Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 56

Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNA SJÖFN ÆGISDÓTTIR Við vottum Önnu, Ægi og Heimi okkar innilegustu samúð, við hugs- um vel til ykkar. Ingveldur, Sonja og Guðbjörg. MIKAEL ÞORS TEINSSON + Jóna Sjöfn Ægisdóttir fæddist í Hafnar- firði 17. júlí 1979. Hún lést af slysför- um hinn 4. maí síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Víðistaðakirkju 13. Þegar ég fékk þær ' fréttir að þú hefðir verið tekin frá okkur svo snemma skildi ég ekki tilganginn með þessu stutta stoppi í þessum heimi, en hugurinn fylltist af glöðum minningum um þig og þær glöðu stundir sem við áttum saman og þeim mun ég aldr- ei gleyma, brosinu þínu og lífsgleði og oft virtist sem þú hefðir enda- lausa orku. Aldrei á ég eftir að gleyma sumrinu þegar við unnum saman í bæjarvinnunni hér í Hafnarfirði, þetta var gott sumar og við nutum okkar í sólinni og vinskapurinn styrktist með hverjum deginum. 'TJ'Þessar minningar mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Fólk heillað- ist af lífsglaðri framkomu þinni og birtu sem alltaf ríkti í kringum þig, þú vildir alltaf allt fyrir alla gera og fékkst fólk til að brosa og þegar þú hlóst var ekki annað hægt en að hlæja með þér. Þó svo að ég heyri ekki hlátur þinn lengur mun hann alltaf lifa í hjarta mínu. Á svona stundu er oft erfitt að finna réttu orðin, og koma því til skila því sem maður vill segja, enn ""-Vrfiðara er þó að skilja af hveiju þú varst tekin svona snöggt frá okkur en ég trúi því að nú líði þér vel. Að lokum vil ég senda mínar dýpstu samúðarkveðjur til foreldra þinna og ættingja. Guð geymi ykk- ur. Ég sakna þín. Þín vinkona að eilífu, Anna Sveinsdóttir. Það var 4. maí sem hringt var og sagt að vinkona okkar, Jóna Sjöfn, hefði látist um morguninn. Á þeirri stundu var eins og tíminn hefði stoppað. Við kynntumst Jónu Sjöfn í Iðn- ✓skólanum og urðum góðar vinkon- ur. Alltaf þegar eitthvað var að gerast á vegum skólans eða utan hans tókum við þátt í því saman. Við hugsum til hennar með söknuði því hún var alltaf svo lífsg- löð, brosandi og vildi öllum svo vel en nú er vinahópurinn í sárum því enginn kemur í hennar stað. Anna, Ægir, Heimir, aðrir ætt- ingjar og vinir, við vottum ykkur alla okkar samúð. Guð geymi minningu þína, elsku Jóna Sjöfn okkar. Þínar vinkonur, Oddný, Hrund og Arndís. Með hlýhug, þakk- læti og virðingu kveðj- um við nú elsku vin- konu okkar Jónu Sjöfn Ægisdóttur. Við höfum ekki þekkst lengi en á þess- um tíma vorum við mjög nánar eða næst- um óaðskiljanlegar í allt sumar. Við viljum að þú vitir að þetta var besta sumar sem við höfum nokkurn tímann upplifað. Manstu öll faðm- lögin og orðin um væntumþykju og ást sem fylgdu þeim. Alltaf þegar við hugsum til þín munum við eftir allri lífsgleðinni, hlátrinum og hversu ákveðin þú varst í öllu því sem ætlaðir að gera. Þú hefðir ekki getað reynst okkur betur en þú gerðir og þú munt alltaf eiga stóran hluta í hjarta okkar. Dæmdu ekki skýið, er skyggði á sól, í skugga síns lögmáls það birtuna fól. Er feykir því aftur hinn frelsandi blær, þú fyrst getur metið, hvað sólin er skær. Innilegar samúðarkveðjur til for- eldra og annarra aðstandenda. María og Vigdís, Bolungarvík. Sunnudaginn 4. maí fengum við þær sorglegu fréttir að hún Jóna Sjöfn vinkona okkar væri látin. Þessar hræðilegu fréttir fengu rosa- lega á okkur sem vorum staddar í mikilli fjarlægð í Bandaríkjunum. Við áttum góða tíma með