Morgunblaðið - 15.05.1997, Page 16

Morgunblaðið - 15.05.1997, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Áki Guðmundsson 1.-6. bekkur bjó til verk sem þau kölluðu Orminn langa. 10 ára afmæli skóla- húss á Bakkafirði Héraðsvaka Rangæinga Viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum RANGÆSKIR íþróttamenn hlutu viðurkenningar á Héraðsvök- unni fyrir framúrskarandi árangur á sl. ári. Iþróttamaður árs- ins 1996, Þórður Þorgeirsson hestamaður, hampar bikurum sín- um fyrir miðri mynd. Bakkafirði - Undirbúningur fyrir 10 ára vígsluafmæli skólahússins á Bakkafirði hefur verið í gangi hjá nemendum skólans í allan vetur þar sem nemendur hafa kynnt sér líf og starfshætti fyrri tíma og hafa reynt að setja sig inn í þá eins og þeir geta og borið þá saman við nútím- ann. Liður í þessum undirbúningi var koma myndlistarmannsins Freyju Önundardóttur sem kenndi þeim meðferð pensla og lita. Hún fór með nemendur skólans um þorpið þar sem þau völdu sér fyrirmyndir sem þau síðan máluðu og var afrakstur þess námskeiðs til sýnis á tíu ára afmælinu 1. maí. Þau yngstu í skól- anum, 1.-6. bekkur, máluðu og bjuggu til verk sem þau kölluðu Orminn langa þar sem hver nemandi útbjó sinn hluta af orminum þannig að úr varð hin mesta furðuskepna. Á vígsluafmælinu héldu nemend- urnir sína árlegu árshátíð og var það vel til fundið þar sem fjölmennt var og skemmtun hin mesta. Þar fóru krakkarnir með gamanmál og voru með tískusýningu þar sem þau létu ímyndunarafl og góða skapið leika lausum með mikilli kátínu við- staddra. í lok dagskrárinnar hélt Valbjörg Jónsdóttir skólastjóri ræðu og sagði frá nýtingu hússins. Húsið er fjöl- nota hús sem hýsir, fyrir utan skól- ann, hreppsskrifstofu, heilsugæslu og leikskóla. Einnig kom fram hjá henni að smíðakennsla hefði verið í höndum Guðmundar Magnússonar frá Flúðum og kenndi hann m.a. að renna nytjahluti úr rekavið sem nóg er af hér í fjörunni. Valbjörg sýndi gestum þijá hluti sem hún vildi að yrðu fyrsti vísir að náttúrugripasafni sem komið yrði á fót í skólanum en þeir voru lítill flækingsfugl, gran- söngvari, sem fannst dauður hér í haust og var stoppaður upp á Dal- vík, snæuglufótur af snæugluhræi sem fannst í fjöruferð en hræið sjálft var sent suður í rannsókn og fótur af heiðargæs en báðum fótunum var haganlega fyrir komið á steini. I lokaorðum sínum hvatti hún sjó- menn til að leggja þessum safnavísi lið með því að gefa fugla sem þeir fengju í veiðarfæri sín til uppstopp- unar. Svo bauð hún gestum að skoða sýningu nemenda því það væri nóg að skoða og margt fróðlegt og skemmtilegt að sjá. Þessari skemmt- un lauk með tertuhlaðborði og súkk- ulaði með þeyttum rjóma. Hellu - Á Héraðsvöku Rangæ- inga sem haldin var á Heima- landi undir V-Eyjafjöllum um sl. helgi voru veittar viður- kenningar og verðlaun til rangæskra íþróttamanna sem sköruðu fram úr í sínum grein- um á árinu 1996. Viðurkenningar hlutu eftir- talin: Hrefna Hafsteinsdóttir, Garpi, fyrir góðan árangur í badminton, Olafur E. Ólafsson, UBH, í blaki, Hjördís Rut Al- bertsdóttir, Garpi, í borðtenn- is, Guðbjörg Viðarsdóttir, Dagsbrún, í frjálsum íþróttum, Andrea Ösp Pálsdóttir, Garpi, í