Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 URVERINU ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SR-mjöl í Helguvík bræddi 20 þúsund tonn af loðnu „Erum nú að gera klárt fyrir síld“ MARGT var um manninn í nýrri fiskimjölsverksmiðju í Helguvík þegar boðið var upp á skoðunarferð þangað eftir aðalfund SR-mjöls í liðinni viku. Nýja verksmiðjan, sem byggð er í grjótnámu við Helguvíkurhöfn, tók til starfa þann 25. febrúar sl., mánuði seinna en áætlað var. Reiknað er með að heildarkostnað- urinn við framkvæmdirnar nemi um 900 milljónum króna. Helguvík- ur-verksmiðjan er meðalstór á ís- lenskan mælikvarða og getur brætt 600-900 tonn af hráefni á sólar- hring, en bræðslugetan fer töluvert eftir hráefninu sem berst að. Hún er búin nýjustu gerð af þurrkurum og á að geta framleitt allar gerðir af mjöli, m.a. svokallað hágæða- mjöl, en það er dýrara í fram- leiðslu en aðrir flokkar mjöls. Mjög ánægðir með loðnuvertíð Síðasti bræðsludagur í Helguvík- ur-verksmiðjunni eftir vetrarvertíð- ina í loðnunni var þann 3. apríl sl. og síðan hefur verið unnið að því að betrumbæta og lagfæra ýmis- legt sem gert hafði verið til bráða- birgða fyrir vertíðina, að sögn Guð- jóns Engilbertssonar, vinnslustjóra í Helguvík. „Loðnuvertíðin gekk mjög vel. Það sem að við framleidd- um fór að stórum hluta í gæðamjöl og við erum mjög ánægðir með það. Þetta gekk tiltölulega snurðu: laust fyrir sig,“ sagði Guðjón. í Helguvík var landað um 30 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni. Þar af voru rúm 20 þús. tonn brædd í verksmiðjunni sjálfri, en 10 þúsund tonn flutt til annarra SR-verk- smiðja. Síldin selflutt frá Seyðisfirði Guðjón segir að nú sé verið að gera klárt fyrir síldarbræðslu fari nefnd á vegum grænlensku heima- stjórnarinnar og Royal Greenland hefur reiknað út að árlega tapist um 545 milljónir króna vegna þessa. Þar sem fyrirbyggjandi að- gerðir fara ekki að skila sér fyrr en árið 1998 hefurRoyal Greenland lagt til hliðar fjármagn til að mæta þessu tapi fyrir árið 1997. 40% verðlækkun í desember Rekstrarafkoma Royal Green- land var góð þar til í september í fyrra en um 40% af sölu fyrirtækis- ins fara fram á síðustu síðustu mánuðum ársins. Líkt og aðrir rækjuframleiðendur fór Royal Greenland ekki varhluta af verð- lækkunum á bæði soðinni og pill- aðri rækju á síðasta ári. Um 10.000 tonn af umframbirgðum fóru inn á markaðinn sem leiddu til um 20% verðfalls í desember á síðasta ári. Þar af teiðandi varð tekjutap Royal Greenland um 872 milljónir króna, samanborðið við árið 1995. Hækk- andi hráefnisverð og lækkandi verð á laxaafurðum leiddu einnig til rekstrartaps og voru tekjur um 240 milljónum krónum minni en í fyrra. Stjórn Royal Greenland fagnar því að nú skuli hafa verið gripið til aðgerða til að sporna við um- framafkastagetu verksmiðja og er bjartsýn á að verð á rækju fari hækkandi. Ekki er talið að tap þessa árs hafi áhrif á almennan rekstur fyrirtækisins. Þá hefur stjórnin lagt til að reikningsárið verði fært til og Iátið byija 1. októ- ber í stað þess að miðað verði við almanaksárið. I BIJÐARLAN TIL ALLT AÐ Um er að ræða verðtryggð jafngreiðslulán (annuitet) til íbúðarkaupa, endurbóta og viðhalds, með mánaðarlegum afborgunum. Allar nánari upplýsingar veita þjónustufulltrúar. » SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR Morgunblaðið/Ásdís Á ANNAÐ hundrað gestir skoðuðu nýja fiskimjölsverksmiðju í Helgu- vík og þáðu veitingar í móttökusal að loknum aðalfundi SR-mjöls. svo að aflinn verði það mikill að verksmiðja SR-mjöls á Seyðisfirði anni ekki bræðslunni. Búið er að gera ráðstafanir til þess að sigla með síld frá Seyðisfirði til Helgu- víkui' og ætlar grænlenska skipið Ammasat að taka það verkefni að sér. „Ammasat kæmi þá til með að selflytja aflann’á milli ef sú staða skapast að verksmiðjan á Seyðis- firði hefur ekki undan. Eins og er erum við því að vonast eftir síld og svo bíðum við eftir nýrri loðnu- vertíð í sumar,“ segir Guðjón. 479 milijóna króna tap á rekstri Royal Greenland TAP VARÐ á rekstri Royal Green- land á síðasta ári. Um 545 milljón- um íslenskra króna hefur verið varið til að greiða niður kostnað af umframafkastagetu verksmiðja fyrirtækisins en rekstartap nam um 479 milljónum króna. Þessa slæmu afkomu má einkum rekja til umfram afkastagetu grænlenskra verksmiðja, enda hef- ur dregið verulega úr hráefnis- streymi til þeirra síðustu ár. Starfs- NÁLGAST SKILYRÐIN FYRIR EMU-AÐILD Aöhald aöildarríkja ESB í ríkisfjármálum viröist vera að skila árangri. Samkvæmt könnun, sem Reuters-fréttastofan geröi meðal 35 hagfræöinga víöa um Evrópu hafa öli ríkin nema Þýzkaland færzt nær þvi aö uppfylla skilyrði fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Fjárlagahalli Rikisskuldir Verðbólga Langtíma- vextir minni en minni en undir undir 3% af VLF 60% af VLF 2,9%* 8,38%** D Austurríki W/Æ X wm w&m U Belgía W&M X W&M w&m := Danmörk X WM m$M Finnland mM m?