Jónu Sjöfn sem gleymast aldrei. Við vor- um stór vinahópur og gerðum margt skemmtilegt saman. Jóna var yndis- leg stelpa sem alltaf hélt uppi fjör- inu. Hún átti það til að dansa fyrir okkur dans sem kom okkur alltaf til þess að hlæja og þá veltumst við líka um af hlátri. Hún var svo falleg og brosmild stelpa og okkur þótti svo vænt um hana. Hún reyndi að gera það sem hún gat fyrir alla og tókst það ágætlega. Hún fékk það líka launað til baka. Það var alltaf hægt að tala við Jónu um allt og hún gat alltaf komið okkur í gott skap. Jóna Sjöfn átti framtíðina fyrir sér í hárgreiðslu og hana langaði líka að læra snyrtifræði. Við erum vissar um að hún hefði gert góða hluti í hvoru tveggja. Við erum komnar með góða sönnun fyrir að þeir deyja ungir sem guðirnir elska mest og það heldur okkur gangandi. Við erum rosalega fegnar því að hafa þekkt hana og við eigum góðar minningar um hana í hjörtum okkar sem við gleymum aldrei. Bless, elsku Jóna Sjöfn okkar. Við vitum að við eigum eftir að hittast aftur á góðum stað og Guð varðveitir þig ávallt. BJARNIÞÓR ÞÓRHALLSSON + Bjarni Þór Þórhallsson fæddist í Reykjavík 5. júní 1967. Hann lést í Reykjavík 23. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 2. maí. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðj;- fjörkálf mikinn, vin okkar og skólabróður úr Fjöl- liraut í Breiðholti. Hann var nýbú- inn að bjóða okkur í 30 ára afmæl- ið sitt, en yfirgaf okkur áður en af því varð. Jafnan var stutt í strákapörin hjá Bjarna. Hann var hrekkjalómur af bestu gerð, síhlæj- andi og gleðigjafi þar sem hann fór. í honum fundum við hinir prakkararnir góðan félaga. Eins og stundum vill verða gleymdist lærdómurinn oft í öllum látunum. En þá átti Bjarni víða vini að, sem hlupu undir bagga með okkur hin- um slugsunum og lánuðu okkur skilaverkefnin í stuttan tíma, til afritunar. Á yfirborðinu vorum við að sjálfsögðu einungis að bera verkefni þeirra saman við okkar, svona til þess að athuga hvort við gætum ekki leiðrétt fyrir þau. Við minnumst ótal skemmtilegra at- vika frá þessum árum, þar sem Bjarni var jafnan í aðalhlutverki. Þegar okkur var sagt að þú vær- ir farin trúðum við því ekki að þú svona ung og falleg hefðir verið tekin frá okkur. Við sáum fyrir okkur brosmilda andlitið þitt og alla þá glaðværð sem streymdi allt- af frá þér. Við gleymum aldrei þeirri tilhlökkun og eftirvæntingu sem fylgdi því, að þú værir að koma til okkar í sveitina eða þegar við kom- um til þín í Hafnarfjörð. Svo loks þegar við fluttum í Hafnarfjörð tókst okkur að verða enn nánari og gistum ávallt hvor hjá annarri og hlógum langt fram á nætur. Þú hreifst alla með hlátri þínum og brosi og aðeins það að heyra inni- legan hlátur þinn fyllti mann gleði og hamingju. Þér tókst alltaf að láta mann líta á björtu hliðarnar og vildir allt fyrir alla gera og gefa sem mest af þinni ótrúlegu hlýju. Þó að þú sért nú farin frá okkur munum við geyma í hjarta okkar fallega brosið þitt, hlýjuna þína, gleði og einnig allar þær stundir sem við áttum saman hlaupandi um tún, dansandi og syngjandi. Við kveðjum þig nú, elskulega vinkona, og þökkum þér samfylgdina á þessu ferðalagi um þessa jörð og vitum að þér líður vel, elsku Jóna Sjöfn. Við sendum foreldrum þínum og ættingjum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Við söknum þín. Hvert örstutt spor var auðnu spor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð í þúsund ár. (Halldór Laxness.) Þínar vinkonur að