Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Sturla Fáll
SÖNGUR Kvennakórs Bolungarvíkur einkenndist af létt-
leika og sumarþrá.
Kaffikonsert á Suðureyri
Suðureyri. Morgunblaðið - þær Margrét Gunnarsdóttir og
Kvennakór Bolungarvíkur og Guðrún B. Magnúsdóttir. Þá tróð
nágrennis hélt kaffikonsert í Fé- upp á tónleikunum sðnghópurinn
lagsheimili Súgfirðinga sunnu- Ur neðsta sem samanstendur af
daginn 27. apríl sl. við góðar und- sðngfólki sem kennir sig við „Neð-
irtektir tónleikagesta. Dagskráin stakaupstað“ á ísafirði. í lok tón-
var fjölbreytt og einkenndist af leikanna var gestum svo boðið
léttleika. Sljórnendur kórsins eru upp á kaffi og pðnnukökur.
Bjarni Jóns-
son sýnir
í Eden
BJARNI Jónsson listmálari
hefur opnað sýningu á litlum
myndum í Eden í Hveragerði.
Margar þessara mynda eru
frummyndir af stærri verkum.
Efni flestra myndanna fjallar
um líf og störf forfeðranna til
sjós og lands, segir í kynningu.
Framundan er svo sýning á
verkum Bjarna í Sjóminjasafni
íslands í Hafnarfírði, sem mun
standa í allt sumar. Þar verða
til sýnis heimildamyndir um
sjósókn fyrri tíma. Síðan fer
sýningin til Hafnar í Homafirði
í bytjun september í tilefni af
opnun Sjóminjasafns þar.
Sýngin í Eden stendur tii 19.
maí.
Lesið úr
verkum lát-
inna Kópa-
vogsskálda
FIMMTUDAGSUPPLESTUR
Ritlistarhóps Kópavogs í kaffi-
stofu Gerðarsafns er nú aftur
á sínum stað eftir „hátíðarhlé"
undanfarinna þriggja fimmtu-
daga.
Að þessu sinni er á dagskrá
lestur úr verkum látinna Kópa-
vogsskálda. Flutt verða ljóð
eftir Þorstein Valdimarsson,
Hörð Þórhallsson, Pétur Sum-
arliðason og Þórarin frá Stein-
túni. Lesarar eru félagar úr
Ritlistarhópi Kópavogs, ásamt
Gísla Ól. Péturssyni, sem les
úr verkum föður síns.
Tónleikar á
hverju kvöldi
á Akranesi
NÚ er að ljúka 41. starfsári
Tónlistarskólans á Akranesi og
af því tilefni halda nemendur
sína árlegu tónleika þessa dag-
ana.
Tónleikar eru haldnir á
hveiju kvöldi þessa viku og í
kvöld, fimmtudag, verða tón-
leikar söngdeildar skólans.
Skólasiit verða síðan í sal skól-
ans á morgun, föstudag, kl. 20.
▼ ÖSKUBAKUR 517
■ ■•■• ■ ' ■■ ■ ■ ■ ■ ■••■ ■ ■• ■ •:■■■• ' ■ •■ •• ■ :■•■■ ■■
T ASFJALL
f GÖITUS «5
T SfltLIR 476
▼ KlOfHIHGSHLIOI
▼ VATHADALUR t SUHODAIUR
Bjarni Jónsson
listmálari.
Tónlistarhátíð
bjargað í stál-
verksmiðju
TEKIST hefur að „bjarga" tónlist-
arhátíðinni í Lucerne í Sviss en
um tíma leit úr fyrir að ekkert
yrði af henni vegna þess að ekki
væri nógu góður tónleikasalur í
borginni. Málið hefur verið leyst
með því að breyta gamalli stálverk-
smiðju í tónleikahöll, sem sögð er
geta státað af hljómburði sem jafn-
ist á við Musikvereinsaal í Vínar-
borg, að því er segir í BBC music.
