Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Flugleiðir
Samningur
við aldraða
erígildi
SÍMON Pálsson, forstöðumaður
hjá Flugleiðum, segir það rangt
sem haft er eftir Olafi Jónssyni,
formanni Landssambands aldr-
aðra, í Morgunblaðinu í gær að
Flugleiðir hafi slitið samningi við
landssambandið.
Hjá Óiafi kom fram að samn-
ingurinn, sem m.a. felur í sér 20%
afslátt til félagsmanna af flug-
ferðum til Evrópu og 10% afslátt
af flugi til Bandaríkjanna, hafi
runnið út 1. maí sl. Símon segir
samninginn, sem á undanförnum
árum hefur verið gerður til eins
árs í senn, hafa runnið út 31.
mars sl.
„Það var aldrei talað við okkur
af hálfu landssambandsins. Við
erum ekki að ýta að fólki samning-
um ef það vill þá ekki,“ segir Sím-
on. „Aftur á móti framlengdum
við samninginn til 1. október nk.
til þess að gefa þeim umhugsunar-
frest. En samningur er samningur
og fólk á auðvitað að fylgjast með
samningum sínum.“
Símon segir Flugieiðir ekki hafa
séð ástæðu til að breyta afsláttar-
kjörum aldraðra sem fljúga með
félaginu, þó svo að fargjöld hafi
verið að lækka.
Póstgöngu-
hópur heim-
sótti Bessa-
staði
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for-
seti íslands, og Guðrún Katrín
Þorbergsdóttir forsetafrú tóku á
þriðjudag á móti póstgönguhópi
á Bessastöðum í tilefni af 221 árs
afmæli póstþjónustu á ísiandi og
skoðuðu því næst Póst- og síma-
minjasafnið í Hafnarfirði, þar sem
sett hefur verið upp sérstök sýn-
ing í tilefni af útkomu bókarinnar
„Póstsaga íslands 1776-1873“
eftir Heimi Þorleifsson.
Gönguhópur Einars Egilssonar,
sem er þekktur póstgöngumaður,
lagði af stað frá Sviðholti á Álfta-
nesi þar sem Sigvaldi Sæmunds-
son, fyrsti pósturinn, bjó. Þaðan
var gengið að Bessastöðum þar
sem blásið var í lúðra og forsetinn
tók á móti hópnum, sem í voru
um 20 manns.
Áfram var haldið „í fótspor
gömlu póstanna" og endað við
safnið þar sem forsetinn tók á ný
á móti hópnum.
Þorgeir K. Þorgeirsson, for-
maður safnráðs Póst- og síma-
minjasafnsins, tók á móti forset-
anum og konu hans, Guðrúnu
Katrínu Þorbergsdóttur, fyrir
utan safnið og vísaði síðan Heim-
ir Þorleifsson sagnfræðingur for-
setahjónunum um sýninguna.
Að sögn Þorgeirs hafði Ólafur
Höfum flutt starfsemi okkar
í nýtt og rúmgott húsnæði.
Nýtt heimilisfang:
Sundaborg 1
Nýtt símanúmer:
568 3300
Nýttfaxnúmer:
568 3305
Stærra vinnusvæði, betri þjónusta.
Eigum fyrirliggjandi og bjóðum
með stuttum fyrirvara
margskonar lyftara, stór og smá hillukerfi
milligólf og lagerkerfi.
Þjónusta - þekking - ráðgjöf. Áratuga reynsla
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
SUNDABORG 1 • SÍMI568 3300 • FAX 568 3305
Morgunblaðið/Ásdís
ÞORGEIR K. Þorgeirsson, formaður safnráðs Póst- og símaminja-
safnsins, tekur á móti forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og
konu hans, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, fyrir utan Póst- og
símaminjasafnið í Hafnarfirði. Að baki þeim stendur bQl af gerð-
inni Ford AA, árgerð 1931. Hahn er sömu gerðar og fyrsti póstbíll-
inn, sem var í póstflutningum milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Ragnar orð á því að sýningin
ætti erindi til margra, ekki síst
skólanema. Forsetahjónunum
hefði þótt sýningin athyglisverð
og einnig póstafgreiðsla frá
fjórða tug aldarinnar þar sem
aðallega er að finna muni úr
gamla pósthúsinu í Pósthússtræti
í Reykjavík.