glímu, Óskar Pálsson, GHR, í golfi, Þórður Þorgeirsson, íþróttadeild Geysis, í hesta- íþróttum, Andri Freyr Björns- son, Heklu, í knattspyrnu, Magnús G. Helgason, UBH, í körfuknattleik, Björgvin Reyn- ir Helgason, Ileklu, í skák, Garðar Guðmundsson, Dags- brún, í starfsíþróttum og Dröfn Helgadóttir, UBH, í sundi. íþróttamaður ársins 1996 valinn í þriðja sæti í vali til íþróttamanns ársins 1996 var Björgvin R. Helgason, Umf. Heklu, en hann er 15 ára. Á síðasta ári vann hann skólaskákmót Grunnskólans á Hellu, sýsluskákmót Rangárvallasýslu og Suðurlandsmótið án þess að tapa skák. Á landsmótinu varð hann í 9. sæti en hann keppti í fyrsta sinn í eldri flokki. Björgvin var í sveit Heklu sem vann sveitakeppni HSK í nóvember. Þá hefur hann unnið skólaskákmótið sl. 6 ár, sýslumótið sl. 5 ár og Suðurlandsmótið sl. 4 ár. í öðru sæti varð Guðbjörg Viðarsdóttir, Umf. Dagsbrún, en hún var valin í landsliðið í kúluvarpi og keppti fyrir íslands hönd í Evrópubikarkeppninni. Helstu titlar hennar á árinu voru Islandsmeistari innanhúss í kúluvarpi, Islandsmeistari utanhúss í kúluvarpi, kringlukasti og sleggjukasti, bikarmeistari FRI í kringlukasti, Skarphéðinsmeistari í kúluvarpi innanhúss og Skarphéðinsmeistari í kúluvarpi, kringlu- og sleggjukasti utanhúss, Rangæingameistari í sömu greinum auk spjótkasts. Guðbjörg átti annað lengsta kast Islendings í kúluvarpi og kringlukasti og lengsta kastið í sleggjukasti. íþróttamaður ársins 1996 var valinn Þórður Þorgeirsson, íþróttadeild Hestamannafélagsins Geysis. Hann tók þátt í íþróttamóti félagsins og Islandsmóti í hestaíþróttum og hlaut samanlagt 693,7 stig. Mesta afrek Þórðar á sl. ári var Islandsmeistaratitill í tölti. Hann tók jafnframt þátt í gæðingakeppni, fjórðungsmóti og kynbótasýningum. Þórður hefur staðið sig með miklum ágætum í öllum keppnum og sýningum sem hann hefur tekið þátt í, en keppnisgreinar hans eru tölt, fjórgangur, fimmgangur og gæðingaskeið. Bjöllukór Bústaðakirkju í heimsókn í Grímsey Grímsey. Morgunblaðið. BJÖLLUKOR og hljómsveit Bú- staðakirkju í Reykjavík, alls þrett- án unglingar ásamt stjórnandan- um Guðna Þ. Guðmundssyni og séra Pálma Matthíassyni, fluttu fjölbreytta dagskrá í félagsheim- ilinu Múla í Grímsey fyrir skömmu. Þau léku einleik, dúetta og öll saman á fjölda hljóðfæra auk þess sem þau sungu líka. Þarna eru greinilega fjölhæfir einstaklingar á ferð og leikur hvert, þeirra á fleira en eitt hljóð- færi, þau léku á bjöllur, blásturs- hljóðfæri, hljómborð, píanó, harmonikkur og fleira. Séra Pálma, sem þjónaði Grímseying- um frá 1981-1989 þótti notalegt að heimsækja gamlan og góðan söfnuð og var allur hópurinn mjög ánægður með móttökurnar í Grímsey. Grímseyingar fjöl- menntu á þessa tónleika og nutu virkilega þessarar stundar í fé- lagsheimilinu. Morgunblaðið/Hóimfríður Morgunblaðið/Sturla J?