Vandræðin hófust fyrir nokkr-
um árum þegar tekin var ákvörðun
um að reisa menningar- og ráð-
stefnumiðstöð í Lucerne, því fljót-
lega varð ljóst að ekki yrði hægt
að notast við gömlu menningarm-
iðstöðina í borginni á meðan hin
risi, því sú eldri yrði að víkja fyrir
þeirri nýju.
Lagt var til að sinfóníutónleikar
færu fram í risatjaldi en stærstu
hljómsveitir hátíðarinnar, Berlín-
ar- og Vínarfílharmóníurnar,
þvertóku fyrir það, sögðust ekki
myndu mæta til hátíðarinar. Fram-
kvæmdastjóri hennar, Matthias
Bamert, setti umfangsmikla leit í
gang, finna yrði stað sem hægt
væri að notast við. Starfsmenn
hans brugðust ekki, þeir stungu
upp á stálverksmiðju í úrhverfi
Emmenbrúck, sem er skammt frá
járnbrautarstöð, svo hægt er um
vik fyrir tónleikagesti að komast
á áfangastað. Áðurnefndar sinfón-
íuhljómsveitir féllust á ráðagerðina
og hátíðin verður haldin, eins og
ekkert hafi ískorist, 16. ágúst til
10. september.
ísland í víð-
ummyndum
BOKMENNTIR
F r æð i r i t
ÍSLANDSBÓKIN
Örnefni íslands í máli og myndum
eftir Jóhann Isberg og Kjartan P.
Sigurðsson. Litgreining: Offsettþjón-
ustan. Prentun: Umbúðamiðstöðin.
Tæknimyndir, 1996 - 192 bls.
Verðkr. 4.990.
FERÐAMENN á þjóðvegum
landins kunna því oft vel að hafa
einhverskonar upplýsingahandbók
með sér, þar sem fræðast má um
þær slóðir sem leiðin liggur um. Nú
stendur þessum ferðamönnum ný
bók til boða, að vísu ekki í handbók-
arbroti, heidur bók sem tekur drjúgt
pláss í hanskahólfinu og er stútfull
af víðum yfirlitsmyndum og grunn-
upplýsingum um umhverfi hringveg-
arins og nokkurra annarra þjóðvega.
íslandsbókin - Örnefni Islands í
máli og myndum er einskonar stór
handbók fyrir ferðalanginn, 192
blaðsíður, þar sem ljósmyndir með
merktum örnefnum eru meginefnið
og gefa útsýni yfir svæðin sem þess-
ir vegir liggja um. Fyrst og fremst
er farið með ströndinni og horft inn
til dala, á fjöll og yfir flatlendi,
byggðir og mýrar. Oft er í myndun-
um horft af háum útsýnisstöðum og
einstaka sinnum úr flugvélum; það
er gjarnan sumar á síðum bókarinn-
ar en vetrarklæði landsins sjást þó
af og til.
Eins og höfundar útskýra í for-
mála, þá reyna þeir að koma fyrir
í myndunum 170 því sem „er stórt
og áberandi" í því landslagi sem
þeir hafa valið að sýna og er við
fjölfarnar leiðir. Markmiðið er að
notendur bókarinnar geti fræðst um
ótal örnefni milli fjalls og ijöru.
íslandsbókin er sett upp eins og
hringferð um landið sem hefst á
suðvesturhorninu, með útúrdúrum
eins og um Vestfirði og inn á Suður-
landið. Uppsetning bókarinnar er
einföld og þægileg. Á hverri opnu
eru oftast tvær stórar víðmyndir af
nálægum slóðum. Á milli myndanna
er stuttur texti sem gefur hugmynd-
ir um jarðfræði svæðisins og tvö lít-
il kort. Annarsvegar mynd af íslandi
með rauðum bletti sem sýnir svæðið
sem um er fjallað og svo annað kort
þar sem farið er nær og sýnt hvar
myndirnar eru teknar. Yfir og undir
hverri mynd eru borðar með örnefn-
um, þar sem bent er á fjöll, sagt
hvað þau eru há, og nöfn á ýmsum
öðrum kennileitum. Auðvelt er að
leita að ákveðnum stöðum eða ör-
nefnum í vel skipulögðu efnisyfirliti
og örnefnaskrá sem er í bókarlok.