Tilefni göngunnar og heim-
sóknar Ólafs Ragnars og konu
hans í safnið var að 13. maí var
PÉTUR Reimarsson, stjórnarfor-
maður Pósts og síma hf., segir að
sér finnist ekki felast neinn sérstak-
ur áfellisdómur yfir fyrirtækinu í
úrskurði samkeppnisráðs um al-
netsþjónustu þess. Það sé metnaður
stjórnenda og starfsmanna Pósts
og sfma að standa eðlilega að mál-
um.
„Það er enginn vilji hjá stjórn fé-
lagsins eða stjórnendum að fara að
traðka á þeim sem eru að bjóða þjón-
ustu á þessu sviði,“ segir Pétur.
„Það hefur verið farið að öllum þess-
um ábendingum frá upphafi, og það
er einfaldlega ekki rétt að það hafi
ekki verið reiknaðir vextir af þessum
stofnframlögum. “
Hann segir að verið sé að setja á
laggimar sérstaka Póst- og fjar-
skiptastofnun sem eigi að hafa eftir-
lit með starfsemi Pósts og síma hf.
221 ár liðið frá því að tilskipun
Dana um póstþjónustu á Islandi
var gefin út. Forsetanum var af-
hent bók Heimis um póstþjónustu
á Islandi, sem miðast við þann dag
árið 1776 og nærtil 1873þegar
embætti póstmeistara var stofnað
á íslandi. Á þriðudag heimsótti
safnið einnig 25 manna göngu-
hópur eldri póstmanna, sem kem-
ur saman reglulega og fer í
gönguferðir.
og annarra póst- og fjarskiptafyrir-
tækja, og augljóst sé að upp geti
komið áiitamál um hvort ýmis mál
ættu að heyra undir þá stofnun eða
Samkeppnisstofnun.
„Mér fínnst þessi úrskurður
ganga út á að Samkeppnisstofnun
ætli sér að vera í þessu máli áfram
hvernig sem þessi Póst- og fjar-
skiptastofnun kemur til með að haga
sér. Það er svolítið áhyggjuefni fyrir
okkur sem eigum að starfa eftir
þessu. Þá vekur það líka athygli að
þeir hafa áður kveðið á um stjórnun-
arlegan aðskilnað, en það er ekkert
minnst á slíkt nú,“ segir Pétur.
Hann segir að á fjarskiptasviðinu
séu breytingar mjög örar og sú þró-
un muni halda áfram, og sá vett-
vangur sem Póstur og sími hf. starfi
á eigi eftir að vera orðinn gjörbreytt-
ur eftir eitt ár.
Landsmót hesta-
manna árið 2000
Reykjavík
ræðir við
Fáksmenn
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að taka upp viðræður
við Hestamannafélagið Fák
um framkvæmdir vegna
Landsmóts hestamanna að
Víðivöllum í Reykjavík árið
2000, en félagið hefur sent inn
umsókn til Landssambands
hestamanna um að halda mót-
ið það ár.
Hefur borgarverkfræðingi
og framkvæmdastjóra íþrótta-
og tómstundaráðs verið falið
að eiga viðræður við fulltrúa
Fáks um þær framkvæmdir,
sem aðilar verða sammála um
að borgin annist til undirbún-
ings, verði Landsmótið haldið
í Reykjavík.
Kostnaður um 180
milljónir
í greinargerð með tillögunni
kemur fram að aðstaða til móts-
halds sé að mörgu leyti ákjósan-
leg en ljóst að ýmsar fram-
kvæmdir séu nauðsynlegar
bæði af hálfu mótshaldara og
borgarinnar. Kostnaðarsamasti
þátturinn hvað varðar borgina
er gerð gatna og stíga sem þó
eru taldar eðlilegar fram-
kvæmdir borgarinnar á næsta
áratug án tillits til þess hvort
mót verður haldið eða ekki.
