Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Samkórinn Björk syngur inn á geislaplötu Finnskir skartgripir hjá Ófeigi FINNSKI listamaðurinn Harri Syijanen opnar sýningu á verkum sínum laugardaginn 17. júní kl. 14 í listhúsi Ofeigs, Skólavörðustíg 5. Harri er gull- og leðursmiður og hefur rekið listhús og vinnustofu í miðbæ Helsinki í 26 ár. Á sýningunni verða skartgripir úr ýmsum efnivið svo og töskur, belti og fleira úr leðri. Listamaðurinn verður viðstaddur opnunina. Harri er talinn einn af fremstu list- iðnaðarmönnum finna, hefur hlotið margar viðurkenningar og haldið Qölda einkasýninga bæði í heima- landi sínu og erlendis og tekið þátt í samsýningum. Hann var kjörinn listiðnaðarmaður ársins 1996 í Finn- landi. Sýningin verður opin mánudaga til föstudaga frá kl. 10-18 og laug- ardaga kl. 11-14. Með sængurnar í kirkjuna Morg-unblaðið. Blönduós. SAMKÓRINN Björk í Austur-Húnavatnssýslu notaði síðustu helgi í það að taka upp lög fyrir væntanlega út- gáfu á geislaplötu. Upptökurnar fóru fram i Blönduóskirkju undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar. Það vakti töluverða athygli í samfélaginu þegar sást til kórfélaga koma til upptöku i kirkjunni að þeir höfðu flestir með sér um- fangsmikla poka. Við Morgunblaðið/Jón Sigurðsson SAMKÓRINN Björk tók upp lög á væntanlegan geisladisk í Blönduós- kirkju um helgina. nánari eftirgrennslan kom í ljós að þeir höfðu haft með sér sæng- ina að heiman. Ekki var ætlun kórfélaga að sofa í kirkjunni heldur voru sængurnar breiddar yfir kirkjubekkina til að hafa áhrif á hljómburðinn í kirkjunni til hins betra. Sáu þar nokkrir sæng sína útbreidda í orðsins fyllstu merkingu. Að sögn kórfé- laga gekk upptakan vel og nutu kórfélagar aðstoðar ungra hljóð- færaleikara úr sýslunni við flutn- ing nokkurra laga. Sljórnandi Bjarkarkórsins er Peter Wheeler tónlistarkennari. LANDSBANKAKÓRINN heldur tónleika í Norræna húsinu. Vortónleikar Landsbanka- kórsins LANDSBANKAKÓRINN heldur sína árlegu vortónleika í Nor- ræna húsinu í dag, fimmtudag, kl. 20.30. Sungin verða lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda. Söng- stjóri er Guðlaugur Viktorsson. Undirleik á píanó annast Óskar Einarsson. Landsbankakórinn var stofn- aður árið 1989 og eru kórfélagar nú 28. ----» ♦ ♦ Forstöðumaður tungumála- o g menningar- stofnunar LAGT hefur verið til að Raija Wallenius rektor frá Stokkhólmi verði forstöðumaður Norrænu tungumála- og menningarstofun- arinnar í Finnlandi. Hún er fædd og uppalin í Finnlandi en hefur starfað í Svíþjóð. Norræna tungumála- og menn- ingarstofnunin er nýstofnuð og aðal verkefnasvið hennar er að efla þekkingu á tungumálum og menningu annarra Norðurlanda í Finnlandi og þekkingu á finnskri menningu í öðrum norrænum lönd- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.