Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 55
‘ Ý MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 55 MIIVININGAR > I 8 > » » lagsins Drífanda. Þau deildu sömu hugsjónum og lögðu bæði hönd á plóginn í verkalýðsbaráttunni í Eyj- um. Húsið sem þau bjuggu lengst í þar var í daglegu tali nefnt Bolsa- staðir, í upphafí af pólitískum and- stæðingum, en þar fór mörg um- ræðan fram um stéttabaráttu og samvinnuhugsjónina. Þetta hús stendur enn, reisulegt í brekku og er það ánægjulegt að núverandi eigendur eru að vinna að endurbót- um á því. Helga og ísleifur fluttu til Reykjavíkur árið 1942 þegar hann tók við stöðu kaupfélagsstjóra KRON. Helga varð fljótt virk í fé- lagsstarfi í Reykjavík og starfaði m.a. með Kvenfélagi sósíalista, Mæðrastyrksnefnd og var í stjórn Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Hún starfaði einnig sem safnvörður við Þjóðminjasafnið. Fyrstu árin í Reykjavík bjuggu Helga og ísleifur á Skólavörðustíg 12 en mínar fyrstu minningar um Helgu eru bundnar heimili hennar í Austurbrún. Þá var þar jólaboð og sá ég þar fyrst litla frænku mína, Arnfríði, en hún var fyrsta barnabarn Helgu. Helga átti barna- láni að fagna en þau hjón eignuð- ust þijú börn, Erlu íþróttakennara, Högna hagfræðing og Gísla mæl- ingamann. Frá því að ísleifur lést árið 1967 heimsótti Erla móður sína daglega. Þeim hætti hélt hún svo að segja óslitið meðan Helga bjó í Austur- brúninni og einnig eftir að hún fór að Droplaugarstöðum. Þessi um- hyggja Erlu reyndist Helgu ómet- anleg. Þegar við hittumst var Helga söm við sig, þótt árin færðust yfir hana, lífleg og ákveðin, spaugsöm og glettin. Hún hafði gaman af skoð- anaskiptum og vildi gjarnan takast á í umræðunni. Hún tjáði sig ekki einungis með röddinni, heldur sýndi sterk svipbrigði. Þegar við Helga kvöddumst í desember vissum við ekki að þetta yrði okkar síðasti fundur. Nú hefur hún gengið þann veg eftir langt og viðburðaríkt líf sem okkur öllum er ætlaður. Innilegar samúðarkveðjur færi ég börnum hennar og fjölskyldum þeirra frá móður minni og bróður. Rósa Eggertsdóttir. u 0 « JL Við andlát Helgu ömmu verður manni ósjálfrátt hugsað um þá stormasömu tíð sem hún hefur lifað og þær miklu breytingar sem hafa orðið á kjörum manna og daglegu amstri á þessari öld. Hún var fædd sjálft aldamótaárið og átti erfiða æsku eins og svo margir aðrir á þessum tíma. Ellefu ára missti hún móður sína og tvö af níu systkinum létust á unga aldri. Berklafaraldur- jnn, sem geisaði á fyrri hluta aldar- innar, tók síðan fjögur systkinanna í blóma lífsins. Fjölskylda hennar tvístraðist og frá tólf ára aldri þurfti hún að standa á eigin fótum. Hún fékk því engin tækifæri til að ganga menntaveginn. Þessi erfiða æska hefur eflaust mótað harða skapgerð hennar, baráttuvilja, dugnað og réttlætiskennd. Því hefur verið haldið fram að minni manna sé sjálfstætt afl, sem kann að skipuleggja og skilja kjarnann frá hisminu. Ef minnið er slíkt afl, þá var hún Helga amma búin hreint einstöku slíku afli. Þeir voru ófáir sagnfræðingarnir sem leituðu til hennar til að fá fram heildræna mynd af atburðum og persónum liðins tíma. Hún virtist manni ótæmandi fróðleiksbrunnur á hinum ýmsu sviðum. Kveðskapur og bókmenntir voru henni hugleik- *n og í samræðum komu oft fram á varir hennar hendingar og heilu