Samkvæmt lauslegri kostn-
aðaráætlun er gert ráð fyrir að
heildarkostnaður verði um 180
milljónir en framkvæmd móts-
ins og kostnaður er á ábyrgð
mótshaldara og Landssam-
bands hestamanna. Tekið er
fram að í upphafi liggi skýrt
fyrir hvaða hluta framkvæmd-
anna borgin muni annast og
að um það verði gott samstarf
við Fák.
Bretar í
heimsókn
ÞRJÚ skip breska sjóhersins koma
í heimsókn til Reykjavíkur á morg-
un, föstudag, og liggja við Mið-
bakka fram á miðvikudag, 21. maí.
Skipin þijú eru Shetland, Alderney
og Anglesey, sem er á meðfylgjandi
mynd og eru 35 manns í áhöfn
hvers þeirra, en yfirmaður er Chris
Lightfoot. Skipin verða til sýnis al-
menningi frá kl. 13.30 til 16.30 á
mánudag, annan i hvítasunnu.
Ekki sérstakur
áfellisdómur
Raðuneytisstjóri slasaðist á fæti í opinberri heimsókn í Peking
För til Japans frestað
Peking. Morgunblaðið.
OPINBER heimsókn Helga Ág-
ústssonar, ráðuneytisstjóra í ut-
anríkisráðuneytinu, til Kína og
Japans hlaut ótímabæran endi á
þriðjudag er ráðuneytisstjórinn
hrasaði og sleit hásin í fæti. Helgi
er nú í gifsi og kemur heim til
íslands í dag til að gangast undir
aðgerð, í stað þess að halda áfram
til Tókýó til viðræðna við þarlend
stjórnvöld um fyrirhugaða stofn-
un ísienzks sendiráðs í Japan.
Helgi kom til Peking á mánu-
dag ásamt eiginkonu sinni og átti
á þriðjudag árangursríka fundi
með Qien Qichen, utanríkisráð-
herra Kína, og Wang Yingfan
aðstoðarutanríkisráðherra. Meðal
annars var rætt um mannrétt-
indamál og um aukið samstarf
íslands og Kína. Að fundunum
loknum fór Helgi til íslenzka
sendiráðsins í Peking og hugðist
taka mynd af sendiráðsbygging-
unni. Það tókst hins vegar ekki
betur til en svo, er ráðuneytis-
stjórinn var að leita að rétta
sjónarhorninu, að hann hrasaði
og sleit hásin í vinstri fæti.
Hann var fluttur á sjúkrahús í
Peking, þar sem læknar lögðu til
að þegar yrði gerð aðgerð á fætin-
um. Helgi kaus hins vegar fremur
að gangast undir aðgerð í Reykja-
vík og ákvað því að binda enda á
heimsóknina og halda heim.
Helgi gat þó, með fótinn í gifsi,
haldið veizlu á þriðjudagskvöld til
heiðurs Wang Yingfan í sendi-
herrabústað Islands í Peking.
Wang aðstoðarutanríkisráðherra
sagði í samtali við fréttaritara
Morgunblaðsins að sér þætti afar
leitt að svona hefði farið og aflýsa
hefði þurft framhaldi heimsóknar-
innar. Sagðist hann vonast til að
endurtaka mætti heimsóknina í
sumar.
Kína hefur mikinn áhuga á
auknu samstarfí við ísland um við-
skipti og atvinnumál. Kínveijar
hafa meðal annars sýnt áhuga á
að reisa álverksmiðju á íslandi og
að kaupa íslenzkar sjávarafurðir í
auknum mæli. Nýjustu tölur sýna
að útflutningur sjávarafurða til
Kína á fyrsta fjórðungi ársins er
600% meiri en á sama tímabili í
fyrra.