Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 52

Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUN BLAÐIÐ INGVAR SIG URBJÖRNSSON + Ingvar Sigur- björnsson fædd- ist á Þóroddsstöð- um í Grímsnesi 25. september 1940. Hann lést á Land- spítalanum 8. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Elín Eiríks- dóttir (d. 1945), og Sigurbjörn Ing- varsson (d. 1987). Systkini hans eru Eiríkur Bragason (f. 1928), Katrín Inga Johansen (f. 1937), og Ellert Birgir Sigur- Okkur langar í örfáum orðum að minnast ástkærs tengdasonar okkar, Ingvars Sigurbjörnssonar. Það eru mörg ár síðan hann kom í fjölskyldu okkar. Hann var ein- staklega ljúfur, glaðlegur og dug- mikill. Það var alltaf hægt að leita til hans, því greiðvikinn var hann. Minningarnar hrannast upp í huga okkar, allar þær ógleymanlegu og yndislegu stundir sem við áttum saman í gegnum árin. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég fínn það og veit að við erum ei ein, > að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi loganna falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár hún brýtur þá viðkvæmu strengi, '' er blunda í hjarta og í bijósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfír, því ljósið á kertinu lifír. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og pr sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfír, ef Ijósið á kertinu lifír. (Kristján Stefánsson.) Elsku Kata, Sigurbjörn, Hjördís, Gústi og afabörnin, Guð gefi ykkur styrk og ljós í sorginni. Hermann og Fjóla. Elsku afí, okkur litlu afabörnin þín langar að kveðja þig með björnsson (f. 1939). Hinn 27. nóvem- ber 1965 kvæntist Ingvar eftirlifandi eiginkonu sinni, Katrínu Hermanns- dóttur (f. 1943). Börn þeirra eru Hjördís (f. 1966) maki Gústav Al- freðsson, og eiga þau sex börn; og Sigurbjörn (f. 1969). Útför Ingvars fer fram frá Dómkirkj- unni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. nokkrum orðum, því við eigum svo erfitt með að skilja að þú komir ekki til okkar aftur. Þú sem varst svo góður við okk- ur og við gerðum svo marga skemmtilega hluti saman. Við munum enn eftir jólunum, en þá varst þú orðinn veikur og við spurðum mömmu hvort þú og amma mynduð ekki koma til okkar eins og venja var um jól, og mamma hélt ekki, en þú komst til að sjá hvað við höfðum fengið í jólagjöf og þú lékst við okkur í smátíma. Það verður tómlegt núna hjá okkur og Katrínu ömmu. En nú ertu kominn til sumarlandsins þar sem aldrei er nótt og þar líður þér vel og þarft aldrei aftur að fara á spítala. Guð geymi þig, elsku afi. Nína María, Andrea Ýr, Al- freð Ingvar og Emelía Sól. Kæri afi, þó þú sért farinn og kemur ei, iifirðu samt í huga mér. Það sem þú kenndir og sagðir mun reynast mér vel í ókominni framtíð minni. Katrín Inga. Elsku afi, það er erfitt að kveðja þig því að þú varst ekki bara Ing- var afi, heldur líka besti vinur minn og það varst þú sem kenndir mér svo mikið, varst alltaf tilbúinn að hjálpa mér við námið mitt, þú hélst mér við efnið og hvattir mig áfram í því sem ég var að gera. Nú í apríl þegar ég var að keppa á skíðum á Akureyri og mér gekk ekki nógu vel talaði ég við þig í síma og þú varst svo mikið veikur og sagðir mér að gefast ekki upp, að ég myndi bara gera betur næst og það gerði ég daginn eftir. Það varst nefnilega þú sem aldr- ei gafst upp, barðist eins og hetja við krabbameinið og varst svo bjartsýnn, þú gafst okkur von. Ég geymi myndirnar í huga mér af öllum skemmtilegu minningunum sem ég á með þér, elsku afí, og Katrínu ömmu sem þú elskaðir svo mikið. Við lofum að gæta hennar fyrir þig eins vel og við getum. Megi Guð styrkja hana, Sigurbjörn