Morgunblaðið - 15.05.1997, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 15.05.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1997 39 AÐSENDAR GREINAR Alþjóðlegt fræðasetur í Reykholti MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ hefur auglýst eftir hugmyndum um starfsemi í Reykholti í Borgarfirði eftir að skóli verður lagður þar niður í þeirri mynd sem hann er nú. í Reykholti eru miklar skóla- byggingar, nýbyggð kirkja og Snorrastofa áföst við hana sem verið er að innrétta. Þá stendur gamla kirkjan þar enn. Reykholt er einkum nafnfrægt vegna þess að höfðinginn Snorri Sturluson, sagnaritari og skáld, bjó þar á fyrri hluta 13. aldar. Snorrastofa er reist í minningu hans og ætl- að það hlutverk að vera safn um Snorra og fræðasetur um nor- ræna sögu og bók- menntir sem tengjast honum. Þá er stofunni ætlað að kynna sögu Reykholts og Borgarfjarðarhéraðs. í stofunni verður bókhlaða og gestaíbúð fyrir innlenda og erlenda fræði- og lista- menn. í kjallara Snorrastofu og kirkj- unnar er nú rekin upplýsingaþjón- usta fyrir ferðamenn og haldnar sýningar til að kynna Snorra Sturluson, sögu staðarins og ís- lenska menningu. Þá hefur verið gistiþjónusta og greiðasala í skóla- húsinu á sumrum. Handrit og fornleifar Snorri Sturluson er talinn höf- undur Heimskringlu, Snorra-Eddu og jafnvel Egils sögu. Helsta heim- ildin um lífshlaup hans og lýsingin á honum er íslendinga saga, sem bróðursonur hans, Sturla Þórðar- son, sagði fyrir. Öll þessi rit eru nokkuð vel varðveitt í handritum. Hafa þau mikið verið rannsökuð, bæði af innlendum og erlendum fræðimönnum, oft verið gefin út og þýdd á aðrar tungur. Eru verk Snorra meðal þeirra miðaldarita ís- lenskra sem víðast eru kunnug. Þekkt er Snorralaug í Reykholti og frásögn Sturlu sagnritara um að Snorri sat í vinafagnaði í laug- inni. Er unnið að því að koma Snorralaug á heimsminjaskrá. Hins vegar hefur þeim heimildum sem leynast í bæjarhólnum í Reykholti um byggð þar ekki verið sinnt sem skyldi þótt frumrannsóknir hafi verið gerðar á bæjarstæðinu og búið að kortleggja það að hluta. Er brýnt að frekari rannsóknir fari þar fram sem allra fyrst. Fræðasetur Þegar núverandi skipan á skóla- haldi í Reykholti verður hætt er einboðið að nýta húsakynni skólans fyrir aukna starfsemi í tengslum við Snorrastofu. í ávarpi, sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra hélt á ráðstefnu á menningarstarfs- degi í Þjóðminjasafninu 20. septem- ber sl., hreyfði hann þeirri hugmynd að gera Reykholt að evrópsku menningarsetri þar sem stunduð yrðu miðaldafræði og rannsóknir á fornleifum. En nýjasta upplýsinga- tækni mundi treysta alþjóðleg tengsl þeirra sem þar ynnu að fræð- um sínum. Þetta er tillaga sem veit væri að skoða frekar og útfæra svo að Reykholt verði áfram fræðslu- og menningarstaður. Eftii' að bókasafn Snorrastofu hefur verið tekið í notkun má gera ráð fyrir því að marga þeirra sem stunda íslensk fræði víða um lönd fýsi að dveljast þar um tíma og fást við rannsóknir sínar í sögulegu umhverfi. Þótt mönnum vaxi nú ef til vill í augum ijarlægð frá Reykja- vík verður mikil breyting á sam- göngum við Reykholt þegar Hval- íjarðargöngin verða tekin í notkun. Þá mun það hafa mikla þýðingu fyrir allar aðstæður til rannsókna á fornritun- um þegar búið