Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997
MENIMTUN
MORGUNBLAÐIÐ
Skólaskrifstofa Skagfirðinga
Hvatt til nýbreytni
og þróunarstarfs
SAMSTARF skólaskrifstofanna á
Norðurlandi vestra lofar góðu, að
því er fram kemur í ársskýrslu.
Einnig kemur þar fram að mikil-
vægt sé að skilgreina og efla sér-
fræðiþjónustu við forráðamenn
nemenda og að þörf sé á að bæta
upDlýsingastreymi.
Á Norðurlandi vestra starfa þijár
skólaskrifstofur. Ein þjónar Siglu-
firði, önnur Húnvetningum og sú
þriðja Skagfirðingum.
Þarfir skóia
mismunandi
Helstu verkefni kennsluráðgjafa
á Skólaskrifstofu Skagfirðinga
haustið 1996 voru starfsleikninám
Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki;
skólaheimsóknir, fræðslufundir fyr-
ir kennara og öflun og miðlun upp-
lýsinga. í skýrslunni er lögð áhersla
á að hver skóli hafi sín sérkenni
og þarfir þeirra séu mismunandi.
Muni starfsemi mótast af því og til
greina komi að styðja við gerð
skólanámskrár og mat á skóla-
starfi. „Hvatt verður til nýbreytni-
og þróunarstarfa meðal skóla,
kennarahópa og kennara," segir í
skýrslunni.
Við stofnun skólaskrifstofunnar
var ákveðið að þar skyldi vera starf-
rækt kennslu- og þjónustumiðstöð.
Stúdentamyndir
Passamyndir
PÉTUR PÉTURSSON
LJÓSMYNDASTÚDÍO
LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624
Stór hluti starfstíma fór í að flokka
bóka- og skjalasafn fyrrverandi
fræðsluskrifstofu en einnig tóku
flutningar dijúgan tíma. Samning-
ur var gerður við Námsgagnastofn-
un um að miðstöð kennslumynda-
safns Norðurlands vestra yrði hjá
kennslumiðstöð Skólaskrifstofu
Skagfirðinga.
Meðal verkefna framundan hjá
kennslufulltrúa er að vinna að því
að efla tölvunotkun í skólastarfi auk
þess að útbúa kennslukassa til út-
láns. Tveir kennslukassar eru þegar
til, annars vegar safn upplýsinga
og tækja til að kynna ullarvinnu,
þar sem saga og handverk er sam-
tvinnað og hins vegar efnisfræði-
kassi, þar sem náttúrufræði og
handmennt eru tengd saman.
Sérkennsluráðgj öf
Sérkennsluráðgjöf felst aðallega
í greiningu og ráðgjöf, en því sam-
hliða er markmiðið að efla þekkingu
innan skólanna á kennslu og vinnu-
brögðum sem bæta námsaðstöðu
og möguleika nemenda. í skýrsl-
unni kemur fram, að í uppphafi
verði sjónum beint að umsjónar-
mönnum sérkennslu og reynt að
efla starf þeirra og þekkingu. Einn-
ig að skólum verði boðið upp á
hópathugun á lestri hjá 9. bekk á
vorönn með það að markmiði að
hægt verði að nýta lokaár grunn-
skólans markvisst til að styrkja lest-
ur og auka leshraða sé þess þörf.
Sálfræðingur skólaskrifstofunn-
ar mun á næsta ári leggja aðal-
áherslu á að efla þekkingu í um-
dæminu á taugasálfræðilegum
greiningum. Einnig á þeim vinnu-
brögðum sem kennarar þurfa að
tileinka sér vegna barna, sem
greind hafa verið ofvirk, misþroska,
með Asberger-heilkenni eða Tour-
ett-heilkenni. Verða haldnir
fræðslufundir fyrir kennara og for-
eldra.
54% giímdu við
námsvanda
í viðauka ársskýrslu Skólaskrif-
stofu Skagfirðinga kemur fram að
54% nemenda sem sálfræðiþjónusta
veitti aðstoð áttu við námsvanda
að glíma, 26% við hegðunarvanda,
17% við tilfínningavanda og 3% við
ýmiss konar vandamál. Þá er einnig
birt í viðauka samantekt á fjölda
erinda sem sérkennsluráð-
gjafa/kennslufulltrúa hafa borist
frá 1. ágúst 1996 fram til áramóta.