frænda, mömmu, pabba og okkur systkinin í þessari miklu sorg. Elsku afi, þú átt vísan stað í hjarta mínu og ég veit að þú ert laus núna úr þrotlausum kvölum og hefur kannski komist í golf, því á golfvellinum leið þér svo vel og varst ákveðinn í að fara þangað í vor, elsku afi minn. Drottinn kristur, þú sem leiðst þjáning krossins, kvöl og neyð, þú þekkir meinin manna. Þú axlaðir byrðar þjáninganna fyrir mig og mannheim allan. Fyrir þínar benjar verðum við heilbrigð, fyrir þinn dauða lifum við. Lát mig aldrei gleyma því, kenn mér að reiða mig á návist þína, líkn og huggun. Vertu ljós mitt og líf, drottinn minn og frelsari. Amen. (K.S.) Þín afastelpa, Elín Fjóla. Nú að leiðarlokum leitar hugur- inn yfir liðin ár, er ég minnist Ingv- ars Sigurbjörnssonar, starfsmanns Ríkissjónvarpsins, náins frænda og kærs vinar. Hér verður aðeins stiklað á stóru. Kynni okkar Ingvars hófust, er hann dvaldi nokkur sumur á heim- ili foreldra minna eftir að faðir hans fiutti hingað til Reykjavíkur árið 1945. Var Ingvar þá fimm ára gamall. Þá strax kom í ljós hin ljúfa og létta skapgerð og barnsaugu, er lýstu sem geislandi perlur. Þess- ir eiginleikar entust honum alla tíð. Enda þótt aldursmunur á okkur væri allnokkur tókst strax með okkur góð vinátta. Um 1950 var mikil gróska í íþróttalífi bæjarins og var Ingvar fljótur að tileinka sér þá iðju, enda þannig af guði gerður að hann gat farið í flestar greinar íþrótta og vænst þar góðs árangurs. Tíu ára gamall var hann innritaður í fim- leikadeild KR og var m.a. í þeim ágæta drengjaflokki sem sýndi fimleika er KR var 55 ára árið 1954, og fyrsti íþróttasalurinn í Frostaskjóli vígður. Vegna fjár- skorts lagðist þessi ágæta æsku- starfsemi niður. En íþróttaferli Ingvars var ekki lokið, hann var rétt að byija. Hann færði sig rétt um set og gekk í raðir Ármenninga og tók nú til við æfingar, bæði í körfu- og handknattleik, og náði þar skjótum frama, allar íþróttir lágu svo vel við honum. Með félög- um sínum þar vann hann marga glæsta sigra á þeim árum, bæði hérlendis og erlendis. Þannig liðu æskuár Ingvars, bæði við leik og störf. Er hér var komið sögu hafði hann lokið æskuárunum og var nú vaxinn í fulltíða mann. Hann var glæsimenni og „sjarmör“ í orðsins fyllstu merkingu. En hann var líka annað og meira, hann var hetja, það sýndi hann og sannaði síðar. Ingvars mesta gæfuspor var er hann kvæntist 27. nóvember 1965 eftirlifandi konu sinni, Katrínu Hermannsdóttur, ungri og fallegri stúlku. Það voru sannarlega glæsi- leg brúðhjón er stigu dansinn í Þjóðleikhúskjallaranum það kvöld, brúðhjón full bjartsýni með trú á lífið og framtíðina. Það leyndist ekki þeim er sáu að þar fóru saman bæði virðing og gagnkvæmt traust, enda var hjónaband þeirra farsælt. Mannkostir Kötu komu líka fljótt í ljós og nægir að nefna gamla fólkið, sem þá var í fjöl- skyldunni en er nú allt gengið til feðra sinna. Það dáði hana og virti. Þeim Ingvari og Kötu varð tveggja barna auðið. Þau eru Hjör- dís, sem nú er húsmóðir í Hafnar- firði, og Sigurbjörn, myndlistar- maður, en hann býr í Kaupmanna- höfn bæði við nám og störf. Sjálfur var Ingvar loftskeyta- maður að mennt, enda þótt hann ynni iítið við þau störf framan af, heldur gerðist starfsmaður Sam- vinnutrygginga og starfaði hér í Reykjavík tii ársins 1978,_ en þá fluttust þau til ísafjarðar. Átti það í fyrstu að vera til skamms tíma, en úr því varð mun lengri dvöl. Átti Ingvar að leysa umboðs- mann trygginganna þar af tíma- bundið en sá átti ekki afturkvæmt svo Ingvar tók við starfi hans og gegndi því í sjö ár. Þau undu hag sínum allvel þar vestra. Enda þótt þau þekktu fáa er þau komu voru þau fljót að kynnast og urðu strax aufúsugest- ir víða. Þau keyptu sér þar stórt og fallegt einbýlishús og fjölskyld- an stækkaði. Þar fæddist fyrsta barnabarnið. Aldrei stóð það til að þau ílent- ust á ísafirði, heldur var þetta skemmtilegt innlegg í annars lit- ríkt lífslitróf fjölskyldunnar. LILJA SVERRISDÓTTIR + Lilja Sverris- dóttir, fæddist á Norðfirði 25. des- ember 1915. Hún andaðist á Land- spítalanum 5. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Anna Guðnadóttir, f. 1.8. 1889, d. 26.3. 1973, og Sverrir Sverrisson, f. 11.1. 1884, d. 23.7. 1940. Lilja ólst upp á Vöðlum í Vöðlavík hjá móður sinni, sem var þar ráðs- kona hjá bróður sínum Þórarni Guðnasyni. Hún fluttist frá Vöðlavík 1935 ásamt Þorvarði Guðna Guðmundssyni, f. 27.8. 1910, d. 2.6. 1975, frá Karls- stöðum í Vöðlavík, til Eskifjarð- ar. Þar settust þau að, bjuggu lengst af í Tungu og síðar í Bleiksárhlið 49. Þorvarður starfaði lengst af við sjó- mennsku, Lilja starfaði lengst af í fiskvinnslu. Hún tók virkan þátt í verkalýðs- og slysavarnamálum og var síðar heiðruð fyrir störf sín þar. Lilja og Þorvarð- ur giftu sig 12. apríl 1941. Börn þeirra eru: Anna, f. 28.10. 1935 gift Hjálmari Jóhanni Níelssyni. Þeirra börn eru: Níels Atli, sambýliskona hans Gróa Oskarsdóttir; Þorvarður Ægir, kvæntur Sólveigu Einarsdóttur; Agn- ar Ingi, kvæntur Ingu Hönnu Andersen; Ásta Selma, f. 25.2. 1943, gift Björgvini Jóhanns- syni. Barn þeirra: Björgvin; Sjöfn, f. 28.9. 1945, gift Stefáni Rúnari Jónssyni. Börn þeirra eru: Vignir, sambýliskona hans Sigrún Berndsen; Anna Lilja, sambýlismaður hennar Guð- mundur Bergkvist Jónsson. Útför Lilju fór fram frá Eski- fjarðarkirkju 12. maí. Elsku hjartans amma. Þó að við værum búin að undirbúa okkur í nokkurn tíma að þú værir að fara frá okkur, var það eins og þungt högg þegar pabbi hringdi mánu- dagskvöldið 5. maí og sagði okkur að þú værir dáin. Þú varst búin að vera svo mikið veik lengi og kvelj- ast mikið. Þú þráðir hvíldina og Guð gaf þér hana á mánudags- kvöldið, elsku amma. Nú vitum við að þér líður vel. Það er bara svo sárt að vita að þú ert ekki lengur í Bleiksárhlíð 49 og að við getum ekki komið til þín og spjallað við þig eins og við gerðum oft, því þú hafðir frá svo mörgu að segja og vissir svo margt. Við munum eftir því þegar við vorum lítil og þú fórst með okkur upp í fjail í beijamó, kenndir okkur að þekkja blómin og sagðir okkur hvað fjöllin í kring heita. Eftir fjallaferð- ina var gott að fá mjólk og nýbakað- ar kleinur hjá þér. Þú varst svo dugleg að hafa ofan af fyrir okkur systkinunum, klipptir út dúkkulísur, bjóst til báta og saumaðir dúkku- föt. Þú varst alltaf svo glaðleg, sama hvað á gekk og alltaf var hægt að leita til þín ef eitthvað bjátaði á, þú kunnir ráð við öllu. Við gleymum ekki þeim jólum sem þú varst með okkur. Þér fylgdi alltaf mikil ró og friður. Jóladagur var afmælisdagur þinn og þá kom oftast öll fjölskyldan saman og eyddi deginum með þér. Það var í þau fáu skipti sem við náðum að hittast öll. Á hveiju sumri þegar við vorum yngri fórum við með þér út í Vöðla- vík á æskuslóðir þínar. Þú fræddir okkur um liðinn tíma, svo og ör- nefnin í Vöðlavík. Elsku amma, við héldum að þú myndir lifa miklu lengur, því þegar þú fórst til Reykjavíkur í febrúar síðastliðinn var enga uppgjöf að finna og við vorum öll viss um að þú ættir aftur eftir að koma í Bleiksárhlíð 49, en þetta var eitt- hvað sem læknavísindin réðu ekki við. Þú fékkst ekki einu sinni að sjá litla drenginn okkar Sigrúnar sem fæddist 25. apríl, þú sem varst svo viss um að hann væri stelpa. Þegar við sitjum hérna inni í íbúðinni þinni og skrifum þessi orð og