verður að yfirfæra fjölda handrita í stafrænt form en vinna við það er að heíjast. Annað efni í tölvutæku formi, eins og textar íslend- ingasagna og orð- stöðuiykill á geisla- diski, auðvelda fræði- mönnum að vinna fjarri rannsóknarbókasafni. Fornsagnanám- skeið og ráðstefnur Þá má hugsa sér að halda námskeið um ís- lensk miðaldafræði og fornleifafræði í Reykholti. Stofnun Sigurðar Nordals, Árnastofnun og heimspekideild Háskólans gangast fyrir tveggja vikna námskeiði í ís- lenskum miðaldafræðum fyrir er- lenda stúdenta í fyrsta skipti í sum- ar. Er það fullsetið jafnvel þótt það Reykholt tengist órjúf- anlega bókmenntaarfi okkar. Úlfar Bragason telur það í samræmi við forna frægð staðarins að koma þar upp alþjóð- legu fræðasetri. hafi verið auglýst seint. Er ljóst af áhuganum á námskeiðinu að þörf er fyrir það og því æskilegt að halda áfram að bjóða upp á slíkt nám- skeið og önnur stutt námskeið á háskólastigi um íslenska menningu. Þá býður Fornleifastofnun íslands upp á tveggja vikna námskeið í fornleifafræði á Hofstöðum við Mývatn í sumar. Námskeið af þessu tagi gætu auðveldlega farið fram á fræðasetri í Reykholti. Stofnun Sigurðar Nordals hefur staðið fyrir alþjóðlegum fræðaþing- um annaðhvert ár. Árið 1990 hélt stofnunin svonefnda Snorrastefnu um norræna goðafræði og Snorra- Eddu. Komið hefur fram hugmynd um að efna til annarrar Snorra- stefnu á næsta ári. Fjalli hún um fræðigreinar á 13. öld. Þessa ráð- stefnu og aðrar álíka mætti sem best halda í Reykholti. Söguferðir Áhugi íslendinga á fornsögun- um fer nú aftur vaxandi. Má það vafalaust að einhvetju leyti þakka nýjum og alþýðlegri útgáfum en áður og umræðum og upplestrum í Ríkisútvarpinu. Jón Böðvarsson fv. skólameistari hefur um árabil haft kvöldnánrskeið um fornsög- urnar, fyrst á vegum Tómstunda- skólans og síðar þess skóla og Endurmenntunar Háskólans. Hafa færri komist að en vilja. Þá hefur Jón verið leiðsögumaður í vinsæl- um ferðum um söguslóðir. Ferðafé- lag Islands býður nú fram ferðir á söguslóðit'. Þá er verið að koma upp sögusetri á Njáluslóðum. Stofnun Sigurðat' Nordals heldur í ágúst í sumar í þriðja sinn svokall- að Sagnaþing í héraði, í þetta skiptið á Sauðárkróki. Á þessum þingum er fjallað um fornsögur og sögustaðir heimsóttir. Hafa fyrri þing verið fjölsótt og er vonast til að svo verði enn í sumar þegar ræða á Grettissögu og fara út í Drangey. Á fræðasetri í Reykholti mætti koma til móts við þennan áhuga íslendinga sjálfra. Eðlilegt væri einnig að efla þekkingu barna og unglinga á sögu þjóðarinnar og bókmenntum með því að fara um söguslóðir. Benda má á að til er kort yfir sögustaði í Borgarfirði. Reykholt mætti því nýta fyrir or- lofs- og fræðsluferðir íslenskra ungmenna. Sams konar ferðir mætti einnig bjóða ungmennum frá öðrum löndum, ekki síst Noregi þar sem mikill áhugi er á ritum Snorra Sturlusonar. Islendingar hafa farið í sögu- og menningarferðir bæði til Evrópu og Ameríku. Þótt undarlegt megi virð- ast hafa þeir sem stunda ferðaþjón- ustu hér á landi haft lítinn áhuga á að skipuleggja slíkar ferðir um Island. Þó hefur verið unnið nokk- urt brautryðjendastarf í þessum efnum í Borgarnesi. Hefur íslend- ingum og útiendingum verið leið- beint þar um söguslóðir, sögustaðir merktir og kortlagðir og útlending- um boðið