kvæðin voru oft sungin af litlu til- efni. Þá var hún vel heima í stjórn- málum og verkalýðsbaráttu kreppuáranna, enda hafði hún sjálf tekið þátt í þeim átökum með eigin- manni sínum og bróður. í ævisögu Einars ríka eftir Þorberg Þórðar- son lýsir Einar pólitískum and- stæðingi sínum, Helgu ömmu, sem fallegri og skynsamri konu, póli- tískri valkyiju með mikla áróðurs- hæfileika. En fyrir okkur barnabörnin var hún fyrst og fremst amma, sem gott var að leita til og sem passaði okkur þegar foreldrarnir brugðu sér frá í lengri eða skemmri tíma. Og eins og dæmigerðar ömmur gera, pijónaði hún vettlinga og peysur á okkur krakkana. Heimili hennar á Austurbrún var mikilvægur funda- staður allrar fjölskyldunnar þar sem rætt var um heima og geima yfir kaffi og kökum. Tók hún jafnan þátt í þeim umræðum og hafði sín- ar ákveðnu skoðanir á málunum. Það var ekki fyrr en fyrir rúmu ári að ellin fór að ná undirtökunum og hún varð að yfirgefa heimili sitt. Megi minningin um Helgu ömmu lifa. ísleifur Ólafsson. í dag verður kvödd hinstu kveðju Helga Rafnsdóttir. Vil ég fyrir hönd Mæðrastyrksnefndar Reykja- víkur setja fram þakklæti fyrir störf hennar í nefndinni. Helga var ritari nefndarinnar í mörg ár. Fundargerðir hennar voru frábær- ar og rithöndin listafögur. Þegar ég tók við formennsku í Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur árið 1981 studdi Helga mig og leiðbeindi. Hún var þeim eiginleikum gædd að hún ávann ser ávallt traust og virðingu fólks. í störfum nefndar- innar var hún glögg, og fljót að koma auga á það sem betur mátti fara. A níræðisafmæli hennar bauð hún nefndarkonum til veislu á Hót- el Borg. Veislusalurinn var þétt setinn gestum og afmælisbarnið geislaði af gleði. Aldurinn bar hún einstaklega vel, enda lánsöm að njóta góðrar heilsu á sinni löngu ævi. Nú er lífsgöngu þessarar mætu konu lokið. Með virðingu og þakk- læti kveðjum við í Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur þessa mikilhæfu konu. Við vottum bömum hennar og aðstandendum dýpstu samúð. Unnur Jónasdóttir. Sá er eftir lifír deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Vinkona mín, Helga Rafnsdóttir, er látin í hárri elli. Hún var ekkja ísleifs Högnasonar kaupfélags- stjóra, en hann lést árið 1967. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Helgu fyrir tæpum 25 árum er ég tengdist fjölskyldu hennar. Þótt ættartengslin hafi rofnað síðar þá hélst vinátta okkar í gegnum tíð- ina. Með Helgu er gengin mikil og merk kona. Hún var ein af þessum konum, sem við íslendingar getum verið stoltir af - þær eru drottning- ar, hvort sem við hittum þær í heið- arkotum eða höllum. Helga var víðlesin, stórfróð og stóð á föstum grunni aldamótakyn- slóðarinnar. Baráttukona og mikill friðarsinni, er lét sér fæst mannlegt óviðkomandi. Einörð í skoðunum, studdi þær vel og fylgdi þeim fast eftir - hreinskiptin svo af bar. Hins- vegar var hún nærgætin er taiað var um viðkvæm mál, mild og ótrú- lega skilningsrík. Trygglynd vinum sínum og bar hag niðja sinna ofar öllu. Til Helgu var gott að leita, sanna vini þarf maður ekki að hitta dag- lega - nærveru þeirra skynjar mað- ur. Þegar Atlantshafið skildi okkur að var það oftar en ekki að hún nafna mín hringdi, rétt til að fá fréttir. Við gátum hlegið saman eins og tvær skólastúlkur þótt hún