Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 30

Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Eitt brúð- kaup - engin jarðarför LISTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson „ÁHORFENDUR hlæja að persónum verksins, og um leið að sjálfum sér, enda má finna nokkra glænýja málshætti í textanum," segir Sveinn Haraldsson m.a. í dómi sínum. LEIKUST Ilafnarfjarðar- lcikhúsið Ilcrmöður og Iláðvör AÐ EILÍFU Höfundur: Arni Ibsen. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leikmynd: Finnur Amar Amarson. Búningar: Þómnn Jónsdóttir. Leikgervi: Ásta Hafþórs- dóttir. Lýsing: Egill Ingibergsson. Tónlist og hljóðmynd: Margrét Óm- ólfsdóttir. Dansar og hreyfingar: Selma Bjömsdóttir. Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Björk Jakobsdóttir, Erl- ing Jóhannesson, Gunnar Hansson, Gunnar Helgason, Halldór Gylfason, Inga María Valdimarsdóttir, Hildi- gunnur Þráinsdóttir, Katla Margrét Þorgeicsdóttir og Þrúður Vilhjálms- dóttir. Hljóðfæraleikarar: Davíð Magnússon og Kjartan Þórisson. Miðvikudagur 14. maí. ATVINNULEIKHÚSIÐ í Hafn- arfirði hefur við uppsetningu þessa splunkunýja íslenska gamanleiks tekið undir sinn vemdarvæng út- skriftarhópinn úr Leiklistarskólan- um. Það er gífurlega ánægjulegt að fylgjast með hópnum í þessu verki þar sem meðlimir hans fá hver um sig tækifæri til að njóta sín og sýna hvað í þeim býr. Ein- hveijum varð á orði einhverntím- ann að kómedían væri meira krefj- andi en aðrar leiklistir og góðum gamanleikurum séu því allir vegir færir. Vonandi gengur það eftir. Höfundur verksins, Árni Ibsen, tekur aftur upp þráðinn þar sem honum sleppti í Himnaríki við að semja nútímaærslaleik með nýmóð- ins brag. Hér er farsaformið tætt sundur og mótað eftir hentugleik- um en ekki haldið fast í afdankaða gullaldargerðina. Textinn er sam- inn í samvinnu við leikarana en formið ber handbragði Árna öruggt vitni. Það er henst fram og aftur í tíma og rúmi; fyrst er helst að ætla að verkið sé byggt upp á kaba- rettatriðum en svo minnir það æ meira á flókna kvikmynd þar sem öllu ægir saman og klippt er ótt og títt milli atriða: sum eru frábær- lega kóreógraferuð á la Carmen eftir Saura, svo má finna uppi- stand, drag, einsöng og hópsöng, poppsöng auk endalausrar gnóttar af grínatriðum við allar hugsanleg- ar aðstæður og frá mismunandi sjónarhóli. Fjöldamargar tilvísanir eru í þekktar kvikmyndir í hljóð- mynd og texta og jafnvel auglýs- ingabil í amerískum sápum. Sagan gengur í hring uns komið er að byijunarpunkti og þá loks er bund- inn endi á söguþráðinn. En það er fleira sem hangir á spýtunni; fyrir neðan grínyfirborðið er hárbeitt ádeila á Island nútím- ans. Höfundur og leikstjóri skella þessu framan í áhorfendur og segja: „Svona eruð þið.“ Áhorfend- ur hlæja að persónum verksins, og um leið að sjálfum sér, enda má finna nokkra glænýja málshætti í textanum. Þessu tekst að koma jafn ísmeygilega vel til skila og hjá Almodóvar og er frábært afrek út af fyrir sig. Umgjörðin hæfir textanum og forminu. Athyglisverð sviðsmyndin er feikilöng og skipt upp í eining- ar, innan húss og utan, með ótal möguleikum á innkomum og út- hlaupum. Hljóðmyndin er áhrifa- mikil og krefjandi, lög úr ýmsum áttum, vel valin og unnin og frum- samið lag sem ætti án efa góða sigurmöguleika í Evróvisjón. Bún- ingar og leikgervi eru oft miklar fantasíur sem sýna ótrúlega hug- myndaauðgi og ýta undir þá ýktu mynd sem leikararnir byggja oft upp af persónunum. Allt tekst þetta framúrskarandi vel. Ljósin gegna stóru hlutverki við að gera kleift að setja næstum hvað sem er á svið í þessu rými, sem er nýtt til hins ýtrasta, en mættu á stundum vera hnitmið- aðri, því leikendur lenda stundum fyrir utan kastljósið eða leika í hálfrökkri. í svona afiangt og mik- ið leikrými þyrfti miklu viðameiri ljósabúnað en það verður að hrósa hönnuði ljósanna fyrir að nýta svo vel það sem hann hefur úr að spila. Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason og Erling Jóhannesson leika hér í þriðju uppfærslu Hafnar- fjarðarleikhússins. Þau styrkjast sífellt sem gamanleikarar og skapa hérna einstakar týpur sem foreldr- ar brúðhjónanna. Auk þess er Björk óviðjafnanleg sem Súsanna. Inga María Valdimarsdóttir virðist ótrú- lega örugg og sjóuð í gamanleik sem hin mjög svo ákveðna móðir brúðarinnar. Halldór Gylfason á stórleik sem brúðguminn og Þrúður Vilhjálmsdóttir leikur sér að öllum skalanum og þó sérstaklega fín- legri kómík í hiutverki brúðarinnar. Atli Rafn Sigurðarson er stórkost- legur sem Slobodan og Hildigunnur Þráinsdóttir tekst á loft í túlkun sinni sem Ella Budda. í meðförum Kötlu Margrétar er hin hreinrækt- aða íslenska frekja þarna ljóslifandi komin. Gunnar Hansson er skemmtilega pirrandi sem prest- urinn og Baldur Trausti Hreinsson gegnir mikilvægu hlutverki sem sveitamaðurinn, fulltrúi hinnar ís- lensku fortíðar sem allir eru sifellt á flótta undan. Auk þess leika sex hinna nýútskrifuðu leikara vini brúðhjónanna og er þar leikið á öðrum forsendum og tekst þeim öllum vel að skapa þar trúverðugar „venjulegar" persónur. Þessi uppsetning er tæknilegt og leikstjórnarlegt afrek auk þess sem Árni Ibsen sannar hve flókið form og nútímalegt málfar leikur í höndunum á honum. Það er til- efni til að óska aðstandendum Hafnarfjarðarleikhússins og hinum nýbökuðu leikurum til hamingju með árangurinn. Sveinn Haraldsson ■ NÝSKIPAÐUR menntamála- ráðherra Bretlands hefur þegar flækst í milliríkjadeilu. Chris Smith hafði ekki setið einn dag í embætti er hann vísaði frá kröfu grískra sljórnvalda um að breska þjóðminjasafnið skilaði nokkrum marmarastyttum til Grikklands. Grikkir hafa ítrekað gert kröfu um að fá svokallaðar Elgin-stytt- ur aftur en Bretar létu fjarlægja þær af Parthenon-hofinu árið 1801. Talið er að stytturnar séu frá 500 f.Kr. og fullyrða Grikkir að fyrrverandi leiðtogi Verka- mannaflokksins, Neil Kinnock, hafi lofað því að styttunum yrði skilað um leið og flokkurinn kæm- ist til valda. Hafa grísk stjórnvöld sagt að stjórn Blairs verði send formleg mótmæli á næstu dögum. ■ EITT af stærstu listaverkasöfn- um í einkaeigu var boðið upp í vikunni hjá Christie’s í New York. Fengust 92,7 milljónir dala, rúmir 6 milljarðar ísl. kr., fyrir verkin. Meðal annars fékkst hæsta verð, sem greitt hefur verið fyrir mynd eftir Toulouse-Lautrec, og næst- hæsta verð sem fengist hefur fyr- ir verk impressjónistanna Pauls Cezanne og Edouards Manet. Fyr- irfram hafði verið búist við því að verkin, sem voru 29 talsins, myndu skila eigandanum um 80 milljónum dala. ■ KONUNGLEGA leikhúsið í Kaupmannahöfn hyggst halda mikinn flóamarkað þann 24. maí nk. þar sem boðið verður til sölu ýmislegt góss sem er að finna í geymslum leikhússins. Meðal þess eru um 3.000 búningar, hljómplöt- ur, bækur, veggspjöl, hattar, blóm, ballettskór og svo mætti lengi telja. Sér stjórn leikhússins sér ekki annað fært en að hreinsa út úr geymslum hússins, svo að einhvers staðar verði hægt að koma fyrir sviðsmyndum og bún- ingum nýjustu verkanna. Sjóðheit sveifla TÓNLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Verk