Morgunblaðið - 15.05.1997, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 15.05.1997, Qupperneq 58
58 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ELÍAS SIGFÚSSON frá Vestmannaeyjum, Dalbraut 18, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 16. maíkl. 15.00. Guðfinna Einarsdóttir, Erna Elíasdóttir, Sigurbergur Hávarðsson, Einar Elíasson, Sigfús Þór Elíasson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín, tengdamóðir og amma, HELGA TÓMASDÓTTIR, Gýgjarhóli 1, Biskupstungum, sem andaðist sunnudaginn 11. maí, verður jarðsungin frá Haukadals- kirkju laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Inga Kristjánsdóttir, Guðni Karlsson og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐBJARTUR JÓNAS JÓNASSON, Miklagarði, Dalasýslu, sem andaðist mánudaginn 5. maí sl. verður jarðsunginn frá Staðarhóls- kirkju laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn hins látna. + Ástkær móðir mín, amma og langamma, SVAVA S. SVEINSDÓTTIR, Dunhaga 15, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 16. maí kl. 13.30. Ingunn Þórðardóttir, Svava Þóra Þórðardóttir, Ingunn Guðrún Einarsdóttir, Þórður Einarsson, Helgi Einarsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, INGIBJARGAR FRIÐRIKSDÓTTUR, Glæsibæ 19, Reykjavik. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 13d og skurðstofu á Landspítalanum. Friðrik Ragnar Eggertsson, Guðrún Björg Egilsdóttir, Hafsteinn Eggertsson, Þórunn Eiva Guðjohnsen, Guðjón Ingi Eggertsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður mfns og mágs, ODDSÁRNASONAR frá Hrólfsstaðahelli, Landsveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landgræðslunnar, Gunnarsholti, og starfsfólks og vistmanna á dvalarheimilinu Lundi, Hellu. Sigurþór Árnason, Halldóra Ólafsdóttir. SVEINN BJÖRNSSON + Sveinn M. Björnsson fæddist á Skálum á Langanesi 19. febrúar 1925. Hann lést á Land- spítalanum 28. apríl siðastliðinn og fór útför hans fram frá Hall- grímskirkju 9. maí. Elsku bróðir og vinur. Það er höggvið stórt skarð í systk- inahópinn þegar Sveinn er horfinn okkur. Hann hafði verið sjúkur um nokkurt skeið og við vissum að hveiju stefndi, en vonuðum að hann yrði lengur hjá okkur, en Guð ræður. Hann verður alltaf með okkur, því hann er svo sterkur í minning- unni. Hann hélt góða málverkasýn- ingu í Gerðarsafni í Kópavogi sem gekk vel. Þar stóð hann og tók á móti gestum. Það var alltaf forvitni- legt að koma á sýningar til hans og sjá eitthvað nýtt. Sýningunni lauk um svipað leyti og Sveinn lést á Landspítalanum 28. apríl sl. Hann var bjargfastur í allri list- sköpun sinni. Sívinnandi, alltaf að leita og skapa. Það var líka með ólíkindum hversu miklu hann kom í verk. Trúði á lífið framundan í list- sköpun sinni, fór eigin leiðir, sann- ur, hann sjálfur. Það var alltaf gaman að heim- sækja hann, engin lognmolla í kring- um hann, var skemmtiiegur og hress og sagði meiningu sína, var hjarta- hlýr. Við söknum hans mikið. Það var og er mikil samheldni hjá okkur systkinunum, komum oft sam- an þegar færi gefast. Mér er alltaf í fersku minni þegar Sveinn lagði í að koma með mál- verkasýningu til Ísafjarðar í septem- ber 1961. Það var mikill viðburður og vakti mikla athygli á ísafirði. Það voru gleðitíðindi að fá kærkomna ættingja á ísafjörð þar sem við hjón- in bjuggum með börnum okkar. Þetta var mikil hátíð. í för með honum voru drengirnir hans, Erlendur og Sveinn, og hans góða kona, Sólveig Erlendsdóttir, sem studdi hann alltaf í listsköpun hans og stóð við hlið hans á sýning- unni, svo og á öllum sýningum með- an hennar naut við. Við áttum marg- ar góðar stundir á heimili þeirra á Köldukinn í Hafnarfirði, en hún lést um aldur fram hinn 3. janúar 1982. Guð blessi minningu hennar. Þakka þér fyrir samfylgdina, elsku bróðir. Hughlýjar samúðar- kveðjur frá okkur til sona þinna og nánustu ástvina, elsku Birgitta, þakka þér fyrir allt það sem þú varst honum. Kristín Bryndís Björnsdóttir og Jóel Þórðarson. „Liðinn er dagur ..." upphafslín- ur ljóðs, sem mér er oft hugsað til, var eitt það fyrsta, sem kom upp í huga minn, er mér voru færðar frétt- ir af andláti