____STEINAR WAAGE_
Æ SKÓVERSLUN N
LOUIS NORMAN
Tegund:24835
Verð: 6.995,-
Stærðir: 37-41
Tegund: 23819
Verð: 6.995,-
Stærðir: 36-41
Mikið úrval afsandölum á
alla fjölskylduna
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN ^
SÍMI 551 8519 ^
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN ^
SÍMI 568 9212
Morgunblaðið/Úr myndasafni
VÍÐA FÁ nemendur ekki lögboðinn fjölda kennslustunda.
Krafa um lágmarks
kennslustundafjölda
Skólastjórar furða sig á því að ákvæði um
lögbundinn fjölda kennslustunda, sem
aldrei var framfylgt meðan grunnskólarnir
heyrðu undir menntamálaráðuneytið, skuli
nú eiga að koma til framkvæmda eftir að
sveitarstjórnir tóku við rekstri grunnskólans.
Þeir segja aðstæður óbreyttar.
í KJÖLFAR þess að menntamála-
ráðuneytið úrskurðaði fyrr í vetur,
að nemendur tiltekins grunnskóla í
Reykjavík skorti 3-4 stundir upp á
þá lágmarkskennslu á viku, sem lög
kveða á um, standa nú yfír viðræð-
ur milli Fræðsluskrifstofu og Skóla-
stjórafélags Reykjavíkur.
Skólastjórarnir hafa lýst undrun
sinni á því að ákvæði, sem aldrei
var framfylgt meðan grunnskólarn-
ir heyrðu undir menntamálaráðu-
neytið, skuli nú eiga að koma til
framkvæmda. „Þótt öllum megi
ljóst vera að aðstæður hafa ekki
að þessu leyti breyst við það eitt
að færast frá ríki til sveitarfélags,1*
eins og segir í bréfi frá Skólastjóra-
félagi Reykjavíkur til fræðslustjóra.
Kæra frá foreldri
Hins vegar mun aldrei hafa reynt
formlega á þetta ákvæði meðan rík-
ið sá um rekstur grunnskólans, því
fyrst nú í haust kærir foreldri til
ráðuneytisins. Heimildir Morgun-
blaðsins herma þó að skólastjórar
hafi leitað til ráðuneytisins varðandi
þessi mál á undanförnum árum án
árangurs.
Ólafur Darri Andrason deildar-
stjóri hjá Fræðslumiðstöð Reykja-
víkur segir að úrskurður ráðuneyt-
isins sé afdráttarlaus varðandi lág-
marksstundaijölda. „Sú aðferð að
telja bekkjarstundir en ekki stundir
sem einstaka nemendur fá er talið
brjóta í bága við grunnskólalög.“
Frá því grunnskólinn var hjá ríki
hefur verið notast við ákveðna
reiknireglu, sem segir að fyrir
ákveðinn nemendahóp á tilteknu
aldursbili skuli koma til ákveðinn
fjöldi skiptistunda. Þetta þýðir að
t.d. er helmingur bekkjarins í sundi
eða handmennt meðan hinn helm-
ingurinn er í stærðfræði eða ís-
lensku, svo dæmi séu tekin. Nem-
endur sem eiga samkvæmt lögum
að fá 31 stund fá með þessu móti
e.t.v. ekki nema 29 stundir.
Skólastjórar hafa verið hlynntir
skiptitímum því þeir segja að magn
sé ekki sama og gæði; betri kennsla
fáist til lengri tíma litið með því
að hafa 14 nemendur í senn, þótt
þeir fái tveimur stundum minna á
viku. Skv. heimildum Morgunblaðs-
ins hefur í einstaka skóla verið lagt
undir dóm foreldra hvort þeir kjósa
skiptitíma eða lögbundinn kennslu-
stundafjölda og hafa þeir valið fyrri
kostinn.
Fleiri skiptitímar
á næsta ári
Að sögn Ólafs Darra Andrason-
ar hefur Fræðslumiðstöðin miðað
við sömu reiknireglur á þessu
skólaári og ríkið notaðist við. Hins
vegar stendur til að leggja til fleiri
skiptitíma á næsta skólaári og þá
fyrst og fremst fyrir 1.-3. bekk.