Þrátt fyrir að nokkrar ljósmynda
bókarinnar séu vel lukkaðar, eins
og myndir af Vestfjörðum úr lofti
og Vestmannaeyjum, þá hefur ekki
verið unnt að hafa mikla fagurfræði
að leiðarljósi við myndatökurnar,
eins og höfundar benda réttilega á.
Stundum eru aðstæður og birta ekki
alltaf eins og best væri á kosið, og
svo þarf jú alltaf að horfa vítt yfir
og sjá til fjalla og annarra áberandi
staða sem nafngreina þarf.
Flestar munu myndirnar vera
settar saman í tölvu og sérkennilegt
að höfundar útskýri það ekki eins
og annað sem viðkemur myndatök-
unum sjálfum. Munu vera notaðar
allt upp í ijórar ljósmyndir til að
útbúa þær panórama-myndir sem
prentaðar eru í bókinni og er tækni-
leg vinnsla á skeytingum þessum
með miklum ágætum. Hinsvegar
kann ljósmyndurum og áhugafólki
um landslagsmyndir að þykja það
blekkjandi að ekki sé greint frá því
hvernig myndirnar eru unnar, og það
væri heldur ekki sanngjarnt að bera
þessar panóramamyndir saman við
þær myndir sem bestu landslagsljós-
myndarar okkar hafa sýnt á liðnum
árum, markmiðið með töku mynd-
anna er það ólíkt.
Örnefnaskráningin er mismun-
andi nákvæm. Á sumum myndanna
er nafn við hvern hól, hvern læk,
og hæð fjalla tilgreind. Annars stað-
ar er bara sýnd hæð sumra fjall-
anna og nöfn við sumar heiðar, gil
og dali. Þá ber svolítið á óná-
kvæmni og villum í skráningunni.
Þannig heitir Akrafjall sínu rétta
nafni á bls. 12, en þegar horft er
yfir það á bls. 16 hefur gleymst að
nefna fjallið í örnefnaborðanum. Á
sömu síðu er það svo rangt nafn-
greint í texta, kallað Akranesfjall.
Villur sem þessar geta rýrt gildi
svona bóka. Þegar heimamenn
finna til dæmis slíkar villur við
myndir af svæðum sem þeir þekkja
vel, þá kunna þeir að vantreysta
framhaldinu. Líklegt þyki mér að
ónógum yfirlestri sé hér um að
kenna, og slælegum prófarkalestri
eins og nokkrar innsláttarvillur bera
vott um.
Mikil vinna hlýtur að liggja að
baki bókinni, bæði í myndatökum
og söfnun upplýsinganna. Eins og
ég hef sannreynt þá er íslandbókin
ágætur ferðafélagi. Það er auðvelt
að fletta upp á þeim slóðum sem
leiðin liggur um og það getur verið
skemmtilegt að vita hvað fjöllin
framundan heita, hvað þau eru há
og hvað áin í dalbotninum heitir.
Landakort fræða ferðalanginn
vissulega um þetta sama, en þetta
er bara allt önnur upplifun og býsna
skemmtilegt er að horfa á mynd í
bók og líta svo upp og sjá þá sama
eða svipað útsýni, bara í annarri
birtu og kannski á öðrum árstíma
og geta þar lesið sér til um hvað
staðirnir heita. Því þótt orð skálds-
ins séu fullafdráttarlaus, þá er sitt-
hvað til í því að landslag væri lítils
virði ef það héti ekki neitt.
Einar Falur Ingólfsson