Morgunblaðið - 15.05.1997, Side 38

Morgunblaðið - 15.05.1997, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Um orgelsmíði á Islandi NÚ HAFA í nokkum tíma staðið yfír deilur Björgvins Tómassonar orgelsmiðs og Hauks Guðlaugssonar, söng- málastjóra þjóðkirkj- unnar. Er ég einn þeirra sem fylgst hafa með þessum deilum af áhuga, en hef ég þó ekki séð ástæðu til að stinga niður penna fyrr en nú. Ástæða þess að ég finn mig knúinn til að rita þessar línur núna er sú að mér hreinlega blöskra að- gerðir söngmálastjóra hvað viðkemur málefn- um orgelsmíða á ís- landi. Er ég ekki einn um þessa skoð- un; hef ég rætt við fjölmarga um þessi mál og eru menn almennt sam- mála um að margar spurningar hafi vaknað um hvort söngmálastjóri hafi staðið eðlilega að sínum verkum gegnum árin. Björgvin Tómasson rit- ar einmitt grein um þetta í Mbl. sunnudaginn 20. apríl sl. undir yfír- skriftinni „Hrollvekja í 10 ár“. Þar segist hann orðinn örvæntingarfullur þar sem hann sé farinn að sjá fram á atvinnumissi, vegna þess að söng- málastjóri sniðgangi hann hvað eftir annað í vali á orgelum. Sagði Björg- vin að íslensk orgel- smíði af sinni hálfu væri „í dauðateygjun- um, svona rétt í þann mund sem hún er að fæðast". Tók hann íjöl- mörg dæmi um óeðlileg vinnubrögð söngmála- stjóra og velti upp spurningum sem söng- málastjóri ætti að sjá sóma sinn í að svara. Nú, þegar þessar línur eru ritaðar er liðinn rúmur hálfur mánuður, kominn er 6. maí, en ekki bólar á svari. Er söngmálastjóri að reyna að þegja þettá niður? Það verður ekki annað sagt en að sú spuming verði ansi áleitin, auk þess sem maður getur ekki annað en spurt sig hvort eðli- legt sé að einn maður geti haft örlög heillar iðngreinar í hendi sér, eins og hér virðist vera raunin. Söngmálastjóri á villigötum Söngmálastjóri skrifaði reyndar grein í Mbl. þann 16. mars sl. og gerði lítið úr áhyggjum Björgvins. Sagðist hann ekki bera ábyrgð á því hvaðan söfnuðir kaupi orgelin sín, hann taki engar endanlegar ákvarð- anir um kaupin, heldur gefi hann Orgelin hans Björgvins hafa, segir Jón Svanur Jóhannsson, fengið hæstu einkunn hjá erlendum aðilum. aðeins gagnlegar ábendingar. Máli sínu til stuðnings vitnaði hann í lög um söngmálastjóra: „ ... Hann hef- ur jafnframt samstarf við sóknar- presta og sóknarnefndir og er þeim til aðstoðar við ráðningu organista og val kirkjuhljóðfæra (Tilv. lýkur).“ Ennfremur sagði hann að hann hlyti að eiga rétt á að hafa sjálfstæðar skoðanir á hvernig hljóðfæri henti best hverju sinni. Þarna er söngmála- stjóri kominn á villigötur.. Auðvitað á hann rétt á að hafa sínar skoðan- ir, hver maður á rétt á því. En söng- málastjóri verður hins vegar að átta sig á því að hann er ekki bara „ein- hver kall úti í bæ“ sem er að segja sitt álit á orgelum. Eins og hann bendir sjálfur á er þetta starf hans lögum samkvæmt. Það er hlutverk hans að afla sér þekkingar á orgel- smíðum í heiminum, jafnt á íslandi sem erlendis. Það þarf ekkert að Jón Svanur Jóhannsson GfiRÐVEISLfi Allt fyrir garðinn 15.