hefði hálfa öld í vinning - ekkert kynslóðabil. Tvennt er mér ofarlega í minni. Á fallegum vordegi fyrir nokkrum árum gengum við saman úti í Foss- vogskirkjugarði. Hún mátti til með að sýna mér leiðið hans ísleifs síns en hann var henni ætíð ofarlega í huga. Við spjölluðum um heima og geima og þrátt fyrir hennar háa aldur var ótrúlegt hvað hugsunin var skýr, vökul og hugurinn ung- ur. I fermingarveislu dóttur minnar, er Helga var tæplega ní- ræð, stóð hún eips og drottning í miðjum hópi yngismeyja og sagði þeim frá fermingardegi sínum og undirbúningi tæpum sjötíu og fimm árum áður. Þessi frásögn var mér og öllum er á hlýddu ógleym- anleg. Nú er komið að leiðarlokum. Langri og gifturíkri ævi vinkonu minnar er lokið. Ástvinum hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Megi hin eilífa hvíld verða henni góð. Helga Hjálmtýsdóttir. ErfidrykkjurM H M H H H H H H H H L A N H H H H H H H H H ^ Simi 562 0200 ^ fiiiiiiinirl Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hanuirshöfði 4 - Revkjavík simi: 5871960 -fax: 587 1986 GL4ESH.EG KAFFIHLAÐBofcÐ fallegir salir OG MJÖG-GÓÐ ÞJQNUSTA HOTEL LWTLEIQIR - kjarni málsins! t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐLAUG G. VILHJÁLMSDÓTTIR (Unna) Brekkum III, Mýrdal, verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju laugar- daginn 17. maí kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Hjallatún. Halldór Jóhannesson, Ómar H. Halldórsson, Helga Halldórsdóttir, Arnar V. Halldórsson, Jóhannes Halldórsson, Sævar Halldórsson, Guðrún S. Ingvarsdóttir, Ögmundur Ólafsson, Hrafnhildur S. Guðmundsdóttir, Unnur Sigurðardóttir, Halla G. Emilsdóttir, Þorsteinn Þorkeisson, og barnabörn. t Móðir okkar, stjúpmóðir og amma, sigrFður þórðardóttir, fyrrum húsfreyja á Refsstað í Vopnafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 8. maí. Jarðarförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Svava Pálsdóttir, Þórður Pálsson, Ásgerður Pálsdóttir, Gunnar Pálsson, Vfglundur Pálsson, Björn Pálsson, Guðlaug Pálsdóttir, Erlingur Pálsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BENEDIKT RAGNAR BENEDIKTSSON fyrrverandi bifreiðastjóri, Safamýri 48, sem lést á hjartadeild Landspítalans 10. maí, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju föstu- daginn 16. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Brynhildur Skeggjadóttir, Sigrún Benediktsdóttir, Gísli Einarsson, Lilja Benediktsdóttir, Sigurður Vilbergsson, Benedikt E. Benediktsson, Þórný Alda Kristjánsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir, stjúpmóðir og tengdamóðir, GUÐRÚN ÞORVALDSDÓTTIR, Laugateigi 10, Reykjavík, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 5. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall hennar. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir frábæra umönnun. Þorbjörg Jósefsdóttir, Þórarinn Óskarsson, Gfsli K. Guðbrandsson, Guðbjörg H. Guðbrandsdóttir, Gunnar Pétursson, Hrafnhildur Guðbrandsdóttir, Gunnar Richardson og fjölskyldur. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir amma og langamma, BJÖRG ELLINGSEN Njörvasundi 32, Reykjavík, lést mánudaginn 12. maí. Erna Ragnarsdóttir, Auður Ragnarsdóttir, Davíð Helgason Jón Óttar Ragnarsson, Margrét Hrafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.