áll Sturluson ÁGÚSTA Gísladóttir, Ingibjörg Sigfúsdóttir, Kristín Ósk Egils- dóttir og Helga Guðný Kristjánsdóttir frá Ársól ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, Óðni Gestssyni og Svövu Rán Vaigeirsdóttur, leikskólastjóra, við afhendingu gjafarinnar. Leikskólanum í Tjarnar- bæ færð peningagjöf Suðureyri - Kvenfélagið Ársól á Suðureyri gaf á dögunum leikskól- anum Tjarnabæ veglega peninga- gjöf. Var það fé afrakstur sólarkaff- is sem Ársólarkonur héldu nýlega. Við afhendingu gjafarinnar kom fram í máli Óðins Gestssonar, for- manns menningarmálanefndar ísa- fjarðarbæjar, að kvenfélagskonur á Suðureyri hefðu lengi og vel stutt dyggilega við bakið á leikskóla- starfsemi á Suðureyri á ýmsan máta, m.a. með gjöfum á leiktækj- um, innanstokksmunum og beinum fjárframlögum en auk Óðins tóku við gjöfinni þau Kristinn Þór Júlíus- son, bæjarstjóri, og Svava Rán Valgeirsdóttir, leikskólastjóri. Samfellt skólahald í Stykkishólmi í 100 ár Stykkishólmi - Þess var minnst á uppstigningardag að 100 ár eru liðin frá því að samfellt skólahald hófst í Stykkishólmi. Stykkishólmshrepp- ur var stofnaður árið 1892 og fljót- lega var þá ákveðið að stofna skóla í bænum. Það var skólaárið 1986- 1987 sem Barnaskólinn í Stykkis- hólmi var stofnaður. Þá var tekið í notkun nýtt skólahús sem sérstak- lega var smíðað til þeirra nota. Þetta hús stendur enn og var lengi bakarí en er farfuglaheimili í dag. Fljótlega var skólahúsið of lítið og var keypt húsnæði árið 1910, hús Guðmundar Eggerts, sýslumanns, ávallt nefnt Sýslumannshúsið. Það hús brann árið 1932 og árið 1935 var byggður nýr skóli við Skólastíg- inn og er það húsnæði enn notað til kennslu yngstu barnanna og fyrir starfsemi tónlistarskólans. Árið 1977 var enn byggt nýtt skólahús sem var tekið í notkun 1985. Þar fer fram kennsla 4.-10. bekkjar. Framhaldsdeildirnar komast þar ekki fyrir lengur og fer kennsla þar fram í íþróttahúsinu. Árið 1990 var vígt nýtt íþróttahús í tengslum við skólann. Miklar breytingar hafa orð- ið á skólamálum hér í bæ á þessu tímabili. Allar aðstæður eru mjög góðar fyrir nemendur til náms á hinum ýmsu sviðum, nýtt skólahús, ný íþróttamiðstöð og ef til vill kom- in ný sundlaug eftir nokkur ár. Fjölbreytt dagskrá var í boði í til- efni þessara tímamóta. Dagskráin hófst með skrúðgöngu frá gamla skólanum og gengið að íþróttamið- stöðinni. Þar var haldin samkoma þar sem nemendur skólans sýndu leiki sem hafa verið vinsælir í gegn- um árin. Gunnar Svanlaugsson, skólastjóri, rakti sögu skólans og Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason INGVELDUR Sigurðardóttir og Svava Oddsdóttir. Svava er elsti núlifandi nemandi Barnaskólans í Stykkishólmi og hóf hún skólagöngu 10 ára gömul árið 1910. Dóttir henn- ar Ingveldur hefur lengst allra verið kennari í skólanum. gestir fluttu ávarp. Þar á meðal var Þorgeir lbsen, sem stjórnaði skólan- um frá 1947-1955. Kvenfélagið Hringurinn og Lionsklúbbur Stykk- ishólms gáfu skólanum peningagjaf- ir til tækjakaupa í sauma- og sníða- stofur skólans. Öllum gestum var boðið upp á veitingar og voru yfir 500 manns sem þær þáðu. Verk nemenda voru til sýnis í skólastofum og í gamla íþróttasalnum var sýning á gömlum námsgögnum, myndum og ýmsum búnaði frá fyrri tíð. Ungl- ingadansleikur var haldinn um kvöldið í félagsmiðstöðinni. Nem- endur hafa starfrækt útvarp í félags- miðstöðinni undanfarið og hafa raddir margra ungra Hólmara hljómað í útvarpinu síðustu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.