Hann segir að þetta geti orðið til
þess að skólastjórar þurfi því hugs-
anlega að breyta skipulagi skóla-
starfsins.
Skólastjóri sem Morgunblaðið
ræddi við segir óánægju vera meðal
skólastjóra. Þeim sé stillt upp við
vegg og geti sig hvergi hrært.
„Annað hvort verðum við að fella
niður skiptingu í þessum verklegu
greinum eða að nemendur fá skipti-
tíma en ekki lögmætan fjölda
kennslustunda, a.m.k. í sumutn ár-
göngum. Þriðja leiðin er að fella
niður verklegu greinarnar eins og
gert hefur verið í sumum skólum í
einhveijum mæli.“
Hann útskýrir þetta nánar og
segir að t.d. hafi ráðuneytið ákveð-
ið á sínum tíma að 8. og 9. bekkir
fengju 3 V2 skiptistund á hveija 24
nemendur. „Þetta dugar ekki vegna
þess að áratuga hefð er fyrir því
að skipta nemendum í handmennt,
heimilisfræði og stundi. Til þess
þarf að lágmarki fimm skiptistund-
ir, þannig að ljóst er að IV2 kennslu-
stund vantar upp á.“
Viðamikið mál
Ólafur Darri segir að Fræðslu-
miðstöð taki undir áhyggjur skóla-
stjóranna. Hann kveðst þó ekki eiga
von á að nein allsheijarlausn verði
komin í haust, málið sé miklu
stærra en svo. Einhver farvegur
verði þó fundinn. „Nú er verið að
ganga frá úthlutun á kennslukvóta
og síðan er það raunverulega sam-
vinnuverkefni milli skólastjóra og
Fræðslumiðstöðvar hvernig hægt
er að skipuleggja skólastarf með
þessum kennslukvóta að fengnum
úrskurði ráðuneytisins."
Úthlutun úr Þróunarsjóði grunnskóla 1997
Níu m.kr. til sextán verkefna
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur ákveðið úthlut 9 m.kr. úr
Þróunarsjóði grunnskóla til 16
verkefna. Auglýst var eftir skólum
til að taka að sér þróunarverkefni
annars vegar á sviði sjálfsmats
skóla/mats á skólastarfi og hins
vegar stærðfræði og náttúrufræði.
Níu verkefni að upphæð 4.450
þús. kr. hlutu styrk til starfs í
stærðfræði og náttúrufræði. Hæsta
styrkinn í þessum flokki, 800 þús.
kr., hlutu Skólaskrifstofa Skaga-
fjarðar og grunnskólar í Skagafirði
vegna verkefnisins Samstarf milli
skóla og þróun kennslu- og náms-
efnis í náttúrufræði og stærðfræði.
Aðrir sem hlutu styrk í þessum
flokki voru Þróunarfélag Vest-
mannaeyja vegna upplýsingatækni
í náttúrufræðikennslu, Samtök líf-
fræðikennara vegna safnverkefnis
fyrir Líf í fersku vatni, Barnasmiðj-
an vegna kennsluverkefnis með
tæknikubbum í eðlisfræðikennslu,
Grunnskólinn á Hellu vegna
Kennslumiðstöðvar Suðurlands í
eðlis- og efnafræði, Skólaskrifstofa
Hafnarfjarðar vegna stöðu stærð-
fræðinnar í grunnskólum Hafnar-
fjarðar, Holtaskóli Reykjanesbæ
vegna skipulags náttúrufræði-
kennslu í efstu bekkjum grunnskóla
og KHÍ vegna stærðfræðináms á
tímamótum og náttúrufræðikennslu
í 1.-3. bekk.
Alls hlutu sjö verkefni styrk að
upphæð 4.550 þús. kr. vegna sjálfs-
mats skóla. Hæstu styrkina, 950
þús. kr., hlutu Mýrarhúsa- og Val-
húsaskóli og Brekkubæjar og
Grundaskóla á Akranesi.
Aðrir sem hlutu styrk í þessum
flokki eru Grunnskólinn í Hólmavík;
Hrafnagilsskóli, Oddeyrarskóli og
Laugarbakkaskóli; Smáraskóli í
Kópavogi; Rannsóknastofnun Há-
skólans á Akureyri og Grunnskóli
Skútustaðahrepps, Dalvíkurskóli og
Grunnskóli Siglufjarðar.