-17. maí Það verður mjög erfitt að finna ekki það sem þig vantar í garðinn ef þú kemur í Kringluna 15. til 17. maí. Verslanir í Kringlunni bjóða til mikillar garðveislu með ótrúlegu úrvali af plöntum og verkfærum og bókum og fatnaði og húsgögnum og.... Barnasmiðian Mikið úrval af barnaleiktækjum. Sjöfn Kynning á nýjustu tölvutækni til aö máta litina á húsið. Bamagaman Barnarennibraut. Árni M. Hannesson, Ffúðum Gefur góð ráð um jarðaberjaræktun, laugardag. Hagkaup, 1. hæð Blakurl, áfc áburður. Hagkaup, 2. hæð Allt frá garðhönskum til fellihýsa. Lögreglan Skoðar reiðhjól a Kringlutorgi á laugardag kl. 12:00 - 14:00. Ingólfsapótek Kynning a Vichy sólarvörum kl. 14:00 - 18:00. Heíisuhúsið Mikið úrval kryddjurta í pottum. Byggt & Búið Málning, viðarvörn, garðverkfæri, sláttuvélar o.m.fl. Sportkringlan Léttur ratnaðurf garðinn og gönguferðir. Habitat Vönduð garðhúsgögn. Sjónvarpsmarkaðurinn Tjöld fyrir sumarið. Róbert G. Róbertsson skrúðgarðyrkjumeistari Ráðgjöf um garðinn, fim. og fös. frá kl. 14:00. Penninn Kynning og tllboð á Stóru garðabókinni. Sólblóm Mikið úrval sumarblóma. Bindindísfélag ökumanna Reiðhjólaþrautir og keppni á Kringlutorgi laugardag kl. 12:00 - 14:00. Veitt verða góð verðlaun frá Sportkringlunni, Byggt & Búið og Sjónvarpsmarkaðnum. Whittard Sumarkaffi Plastprent Hlúplast, ræktunardúkur. sge Mikið úrval at gúmmístfgvélum/skóm. Eymundsson Mikíl úrval blóma- og garðræktarbóka. KRINGMN frd morgni til kvölds vera að organistar þekki neitt til orgelsmíða og þá treysta þeir að sjálfsögðu á að söngmálastjóri gefi þeim upplýsingar. Enda væru þeir sjálfsagt ekki að leita til hans ef þeir þyrftu þess ekki. Ef opinber starfsmaður hefur það hlutverk að gefa ráðleggingar hlýtur það að telj- ast eðlileg krafa að hann vinni starf sitt vel (eins og krafist er af öðrum opinberum starfsmönnum), þ.e. í þessu tilfelli, _gefi góð ráð og njóti sannmælis. Ábendingar frá söng- málastjóra þjóðkirkjunnar hljóta því að vera mjög leiðandi og er engin afsökun að hann taki ekki endanleg- ar ákvarðanir. Hljómurinn er ekki allt Nú er ég ekki að segja að söng- málastjóri megi ekki segja hvaða hljómur honum fínnist fallegastur, en af grein hans mátti einmitt skilja að hann veldi orgel eftir sínum uppá- haldshljómi. Að sjálfsögðu má hann segja hvað honum finnst fallegast, en það hlýtur líka að vera hlutverk hans að benda á aðra möguleika, eins og t.d. ódýrari lausnir. Enda þarf ekkert að vera að sóknarnefnd- inni þyki uppáhaldshljómur söng- málastjóra fallegri en hver annar og það er jú hún sem er að kaupa orgel- ið, ekki söngmálastjóri. Það hlýtur að vera ódýrara fyrir sóknamefndir að kaupa orgel frá íslenskum orgel- smið, t.d. sparast við það gríðarlegur flutningskostnaður og kemur það sér vel fyrir nefndimar. Fólk verður að gera sér grein fyrir því að oft er reyndin sú að þó að einhver hlutur sé dýrari en annar, þá þarf það ekki að þýða að hann sé endilega betri. A.m.k. þori ég að fullyrða að orgelin hans Björgvins era ekki verri en önnur orgel. Ég vil taka það skýrt fram núna