riíjum upp minningar um þig, finnum við fyrir nærveru þinni og vitum að þú ert hérna hjá okkur, elsku amma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Vignir og Anna Lilja. Hingað til Reykjavíkur fluttust þau svo árið 1984, og hóf nú Ing- var störf hjá Ríkissjónvarpinu sem tæknimaður. Nýttist nú hans fyrri menntun vel. Þar starfaði hann fram í ágúst á síðasta ári, en þá dró skyndilega ský fyrir sólu í lífi þeirra Ingvars og Kötu. Þau höfðu þá fest kaup á ný- legri, fallegri íbúð í Lækjargötu 34d í Hafnarfirði. Þar hugðust þau eiga glæsilegt framtíðarheimili. En nú fann heimilisfaðirinn fyr- ir þreytu og þverrandi orku. Var honum því ráðlögð hvíld frá störf- um þar sem um mikið vinnuálag hafði verið að ræða ásamt búferla- flutningum. Fóru hjónin því til Flórída og hugðust þar njóta hvíld- ar og stunda þar golfíþróttina, sem var þeim báðum svo hugleikin allt frá því að boltaíþróttunum lauk fyrr á árum. En hvíldin þar vestra reyndist ekki nein hvíldarparadís fyrir þau hjón. Ingvar var meira og minna veikur allan þann tíma og fór versnandi er á dvölina leið. Er heim var komið var hann lagður inn á Landspítalann til frek- ari rannsóknar. Þar kom í ljós að hann var haldinn alvarlegum ill- kynja sjúkdómi og fljótlega var sýnt að hér yrði ekki við neitt ráð- ið enda þótt læknar legðu sig fram með allri nútímatækni. Og maður spyr: Hvernig gat þetta gerst með mann, sem var ímynd heilbrigðis og hreysti? En hér einmitt sannast það hvað best, að gagnvart þessum vágesti er enginn öruggur. Og nú kom í ljós hin eðlislæga karlmennska Ingvars. Hann hafði alltaf lifað lífinu með reisn og þannig skyldi því einnig ljúka. Hann tók hveiju áfallinu, sem að höndum bar með stakri ró og oft- ast var stutt í smitandi bros hans. Ekki var hægt að komast hjá að sjá hinn djúpa kærleik, er ríkti milli þeirra hjóna ásamt fullkomnu æðruleysi, og fátt var það sem Kata ekki á sig lagði til að reyna að lina þjáningar ástvinarins. Það var í raun fögur sjón. Elsku Kata! Við hér á Nönnugötu sendum þér og börnunum svo og ástvinum Ingvars öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Verum minnug þess, að minn- ingin um góðan vin, elskulegan eiginmann og föður verður aldrei frá okkur tekin. Guð blessi ykkur öll. Árni I. Magnússon. Elsku frændi og vinur. Með þessum orðum viljum við þakka þér fyrir svo margar góðar stundir á liðnum árum. Á sólríkum morgni uppstigningardags bárust okkur þau tregafullu tíðindi, að þú værir farinn úr þessu lífi eftir erf- ið veikindi í nokkra mánuði. Um nokkurt skeið hafði sú hugsun gert vart við sig hjá okkur, að tví- sýnt kynni að verða um bata, en hin snöggu umskipti síðustu vik- una komu eins og reiðarslag. Frá því að við fyrst munum eft- ir okkur varst þú einn af máttar- stólpum fjölskyldunnar, glæsilegur ungur maður, sem hreifst alla með glaðværð og fijálslegri framkomu. Það var svo oft þegar þú komst í heimsókn á Nönnugötuna að við skynjuðum þá jákvæðu útgeislun, sem fylgdi þér alla tíð. Við nutum líka hjálpsemi þinnar á ótal vegu og nærvera þín gaf okkur fagra fyrirmynd, það var alltaf tilhiökk- unarefni að fá þig í heimsókn. Stundum vorum það við, sem kom- um í heimsókn til þín og þinnar elskulegu eiginkonu, Katrínar Her- mannsdóttur, og var það ekki síður yndislegt, þar sem hún vildi frá upphafi styrkja og viðhalda þeim góðu tengslum, sem rót áttu að rekja til þess að faðir þinn og amma okkar voru náin systkini. Margar minningar koma upp í hugann, þegar hugsað er til baka til íbúðarinnar í Efstalandi en þar hófst uppeldið á börnunum tveim- ur, Hjördísi og Sigurbirni. Það var

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.