vinar míns, Sveins M. Björnssonar listmálara, mánudags- kvöldið 28. apríl sl. Þá rétt fyrr um kvöldið hafði ég haft samband við Þórð son hans og fengið þær upplýs- ingar, að svo væri dregið af mætti hans, að búast mætti við frekari tíð- indum. Og kallið kom þetta sama kvöld og nú er hann horfinn við Austursins eilífa. Ég kynntist Sveini, sem ungur maður fyrir allmörgum árum, þá kom hann mér fyrir sjónir sem afar hijúfur maður, maður sem lá ekki á skoðunum sínum og talaði tæpi- tungulaust við alla þá, sem hann þurfti að hafa samskipti við. Á þeim árum bar ég óttablandna virðingu fyrir þessum manni, sem ekki aðeins rækti löggæslustörf sín, heldur mál- aði einnig hrjúfar og óræðar mynd- ir, sem þorri fólks kunni lítt að meta, á þeim tíma. En það mun ávallt verða svo, að allt hefur sinn vitjunartíma. Svo var jú einnig í sambandi okkar Sveins. Ég átti því láni að fagna, að fá að kynnast innri hlið Sveins, sem var gjörólík þeirri ytri, sem almennt snýr að samferða- mönnunum. Það er sá Sveinn, sem ég mun að eilífu geyma í minning- unni, því undir þykkum htjúfum skráp, meitluðum af mótbyr áranna, bjó hinn eini og sanni Sveinn Björns- son. Þessi víðsýni, einlægi, mildi og ljúfi maður, sem lét sér ekkert óvið- komandi"er varðaði heill og ham- ingju samborgara sinna. Já, það var þessi hlið sem ég kynntist, er hann kom til starfa í frímúrarastúkunni Hamri árið 1979, en fljótlega varð okkur mjög vel til vina og eftir það bar ég ekki ótta- blandna virðingu fyrir honum, held- ur Virðingu og það með stórum staf. Við áttum því láni að fagna, að starfa saman að ýmsum málefnum stúkunnar, þar sem mannkostir Sveins komu vel í ljós. Nú hin síðari ár barðist Sveinn við illvígan sjúkdóm og mátti á stundum ekki sjá hvor hefði betur í þeirri viðureign „maðurinn með ljá- inn“, eða hinn hetjulegi baráttumað- ur. Já, baráttan var hörð og það á mörgum sviðum, því á þessum árum mótaði Sveinn nýja stefnu í myndlist sinni og vann hörðum höndum við að ná markmiði sínu, jafnvel þótt þróttur hans væri á stundum minni en hann óskaði. Það eitt er víst, að listsköpun hans á eftir að halda nafni hans á lofti um ókomin ár og mér segir svo hugur um, að jafnvel þeir vantrúuðu eigi eftir að meta verk hans að verðleikum, því Sveinn var einn af mestu málurum, sem þjóðin hefur alið. Síðastliðinn vetur var Sveini erfið- ur í veikindum hans. Ég bar gæfu til þess að heimsækja hann nokkuð oft og ræða við hann um hina ýmsu hluti, hvort heldur það var þessa heims eða annars og bar þá margt á góma. Við reyndum ekki að ráða lífsgátuna miklu, heldur ræddum við af hreinskilni um allt það sem okkur var hugleikið. Fyrir þessar samveru- stundir vil ég nú þakka, því þær voru mér afar lærdómsríkar. Þarna fékk ég innsýn í þá miklu baráttu sem framundan var hjá vini mínum, að honum tækist að ljúka einhveijum af ætlunarverkum sínum, svo sem kvikmyndatöku, greiða götu sonar síns og síðast en ekki síst að koma upp sýningu á verkum sínum í Gerð- arsafni, sýningu sem var fjölsótt og heppnaðist frábærlega. Þarna stóð Sveinn eins og hetja og tók á móti gestum á opnunardaginn, en það fór ekki fram hjá mér né öðrum, að þar var sárþjáður maður að vinna þrek- virki. Hann var að gera það sem trúlega engum hefði dottið í hug að gera miðað við allar aðstæður. Það stóð á endum, að þegar þessari síð- ustu sýningu lauk, var vinur minn leystur undan frekari þjáningum þessa heims. Kæri vinur, nú að leiðarlokum óska ég og fjölskylda mín þér alls góðs á þeim vegum, sem þú nú hef- ur lagt út á. Megi hinn Hæsti höfuðsmiður vernda og hugga alla ástvini þína, sem nú kveðja þig með sárum trega. Jón Sveinsson. Sumir deyja og síðan ekki söguna meir. Aðrir með söng sem aldrei deyr. (Þorsteinn Valdimarsson) Horfinn er sjónum okkar kær vin- ur, Sveinn Björnsson, eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm sem hann tókst á við af æðruleysi og reisn. Hann bjó yfir miklu afli og styrk sem skilaði sér vel til þeirra er nálægt honum voru. Ég átti því láni að fagna að kynnast Sveini ung að aldri. Hann var mikill vinur afa míns Jóns Engil- berts og var tíður gestur í húsi málar- ans. Þeir unnu báðir