eilífu, Olína Elísabet og Margrét. Af hveiju? Þessi spurning á eftir að verða efst í huga okkar, sem þekktum Jónu Sjöfn, um ókomna framtíð. Lífið er flóknara en við höldum, skyndilega gerast atburðir sem enginn gerir ráð fyrir að geti komið fyrir einhvern af ástvinum okkar en nú er komið að því. Við fregnina um að Jóna Sjöfn hafi lát- ist af slysförum setur okkur hijóð um stund, síðan brýst sorgin fram og minningarnar hrannast upp. Þetta getur ekki verið satt, lífíð getur ekki verið svona óréttlátt. Hvernig má það vera að ung og falleg stúlka eins og þú sé kvödd burt úr þessu lífi frá öllum ástvinum sínum, það hlýtur að vera einhver æðri tilgangur sem við ekki skiljum. Elsku Jóna Sjöfn, við kveðjum þig með sárum söknuði og þökkum þér fyrir allar samverustundirnar sem við áttum sem einkenndust af blíðu og elsku en þannig varst þú, svo blíð og góð við alla. Lífsbraut þín varð ekki löng en þú gafst okk- ur svo mikið á þessum stutta tíma og því er sorgin og söknuðurinn mikill. Minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar um alla eilífð. Haukur, Sjöfn, Bryndís, Edda og Agnes. Bjarni dreif sig svo í viðskipta- fræði til Bandaríkjanna, eins og margra framtíðar bissnessmanna er siður og kom heim á sumrin til þess að stjórna helstu skemmti- stöðum borgarinnar. Atorkusemi Bjarna var mikil, hann var maður framkvæmdanna. Eins og lífið þróast, rofna tengslin með árunum, fjölskyldulíf- ið og alvaran tekur við. Því hittum við Bjarna orðið sjaldnar en við vildum, en ávallt voru fagnaðar- fundir þegar leiðir okkar lágu sam- an. En nú er þessi kraftmikli og skemmtilegi félagi horfinn á vit nýrra verkefna. Við biðjum góðan guð að styrkja fjölskyldu Bjarna, eiginkonu hans Sillu og soninn Þórhall Breka í þeirra miklu sorg. Eyþór Guðjónsson, Jónas Sígurgeirsson og Auður EHsabet Jóhannsdóttir. + Mikael Þor- steinsson fædd- ist í Mið-Hlíð á Barðaströnd 4. júlí 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 29. apríl síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Patreksfj ar ðar- kirkju 10. maí. Með hlýhug og virð- ingu minnumst við afa okkar, hugsum um all- ar góðu stundimar og samtölin er við áttum saman. Afi fylgdist vel með barnabörnum sín- um og er við fórum að vinna vildi hann helst sjá hvað við vorum að fást við. Þegar barnabarnabörnin bættust í hópinn var hann mjög hreykinn af þessum stóra barnhópi sínum og hélt vel utan um okkur öll. Mikla virðingu bar hann líka fyrir systkinum sínum og mjög náið og gott samband var á milli þeirra allra þannig að eftir því var tekið. Þegar við heimsóttum þig á sjúkra- húsið talaðir þú um að nú væri að koma sumar og þá væru bjartari tímar framundan, en vegir Guðs eru órannsakanlegir og nokkrum dög- um síðar varstu kallaður á braut þar sem þér var ætlað nýtt hlutverk. Elsku amma, með sorg í hjarta en rík að góðum og verðmætum minningum, kveður þú nú lífsföru- naut þinn. í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekktir mig og verkin mín. Ég leita þin, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Sú ein er bæn í bijósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú, æ, drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Elsku amma og aðrir aðstand- endur, megi Guð styrkja okkur öll. Blessuð sé minning hans. Sóley, Sigurður Halldór og Steinar Berg. Mágur minn Mikael Þorsteinsson er fallinn frá eftir löng og erfið veikindi. Hann hafði verið veikur og dvalið á Sjúkrahúsi Patreksfjarð- ar fyrir hátíðar