Æ W01 11 Frakkland X wsm W/M w&m Þýskaland X X W&M mm :s£E Grikkland X X X X 1 I | írland W6&M X W&M JT | Italy X X w&m WA■ Nú þegar í Gengis- samstarfi Evrópu wm WM wM X w?M ■// Lúxemborg Holland Portúgal Spánn Svíþjóö Bretland ^/ // v/ mM mM X WM WM WM WM X WM WM WM X X WM WM WM X WM WM X WM WM WM WM X * innan við 1,5% yfir meöaltali þeirra þriggja ríkja þar sem verðbólga er lægst á árinu 1997. ’* innan við 2% yfir meðaltali langtímavaxta í þeim þremur ríkjum þar sem verðbólga er lægst. Bæði Persson og Asbrink virðast vantrúaðir á EMU Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. BÆÐI hefur það verið á reiki hver afstaða Görans Perssons forsætis- ráðherra Svía og Eriks Ásbrinks fjármálaráðherra er til Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU og eins hefur verið óljóst hvenær stjórn- in tilkynnir um afstöðu sína til EMU-aðildar. Svenska Dagbladet leiðir að því líkur að báðir ráðherr- arnir séu vantrúaðir á gagnsemi EMU, bæði almennt og fyrir Svía. Væntanlega dregur til tíðinda síðar í mánuðinum, þegar þingnefnd, er athugar hvort stjórnarskrárbreyt- ingu þurfi vegna aðildar, á að ljúka störfum. Olof Johansson formaður Miðflokksins rær að því öllum árum að seinka hugsanlegum stjórnar- skrárbreytingum og koma því svo fyrir að hver sem áætlun stjórnar- innar verður, þá verði ekki hægt að koma EMU-aðild í kring fyrr en í fyrsta iagi 2003. Johansson hefur einnig hótað að hætta stuðningi við stjórnina, sem er minnihlutastjórn, verði aðild ofan á og hótar að gera málið að kosningamáli í þingkosn- ingunum 1998. Jafnframt fjölgar þeim sem krefjast þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild- ina. Meðan Göran Persson var fjár- málaráðherra hafði hann rætt um EMU-aðiid sem æskiiegan hlut og sama hafði hag- fræðingurinn Erik Ásbrink gert. Því var hik ráðherranna fremur álitið varða hvenær Svíar ættu að gerast aðilar og hvenær ætti að tilkynna það. En eftir að Svenska Dagbladet hefur spurst fyrir meðal náinna sam- starfsmanna ráðherranna er niður- staða þess að hvorugur ráðherranna álíti það Svíum fyrir bestu að gerast meðlimir og það muni duga þeim að koma ríkisfjármálunum á réttan kjöl í samræmi við forsendur EMU. Göran Persson forsætisráðherra hefur lengi iátið í veðri vaka að af- staðan yrði fyrst kunngjörð í haust eftir að Jafnaðarmannaflokkurinn hefur tekið afstöðu á flokksþingi. Nýlega hafði hann sagt að afstaðan yrði tilkynnt 1. maí, en svo varð ekki. Einnig hefur hann látið á sér skiljast að tilkynningin kæmi í hlut Eriks Ásbrinks íjármálaráðherra. Krefst EMU-aðiid stjórnarskrárbreytingar? Undanfarið hefur þingnefnd starf- að að úttekt á hvort og þá hvernig þurfi að breyta stjórnarskránni, fari svo að Svíar gerist aðilar að mynt- bandalaginu. í myntbandalaginu verður evrópska seðlabankanum falin seðlaútgáfa, sem hingað til hefur verið í verkahring þjóðseðlabank- anna. Lögfræðingar sænsku stjórnar- innar álíta að stjórnarskrárbreytingar þurfi til að flytja þennan rétt frá sænska seðlabankanum til hins evr- ópska, en ýmsir aðrir sérfræðingar segja að venjuleg lagabreyting dugi. Stjórnarskrárbreytingu þarf að sam- þykkja af tveimur þingum, svo hana þyrfti að afgreiða í þinginu fyrir haustið 1998, þegar þingkosningar eiga að fara fram og svo aftur að afstöðnum kosn- ingum. Olof Johansson er andvígur sænskri aðild að myntbandalaginu og álítur einnig að stjórnarskrárbreytingar þurfi til. Hans leikur nú er að koma í veg fyrir að stjórnarskrárbreytingin verði samþykkt fyrir næstu kosning- ar, svo ekki verði hægt að ganga frá stjórnarskrárbreytingum fyrr en fyrir og eftir kosningarnar 2002 og þat' með gæti ekki orðið af sænskri aðild fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun 2003. Bæði Vinstriflokkurinn og Umhverfisflokkurinn styðja viðleitni Johanssons. Andstaða Johanssons er stjórninni óþægileg, því stjórnin er minnihlutastjórn, sem styður sig við Miðflokkinn og Johansson hefur látið í veðri vaka að ef stjórnin beiti sér fyrir sænskri EMU-aðild kosti það hana stuðning Miðflokksins. > > >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.