eftir Gershwin, Copland og Rodgers & Hart. Einsöngvari: Kim Criswell. Píanóleinleikur og hljóm- sveitarstjórn: Wayne Marshall. Há- skólabiói, miðvikudaginn 14. mai. SVEIFLAN var á suðupunkti á sinfóníutónleikunum í gær. Verk- efnin buðu upp á það - og það merkilega var (og ekki alltaf þessu vant), hljómsveitin stóð í skilum. Eða allt að því. Það er hægara sagt en gert að „swinga" þegar gömlu meistararnir en ekki Ellington og arftakar eru daglega brauðið, ekki sízt þegar tón- og hryntak vestur- heimskra blökkumanna er jafn- kunnuglegt í eyrum áheyrenda. En SI náði þetta kvöld óneitanlega betur saman í vestrænum hark- söngsanda en maður man eftir að hafa heyrt í mörg ár. Sennilega koma til bæði aukin gæði, breytt hugarfar og svo auðvitað innblásin hlj ómsveitarstj óm. Dagskráin var alllöng og fjöl- breytt úttekt á amerískri tónlist frá millistríðsárum til 1980. Fyrst voru tvö verk eftir George Gershwin. Kúbverski forleikurinn frá 1932 var eðli mála samkvæmt mótaður af suður-amerískum rytmum, einkum rúmbunni, ýmist iðandi og angur- vær, og náði hámarki undir lokin í mikilli hljómorgíu. Rhapsody in blue (samin 1924 fyrir litla jasssveit en orkestruð 1938) stjórnaði Wayne Marshall frá píanóinu af miklu ör- Morgunblaðið/Kristinn FRÁ æfingu Wayne Marshall og Kim Criswell með Sinfóníuhljómsveit íslands: yggi. Ég hef að vísu aldrei heyrt þetta fyrsta „third stream“-verk jassögunnar flutt hraðar en nú, en í því var ákveðin tilbreyting, og bæði hljómsveit og einleikari léku eins og (svartir) englar. Aaron Copland mætti með nokkr- um rétti kalla „Jón Leifs Bandaríkj- anna“ í þeim skilningi, að hann lagði mikið upp úr að þróa séramer- ískan stíl og vann oft úr þarlendum þjóðlagaarfi. Klassíska yfirbragðið má svo rekja til nýklassisisma Nöd- iu Boulangers, þar sem Copland var við nám á 3. áratug, eins og m.a. má heyra í stundum Stravinsky- legri meðferð hans á tréblásurum. Úr hinum sprellfjöruga ballett Cop- lands, „Rodeo“, frá 1942 voru leikn- ir fjórir dansar og var þar rækilega skvett úr klaufum í þessum senni- lega frægasta kúrekaballett tón- sögunnar, burtséð frá „Corral Nott- urno“ og „Saturday Night Walts,“ þar sem aðalveikleiki stjórnandans, eins og í sumum seinni þáttum kvöldsins, kom fram, nefnilega und- arlegt eirðarleysi þar sem vera átti líðandi höfgi og stund milli stríða. Hinn orkufreki „Hoe Down“ komst furðu klakklaust fyrir borð, og mætti vera fastur liður í haustliðk- un hljómsveitarinnar. Eftir hina syrpukenndu söng- leikspostlúdíu „Slaughter On lOth Avenue“ úr On Your Toes eftir Richard Rodgers steig sú banda- ríska Kim Criswell á stokk og söng átta valdar perlur eftir sama kon- ung Broadways frá samstarfsárun- um með söngtextaskáldið Lorenz Hartt við mikla lukku, sérstaklega Bewitched, Bothered And Bewilder- ed, My Funny Valentine og hina frábæru With A Song In My Heart við lipran og tillitssaman undirleik SÍ. Röddin var dæmigerð Broad- wayrödd, mitt á milli óperu og vísnasöngs, og túlkunin lifandi og fyndin. Loks var flutt hið litla en snjalla Ðívertímento Leonards Bernsteins frá 1980, glimrandi vel spilað, að frátöldu því sem áður var getið, að hægu kaflarnir voru sumir of hrað- ið, sérstaklega „Valsinn" (í 7/8(!)), sem missti allan elegans fyrir vikið. En þegar mest gekk á var Marshall í essinu sínu, mest í lokaþættinum, „The BSO Forever,“ er dregur dám af „The President Jefferson March“ sama höfundar úr „101 Pennsyl- vania Avenue“ og var leikinn með smellandi trompi. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.