og reyndar höfðu þau hjónin bæði, Sabína og hann, verið þar um jólin. Veikindi hans ágerðust og var hann fluttur suður og dvaldi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þar til yfir lauk. Mikael var fæddur og uppalinn á Barðaströnd, sonur hjónanna í Litluhlíð og ólst upp í stórum systk- inahópi. Tvíbýli var þá í Litluhlíð , Ytri- og Innri-Litlahlíð og í þeirri innri fann hann konu- efnið, Sabínu Sigurð- ardóttur frá Kirkjubóli í Selárdal sem flutt hafði þangað með föð- ur sínum, Sigurði Jóns- syni. Þau Sabína fluttu til Patreksijarðar, leigðu fyrst í Valhöll en keyptu síðan íbúðarhús við hliðina á Valhöll og hafa búið þar síðan. Mikael vann lengi á Vatneyri. Fór á vegum fyrirtækisins til Reykjavíkur þeirra er- inda að taka bílpróf, því þá vantaði vörubílstjóra. Varð vörubílaakstur lengi aðalatvinnan, framan af með kol og seinna olíu. Einnig var hann um tíma vaktmaður í togurunum. Á tímabili sá hann um að taka á móti olíu úr skipum og annast dreif- ingpi um suðursvæði Vestfjarða, norður í Arnarfjörð, inn á Barða- strönd, út í Víkur og að sjálfsögðu afgreiða skip. Sjálfur hafði hann seinna afgreiðslu á Shell-vörum um skeið. Þau hjónin áttu nokkrar kindur og höfðu bæði gagn og gaman af. Heyskapur, smalamennska og að sinna skepnum veitir yl í sálina, og visst sjálfstæði, þótt taka þurfi af hvíldartímanum til þess. í snjóflóð- inu á Patreksfirði 1983 fóru fjár- húsið hans og geymslan á kaf og misstu þau þá kindurnar og húsin. Sjálfur var hann nýkominn inn frá gegningum og skall þar hurð nærri hælum. Eftir að Mikael hætti vörubíla- akstri var hann í fiskvinnu. Seinast var hann að vinna með unglingum í unglingavinnunni á Patreksfirði. Það var alltaf mikjll samgangur milli heimila okkar. Á fyrri árum í heyskapnum og eftir að við fluttum suður höfum við hist flestar helgar á sumrin heima í Litluhlíð. Innilegar samúðarkveðjur til Sabínu og flölskyldu. Kolbrún. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (H. Laxness.) Elsku langafi, okkur langar að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir er við áttum með þér. Nú lifir þú sæll, í sönnum friðarheimi, ég samgleðst þér, með vinum þínum þar. En minninguna í minum huga geymi, mér er hún hvöt til sannrar menningar. (S.G.) Rut Berg, Breki Berg, Bjarki Berg og Sævar Berg. KOLBEINN INGÓLFSSON + Kolbeinn Ingólfsson fædd- ist í Reykjavík 20. júli 1935. Hann lést á Landspítaianum 23. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 2. maí. Ég man þig best í stígvélum með stöng við straumsins nið var listarinnar notið. Hylurinn var lygn, er línan söng og lenti þar sem skuggi féll á brotið. Við óðum straumvötn, lygnur, læki og for og lifðum eins og frummaðurinn réði. Því saman fóru veiðigleði og vor, vinátta og æskumannsins gleði. Þó okkur skilji himinn, höf og lönd og heimurinn oft sýni ýmsa hrekki. Og þó að leið til baka virðist vönd þá vináttunnar böndin slitna ekki. Ef við mætumst bak við himnahlið og hér þarf ekki að eyða mörgum orðum. Við stöndum saman veiðiána við, þar vaka fiskar, sem við drógum forðum. (Guðný Jónsd.) Geir og Guðný. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð cða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect cru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má grcinar tii blaðsins í bréfasíma 5691 115, eða á netfang þess Mbl(ó)centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ckki yfir eina örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.