upp á námskeið. Stofnun Sigurðar Nordals hefur fengið fyrir- spurnir frá háskólum vestanhafs um söguferðir fyrir eftirlaunafólk. Fræðasetur í Reykholti væri kjörinn dvalarstaður í þess konar menning- arferðum, ekki síst ef fornleifarann- sóknum yrði sinnt þar á komandi árum. Söguhátíðir Þá mætti í tengslum við ferða- þjónustuna á_ staðnum skipuleggja söguhátíðir. Á ári hveiju eru haldn- ar hátíðir á Ólafsmessu, bæði í Færeyjum og á_ Stiklarstöðum í Þrændalögum. Á þessar hátíðir kemur fjöjdi innlendra og erlendra manna. Á Stiklarstöðum er fall Ólafs helga fært í leikrænan bún- ing. Að sama skapi mætti gera leik- þætti um ævi Snorra Sturlusonar sem byggðu á íslendinga sögu eða færa konungasögurnar í leikrænan búning. Leikgerðir upp úr Banda- manna sögu og Gunnlaugs sögu ormstungu hafa notið mikilla vin- sælda hér á allra síðustu árum og hefur leikhópunum sem hafa sýnt þær verið boðið á listahátíðir víða um lönd. Þýðendastofa í sumar koma allar íslendinga- sögurnar og margir þættir út á ensku í einu safni. Fjölmargir er- lendir þýðendur hafa unnið að þessu stórvirki. Fornsögurnar hafa verið þýddar á ljölda þjóðtungna og stöð- ugt koma nýjar þýðingar. Áhuginn á fornbókmenntunum hefur síst orðið til að spilla fyrir íslenskum samtímabókmenntum á erlendri grund, heldur þvert á móti. Þeir sem þýtt hafa fornsögurnar eru líka í þeim hópi sem ötullegast hafa kom- ið samtímabókmenntum á framfæri við aðrar þjóðir. íslendingar hafa lítið gert til að greiða fyrir þýðend- um þessum. Þó hafa nokkrir þeirra notið styrkja Snorra Sturlusonar, sem Stofnun Sigurðar Nordals veit- ir. Víða erlendis eiga þýðendur kost á að dveljast á þýðingarstofum um nokkurn tíma, fá aðgang að bóka- safni og tækjum. Væri eðlilegt að hugsa til þýðenda íslenskra bók- mennta þegar ákveðin verða fram- tíðarnot fyrir skólahúsin í Reyk- holti. Reykholt hefur um áratugi verið fræðslumiðstöð í Borgarfirði. Stað- urinn tengist óijúfanlega bók- menntaarfi okkar. En í bókmennt- irnar sóttu íslendingar röksemdir fyrir endurheimt sjálfstæðis síns. Ekkert er því sjálfsagðara en finna skólahúsunum þar hlutverk í sam- ræmi við forna frægð staðarins og þau verði áfram notuð fyrir starf- semi sem verði bæði lslendingum og útlendingum til menntunar og þroska, gagns og gamans. Öflugt alþjóðlegt fræðasetur í Reykholti mætti verða til þess. Höfundur er forstöðumadur Stofnunar Sigurðar Nordals. Úlfar Bragason Odýrt í sund í Reykjavík NÚ ÞEGAR sól fer að hækka á lofti nýta margir sér þjónustu sundlauga borgarinnar til útivistar og hressing- ar. í dag eru fimm al- menningssundlaugar reknar á vegum Reykja- víkurborgar og mun sú sjötta bætast við næsta vor þegar ný sundlaug verður tekin í gagnið í Grafarvogi. Þar mun rísa 25 metra útilaug auk 12 metra innilaugar sem ætluð er til kennslu skólabarna í Grafarvogi. Við hönnun sundlaug- arinnar er haft að leiðar- ljósi að hún nýtist al- menningi og fjölskyldum á sem best- an hátt. Umhverfi laugarinnar er einnig hannað með þarfir fatlaðra í huga, sérstakar merkingar eru fyrir blinda og sjónskerta, skábraut er í útilaug og sérstakt búningsherbergi fyrir þá sem einhveiTa hluta vegna geta ekki farið í almenn búningsher- bergi. Áætlað er að opna sundlaugina á vordögum 1998. Hér í Reykjavík er „sundlauga- menning" á