listagyðjunni og sótti Sveinn í þann viskubrunn sem Jón bjó yfir. Töluverður aldursmunur var á þeim, en ekki háði það vinskap þeirra, nema siður væri. Mikið var rætt á þeim árum um listina og lífið. Þeim lá báðum hátt rómur er þeir ræddu um menn og málefni og hvell hlátur þeirra glumdi í veggjum Englaborgar. Þetta voru menn með skoðanir á málunum. Mikið var þá gaman að vera lítil stelpa með stór eyru, en þá hvarflaði ekki að mér að Sveinn ætti eftir að verða „afi“ barnanna minna. Síðan eru liðin rúm þijátíu og fimm ár og mikið vatn runnið til sjávar. Eftir að Jón dó sýndi Sveinn ömmu minni, Tove Engilberts, mér og móður minni, Birgittu Engilberts, mikið tryggiyndi. Hann var ætíð boðinn og búinn að rétta fram hjálp- arhönd. Eftir að Sveinn varð ekkju- maður fóru móðir mín og hann að vera saman. Það var eitthvað svo sjálfsagt, hann hafði einhvernveginn alltaf verið þarna, hlýja brosið, þétt faðmlagið, öryggið og trygglyndið. Síðan eru liðin fimmtán ár. Á þessum tíma hef ég eignast tvær dætur, Birgittu og Ellen, og þeim hefur hann verið sem besti afi. Móðir mín og Sveinn deildu sam- eiginlegu áhugamáli, listinni, og dvaldi hún oft löngum stundum hjá honum í Krýsuvík er hann var að mála. Hún var honum oft uppspretta fagurra mynda og gaf hann henni margar þeirra áritaðar fallegum ást- arorðum sem ylja henni nú þessa erfiðu daga. Á hveiju ári fóru þau til útlanda, þeim fannst báðum mjög gaman að ferðast. Leiðir þeirra lágu víða, Grikkland, Danmörk, Bretland, Frakkland og Kanaríeyjar. Á þessum ferðum málaði Sveinn oft af krafti. Honum fannst gott að mála í hitan- um og sólinni á Kanaríeyjum. Þau fengu sér alltaf íbúð með svölum, þar fannst þeim gott að vera, hann að mála og hún að lesa. Ekki er nokkur leið að tíunda allt það sem gerst hefur á svo löngum en þó svo stuttum tíma. En ofarlega er mér í huga aðfangadagskvöld, Sveinn með strákslegt blik í auga og jafnspenntur ef ekki spenntari en stelpurnar að opna jólapakkana. Þá minnti hann mig á afa Jón. Einn- ig er mér minnisstæður afmælisdag- urinn minn hinn 20. apríl er við borðuðum saman í Englaborg ásamt góðvini hans frá Danmörku, Henrik Vagn Jensen, sem sér nú á bak góðum vini. Þetta kvöld var Sveinn þreyttur en sáttur eftir vel heppnaða sýningu. Meðan Sveinn reyndi að hvílast teiknaði Henrik mynd af stelpunum mínum sem hann síðan gaf okkur. Þeir vinirnir færðu mér blómvönd sem lifir enn. Elsku mamma mín, ég veit að þetta eru dimmir dagar en birtan mun læðast inn og ná yfirhöndinni að lokum. Við höfum átt góðar stundir með Sveini og eigum falleg- ar myndir á veggjum okkar eftir hann. Allt eru þetta perlur í minn- ingasjóð okkar. Ég, Guðmundur, Birgitta og Ellen sendum öllum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vertu sæll, elsku Sveinn. Greta Engilberts. Vinur okkar Sveinn Bjömsson list- málari og lífskúnstner er fallinn frá. Kynni okkar við Svein hófust þeg- ar við vorum ungir og ómótaðir ung- ir menn og sátum í stofunni á Köldukinn við ýmis tækifæri. Þær kvöldstundir sem Sveinn gaf sér tíma til að setjast niður með okkur Maí-drengjum og ræða menn og málefni eru ógleymanlegar. Á slík- um stundum fengum við að heyra hispurslausar skoðanir hans á iist- um, samfélaginu, atburðum gær- dagsins og ekki sfst skoðanir hans á okkur sjálfum. Ávallt var stutt í húmorinn á þessum kvöldum og þótt við félagarnir værum kannski með galsa þá sýndi Sveinn okkur ávallt umburðarlyndi. Sveinn kom okkur fyrir sjónir sem maður sem fór sínar eigin leiðir og lét ekki stefnur og strauma sam- tímans segja sér fyrir verkum, „ég geri eins og mér sýnist". Vonandi náum við að tileinka okkur einlægni Sveins og gera einsog hjartað segir okkur. í hugum okkar lifir minning um mann sem var frábær listamaður en fyrst og fremst stórkostlegur per- sónuleiki. Elsku Dúddi, Lilja, Sveinn Andri og fjölskylda, megi guð styrkja ykkur og blessa í sorg ykkar. Þorgils Óttar Mathiesen, Ingi Guðmundur Ingason, Jón Erling Ragnarsson, Magnús Pálsson. 0 Fleirí minningargreinar um- Svein Björnsson híða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu dnga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.