Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 24

Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter Vilja bandarískar herstöðvar burt JAPANSKIR herstöðvaandstæð- ingar sjást hér mótmæla veru bandarískra hermanna á eyjunni Okinawa í mótmælagöngu sem gengin var í gær af tilefni af því að 25 ár eru liðin frá því Ok- inawa komst aftur undir jap- anska stjórn eftir 27 ára herná- mssljórn Bandaríkjamanna árið 1972.1 fyrradag runnu út leigu- samningar japanskra stjórnvalda við eigendur lands undir 12 bandarískum herstöðvum á Ok- inawa-eyju. Ríkissljórnin sá til þess að þessir leigusamningar voru endurnýjaðir þrátt fyrir andstöðu 3.000 landeigenda sem vilja herstöðvarnar burt. * Ovenjuleg samvinna um framsal KÍNVERSK yfirvöld afhentu í gær tævönskum stjórnvöldum flugræn- ingja, sem neyddi tævanska flug- vél til að halda til Kína fyrr á ár- inu. Er þetta óvenjulegt dæmi um samvinnu ríkjanna tveggja en hingað til hafa Kínveijar iitið á tævanska flugræningja sem menn sem leiti frelsis og hafa ekki fram- selt þá. Maðurinn, Liu Shan-chung, heilti yfir sig bensíni i tævanskri flugvél í mars sl. og krafðist þess að henni yrði snúið til Kína, þar sem hann hugðist sækja um póli- tískt hæli en hann sagðist búa við pólitískar ofsókni á Tævan. Á myndinni færa tævanskir lög- reglumenn Liu um borð í flugvél sem flutti hann aftur til Tævans. Reuter Fullyrt að forseti Zaire eigi mikið fé á bankareikningum Vilja að eignir Mobut- us í Sviss verði frystar Genf. Reuter. Reuter MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire, kemur til nágrannaríkisins Kongó í gær en þar átti hann að eiga fund með Laurent Kabila, leiðtoga skæruliða, sem krefjast afsagnar Mobutus. SVISSLENDINGAR upp- lýstu í gær að embætti sak- sóknara í Zaire hefði óskað eftir því að svissnesk yfirvöld frystu eignir'Mobutus Seses Sekos, forseta Zaire, í land- inu. Á þriðjudag hétu sviss- nesk yfirvöld því að gera víð- tæka leit að eignum hans og fjölskyldu hans í svissnesk- um bönkum en þau boð höfðu áður borist frá Bern að þar- lendir bankar hefðu hvorki fundið tangur né tetur af auðæfum Mobutus, sem svissneskir íjölmiðlar telja að riemi allt að fjórum millj- örðum dollara (um 280 millj- örðum króna) og liggi á reikningum hér og þar í Sviss. Eftirlitsnefnd svissneskra banka lýsti yfir því að leit að peningum Mobutus yrði hert, en gaf um leið í skyn að hún teldi ólíklegt að auðurinn fyndist. „Ég get ekki ímyndað mér í dag að nokkur svissneskur banki mundi enn geyma peninga frá Mobutu," sagði Kurt Hauri, forseti nefndar- innar, sem starfar sjálf- stætt, og bætti við að slíkt væri mjög „kjánalegt" hjá banka. „Það ætti að vera bönkunum í hag að hafa nægilegt vit til að geyma ekki pen- inga frá manni á borð við Mobutu. Slíkt væri mjög slæmt fyrir orðspor bankanna." Vesturlönd jusu fé í Mobutu Breska blaðið The Financial Tim- es birti í vikunni úttekt á fjárreiðum Mobutus, sem blaðið fullyrðir að hafi numið 4 milljörðum dala þegar mest var, um miðjan síðasta áratug. Geti Mobutu ekki síst þakkað Vest- urlöndum stuðninginn, en fé hafi verið ausið í hann, þrátt fyrir að menn vissu af þeirri gríðarlegu spill- ingu sem viðgekkst í landinu. Leo Tindemans, fyrrverandi for- sætisráðherra Belgíu, sagði í síðustu viku að stefnan gagnvart Zaire hefði átt að vera miklu staðfastari. Ekki hafi verið farið nema að hluta til eftir þeirri stefnu sem Alþjóðabank- inn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi sett í málefnum Zaire og stjórn- völdum í Zaire hafi verið Iánaðir miklir fjármunir þrátt fyrir að vitað væri að ekkert væri gert til að bæta ástandið í landinu. Fullvíst