handíðaskóla Islands 1969 og stundaði fram- haldsnám í Ósló í eitt ár og víðar á Norðurlöndum. Hún kenndi við MHÍ árin 1970-75 og hefur starfað sem veflista- maður síðan. Hún er í stjórn Listvinafélags Hallgríms- kirkju og Listasafns hennar. Maður Sigriðar er Leifur Breiðfjörð glerlistamaður og hefur hún frá árinu 1971 verið aðstoðarmaður hans. Synir þeirra eru tveir. dag og um leið verður vígt nýtt hljómborð orgelsins í kirkjunni." Hvað þýðir það varðandi notk- un orgelsins? „Hljómborðið, sem er niðri í kirkjunni, gefur alveg nýja mögu- leika til flutnings á tónverkum með kórum og öðrum flytjendum í kirkjunni og svo auðvitað í tón- listarflutningi í helgihaldinu sjálfu með söfnuðinum. Hljóm- borðið er færanlegt sem þýðir að hægt er að hafa breytilega upp- stillingu eftir því sem tónlistin sjálf og fjöldi og samsetning flytj- enda krefjast." Er þetta aðeins hátíð Hall- grímskirkju? „Nei, því þrátt fyrir að flest atriði hátíðarinnar fari fram í Hallgrímskirkju viljum við að all- ar sóknir á höfuðborgarsvæðinu og auðvitað Reykvíkingar og landsmenn allir líti hana sem sína hátíð enda hefur komið í ljós að hana sækir fólk úr öllum áttum. Hátíðin hefur líka fengið fjár- hagslegan stuðning úr öllum átt- um, frá fyrirtækjum og stofnun- um, ríki og Reykjavíkurborg, sem reyndar er lægri í ár en fyrri ár, auk framlaga frá kirkjunni en mjög hátt hlutfall tekna kemur einnig með aðgangseyri eða hátt í 40%. Þar fyrir utan leggja fjöl- margir einstaklingar fram ýmiss konar skerf í vinnu og með öðrum stuðningi." Stendur hátíðin und- ir sér fjárhagsiega? „Við þurfum þriggja milljóna króna tekjur með aðgangseyri og tel ég það nokkuð raunhæft. Við gerum ekki ráð fyrir að neinn sæki alla viðburði hátíðarinnar en hún er fjölbreytt, dreifist á tvær vikur og margir ættu að geta fundið þar eitthvað á áhuga- sviði sínu.“ Verður sjöunda hátíðin svo eft- ir tvö ár? „Það verður að koma í ljós en gangi hún jafn vel og hátíðirnar hingað til er ekkert því til fyrir- stöðu.“ Fjölmargir stuðnings- menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.