að ég er ekki að fara fram á að söngmálastjóri gefi Björgvini öll verk sem koma á borð til hans, en söfnuðir eiga rétt á að vita að hann er til. Björgvin er menntaður orgeismiður og veit því hvað hann er að segja. Það hlýtur að vera sókn- amefndinni eingöngu í hag að fá a.m.k. að ræða við manninn. Vegið að listamanni Söngmálastjóri sagði meira í grein sinni. Hann sagðist vera boðinn og búinn til að setjast niður með Björg- vini og taka upp þráðinn í samninga- viðræðum um inntónun orgelanna. Að hugsa sér. Söngmálastjóri er m.ö.o. að fara fram á að fá að ráða hljómnum á orgelunum hans Björg- vins. Þvílík móðgunl! Orgelsmíði er eins oe önnur hljóð- færasmíði. Hún er að hálfu iðngrein og að hálfu listgrein. Smíði orgel- hússins er iðn, en stilling og inntónun pípnanna, þ.e. tilbúningur hljómsins, er list. Og orgelsmiðir hljóta, eins og aðrir hljóðfærasmiðir, að hafa eigin hugmyndir um hljóminn. Hver orgelsmiður hefur sinn karakter. Það að þurfa að beygja sinn karakter að smekk söngmálastjóra til að fá að vinna sína vinnu er ekkert annað en niðurlæging og er ótrúlegt að söng- málastjóri skuli leyfa sér að minnast á slíkt, sérstaklega í ljósi þess að það er ekki hann sem er að kaupa orgel- in heldur söfnuðimir. Þetta er ná- kvæmlega það sama og að banna list- málara að mála nema með því skil- yrði að allar myndimar hans verði aðeins málaðar með mismunandi af- brigðum af bláum litum. Eins og áður sagði er Björgvin eini menntaði orgel- smiðurinn á íslandi, sem fæst við nýsmíðar á orgelum og hefur hann leyfi til að iðka grein sína. Það þýðir að hann kann að inntóna orgelin sjálf- ur. Hann hefur fengið mikið hrós, bæði heima og erlendis frá, fyrir smíðar sínar, einnig þar sem hann hefur séð um inntónunina sjálfur. Ég ætla ekki að halda því fram að Björg- vin sé besti orgelsmiður í heimi. En hitt þori ég að fullyrða að hann er fullkomlega hæfur til að vinna sína vinnu, annars hefði hann varla út- skrifast sem orgelsmiður í Þýskalandi. Styðjum við bakið á íslenskum iðnaði Að lokum langar mig til að beina orðum mínum til sóknarnefnda og organista á Islandi. Þeir eru fjöl- margir sem hafa skoðun á málinu og vil ég eindregið hvetja fólk til þess að láta í sér heyra. Þessi iðnað- ur, orgelsmíði á íslandi, stendur á brauðfótum þessa dagana. Síðustu ár hefur Björgvin Tómasson verið með 2-3 menn í vinnu hjá sér, en þeir gætu verið miklu fleiri. Þessi iðnaður hefur alla burði til að ná fótfestu á íslandi en í stað þess er hann látinn deyja út. Þess á ekki að þurfa. Orgelin hans Björgvins eru ekki dýrari en önnur orgel og hafa fengið hæstu einkunn hjá erlendum aðilum. Hann hefur sannað svo um munar að íslensk orgelsmíði á skilið að dafna. Því vil ég hvetja fólk til að styðja við bakið á Björgvini Tóm- assyni. Með góðum stuðningi getur íslensk orgelsmíði blómstrað og orðið að rótgrónum og traustum iðnaði. Höfundur er nemi í Söngskólanum í Rvík, meðlimur í kór Fella- og Hólakirkju. SKÓHÖLLIN U| BÆJARHRAUNI 16-555 4420

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.