er talið að Mobutu hafi eytt stórum hluta auðæfanna til að styrkja stjórn sína í sessi en rann- sókn FT hefur leitt í ljós að hann á að minnsta kosti 20 eignir í ýmsum löndum, allt frá Belgíu til Fílabeinsstrandarinnar, og nemur verðmæti þeirra að minnsta kosti 37 milljónum dala, um 2,6 milljörðum ísl. kr. Þá hafa aðstoðarmenn Mobutus staðfest að hann eigi bankareikninga í Sviss og Suður-Afríku. Skýrsla um spillingu hunsuð Mobutu hefur notið íjár- hagsaðstoðar Vesturlanda í rúma þqá áratugi en hún hófst raunar áður en hann komst til valda árið 1965. Var þessari aðstoð ekki hætt þrátt fyrir að mönnum yrði snemma ljós sú spilling sem viðgekkst undir stjórn Mob- utus. Meðal þeirra sem að- stoðuðu Mobutu var banda- ríska leyniþjónustan, CIA. Nær allur ágóði af útflutn- ingi var lagður inn á reikn- inga í útlöndum í stað þess að nota hann til uppbygging- ar í Zaire. Árið 1982 skilaði háttsett- ur starfsmaður Alþjóðagjald- eyrissjóðsins skýrslu þar sem hann gerði grein fyrir spill- ingunni í Zaire en stofnunin fékk ekkert að gert er hún hugðist draga úr íjárfram- lögum, vegna pólitísks þrýst- ings á Vesturlöndum, þar sem menn máttu ekki til þess hugsa hvað tæki við ef Mobutu léti af völdum. Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ekki viljað tjá sig um málið. Háttsettur breskur bankamaður, sem þekkti vel til fjármála Mobutus, segir að um miðjan síðasta áratug hafi menn verið hættir að vilja eiga viðskipti við Mobutu. Landið hafi rambað á barmi gjaldþrots og ljóst hafi verið að fúlgum flár, sem feng- ust fyrir útflutning, hafi verið komið undan. Hafi einhveijir bankamenn þrátt fyrir allt viljað lána Mobutu fé, hljóti þeir að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. breyttan skilafrest á atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudögum. Auglýsingadeild Sími 569 11 11 • Símbréf 569 11 10 • Netfang: augl@mbl.is Dönsk móðir má ekki vera ein með barni sínu New York. Reuter. DÓMSTÓLL í New York úr- skurðaði á þriðjudag að dönsk móðir, sem sökuð hafði verið um að stefna öryggi barns síns í hættu með því að skilja það eftir í vagni fyrir utan veitinga- stað, skyldi fá það aftur, með ströngum skilyrðum þó. M.a. má móðirin ekki vera ein með barni sínu, heldur verður annar fullorðinn að vera viðstaddur. Málið hófst sl. laugardags- kvöld er móðirin, Annette Sor- ensen, var ásamt unnusta sín- um á veitingastað í New York. Sátu þau við glugga og hinum megin við hann svaf barnið í vagni sinum. Það vaknaði og fór að gráta og bar þá að veg- faranda, sem gerði lögreglu viðvart er nokkrar mínútur voru liðnar án þess að til for- eldranna sæist. Lögregla tók barnið í sína vörslu og var það m.a. sett í læknisrannsókn, þar sem í Ijós kom að ekkert amaði að því og það hafði ekki verið beitt neins konar ofbeldi. Móðirin og unnusti hennar urðu hins vegar að dúsa í fangaklefa í tvær nætur fyrir að mótmæla því að lögreglan tæki barnið og koma fyrir rétt nk. mánu- dag vegna þessa. Nú hefur dómstóll fallist á að Sorensen fái barnið aftur, eftir að fulltrúar barna- verndarnefndar hafa kannað aðstæður þar sem Sorensen býr á meðan hún dvelur í New York, og rætt við heimilisfólk, en hún býr hjá vinafólki sínu. Þá má móðirin ekki vera ein með barni sínu, heldur verður annar fullorðinn að vera við- staddur. Lögmaður konunnar hefur bent á að það þyki ekki tiltöku- mál að láta börn sofa í vagni í Danmörku og að viðbrögð lögreglunnar séu allt of harka- leg. Sorensen hafði verið tæpa tvo sólarhringa í New York er barnið var tekið af henni en hún hyggst halda heim 27. maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.