Morgunblaðið - 15.05.1997, Page 26

Morgunblaðið - 15.05.1997, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Samkórinn Björk syngur inn á geislaplötu Finnskir skartgripir hjá Ófeigi FINNSKI listamaðurinn Harri Syijanen opnar sýningu á verkum sínum laugardaginn 17. júní kl. 14 í listhúsi Ofeigs, Skólavörðustíg 5. Harri er gull- og leðursmiður og hefur rekið listhús og vinnustofu í miðbæ Helsinki í 26 ár. Á sýningunni verða skartgripir úr ýmsum efnivið svo og töskur, belti og fleira úr leðri. Listamaðurinn verður viðstaddur opnunina. Harri er talinn einn af fremstu list- iðnaðarmönnum finna, hefur hlotið margar viðurkenningar og haldið Qölda einkasýninga bæði í heima- landi sínu og erlendis og tekið þátt í samsýningum. Hann var kjörinn listiðnaðarmaður ársins 1996 í Finn- landi. Sýningin verður opin mánudaga til föstudaga frá kl. 10-18 og laug- ardaga kl. 11-14. Með sængurnar í kirkjuna Morg-unblaðið. Blönduós. SAMKÓRINN Björk í Austur-Húnavatnssýslu notaði síðustu helgi í það að taka upp lög fyrir væntanlega út- gáfu á geislaplötu. Upptökurnar fóru fram i Blönduóskirkju undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar. Það vakti töluverða athygli í samfélaginu þegar sást til kórfélaga koma til upptöku i kirkjunni að þeir höfðu flestir með sér um- fangsmikla poka. Við Morgunblaðið/Jón Sigurðsson SAMKÓRINN Björk tók upp lög á væntanlegan geisladisk í Blönduós- kirkju um helgina. nánari eftirgrennslan kom í ljós að þeir höfðu haft með sér sæng- ina að heiman. Ekki var ætlun kórfélaga að sofa í kirkjunni heldur voru sængurnar breiddar yfir kirkjubekkina til að hafa áhrif á hljómburðinn í kirkjunni til hins betra. Sáu þar nokkrir sæng sína útbreidda í orðsins fyllstu merkingu. Að sögn kórfé- laga gekk upptakan vel og nutu kórfélagar aðstoðar ungra hljóð- færaleikara úr sýslunni við flutn- ing nokkurra laga. Sljórnandi Bjarkarkórsins er Peter Wheeler tónlistarkennari. LANDSBANKAKÓRINN heldur tónleika í Norræna húsinu. Vortónleikar Landsbanka- kórsins LANDSBANKAKÓRINN heldur sína árlegu vortónleika í Nor- ræna húsinu í dag, fimmtudag, kl. 20.30. Sungin verða lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda. Söng- stjóri er Guðlaugur Viktorsson. Undirleik á píanó annast Óskar Einarsson. Landsbankakórinn var stofn- aður árið 1989 og eru kórfélagar nú 28. ----» ♦ ♦ Forstöðumaður tungumála- o g menningar- stofnunar LAGT hefur verið til að Raija Wallenius rektor frá Stokkhólmi verði forstöðumaður Norrænu tungumála- og menningarstofun- arinnar í Finnlandi. Hún er fædd og uppalin í Finnlandi en hefur starfað í Svíþjóð. Norræna tungumála- og menn- ingarstofnunin er nýstofnuð og aðal verkefnasvið hennar er að efla þekkingu á tungumálum og menningu annarra Norðurlanda í Finnlandi og þekkingu á finnskri menningu í öðrum norrænum lönd- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.