háu stigi og sundlauga- mannvirki okkar til fyrirmyndar á heimsmælikvarða. Sund hentar öll- um aldurshópum og eru þeir ófáir sem fara daglega í sund, enda hefur aðsókn að sundstöðum borgarinnar aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Allt frá árinu 1991 hefur gjald- skrá sundstaða borgarinnar verið óbreytt meðan rekstrarkostnaður hefur hækkað umtalsvert. Miklar verðlagsbreytingar hafa átt sér stað á síðustu árum, launakostnaður hef- ur aukist og tekjur sundstaða sem hlutfall af rekstrarkostnaði lækkuðu að raungildi. Það er auðvitað alltaf pólitísk ákvörðun hveiju sinni hve mikið þjónusta er niðurgreidd með skatttekjum. Á undanförnum árum hefur margoft komið til tals að breyta þyrfti gjaldskrá sundstaða í takt við aukinn rekstrarkostnað. í skýrslu borgarendurskoðanda kem- ur m.a. fram að fyrir hvetja krónu sem kom inn í aðgangaeyri sund- staða borgarinnar þurfti að leggja hana og ríflega hálfa krónu til við- bótar til greiðslu kostnaðar. 100 krónur fyrir fullorðna og 35 krónur fyrir börn Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar var ákveðið að breyta gjaldskrá sundstaða Reykjavíkurborgar. Nið- urstaðan varð sú að 30 miða kort fullorðinna kosta nú 3.000 krónur en kostuðu áður 2.700 krónur. Það þýðir í reynd að fullorðinn einstakl- ingur borgar nú 100 krónur í sund fyrir hvert einstakt skipti. 10 miða kort fyrir börn kosta nú 350 krónur eða 35 krónur skiptið. Hægt er nú að kaupa árskort sem kosta 17.500 krón- ur eða um 1.458 krónur á mánuði. Sé eingöngu miðað við 20 daga í mánuði kostar hvert einstakt skipti 73 krón- ur. Áfram er ókeypis fyrir ellilífeyrisþega. Á vettvangi Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur verið rætt um sumargjald í sund en ekki náðst samstaða um að koma á slíku gjaldi í öllum sveitarfé- lögunum, enda aðstæður mismun- andi. Á hveiju sumri koma þúsundir erlendra ferðamanna til landsins sem nýta sér þjónustu sundlauga Reykja- víkur enda eru sundlaugar okkar vel Við gerð síðustu fjár- hagsáætlunar, segir Steinunn V. Oskars- dóttir, var ákveðið að breyta gjaldskrá sundstaða Reykja- víkurborgar. kynntar í öllum ferðamannabækling- um. Á sumrin koma auk þess marg- ir í sund sem alla jafna stunda ekki sund reglulega. Þegar ákveðið var að gera breytingar á gjaldskránni þótti því sanngjarnt að leggja sér- stakt sumargjald á hvert einstakt skipti en halda óbreyttri gjaldskrá afsláttarkorta. Breytingar á gjaldskrám eru aldr- ei vinsælar en það kann ekki góðri lukku að stýra rekstrarlega séð þeg- at' gjaldskrá þjónustu breytist ekki þrátt fyrir mikla aukningu rekstrar- kostnaðar. Gjaldið fyrir þjónustuna þarf þannig að taka eðlitegt mið af því hver kostnaður við reksturinn er. Að lokum skal áréttað að ókeypis er í sund fyrir ellilífeyrisþega, ein- stakt gjald fyrir fullorðna sem kaupa 30 miða ótímabundið kort er 100 krónur og einstakt gjald fyrir börn sem kaupa 10 miða kort er 35 krón- ur. Ef menn bera þetta síðan saman við gjald fyrir aðra líkamsrækt eða afþreyingu er samanaburðurinn slá- andi. Höfundur er formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Steinunn V. Óskarsdóttir 'í.cvVÁ Tilboð 20% afsláttur Verð frá kr. 2.450. Sníðum þær í gluggann hinn. 1 Z-BRAUTIR OG GLUGGATJOLD, f FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.